Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2008 27 Kær vinkona okkar hjóna, Aðalbjörg Kristjánsdóttir, er fallin frá langt fyrir aldur fram. Hér verður hennar minnst í nokkrum fá- tæklegum orðum. Aðalbjörgu kynntumst við í gegn- um tengsl við eiginmann hennar, Sigurjón Norberg Ólafsson, fyrst sem kennara í efnafræði við Há- skóla Íslands og síðar sem kollega við efnafræðiskor og á Raunvísinda- stofnun Háskólans. Kunningjaskapurinn þróaðist síð- an smám saman upp í góða og trausta vináttu. Það sem ekki síst stuðlaði að þessu var sameiginlegur áhugi efna- fræðinganna og kolleganna á ástundun íþrótta og líkamsþjálfun með fjölmörgum ágætum sam- starfsmönnum við HÍ. Þessi kynni tengdust þó ekki einvörðungu íþróttasalnum og hefðbundinni íþróttaiðkun því hópurinn reyndist afar samheldinn og kom sér skjótt upp vettvangi þar sem hin fé- lagslegu og menningarlegu sam- skipti utan íþróttahússins voru í há- vegum höfð með miklum tilþrifum. Og þangað drógust eiginkonur og makar, stelpurnar okkar, og ekki minnkaði samheldnin við það. Allt gerðist þetta undir merkjum Menningarfélags Háskólans sem um árabil hefur staðið fyrir árshá- tíðum (Hörpuhátíð), jólahlaðborðum og þorrablótum fyrir hópinn, auk ferðalaga bæði innan lands og utan. Og þarna fengu mannkostir Aðal- bjargar svo sannarlega notið sín. Hún tók þarna virkan þátt og naut hópurinn glaðværðar hennar, blíð- lyndis og lífsgleði og var hún hrók- ur alls fagnaðar á slíkum stundum, nú seinast í aprílmánuði á Selfossi. Við mælum örugglega fyrir munn alls hópsins, um og yfir 60 manns, að Aðalbjargar verður sárt saknað og fráfall hennar er okkur öllum mikill harmdauði. Um langt árabil höfum við einnig hist reglubundið í matarboðum í þrengri hópum með þeim hjónum þar sem t.d. saltfiskur hefur spilað stórt hlutverk og þeir möguleikar sem hann býður upp á fyrir bragð- laukana. Þá höfum við nokkrum sinnum dvalið saman erlendis og má þar nefna margrómaða Fær- eyjaferð Menningarfélagsins á vor- mánuðum 2000, dvöl í Kaupmanna- höfn og síðast en ekki síst dvöl okkar fjórmenninganna í Sydney í Ástralíu í miðjum desember 2006 þar sem við áttum ógleymanlega daga saman. Við höfðum áformað að eyða nokkrum dögum saman nú í sumar á Suðurey í Færeyjum en því miður varð ekkert af slíku vegna veikinda Aðalbjargar. Fyrir rúmum tveimur árum greindist Aðalbjörg með illskeytt krabbamein. Sigurjón annaðist konu sína af stakri alúð og kostgæfni, var henn- ar stoð og stytta í veikindunum og var aðdáunarvert með að fylgjast. Sjálf barðist Aðalbjörg hetjulegri baráttu við sjúkdóminn til hinstu stundar. Það var mikil gæfa fyrir Sigurjón Norberg Ólafsson að hljóta slíkan kvenkost fyrir eiginkonu og lífsföru- naut. Við hjónin munum ætíð sakna Aðalbjargar og minnumst hennar með virðingu og kæru þakklæti fyr- ir að fá notið vinfengis við hana um árabil. Okkur þykir afar leitt að geta ekki verið viðstödd útför henn- ar, en sendum okkar kæra Sigur- jóni, börnunum Steinunni og Guð- ✝ Aðalbjörg Krist-jánsdóttir fædd- ist á Þórshöfn á Langanesi 27. nóv- ember 1945. Hún andaðist á líkn- ardeild LSH í Kópa- vogi að kvöldi 3. ágúst síðastliðins og fór útför hennar fram frá Seljakirkju 11. ágúst. mundi Fertram, barnabörnum og öðr- um aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur frá Færeyjum. Maj-Britt og Guðmundur G. Haraldsson. Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi því táradaggir falla stundum skjótt og vinir berast burt á tímans straumi og blómin fölna’ á einni hélunótt – því er oss best að forðast raup og reiði og rjúfa hvörgi tryggð né vinarkoss; en ef við sjáum sólskinsblett í heiði að setjast allir þar og gleðja oss. (J.H.) Sjaldan hefur betur verið ort á ís- lensku en Jónas gerir hér. Djúp og tær innsýn skáldsins í gleði okkar og sorg, vináttu og tryggð, er ein- stök og veitir dýrmæta leiðsögn um fjöll og dali á lífsleiðinni. Það er ekki tilviljun að þessar lín- ur koma í hugann þegar straum- urinn ber Aðalbjörgu burt eftir ára- tuga samfylgd. Sú samferð einkenndist svo sannarlega ekki af „raupi og reiði“ heldur af tryggð og vináttu, sólskini og gleði eins og skáldið yrkir. Aðalbjörg var einmitt þess konar manneskja. Kynni okkar hófust fyrir 35 árum þegar fjórir ungir raunvísindamenn stofnuðu spilaklúbb. Hann hefur starfað samfellt allar götur síðan með tilstyrk valinna manna sem hafa bæst í hópinn og ekki síst með stuðningi maka okkar og fjöl- skyldna. Starfsemi klúbbsins fer fram í heimahúsum til skiptis þann- ig að kynni verða náin og vináttu- tengsl skapast með tímanum. Aðalbjörg var einn tryggasti holl- vinur spilaklúbbsins allt frá upphafi. Það kom einhvern veginn af sjálfu sér vegna drengskapar hennar og heilinda. Gildur þáttur í því var gegnheil umhyggja hennar fyrir lífsförunaut sínum, Sigurjóni. Þann- ig var henni eðlilegt að styðja allt sem horfði honum til góðs. Þegar straumur tímans breytti spilamönn- unum ungu í gráhærða karla sem gátu stundum verið svolítið uppi- vöðslusamir, þá var það ljúflega fyr- irgefið vegna þess að hún vissi hvað vináttan var okkur öllum dýrmæt. Og ef einhverjar blikur sáust á lofti var hún vís til að grípa inn í, hreinsa loftið og rétta kúrsinn af með umhyggju sinni og réttsýni. Aðalbjörg Kristjánsdóttir var glögg manneskja og ævinlega gam- an að spjalla við hana. Hún fylgdist með mönnum og málefnum bæði nær og fjær og lagði til mála af þeirri yfirveguðu rósemd hugans sem henni var lagin. Nærvera henn- ar var afar ljúf og þægileg, hún var brosmild og glettin og naut þess að gleðjast þegar menn sáu „sólskins- blett í heiði“. Það hefur verið bæði sorglegt og fallegt í senn að fylgjast með stríði Aðalbjargar og Sigurjóns við sjúk- dóminn skæða síðustu tvö árin. Því miður fóru táradaggirnar alltof skjótt að falla í þeirri baráttu. Þau hjónin höfðu alltaf verið óvenju samhent og samheldin en aldrei þó eins og núna. Slík samstaða yljar ekki aðeins þeim sem eiga hana heldur líka hinum sem eiga samleið með þeim, njóta hlýjunnar og dást að perlunum sem verða stundum á vegi okkar. Við vitum vel hvað Sigurjón hefur misst þó að okkur bresti orð til að lýsa því til hlítar. Við sendum fjöl- skyldunni allri hugheilar samúðar- kveðjur og vonum að allt sem gott er í mannheimum leggist á eitt um að styðja þau og styrkja í sorginni. Sigrún og Þorsteinn, Ragnhildur og Eggert, Sigrún og Jón Kr., Rannveig og Hermann, Þóra og Rögnvaldur. Aðalbjörg hóf störf hjá Búnaðar- banka Íslands árið 1987. Hún gegndi ýmsum störfum og ávallt af trúmennsku og kostgæfni á þeim ríflega 20 árum sem hennar starfs- krafta naut við innan Búnaðarbank- ans og síðar Kaupþings banka. Starfsvettvangurinn var lengi vel aðalútibú Búnaðarbankans í Aust- urstræti en árið 1998 gekk hún til liðs við fyrirtækjasvið sem þá var nýstofnað og starfaði þar fyrst um sinn í deild sem gekk undir nafninu erlend lán. Sennilega má telja það lýsandi fyrir tíðarandann, þótt ekki sé lengra um liðið en áratugur, að ástæða þótti til að aðgreina sér- staklega umsýslu erlendra lána með tilheyrandi sérhæfingu starfs- manna. Nokkru síðar flutti Aðal- björg sig um set innan sviðsins og tók að sér starf ritara og reyndist dyggur liðsmaður og góður félagi öflugs hóps á miklum umbrotatím- um í íslensku viðskiptalífi. Ekki þarf að fjölyrða um þær miklu breytingar sem orðið hafa á fjár- málamarkaði á síðustu tveimur ára- tugum. Árið 2003 markar tímamót í sögunni þegar einkavæðing ríkis- bankanna og sameining Búnaðar- banka og Kaupþings átti sér stað. Sameining viðskipta- og fjárfesting- arbanka með ólíka sögu og menn- ingu krafðist jákvæðs viðhorfs starfsmanna til breytinga og aðlög- unarhæfni. Aðalbjörg hafði upplifað tímana tvenna og sinnti af alúð störfum sín- um í sameinuðum banka, Kaup- þingi, þar til veikindi hennar höfðu betur. Aðalbjörg mætti glaðbeitt til vinnu eftir að hafa gengið í gegnum erfiða baráttu við krabbamein, full bjartsýni og tiltrúar á að fullri heilsu hefði verið náð. Því miður reyndist sá tími aðeins stund milli stríða þrátt fyrir einbeittan vilja hennar til að sigrast á sjúkdómnum. Við kveðjum Aðalbjörgu í dag, kæran vinnufélaga, og minnumst hennar með þakklæti fyrir sam- starfið. Fjölskyldu hennar og nán- ustu aðstandendum eru sendar inni- legar samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsfólks fyrir- tækjasviðs Kaupþings banka. Björk Þórarinsdóttir. Með trega kveðjum við góða vin- konu í dag. Það var ekki á dagskrá að kveðjast strax, við áttum svo mikið eftir að gera. Fyrir rúmlega 44 árum lágu leiðir okkar saman, karlarnir voru gamlir skólabræður, en við stelpurnar vorum að hittast í fyrsta sinn. Þið höfðuð þá nýlega átt dóttur ykkar Sigurbjörgu og ég var ófrísk af eldri dóttur minni, Huldu. Síðar dvaldir þú með dóttur þína á Hlíðarvegi 16 hjá tengdaforeldrum þínum einn vetrarpart. Þinn maður var að nema úti í Þýskalandi, minn að vinna úti á sjó. Þá var saumað út á kvöldin, hlegið og talað saman. Þær voru skemmtilegar utan- landsferðir okkar hjóna, stundum ákveðnar mjög snögglega. Það var London, Kaupmannahöfn og til Zell. Við ætluðum aftur í Móseldal- inn í ágúst, en þú ert farin í annað ferðalag. Þær voru ánægjulegar samverustundirnar eftir að þið keyptuð íbúð á Ísafirði. Notalegt var að skreppa á Hlíðarveginn, spjalla og skoða framkvæmdirnar. Þú varst ótrúleg í þínum veikindum Aja, það mátti halda að þetta væri smá flensa sem gengi yfir, þó að þessi vágestur kæmi ítrekað í heim- sókn. Það sem hefur alltaf einkennt þig er glaðværð, staðfesta og að þú gerðir þér aldrei rellu út af smá- munum. Það er þroskandi að hafa fengið að eiga samleið með þér. Góður vinskapur er dýrmætur, þín verður sárt saknað en minn- ingin um þig mun lifa hjá okkur. Elsku Nobbi og fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur. Við kveðjum þig með þessu fal- lega kvæði. Ísafjörður ægifagur um þig leikur dýrðardagur. Logn á polli, logn til fjalla leikur sól um Gleiðahjalla. Prestabug með gullnar gárur geymir sínar freyðibárur. Spegilsléttur speglar flötur sprottnar hlíðar, hús við götur. Hamrabeltin himinháu himingeiminn tign þá bláu fjöllin innst í fjarðarbotni fegurð skarta á mararbotni. (Höf. ók.) Ólöf og Guðmundur, Ísafirði. Það er gulls ígildi að eiga góðan vin. Fljótlega eftir að ég fluttist úr útibúi í aðalbanka BÍ, sem svo hét, kynntist ég Aðalbjörgu og varð okk- ur fljótt vel til vina, sem hefur hald- ist og dafnað ætíð síðan. Hún var einstaklega vinsæl, hvort heldur var meðal samstarfsfólks eða viðskipta- vina, sem gjarnan spurðu sérstak- lega eftir henni. Við mynduðum með okkur smáhóp sem ýmist hitt- ist heima hjá einhverri okkar eða á öldurhúsi sem við völdum okkur. Þessar konur hafa haft óvenjumikið samband undanfarnar vikur. Sú sem þetta skrifar fékk að heim- sækja Aðalbjörgu í tvígang á und- anförnum vikum og var yndislegt að upplifa fjölskylduna saman og finna allan þann kærleika sem umlukti vinkonu mína og á millum þeirra allra. Þetta sem ég vissulega kveið fyrir varð í raun yndisleg upplifun, þó sannarlega þrungin sorg. Æv- inlega gladdi það mig mjög, þegar ég sá á símanum að það var hún sem var hinum megin á línunni, og voru samtölin bæði uppbyggileg og skemmtileg. Aðalbjörg og Sigurjón voru um langt árabil búsett í Þýskalandi, þar sem Sigurjón var við nám í sínum fræðum og, í framhaldi af námi, við störf, og var hún vel mælandi á þeirra tungu og fleiri. Hún var fjöl- hæf manneskja með eindæmum, listasaumakona, svo af bar, full af spennandi hugmyndum. Hún vann um skeið við hótelrekstur og eflaust hefur hún gert það með sóma eins og allt sem hún tók sér fyrir hend- ur. Það var hennar sérstaka „per- sóna“ sem lét sig varða hlutina og hafði þá útgeislun sem laðaði að. Ég er mjög þakklát fyrir þá góðu vin- áttu sem við áttum, og mun sakna hennar sárt. Sigurjóni vini mínum færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur, Steinunni, Guðmundi Fertram og þeirra fjölskyldum. Lilja Gunnarsdóttir. Aðalbjörgu Kristjánsdóttur er best lýst eins og einum mesta kven- skörungi í íslenskum bókmenntum. Hún var kvenna vænst, bæði að ásjónu og vitsmunum auk þess að vera best orði farin og örlynd. Við höfum þekkt Aðalbjörgu í langan tíma, eytt með henni og Sigurjóni manni hennar mörgum stundum, m.a. jólum á Nýja-Sjálandi. Vinátt- an var okkur mikils virði og þessar stundir með þeim hjónum eru okk- ur mikils virði. Barátta Aðalbjargar við veikindin var aðdáunarverð og æðruleysi hennar undir lokin sýndi styrk hennar. Það fylgir því mikill söknuður að missa slíkan vin. Þótt söknuður okkar sé mikill er sökn- uður Sigurjóns og fjölskyldu Að- albjargar ennþá meiri. Við sendum Sigurjóni og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Gísli Már og Sigrún. Aðalbjörg Kristjánsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Ástkær faðir minn, sonur, bróðir, mágur og frændi, GERHARD ROLAND ZELLER, Grettisgötu 76, Reykjavík, lést þann 5. ágúst síðastliðinn. Útför hans fer fram frá bænhúsi í Fossvogskirkjugarði fimmtudaginn 14. ágúst klukkan 11:00. Sunnefa Gerhardsdóttir, Philipp og Else Zeller og fjölskylda. ✝ Okkar kæra AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Baldursgötu 20, sem andaðist þriðjudaginn 5. ágúst verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 13:00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jóhanna Stefánsdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð sína og hluttekningu við fráfall BRYNJU BENEDIKTSDÓTTUR leikstjóra, með kortum, skeytum, blómasendingum og heimsóknum. Fyrir hönd fjölskyldu hinnar látnu, eiginmaður, sonur, tengdadóttir og þrjár sonardætur, Erlingur Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.