Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku afi Björn. Í dag hefðir þú orðið áttræður hefðir þú lifað. Ég trúi því tæpast enn að þú sért farinn, og senni- lega bjóst enginn við því að þú myndir fara svona fljótt. En ég veit nú samt líka að þú varst alltaf ánægðastur þegar þú varst á ferð- inni með eitthvað fyrir höndum og Björn Árnason ✝ Björn Árnasonfæddist í Reykjavík 12. ágúst árið 1928. Hann lést á heimili sínu í Mykjunesi í Holtum 30. apríl 2007 og var útför hans gerð frá Neskirkju 11. maí, hefðir ekki viljað verða gamall og rúm- fastur og ekki geta séð um landið þitt. Mykjunes hefur gefið okkur barnabörnun- um margar góðar stundir sem og allri fjölskyldunni. Okkur fannst alltaf gaman að fara að vinna hjá afa á sumrin. Okkur fannst við vera full- orðin hjá þér, við unnum og elduðum, okkur fannst við bera mikla ábyrgð sem við vorum mjög ánægð með, þú gafst okkur þetta. Svo var alltaf æðislegt þegar þú fórst með okkur í sund á kvöldin, við krakkarnir hlupum öll í renni- brautina og þú spjallaðir við fólk í pottinum, svo komum við fljótlega í pottinn líka. En það besta við sumrin okkar hjá þér var hversu vel við fengum að kynnast afa okk- ar og það er mér ómetanlegt. Önn- ur minning sem ég á eru fallegu gjafirnar sem þú gafst okkur, fyrir jól fórstu oft utan og verslaðir fyr- ir alla fjölskylduna, það var alltaf svo gaman að vita hvað maður fengi frá afa Birni. Ég man líka eftir stóra fallega brosinu þín, ein- læga hlátrinum þínum og hversu fast þú faðmaðir mig þegar við hittumst. Að eiga allar þessar minningar er það besta sem þú hefur gefið mér. Það var mjög erf- itt að þurfa að kveðja þig en ég get huggað mig við það að nú ertu kominn til ömmu Ingunnar og þið getið fylgst með mér og vakið yfir mér saman. Þín dótturdóttir, Vaka. Ég var ein af sum- arkrökkunum í Stóru-Sandvík. Í þá daga þegar vélmenn- ing var ekki komin á það stig sem hún er nú var algengt að senda börn til sumardvalar í sveit þar sem þau unnu við þau störf sem nú eru að mestu unnin með vélum. Í dag sé ég hvers virði það var að læra vinnubrögð og vinnuaga sem síðar á lífsleiðinni kom að gagni. Í Stóru-Sandvík dvaldi ég í 7 sumur frá sex ára aldri. Mínar fyrstu minningar um Siggu eru hvernig hún var holdtekja halds og trausts fyrir einkabarn móður sinnar sem í fyrsta skipti þurfti að yfirgefa örugga höfn og hafði alls ekki öðl- ast nauðsynlega reynslu í sam- skiptum við aðra. Fyrir örfáum árum gafst mér tækifæri að endunýja kynnin við þessa sómakonu sem nú hefur kvatt þennan heim. Eftir það átti ✝ Sigríður KristínPálsdóttir fædd- ist í Stóru-Sandvík í Árnessýslu 5. febr- úar 1930. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 16. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 24. júlí. ég eftir að koma nokkuð reglulega við hjá Siggu á leið minni um Flóann. Þá sá ég með augum fullorðinnar mann- eskju lífið eins og það var í Stóru-Sand- vík meðan ég dvaldi þar sem barn, líf sem var um margt sér- stakt. Þar bjuggu 4 bræður með fjöl- skyldum sínum, hver í sinni íbúð undir einu þaki. Húsið var þar af leiðandi áberandi stórt fyrir hús í sveit og gaf til kynna þann myndarskap og framsýni sem ríkti þar ávallt. Þarna var krökkt af mannfólki yfir sumartímann og sumarkrakkarnir margir. Það seg- ir sig sjálft að þar sem margir krakkar eru samankomnir frá ólík- um heimilum ríkir galsi en ein- hvern veginn var aginn í Stóru- Sandvík svo sjálfsagður að án orða rann þessi hópur saman án árekstra. Sjálfsagt hefur ástæðan verið sú að einmuna samheldni og reglusemi ríkti í vinnubrögðum og samskiptum meðal heimilisfólks í Stóru-Sandvík. Aldrei man ég eftir því að hafa orðið vitni að ósætti eða sund- urlyndi milli Sandvíkurfólksins. Það hlýtur að teljast nokkuð sér- stakt þegar svo margar hendur koma að sama starfi. Þær lynd- iseinkunnir sem prýddu Sandvík- urfólkið voru ríkar í Siggu. Ég man aldrei eftir því að hún hafi skeytt skapi sínu á neinum allan þann tíma meðan ég dvaldi í Stóru-Sandvík sem barn. Má vera að brúnir hafi sigið og uppþvottab- urstinn fengið að kenna á óánægju því ekki var Sigga skaplaus. En ég hef sjaldan kynnst annarri eins skapstillingu. Eflaust hefur Sigga lagst örþreytt til hvílu að loknum vinnudegi við hússtörf á mann- mörgu heimili sem ekki hafði nú- tímaþægindi. Sandvíkurheimilið var annálað fyrir gestrisni og því bar þar margan manninn að garði sem þurfti að sinna. Aldrei var kvartað. Sigga hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og líkaði misvel eins og gengur og gerist en henni var gefinn sá hæfileiki að gagnrýna neikvæða þætti í fari fólks án þess að níða af því skóinn. Það er sjaldgæf gjöf. Þegar ég hugsa um persónuleika Siggu koma upp í hugann tvö orð: „óbif- anlegur klettur“. Hún var traust sem klettur. Henni var gefið að taka lífinu eins og það brotnar á manni. Það sýndi hún hvað best þegar hún missti Tomma sinn og hvernig hún tókst á við banalegu sína. Uppgjöf var ekki til. Betra væri að fleiri samferðamenn væru eins og Sigga. Ég þakka samfylgdina og sendi mínar hugheilustu óskir um hugg- un til aðstandenda. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir. Sigríður Kristín Pálsdóttir Fallinn er frá ein- stakur maður og persónuleiki, sem auðgaði líf allra sem kynntust hon- um. Maðurinn sem flestir kölluðu Lalla á sjúkrabílnum, en ég kallaði afa, bróður og vin. Elsku afi, ég vil þakka þér fyrir allar yndislegu minningarnar sem þú skilur eftir í mínu hjarta, minn- ingar sem eru svo ljúfar og margar að þær endast mér og mínum um alla tíð. Það er hverjum manni hollt að líta til baka á æviskeið þitt og lífsmottó, þar sem lífsgleði, virðing fyrir öðrum og æðruleysi bjó á ein- ✝ Lárus ArnarKristinsson, fyrrverandi sjúkra- flutninga- og slökkviliðsmaður, fæddist í Keflavík 14. ágúst 1937. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 28. júlí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 6. ágúst. um og sama staðnum. Barlómur var eitt- hvað sem Lalli afi vissi ekki hvað var, brosið, kímnin og lífs- gleðin það var eitt- hvað sem var jafnan nefnt í sömu andrá og nafn afa bar á góma. Vegir lífsins eru á ýmsan veg og líf ein- staklinga spinnst á hina ýmsu vegu. Þú sem í raun varst frændi mömmu gekkst í það hlutverk að verða henni uppeldisbróðir og gerðir það með slíkri reisn að sem ung stúlka ákvað hún að ef hún ein- hverju sinni skyldi eignast dreng þá væri nafnið komið, kæri nafni. Þetta er til marks um áhrifin sem þú hafðir á þá sem kynntust þér, vil ég þakka þér fyrir hversu vel þér fórst úr hendi þetta bróður- hlutverk. Afa hef ég kallað þig frá því ég var lítill gutti og er móðir mín reyndi að leiðrétta mig í þeim efn- um, þá þvertókst þú fyrir það og þar við sat. Barnagæla varstu slík að eftir var tekið. Vil ég meina að blessuð börnin sjái inn í hjartaþel okkar sem eldri erum og laðist þ.a.l. að þeim sem mikla og góða útgeislun hafa, af þessu varstu rík- ur og óspar að gefa blessuðum börnunum af. Barnabörnin og barnabarnabörnin áttu góðan afa sem gaf þeim öllum jafnan gaum og ást. Veiðar áttu hug þinn allan og þessari ástríðu tók maður virkan þátt í með þér og gerir enn. Sú minning sem kemur upp í hugann er veiði í Fljótaánni fyrir norðan, þegar nafni þinn, þá 10 ára gamall, var við það að landa maríulaxinum sínum en missti og leit rauna- mæddur í augu afa síns og spurði: „Er þetta það sem þeir kalla raunir veiðimannsins.“ Við höfum svo hlegið mikið að þessari speki gutt- ans í gegnum tíðina þegar þetta hefur verið rifjað upp. Þetta gerðist fyrir 30 árum er afi var fertugur, nú er guttinn kominn á þann aldur sjálfur og ásamt öllum þínum ást- vinum og aðstandendum missir þig. Ég veit þú brosir við er ég spyr þig elsku afi: Eru þetta raunir veiði- mannsins? Kæra Stína, Jóhann, Hafsteinn, Sigvaldi og fjölskyldur, guð gefi ykkur styrk. Lárus Arnar Gunnarsson og fjölskylda. Lárus Arnar Kristinsson ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL H. PÁLSSON, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 14. ágúst kl.13.00. Blóm afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð Kiwanishreyfingarinnar eða Frímúrarareglunnar. Bryndís Guðmundsdóttir, Hildur Pálsdóttir, Hafsteinn Garðarsson, Gísli Pálsson, Katrín Pálsdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir, Steinar Berg Ísleifsson, Birna Pálsdóttir, Helgi Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, RAGNARS BÖÐVARSSONAR, dvalarheimilinu Sólvöllum, áður á Túngötu 51, Eyrarbakka. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Ólafur Ragnarsson, Ásrún Jónsdóttir, Jón Karl Ragnarsson, Snjólaug Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KATRÍNAR ELSU JÓNSDÓTTUR, Espigerði 8, Reykjavík. Guð geymi ykkur öll. Bjarni Ragnarsson, Kristbjörg Steinunn Gísladóttir, Melíssa Katrín, Gísli Ragnar og Sverrir Tómas, Alma Eydís Ragnarsdóttir, Brynja Björk Baldursdóttir, Anna María Sverrisdóttir, Guðfinna Inga Sverrisdóttir, Sigurður Sverrir Sigurðsson. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNSTEINN SÓLBERG SIGURÐSSON búfræðingur, Furulundi 25, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 13. ágúst kl. 13:30. Jórunn Inga Ellertsdóttir, Þorsteinn M. Gunnsteinsson, Þórhildur Ólafsdóttir, Þórunn S. Gunnsteinsdóttir, Smári Úlfarsson, Ellert J. Gunnsteinsson, Kristrún Þ. Ríkharðsdóttir, Gunnar I. Gunnsteinsson, Ragnheiður Stefánsdóttir, afabörn og langafabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI F. VIKARSSON, Kirkjugarðsstíg 8, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 6. ágúst, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 15. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Hrefna Sigurðardóttir, Oddlaug Sjöfn Árnadóttir, Alberto Capanna, Svanhvít Thea Árnadóttir, Karen Þóra Sigurkarlsdóttir, Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Elvar Már Kjartansson, Ólafur Elvar Stefánsson, Oddlaug Marín Svanhvítardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.