Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2008 33 Sumartónleikar LSÓ í kvöld, þriðjudag, kl. 20:30 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70, 105 Rvk. www.LSO.is - LSO@LSO.is Guðrún Ingimarsdóttir sópran og Jónína Erna Arnardóttir píanó Íslensk leikhústónlist, sönglög og aríur - kemur þér við Sérblað um vinnuvélar fylgir blaðinu                                              !       "  #   $        %         &           '  &      (%  )         *+ &  % ,                                   %     -          '                                  '  &       &)        !"# "$!%$"&'( ) *+,, "$ !-$"#., #/ Reri lífróður í fimm klukkutíma eftir sjóslys Enn er tvímennt í fang- elsum fegna þrengsla Skólagarðar Reykja- víkur í 60 ár Hundakjöt í Víetnam og lánleysi í Laos Magnús og Jóhann saman á ný Hvað ætlar þú að lesa í dag? Með tvær í takinu George Lucas með unnustunni, Mellody Hobson, og leikkonu í gervi geimstúlkunnar Ahsoka Tano. Nýr Anakin Matt Lanter fylgir í fótspor Hayden Christensen og talar fyrir Anakin Skywalker í teiknimyndunum, sem síðar fær nafnið Svarthöfði. SÉRSTÖK forsýning var á Stjörnustríðsteiknimyndinni The Clone Wars í Hollywood á sunnudaginn, en myndin fer í almennar sýningar ytra á föstudaginn og verður frumsýnd hérlendis þann 29. ágúst. George Lucas var mættur með kærustuna Mellody Hobson upp á arminn sem og geimstúlkuna Ahsoka Tano. Þarna voru einnig mætt ógrynni Stormsveitarmanna og heiðursvélmenni á borð við R2D2 og C3PO sem og ýmsir leikarar sem léðu persónum raddir sínar í myndinni. Þá voru leikarar á borð við Forest Whitaker og Seth Green á svæðinu. Menn hafa beðið lengi eftir mynd með þessu nafni, en orðrómur um að einhver Stjörnustríðsmynd ætti að heita eftir þessu stríði hef- ur verið þrálátur og spáðu menn þessari nafngift á allar myndirnar þrjár í nýju seríunni. Þessi á hins vegar að gerast á milli annarar og þriðju myndarinnar (Attack of the Clones og Revenge of the Sith). Anakin Skywalker og Obi-Wan Kenobi koma báðir við sögu en einnig eru nýjar persónur eins og Rotta the Hut, sonur hins ófrýnilega Jabba the Hut og áðurnefnd geimstúlka, Ahsoka Tano, sem er lærlingur Anakins. Ýmsir aukaleikarar úr bíó- myndunum, svo sem Samuel L. Jackson og Christopher Lee, munu endurtaka hlutverk sín en það eru nýir leikarar sem ljá stærri persónum raddir sínar. Upphaflega áttu The Clone Wars raunar aðeins að vera sjónvarpsþættir en þegar Lucas sá fyrstu senurnar þá ákvað hann að bíómynd yrði gerð fyrst, hún mun svo leiða inn í sjónvarpsþættina sem væntanlegir eru á bandaríska sjónvarpsskjái strax í kjölfarið, en áætl- að er að um meira en hundrað þætti verði að ræða. asgeirhi@mbl.is Klónastríðin hefjast Samkeppnin Matthew Senreich og Seth Green, mennirnir á bak við teikniseríuna Robot Chicken, pósa með Stormsveitarmanni. Óskarsleikari Hjónin Forest Whitaker og Keisha voru meðal gesta á sýningunni. Reuters Rödd og kar- akter Ashley Eckstein stillir sér upp ásamt Ahsoka Tano, aðalkvenper- sónu mynd- arinnar sem hún talar einmitt fyr- ir. Margreyndur R2D2, flottur í tauinu að venju, rúllar upp rauða dregilinn enn einu sinni, en hann er einn fárra sem hefur birst í öllum Stjörnustríðsmyndunum sex.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.