Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is Húsavík | Það stóðu öll spjót á Þór- unni Sveinbjarnardóttur umhverfis- ráðherra í Borgarhólsskóla í gær á opnum fundi. Fundarefnið var ákvörðun ráðherrans um að fram- kvæmdir fyrir fyrirhugað álver á Bakka ættu að fara í sameiginlegt umhverfismat. Þótt slegið væri á létta strengi í upphafi fundar og rifjaðir upp frægir stjórnmálafundir á Húsavík á liðnum árum mátti greina pirring hjá fund- armönnum eftir því sem á leið. Einn fundarmanna, Hörður Sigurbjarnar- son, rifjaði upp samlíkinguna um að ráðherrann væri hyggin eins og tófan sem ekki bítur nálægt greninu sínu. Annar, Helgi Kristjánsson, steig upp á stól og fór með vísu sem ort hafði verið í tilefni dagsins til ráðherrans: Notalegri nistisbrík/ nú er vert að þakka / henni er vænt um Helguvík /hefnir sín á Bakka. Sá þriðji, Hafliði Jósteinsson, var hins vegar ómyrkur í máli og sagði það gjörsamlega óvið- unandi að málið væri statt í núverandi ferli. En hvorki æsingur né fyndnin virt- ust duga til að þoka fundarefninu áfram í gær. Flestum fundarmönnum var það líka ljóst og gripu því til að spyrja ráðherrann einfaldra spurn- inga sem misgóð svör fengust við. Til dæmis voru Þingeyingar for- viða yfir því hvers vegna þurfi sam- eiginlegt mat á umhverfisáhrifum vegna álversins á Bakka en ekki í Helguvík. Svarið við því var skýrt: Vegna þess að undirbúningur álvers- ins í Helguvík var lengra kominn. Spurt var um tafir og hvenær mætti búast við því að framkvæmdir við álverið hæfust. ?Við erum að tala um vikur eða mánuði,? sagði Þórunn en fundarmenn lýstu margir vantrú á því og telja sumir að álverið verði ekki tilbúið fyrr en árið 2013 hér eftir. Einnig var spurt hvenær hægt verði að hefja 10 tilraunaboranir á Þeistareykjum. Svarið við því var að það mál stæði ekki hjá Þórunni held- ur hjá iðnaðarráðherra. Rökstuðningur umhverfisráðherra fyrir ákvörðuninni byggir á 5. grein laga um umhverfismat, sem heimilar ráðherra að láta fara fram sameig- inlegt umhverfismat. Þetta segir Þór- unn að tryggi að allar upplýsingar muni liggja fyrir, en í kjölfarið er það enn sveitarstjórnar Norðurþings að taka lokaákvörðun um byggingu ál- vers. ?Þetta er engin meinbægni til Þingeyinga, mér ber einfaldlega að fylgja lögum um umhverfisvernd,? sagði Þórunn. Þetta var málefnalegur fundur, það var lítið um æsing, engin framíköll eða yfirlýsingar. Allt fór fram með ró og spekt. Fjórir eða fimm vinstri grænir klöppuðu reyndar ofan í ræðu Þór- unnar þegar hún lýsti því yfir að hún væri andvíg olíuhreinsunarstöð í Arn- arfirði. Það mátti hinsvegar heyra á fund- armönnum og á því hvernig þeir klöppuðu eftir að heimamenn stigu í pontu, að þeim fundust svör ráðherra óskýr. Og að þeim er farið að leiðast óvissan og þófið. Fjölsóttur fundur ? fá svör L52159 Rúmlega 300 manns sóttu fund umhverfisráðherra í Borgarhólsskóla á Húsavík L52159 Ráðherra vísar til 5. gr. laga um umhverfismat L52159 Heimamenn vilja skýr svör um hvenær tilraunaboranir geta hafist Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Fjölmenni Margir sóttu fundinn á Húsavík í gærkvöldi, en þar stóðu öll spjót á umhverfisráðherra. Í HNOTSKURN » Umhverfisráðherra segir að sér hafi borið að senda framkvæmdir fyrir álverið í sameiginlegt umhverfismat og vísaði til 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. » Heimamenn eru ósáttir við óvissuna sem skapast af ákvörðuninni. Þeir telja að hún muni tefja byggingu ál- versins um allt að eitt ár. Einnig bíða þeir eftir ákvörð- un um tilraunaborholur á Þeistareykjum. ?Ég er afar ánægð með fundinn og hvernig til tókst,? sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra í lok fundarins í gær. ?Það sést best á því hve margir sóttu fundinn að málefnið er brýnt. Ákvörðunin byggir á markmiðum laga um mat á um- hverfisáhrifum, um að draga úr neikvæðum umhverfis- áhrifum og að kynna fyrir almenningi umhverfisáhrif framkvæmda sem falla undir lögin. Þessi ákvörðun mun tryggja að allar upplýsingar munu liggja fyrir þegar tekin verður ákvörðun um álver á Bakka. Þessi ákvörðun segir hins vegar ekki til um það hvort álver sé af eða á, það er sveitarstjórnin sem mun taka endanlega ákvörðun um það.? ?Ánægð með fundinn? Þórunn Sveinbjarnardóttir ?VONBRIGÐIN voru fyrst og fremst þau að það komu engin svör við þeim spurningum sem við vildum fá svör við á fundinum,? segir Bergur Elías Ágústsson, sveit- arstjóri Norðurþings á Húsavík. ?Nú tekur við að Skipulagsstofnun þarf að útskýra hvernig við leysum þetta mál. Mér þykir það svolítið ódýrt að ákvarðanir séu teknar án þess að rætt sé við framkvæmdaaðilana en þannig er staðan núna. Innst inni hef ég grun um að ráðamenn hafi ekki áttað sig á að bygging álversins geti tafist um allt að eitt ár ef rannsóknarboranirnar tefjast um nokkra mánuði. Engu að síður er ég bjartur á að lausnin finnist í þessu máli.? ?Álver getur tafist um ár? Bergur Elías Ágústsson Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is ?ÞETTA er langbesta laxveiði- árið,? segir Orri Vigfússon, for- maður Verndarsjóðs villtra laxa. ?Veiðin hefur verið heldur slakari hjá okkur fyrir norðan en allar aðrar ár, sérstaklega á Suðvest- urlandi, verða í toppi.? Góða laxveiði fyrir sunnan má rekja fyrst og fremst til þess að sandsílastofninn hefur verið mjög sterkur, að sögn Orra. ?Ég held að laxaseiðin lifi ansi mikið á ör- seiðum frá sandsílum. En þetta fer líka eftir veðri. Ef það eru reglulegar rigningar þá gengur laxinn mest upp í árnar og veiðin verður jöfnust og best.? Hann segir meira af stórlaxi fyrir norðan og sá stofn hafi farið heldur illa síðustu 20 árin. ?Þegar við byrjuðum að taka laxanetin úr umferð var allt að hruni komið. Í Noregi í fyrrasumar vantaði líka smálaxinn eins og í árnar á Norð- austurlandi núna. Stundum er eins og það sé einhver fylgni þarna á milli. En við vonumst til þess að veiðin glæðist aftur og það er auð- vitað gaman að fá þann stóra!? Langmesta veiðin í hafbeitaránum Veiðin hefur verið langmest í hafbeitaránum í Rangá, bæði í eystri og ytri, og eins í Hólsá og öðrum hliðarám. Það segir sína sögu að fyrir 20 árum veiddust þar 52 laxar en þeir voru 16 þús- und í fyrra og fara líklega yfir 20 þúsund í ár, að sögn Orra. ?Nú verða laxarnir líklega á bilinu 60 til 65 þúsund,? segir hann. ?Metárið var fyrir þremur árum en þá komu samanlagt í land um 54 þúsund laxar um allt land- ið,? segir Orri. ?Þriðja mesta lax- veiði var árið 1978 en þá var ein- göngu veiddur villtur lax.? Orri segir að verðið á veiðileyf- um hafi verið í toppi síðustu tvö til þrjú árin en blikur séu á lofti núna. ?Ég spái því samt að verðið muni ekkert lækka þó að Íslend- ingar muni sjálfsagt fækka kom- um sínum og útlendingar fylla í skarð þeirra. Bankar og stórfyr- irtæki hafa verið að draga mikið úr kaupum á laxveiðileyfum og það munar mikið um það. Ég geri þó ráð fyrir að þeir hafi flestir verið búnir að panta og greiða veiðileyfin síðasta haust þannig að það kemur líklega fram strax í vetur hvernig mynstrið verður næsta sumar.? Útlit fyrir langbesta laxveiðiárið LEIK Íslendinga gegn Þjóðverjum í handbolta á Ólympíuleikunum í Pek- ing var lýst beint með texta á vef mbl.is í gær. Heimsóknafjöldi var gríðarlegur og greinilegt að fjöl- margir fylgdust með leiknum á vefn- um. Alls hafði textalýsingin verið les- in í rúmlega 35.000 skipti við leikslok í gær. Þegar á kvöldið leið hafði hún verið lesin rúmlega 60.000 sinnum. Til samanburðar má geta þess að smellt var um 17.000 sinnum á vin- sælustu fréttina á mbl.is í gær. Leikurinn var enda á vinnutíma og þá gætu Íslendingar, búsettir erlend- is, hafa leitað til mbl.is enda komu upp einhverjir erfiðleikar í útsend- ingu Ríkisútvarpsins. Yfirhöfuð hef- ur verið mikil aukning á heimsóknum á íþróttavefi mbl.is að undanförnu. Þannig jókst aðsókn í síðustu viku um 36,2% og stakir notendur sem heim- sóttu vefinn urðu 84.266. haa@mbl.is Mikill fjöldi heimsókna 2005: ..................... 55.168 laxar 2007: ..................... 53.703 laxar 1978: ...................... 52.679 laxar 1988: ...................... 47.979 laxar 1986: ...................... 46.671 laxar 1975: ...................... 45.882 laxar 2004: ..................... 45.831 laxar 1979: ...................... 43.955 laxar 2006: .................... 42.704 laxar 1992: ..................... 42.309 laxar Tíu bestu laxveiðiárin ?Mér fannst þetta gagnlegur fundur,? sagði Hörður Sig- urbjarnarson, framkvæmdastjóri Norður-Siglingar, eft- ir fundinn í Borgarhólsskóla í gær. ?Ég held að hann hafi skilað því að þarna fóru skila- boð á milli þorra Þingeyinga og ráðherra. Málið er núna læst í ferli sem ég er ósáttur við. Það er búið að festa ferlið í lög en hins vegar get ég vel skilið að umhverfisráðherra vilji fylgja lögunum. Þessi ákvörðun er hins veg gríðarlegt áfall fyrir okk- ur, þetta fáa fólk sem ennþá býr hérna á landsbyggðinni. Álverið á Bakka er bjarghringur fyrir byggðarlögin á Norðurlandi og það hefur minni umhverfisáhrif en ætla mætti.? ?Gagnlegur fundur? Hörður Sigurbjarnarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.