Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 3. Á G Ú S T 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 219. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er DAGLEGTLÍF ÓTROÐNAR SLÓÐIR OG LEYNDIR STAÐIR Í LUNDÚNUM REYKJAVÍKREYKJAVÍK Ætlar ekki í Play- boy alveg strax „ÞESSI sigur er jákvætt merki um það að við séum gott lið,“ sagði Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir að liðið lagði heimsmeistara Þjóðverja, 33:29, í handknattleikskeppni Ólympíu- leikanna í Peking í gær. Þar með hafa „strákarnir okkar“ 4 stig í B-riðli og eru eina taplausa liðið í riðlinum. Næsta rimma verður árdegis á morgun þegar tekist verður á við Asíumeistara Suður-Kóreu sem lögðu Evr- ópumeistara Dana í gær. Íslenska landsliðið þarf einn sigur úr síðustu þremur leikjum riðlakeppninnar til að komast í átta liða úrslit. iben@mbl.is „Strákarnir okkar“ á sigurbraut Morgunblaðið/Brynjar Gauti  OPINBER umræða um dómsmál einkennist stundum af vankunnáttu og klisjum, að mati hæstarétt- ardómara. Eiríkur Tómasson lagaprófessor telur að dómarar verði að sætta sig við að úrlausnir þeirra séu gagnrýndar. Ef dómari telji að gagnrýni sé efnislega röng, t.d. byggð á misskilning,á hann að hafa rétt á því að svara henni, kjósi hann það. Hins vegar verði hann að gæta hófs í því efni. Katrín Jak- obsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, vill kanna hvort æskilegt sé að dómstólar skipi sér talsmann til að fylgja dómum eftir, skýra þá og ræða í fjölmiðlum. » 12 Dómstólar fái talsmenn?  Búast má við að lánskjör bank- anna erlendis fari batnandi í kjölfar skýrslna á vegum Credit Sights og Royal Bank of Scotland (RBS) sem draga upp aðra mynd af þeim en hingað til hefur komið fram. Ásgeir Jónsson, for- stöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir að búast megi við að skuldatryggingaálagið fari hratt lækkandi en það hefur verið á nið- urleið undanfarna viku eftir há- stökk síðustu mánaða. Erfitt sé að segja til um hvað sé raunhæft álag í ljósi aðstæðna á mörkuðum. » 15 Jákvæð umsögn erlendra greinenda lækkar álagið FRÉTTASKÝRING Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is SJÁLFSTÆÐISMENN vilja sjá ákveðnar breytingar á meirihluta- samstarfinu í borgarstjórn, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hreyfing er í þá átt að taka upp samstarf við Framsóknarflokkinn og styrkja mögulega meirihluta- samstarfið með því. Einnig hefur verið þrýstingur á það að Sjálf- stæðisflokkurinn fái borgarstjóra- stólinn fyrr en samið hafði verið um. Framsóknarmenn útiloka ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, enda felst í því tækifæri fyrir flokkinn að komast aftur til áhrifa, en ólíklegt má telja að framsóknar- menn vilji fara í samstarf við Frjálslynda og verða þriðji flokkurinn í meirihlutasamstarfinu. Undirliggjandi þreytu og óþolin- mæði hefur gætt meðal sjálfstæðis- manna um nokkurt skeið og ekki hafa skoðanakannanir bætt úr skák. Þær raddir heyrast að erfiðir tímar séu í efnahags- og atvinnu- málum þjóðarinnar. Því sé ábyrgð- arhluti að renna ekki stoðum undir samstarfið þannig að meirihlutinn verði vandanum vaxinn. Þá er óánægja meðal sjálfstæð- ismanna með það hvernig umræða hefur þróast um skipulags- og samgöngumál, m.a. vegna Listahá- skólans og vegna Bitruvirkjunar. Ólafur F. Magnússon hefur sagt að virkjunin hafi verið slegin af, en það stangast á við orð Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa og stjórnarformanns OR. „Það eru allir að springa“ Sjálfstæðismönnum þykir Frjáls- lyndir fullaðsópsmiklir í meiri- hlutasamstarfinu miðað við fylgi þeirra í síðustu borgarstjórnar- kosningum. „Það eru allir að springa,“ sagði einn úr landsmálunum í gær. Ljóst er að þessi umræða er ekki alveg ný af nálinni innan borgarstjórnarflokksins, því ekki voru allir borgarfulltrúar sáttir við myndun meirihlutans á Kjarvals- stöðum á sínum tíma. Haft er á orði að nýr kapítuli þurfi að hefjast með nýjum oddvita, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og til þess þurfi að rífa meirihlutasamstarfið upp úr þeim farvegi sem það er í. Vilja breytingar á meirihlutasamstarfinu Sjálfstæðismenn vilja styrkja meirihlutann með samstarfi við Framsóknarflokk  LEIKGERÐ verðlaunaskáldsög- unnar Sumarljós og svo kemur nótt- in verður á fjölum Þjóðleikhússins í vetur og söngleikurinn Söngvaseið- ur verður settur upp í Borgarleik- húsinu. Þessi verk eru meðal margra hápunkta á væntanlegu leikári en einnig má nefna ný verk eftir Sigurð Pálsson og Brynhildi Guðjónsdóttur (um mexíkósku myndlistarkonuna Fridu Kahlo) í Þjóðleikhúsinu, verðlaunaverk eftir Þórdísi Elvu Bachmann í Borg- arleikhúsinu og nýtt verk Bjarna Jónssonar hjá Leikfélagi Akureyrar. Þá er ótalinn fjöldi erlendra verka, allt frá Shakespeare-verkum til Dürrenmatt og Söruh Kane, sem og gestasýningar og verk frá síðasta leikári. » 16 Söngvaseiður og Sumarljós  MÚTUÞÆGNI er útbreidd í Indónesíu, pólitíkusar, bankastjór- ar og aðrir valdamenn falla margir fyrir freistingunni. Stofnun sem berst gegn spillingu vill nú grípa til nýrra ráða. Hún vill skikka dæmda afbrotamenn af þessu tagi í áber- andi fangaföt, ef til vill í æpandi lit- um eða með gamaldags röndum, og vonar að aukin athyglin verði þeim óbærileg smán. kjon@mbl.is Einkennisföt mútuþega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.