Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 22
✝ Jón Gauti Jóns-son fæddist á Ísafirði 29. desem- ber 1945. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 4. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jón Gauti Jónatansson, f. 14.10. 1907, d. 20.2. 1964, og Guðrún Kristjánsdóttir, f. 4.2. 1909, d. 27.10. 2001. Systkini Jóns Gauta eru Svanhild- ur Erna, f. 1935, Sigríður Krist- jana, f. 1936, d. 1998, Þórdís Helga, f. 1941, og Guðrún Kristín, f. 1948. Jón Gauti kvæntist 1966 Hall- gerði Pétursdóttur, f. 1948, þau skildu. Börn þeirra eru 1) Sigrún Jónsdóttir, f. 1966, fyrrverandi eiginmaður hennar er Gunnlaugur Kristján Gunnlaugsson. Synir þeirra eru Benedikt Þór og Friðrik Örn. 2) Jón Gauti Jónsson, f. 1974, eiginkona hans er Sigrún Magn- úsdóttir. Börn þeirra eru Pétur, Berglind og Einar. 3) Sólveig Ásta Gautadóttir, f. 1980, sambýlis- maður Vignir Bjarnason. Jón Gauti hóf 1996 sambúð með Hólmfríði Árnadóttur, f. 1947, og bæjarstjóra Garðabæjar og gegndi því starfi til ársins 1987. Frá 1987 til 1990 var hann framkvæmda- stjóri Stálvíkur hf. Árið 1990 stofn- aði hann ásamt öðrum ráðgjaf- arfyrirtækið Rekstur og ráðgjöf ehf. og sinnti þar ráðgjaf- arstörfum, aðallega fyrir sveit- arfélög, ráðuneyti og stofnanir rík- is og sveitarfélaga. Meðal verkefna voru stjórnun uppbyggingar eftir snjóflóðin í Súðavík árið 1995, fjár- hagsleg endurskipurlagning og tímabundin stjórnun ýmissa sveit- arfélaga og stofnana. Frá 2000 starfaði Jón Gauti fyrir ráðgjaf- arfyrirtækið Parx ehf. á stjórn- sýslusviði. Árið 2004 var hann ráð- inn sem framkvæmdastjóri Domus Medica ehf. og Læknahússins ehf. Frá miðju ári 2005 starfaði hann sem sviðsstjóri rekstrarsviðs og síðar aðstoðarforstjóri Veðurstofu Íslands. Meðfram ráðgjaf- arstörfum sínum hafði hann um- sjón með námskeiðahaldi og gerð námsefnis fyrir sveitarstjórn- armenn. Einnig sinnti hann stundakennslu í félagsvísindadeild Háskóla Íslands fyrir nema í meist- aranámi í stjórnmála- og við- skiptafræðum. Jón Gauti lét sig félagsmál varða og var m.a. virkur í Lionshreyfing- unni til fjölda ára. Útför Jóns Gauta fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. gengu þau í hjóna- band 2002. Börn hennar og Stefáns Pálssonar, fyrri eig- inmanns, eru: 1) Árni, f. 1973, sambýliskona Eyrún Ósk Guðjóns- dóttir. Synir þeirra eru Guðjón Bjarki og Bjarni Gunnar, sonur Árna og Sólveigar Hrannar Sigurð- ardóttur er Stefán Ingi. 2) Anna Guðrún, f. 1975, sambýlis- maður Þröstur Þor- kelsson. Dóttir þeirra er Tinna. 3) Guðrún Elísabet, f. 1975, sambýlis- maður Hilmar Veigar Pétursson. Dóttir þeirra er Eva Sólveig. Jón Gauti var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann lauk námi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1972 og MPA-prófi frá sama skóla í op- inberri stjórnsýslu árið 2006. Árin 1972 til 1974 starfaði hann sem sveitarstjóri Búðahrepps, Fá- skrúðsfirði, og síðan sveitarstjóri Rangárvallahrepps, Hellu, til árs- ins 1978. Frá 1978 til 1979 var hann starfsmanna- og fjár- málastjóri Scanhouse Nigeria í La- gos. Árið 1979 tók hann við stöðu Pabbi, það sem mér dettur í hug þegar ég heyri orðið pabbi er traust, öryggi, vinur og hlýja. Pabbi er sá sem alltaf er til staðar, huggar þeg- ar maður grætur, hlær með þegar maður hefur eitthvað skemmtilegt að segja, hressir mann við þegar maður er leiður og hjálpar manni upp þegar maður dettur. Pabbi minn er dáinn. Hann lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 4. ágúst. Ég verð að segja að það hafa ver- ið sönn forréttindi að hafa alist upp sem dóttir pabba míns, Jóns Gauta. Pabbi kunni vel til verka og hef ég lært mikið af honum í gegnum tíð- ina, eins að allt það sem að ég hef tekið mér fyrir hendur var fyrst borið undir hann, hvort sem að við vorum sammála eða ekki þá varð ég að fá hans skoðun á málunum. Það er svo ótal margt sem kemur upp í hugann, endalaust mikið af góðum og skemmtilegum minningum. Pab- bastelpa hef ég alltaf verið og þar sem hann pabbi var að búa til, breyta eða laga eitthvað þar var ég, pabbi minn gat allt og allt sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann vel, eitt sem einkenndi hann var reynd- ar það að þegar að hann var eitt- hvað að vesenast þá tuðaði hann og blótaði þangað til að hluturinn eða verkið sem hann var að vinna í var lokið. En verkið kláraðist alltaf sama hversu ómögulegt það leit út í byrjun. Pabbi var mikill bíladellukarl og það má segja að ég hafi smitast af bíladellunni snemma, það skemmti- legasta sem ég vissi var að fara að kaupa ís og fara bílasölurúnt. Svo kom það þegar ég varð eldri og eignaðist fyrsta bílinn að hann tók mig í kúrs sem hann stofnaði og hélt uppi en það var bón 101, en hann snerist um það hvernig ætti að bóna bílinn og viðhalda, ég kunni nú reyndar aðeins til verka enda verið að skottast í kringum hann frá því að ég man eftir mér. Þau okkar sem eiga mikið hljóta að missa mikið. Sólveig Ásta Gautadóttir. Stolt eða montin? Þarf maður allt- af að velja? Þá vel ég hvort tveggja, pabbi minn! Ég er ekki bara stolt af því að vera frumburðurinn þinn, ég er líka montin af því að ég er stóra stelpan þín. Stelpan sem þekkti flesta starfs- menn á bílasölum bæjarins með nafni og rataði um vistarverur Rík- isútvarpsins af því að hún var alltaf sem lítil stelpa að skottast með pabba sínum. Þegar kom að menntaskólavali þá kastaðist í kekki milli okkar því ég vildi fara í MR en þú vildir að ég færi í FG þar sem þú varst að byggja upp framhaldsskóla í Garðabænum. Ég fór í vikufýlu og þá gafst þú upp en þá var ég búin að bíta í mig að FG væri málið og sá ekki eftir því. Í dag skil ég rök- semdafærslu þína því það síaðist inn í uppeldinu að maður á að fylgja sannfæringu sinni. Hentistefna er ekki góð stefna, pabbi minn. Þegar Benedikt fékk bílprófið sagði ég honum að fara til þín og læra að þvo og bóna bíla. Hann fórn- aði höndum og sagði: Mamma, hann er 4 klst. að þessu. Það lýsir þér vel, pabbi minn. Þú gerðir ekki hlutina með hangandi hendi. Afi Pétur sagði að dýrasti lúxusinn væri hirðuleysi og þá speki tókstu alvarlega. Strák- arnir mínir voru mjög glaðir með bílaval þitt, Bens … eitthvað. Hann var allavega blár. Þarna kemur augljóslega fram hvað við Sólveig Ásta fengum ólíka hluti út úr samvistunum við þig og bílasöluferðunum. Ég horfði á litina en hún lærði allar tegundirnar. Þú kunnir svo vel að vinna með fólki, varst flottur „diplómat“ og það er eitthvað sem ég vona svo innilega að mér takist að öðlast og tileinka mér. Ég leitaði ráða hjá þér varð- andi ýmislegt í þeim stórverkefnum sem ég var í síðasta vetur, þú áttir svo auðvelt með að skoða hlutina út frá báðum sjónarmiðum. Samninga- viðræður voru eitthvað sem þú hafð- ir góð tök á og ég naut þess að ræða þessi mál við þig þó að stundum fyndist mér þú sjá fullvel „hina hlið- ina“. Þú varst svo heppinn að eiga hana Hólmfríði þína að og hvernig hún umvafði þig í þessum erfiðu veik- indum var ómetanlegt að verða vitni að. Ég er þess fullviss að hennar styrkur og festa gáfu okkur þennan tíma með þér sem raun bar vitni og fyrir það er ég henni þakklát. Þú tókst á þessum erfiðu veikindum með ró og yfirvegun enda ekki þekktur fyrir að kvarta og kveina. Síðustu dagar hafa verið frekar tómlegir, engar ferðir í Kópavoginn með barnaís með dýfu í boxi, ekkert fótanudd eða kaffidrykkja kvölds og morgna þar sem útsýnið gaf hug- mynd um eilífðina. Starfsfólkið á líknardeildinni er einstakar mann- eskjur, þessum frábæru konum vil ég þakka fyrir ljúfa viðkynningu. Við tökum á þessu áfalli hvert og eitt eins og við getum best. Þú sagð- ir að þú værir ríkur maður því að við hugsuðum svo vel hvert um annað systkinin og trúðu mér elsku pabbi, á því verður engin breyting. Montin eða stolt? Jú, stundum velur maður hvort tveggja og í þessu tilfelli tengist það ekki henti- stefnu heldur ást og virðingu. Þín pabbastelpa, Sigrún. Í dag kveðjum við góðan dreng, Jón Gauta Jónsson. Hann lést á líknardeild Landspítalans 4. ágúst sl.en hann hafði barist við krabba- mein í tæpt ár. Snemma í því ferli kom í ljós að ekki yrði deilt við dómarann. Hann tók því með karlmennsku. Æðruleysi var einmitt eitt af því sem einkenndi Gauta en það var hann alltaf kallaður. Gauti var jafn- lyndur, heiðarlegur drengur sem átti auðvelt með að umgangast fólk, enda vann hann alla tíð krefjandi trúnaðarstörf, sem voru mest á sviði sveitar- og bæjarstjórnar. Trúlega verða því gerð betri skil af öðrum. Eitt af því erfiðasta sem honum var falið var uppbygging í Súðavík í janúar 1995 eftir snjóflóðið þar. Þar veit ég að hann lyfti grettistaki. Og hefði ég ekki hrokkið upp af stand- inum þótt hann hefði hlotið fálka- orðuna fyrir. Það varð ekki. Ég fylgdist með þessu og undr- aðist getuna og kraftinn í þessum ömurlegu aðstæðum. Við Gauti kynntumst sem ung- lingar og vorum gift í þrjátíu ár. Leiðir okkar skildi. Síðar kvæntist hann Hólmfríði Árnadóttur, ágætri mannkostakonu, og eignaðist ég vináttu hennar og seinna maðurinn minn, Árni Páls- son. Fyrir það þakka ég núna. Og örugglega börnin okkar þrjú sem hún sýndi velvilja og kærleika frá fyrstu tíð. Hólmfríður vakti athygli allra í hjúkrun sinni á manni sínum. Hún var við hlið hans allan sólarhringinn mánuðum saman. Það er óásættanlegt að kveðja mann sem var í fullu fjöri fyrir tæpu ári í krefjandi skemmtilegu starfi. Kæra Hólmfríður og þið elsku börn- in mín, Sigrún, Jón Gauti og Sólveig Ásta, ykkar missir er mikill. Einn hef ég barn á óstyrkum fótum tifað einn hef ég fullorðinn þarflitlar bækur skrifað einn hef ég vitað mín álög sem ekki varð bifað einn mun ég heyja mitt stríð þegar nóg er lifað. (Jón Helgason) Blessuð sé minning þín fallegi drengur. Hallgerður Pétursdóttir. Við kveðjum nú hann Gauta hinstu kveðju, en fyrir ári hefði okk- ur ekki órað fyrir því að hann yrði ekki með okkur í dag. Það eru tæp 13 ár síðan við börn Hólmfríðar kynntumst Gauta. Þá var liðinn nokkur tími frá skilnaði foreldra okkar og með mömmu og Jóni Gauta tókust ný kynni en þau höfðu á sínum tíma verið samtíða í við- skiptafræði við Háskóla Íslands auk þess að vera fyrrum bekkjarfélagar úr MR. Ekki leið á löngu þar til þau hófu hjúskap saman og héldu heim- ili á æskuheimili okkar í Lálandinu. Við höfum alltaf átt góð kynni af Gauta. Hann var hvers manns hug- ljúfi, hress, gamansamur og barn- góður með eindæmum eins og börn okkar systkina hafa ekki farið var- hluta af. Var hann sérstaklega lag- inn við yngstu börnin og hafði mikla ánægju af að leika við þau. Hann beið spenntur eftir komu hvers nýs barns og var jafnan manna fyrstur til að kaupa fallega prinsessukjóla þegar dömur komu í heiminn. Gauti var félagslyndur, hjálpsamur og ekki mikið fyrir að sitja kyrr. Hann var ávallt tilbúinn til að taka til hendinni og þurfti ekki einu sinni að biðja hann um aðstoð. Ef það barst í tal að einhverju verki væri ólokið var hann jafnan mættur á svæðið, sérstaklega þegar kom að húsbygg- ingum okkar systkina. Í matarboðum og veislum var hann í essinu sínu og fór með ófáar sögur, vísur og brandara. Mamma og Gauti urðu miklir vinir og voru mjög samhent þau fáu ár sem þau fengu að eiga saman. Það geta kom- ið upp ýmis vandamál þegar full- orðið fólk, með sína siði og venjur, ruglar saman reytunum en hjá þeim komu ekki upp alvarlegri vandamál en það hvort jafningurinn ætti að vera sykraður eða hvort grænu baunirnar ættu að vera heitar eða kaldar. Þau náðu að ferðast nokkuð og áttu margar góðar stundir þrátt fyrir að bæði hafi jafnframt unnið mikið. Frá því að Gauti greindist með illvígt krabbamein síðasta haust barðist hann hetjulega við sjúkdóminn en það kom á daginn að við ofurefli var að etja í þeirri bar- áttu. Það var aðdáunarvert hvað Gauti hélt glöðu geði lengi og talaði hann framan af frekar um sjúkdóm- inn eins og leiðinda kvefpest frekar en lífshættulegan. Mamma stóð með Gauta eins og klettur í gegnum bar- áttuna og varði með honum flestum stundum frá því að ljóst var að um svo alvarlegan sjúkdóm væri að ræða. Einnig voru börn hans, Sig- rún, Jón Gauti og Sólveig Ásta, hon- um og móður okkar stoð og stytta í þessari baráttu og veittu móður okkar ómetanlegan stuðning. Kunn- um við þeim bestu þakkir. Það er mikill missir að Gauta og verður hans sárt saknað. Við vottum börnum hans ásamt móður okkar samúð okkar. Árni Stefánsson. Anna Guðrún Stefánsdóttir. Guðrún Elísabet Stefánsdóttir. Ár líða hratt yfir himin og heim, með blæléttum þyt, það slær á þau gullinni slikju, það slær á þau silfurlit. (Guðmundur Böðvarsson) Þessa vísu skrifa ég oft þegar mínir nánustu eiga afmæli. Í dag kveð ég Gauta mág minn með þess- um orðum. Gauti kom inn í fjölskylduna mína fyrir rúmum tólf árum. Það var ekkert auðvelt fyrir hann að brjótast inn í þessa íhaldssömu fjölskyldu. Það tók mig allmörg ár að kynnast honum, en eitt get ég hrósað honum fyrir, hann var stórkostlegur vert og höfðingi heim að sækja. Hann var vel skipulagður dugnaðarforkur sem kom fram í störfum hans heima og að heiman. Margs er að minnast en líklegast stendur upp úr óvissuferð til Kúlu- súk sem farin var á uppstigning- ardag árið 2000. Hann og Hólm- fríður buðu okkur Inga í þessa ferð í tilefni fimmtugsafmæla okkar beggja. Fengum við einstakt veður þenn- an dag og sé ég á litlum filmubút að brosið datt ekki af Gauta þann daginn. Fyrir ári gisti ég hjá Gauta og Hólmfríði eina nótt, það var svo mikill friður yfir heimilinu, þau sýndu hvort öðru svo mikla hlýju og virðingu. Þau voru góðir félagar og mér leið vel í návist þeirra. Gauti var ekki tilbúinn til þess að fara. Hann barðist eins og ljón fyrir lífi sínu enda hafði hann nóg til þess að lifa fyrir. Hann var í fínu starfi, átti góða konu, þrjú börn, þrjú stjúpbörn, barnabörn, systur og ógrynni af vin- um sem heimsóttu hann stöðugt þetta síðasta ár. Fyrir nokkrum árum spurði Gauti mig: „Hvernig kanntu við þennan nýja mág þinn?“ Ég svaraði: „Mér finnst afskap- lega erfitt að kynnast honum.“ Hann varð undrandi á svipinn, en á síðustu árum náðum við því að tengjast ágætlega og fór vel á með okkur. Ég kveð Gauta mág minn með eftirsjá en mestur er missir Hólm- fríðar systur minnar. Elísabet G. Árnadóttir. Mágur minn Jón Gauti er látinn aðeins 62 ára. Það er mikil sorg þeg- ar menn kveðja þennan heim í blóma lífsins, hafa lokið erfiðasta skeiði lífsbaráttunnar og geta farið að horfa til baka og njóta afraksturs vinnu sinnar. Jón Gauti var farsæll maður í starfi, var m.a. forstjóri fyr- irtækja, sveitarstjóri og bæjarstjóri Garðabæjar. Sporin eftir hann voru alls staðar góð og var friður þar sem hann skildi við. Hann var mikill mannasættir. Móðir hans Guðrún var dóttir Kristjáns Alberts Kristjánssonar og Sigríðar H. Jóhannesardóttur ljós- móður á Suðureyri. Faðir hans, Jón Gauti Jónatansson rafmagnsverk- fræðingur, var Eyfirðingur að ætt. Hann fór snemma til náms í raf- magnsverkfræði í Mittsvide í Þýskalandi. Jón Gauti eldri lést 1964 og voru börnin hans þá á aldr- inum 16-30 ára. Gauti var aðeins 18 ára. Guðrún fluttist þá með þau þrjú börn sem ekki voru farin að heiman í Kópavogin og áttu þau góðan tíma þar. Það var sárt fyrir fjölskylduna að missa fyrirvinnuna svona snögg- lega en Guðrún stóð sig með sóma enda sterk kona þar á ferð. Jón Gauti kvæntist Hallgerði Pét- ursdóttur og hófu þau sinn búskap í Vestmannaeyjum. Þau eignuðust þrjú börn sem mikill sómi er að en þau eru Sigrún, Jón Gauti og Sól- veig Ásta. Seinni kona Gauta er Hólmfríður Árnadóttir og á heimili þeirra í Lá- landi var afskaplega gott að koma enda voru þar samhent hjón og björt. Þegar litið er til baka eru ofarlega í huga mínum ánægjuleg samskipti okkar hér í Brautarholti og Gauta og hans fjölskyldu, einnig það góða systkinasamband sem alltaf var á milli Systu konu minnar og Gauta. Ég færi Hólmfríði og börnum hans dýpstu samúðarkveðjur um leið og ég þakka mági mínum sam- fylgdina síðustu 45 ár. Páll Ólafsson. Menntaskólaárin lifna í minning- unni. Þá hófust kynni okkar Gauta. Náinn vinskapur okkar stofnaðist þá þegar og styrktist enn á háskóla- árunum, vinskapur sem var okkur afar dýrmætur og kær, sem hélst allt til lokastundar. Fráfall Gauta myndar stórt, ótímabært skarð í þá lífsmynd, sem í huganum býr og mótast hefur í gegnum árin, enda var hann afar sterkur hluti hennar, eftir svo langan vinskap. Í mínum huga er minningin um Gauta afar björt allt frá upphafi. Ekki var hann aðeins ljós og bjartur yfirlitum, heldur bjó hann yfir per- sónuleika, sem var hvort tveggja í senn birtugefandi og miðlandi um Jón Gauti Jónsson 22 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Hundrað ár líða og hópferðar-rútan er kyrr Og hæglátur „gæt“ uppúr annálum tímans nær tauta Er þetta ekki þorpið sem flutt var um set, ég spyr Og er þetta styttan sem minnir á Jón heitinn Gauta? (Ragnar Þorbergsson) Þínir afastrákar, Benedikt Þór og Friðrik Örn. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.