Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2008 31 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand EF ÞÚ VINNUR HÖRÐUM HÖNDUM ÞÁ MUN ÞÉR VEGNA VEL Í LÍFINU OG Á MEÐAN ÞÚ VINNUR ÞÁ GET ÉG STOLIÐ ÖLLUM MATNUM ÚR ÍSSKÁPNUM ÞÍNUM FÆRÐ ÞÚ VASAPENING, KALLI? Í RAUNINNI EKKI... EN ÉG FÆ HUNDRAÐKALL Á VIKU FYRIR AÐ GEFA HUNDINUM ÉG VISSI EKKI AÐ ÉG VÆRI SVONA MIKILVÆGUR... ÉG SKAPA VINNU OG ÞANNIG HJÁLPA ÉG EFNAHAGINUM Í LANDINU HRÓLFUR, ERTU DUGLEGUR AÐ SPARA PENING TIL AÐ EIGA ÞEGAR ÞÚ VERÐUR GAMALL? NEI, ÉG SET PENINGANA SEM ERU EFTIR, ÞEGAR ÉG ER BÚINN AÐ BORGA REIKNINGANA, Í KRUKKU SEM ER MERKT „BJÓRPENINGAR“ FINNST ÞÉR ROBBIE KNIEVEL VERA JAFN GÓÐUR OG FAÐIR HANS VAR? VEIT ÞAÐ EKKI... ÉG HEF ALDREI VERIÐ HRIFINN AF ÞESSUM HVÍTU LEÐURGÖLLUM EF VIÐ MUNDUM KAUPA BÍL, HVERNIG BÍL MUNDIR ÞÚ VILJA? ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ VIÐ ÞYRFTUM EKKI AÐ KAUPA NÝJAN BÍL ÉG VEIT... EN HVERNIG BÍL MUNDIR ÞÚ VILJA? VIÐ ÆTLUM EKKI AÐ KAUPA BÍL. HVAÐA MÁLI SKIPTIR ÞAÐ? ÉG HELD AÐ ÉG MUNDI VILJA KAUPA SPORTLEGRI BÍL LALLI! HLUSTAÐU Á MIG! VIÐ ÆTLUM EKKI AÐ KAUPA BÍL! MAÐURINN MINN BERST VIÐ GLÆPAMENN ALLAN DAGINN HANN ÞARF EKKI VINNU HANN ER NEFNILEGA MJÖG RÍKUR EN FÍNT! NÆST SEGIR HÚN AÐ ÉG BÚI Í LEÐURBLÖKUHELLI Velvakandi ÞAÐ er margt rætt í heitu pottunum þar sem fullorðna fólkið kemur gjarn- an saman og spjallar um heima og geima. En krakkarnir hafa líka um margt að ræða og hér eru góðar vinkonur að skiptast á leyndarmálum. Morgunblaðið/Ómar Leyndarmál í heita pottinum Hjól tapaðist SVART og grátt karl- mannsreiðhjól, FUJI Miami King, hvarf frá Dyngjuvegi í Reykja- vík fyrir u.þ.b. þrem- ur vikum. Reiðhjólið var með hliðarkörfu á bögglabera þar sem í var m.a. fjólublár, skreyttur hjálmur merktur Breiðabliki. Þessi gripur er eig- anda sínum af- skaplega kær. Ef ein- hver veit hvar þetta reiðhjól er niðurkomið er viðkomandi beðin/n um að hafa samband við Þorgils Hlyn í síma 892 1845. Dúkku saknað ÉG heiti Egill Elfar og í sumar týndi ég dúkkustráknum mínum sem ég held mikið upp á. Mig minnir að hann hafi verið í föt- unum sem hann er í á myndinni. Ef einhver skyldi finna hann, yrði ég afar glaður ef finnandinn vildi hringja í mömmu í síma 896-3237 eða senda póst á huldabg@gmail.- com. Mávarnir á Reykjavíkurtjörn MÉR finnst að máv- arnir á tjörninni eiga að fá að borða eins og aðrir fuglar þar. Það er ekki hægt að fara mismuna fuglunum eins og fólki. Þegar ég fór sl. laugardag niður á tjörn til að gefa fuglunum brauð, voru þeir svo svangir að ég hélt að þeir myndu bara taka höndina líka þar sem þeir borðuð úr lófa mér, svo svangir voru þeir. Elísabet Aradóttir. Bestu þakkir MIG langar að þakka fljóta og góða þjónustu hjá Trésmiðju Stál- smiðjunnar ehf., sérstaklega vil ég þó þakka Þórði sem vinnur þar. Guðrún. Eyrnalokkur tapaðist ÉG varð fyrir því óláni að týna eyrnalokknum mínum í Mjóddinni miðvikudaginn 6. ágúst. Það var annaðhvort á bílastæðinu eða þar fyrir utan annars inni í einhverri búð þar. Þetta er silfureyrnalokk- ur með bleikum steini. Ef einhver hefur fundið hann langar mig að biðja þann að hafa samband í síma 695 7727.                 Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Kaffi og blöðin í Krókn- um kl. 9-10.30, vinnustofa kl. 9-16.30. Árskógar 4 | Bað kl. 9.30, handavinna kl. 8-16, smíði/útskurður kl. 9-16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.45. Bólstaðarhlíð 43 | Sumarútigleði kl.14 í boði hússins. Ólafur B. Ólafsson spilar og syngur. Föstudaginn 15. ágúst kl. 12.30 verður farið frá Bólstaðarhlíð 43 í dagsferð í Viðey. Staðarleiðsögn og kaffihlaðborð. Verð 2.200 kr. Skráning í s. 535-2760. Dalbraut 18-20 | Félagsvist í dag kl. 14. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, leiðbeinandi verður við til kl. 16, hádegisverður og kaffi með heimabökuðu meðlæti til kl. 15.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd- listarhópur kl. 9, ganga kl. 10 og hádeg- isverður kl. 11.40. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Hádegismatur og síðdegiskaffi, Jónshús opið til kl. 16. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Ganga á vegum Félagsstarfs eldri borg- ara í Mosf. verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.30 og byrjar þriðju- daginn 12. ágúst. Lagt verður af stað frá anddyri Hlaðhamra. Uppl. í síma 586- 8014 eftir hádegi. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. perlusaumur, létt ganga um nágrennið kl. 10.30. Frá há- degi spilasalur opinn. Á morgun er tréút- skurður, fjölbreytt handavinna og spila- salur opinn. Föstud. 15. ágúst kl. 10 ,,prjónakaffi“, s. 575-7720. Hæðargarður 31 | Munið Gáfumanna- kaffið virka daga kl. 14.30-15.30 í ágúst. Engin inngönguskilyrði. Hug- myndabankinn opinn. Ertu með hug- mynd sem þú vilt koma í framkvæmd í félagsstarfinu í vetur? Skráning á nám- skeið frá 25. ágúst til 29. ágúst. Haust- fagnaður 5. sept. Uppl. 568-3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg- unkaffi – vísnaklúbbur kl. 9, boccia kvennahópur kl. 10.15, handverksstofa opin kl. 11. „Opið hús“, spilað á spil, vist/brids kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30, hárgreiðslustofan opin, s. 552- 2488, fótaaðgerðastofan opin, s. 552- 7522. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaað- gerðir kl. 9-16, handavinna kl. 9-15.30, hádegisverður, kl.13-16 spilað, kaffi. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17-22. Kvöldbænir kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í síma 858-7282. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30 í kórkjallara. Beðið fyrir sjúkum. Vídalínskirkja Garðasókn | Opið hús í sumar í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju á þriðjudögum, kl. 13 til 16. Við spilum lomber, vist og brids. Röbbum saman og njótum samverunnar. Kaffi á könn- unni. Vettvangsferðir mánaðarlega, auglýstar hverju sinni. Akstur fyrir þá sem vilja, upplýsingar í s. 895-0169.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.