Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is FIMMTÁN göngugarpar úr Ferðafélagi Ak- ureyrar lögðu af stað um kl. 7 í morgun á Herðubreið. Ferðalangarnir reikna því með að vera á tindinum í kringum 11-12 í dag, en spáin fyrir daginn í dag er góð: hæg vestlæg átt og léttskýjað á hálendinu. Þetta prýðisviðri kór- ónar fyrirætlunina, sem er sú að minnast þess að í dag eru liðin hundrað ár frá því Herðu- breið var fyrst klifin, að því er vitað er með vissu. Ingvar Teitsson er leiðsögumaður í fjall- göngunni: „Hinn 13. ágúst 1908 var fyrst geng- ið á Herðubreið svo vitað sé með vissu. Það gerðu þýski jarðfræðingurinn dr. Hans Reck og Íslendingurinn Sigurður Sumarliðason frá Bitrugerði í Kræklingahlíð. Reyndar kvaðst Amerískur maður William Lee Howard hafa gengið á Herðubreið árið 1881 en frásögn hans er ekki í besta lagi trúverðug. Við munum ganga upp á fjallið, sömu leið og þeir dr. Reck og Sigurður fóru fyrir réttum 100 árum.“ Í gærkvöldi komu göngugarparnir saman í Herðubreiðarlindum, þar sem Ferðafélag Ak- ureyrar hefur unnið ötult starf við að byggja upp góða aðstöðu. Fyrsta skálinn sem þar var reistur var Laugafell, en hann er 60 ára gamall. Frá árinu 2000 hefur jafnframt farið fram mik- il uppbygging við Drekagil, þar sem búið er að koma upp snyrtihúsi, skála og landvarðarhúsi. Klífa Herðubreið á aldarafmælinu Toppurinn Glaðbeittur hópur úr Ferðafélagi Akureyrar á tindi Herðubreiðar. Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is VONIR standa til þess að hægt verði að koma gervihnattasendum í allt að 5 hrefnur hér við land í haust og stefnt er að frekari merkingum á næsta ári. Tilgangurinn er að fylgj- ast með ferðum þeirra að vetrinum, en litlar upplýsingar eru til um vetr- ardvöl hvala. Aðeins eitt dæmi hafa menn um vetrarferðir hvala í Norður- Atlantshafi. Hrefna sem var merkt fyrir utan Faxaflóa í ágústmánuði fyrir nokkrum árum var í byrjun desember komin suður fyrir Kan- aríeyjar og stefndi á Græn- höfðaeyjar. Þá rofnuðu sendingar. Gísli Víkingsson, hvalasérfræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að unnið sé að þessu verkefni í samvinnu við Dani og Norðmenn. „Við erum að vona að ný tegund af merkjum verði tilbúin í haust áður en hvalurinn heldur suður á bóginn. Þetta er kostnaðarsamt eins og sést á því að hvert merki kostar hátt í þrjú hundruð þúsund krónur. Síðan berast skilaboð hugsanlega frá að- eins 10% merkja í nægilega langan tíma til að gagn sé að. Menn út um allan heim eru að reyna að finna tæknilega lausn á þessu með því að þróa gervitungla- senda sem duga, en það verður að viðurkennast að það hefur gengið brösuglega. Það eru mörg vandamál þessu samfara. Merkinu þarf að skjóta í dýrið eða stinga með langri stöng. Síðan þolir stórt hlutfall merkjanna ekki höggið sem þessu fylgir því búnaðurinn er viðkvæmur. Merkið þarf að vera efst á hvalnum svo loft- netið komi upp úr og sendirinn hefur aðeins 2-3 sekúndur í hvert skipti til að ná sambandi við gervitunglið. Merkið krækist í spikið en oft los- ar líkaminn sig við þennan aðskota- hlut eftir fáeina daga. Enn hefur ekki verið þróaður búnaður sem dugar í heilt ár nema í algerum und- antekningartilvikum,“ segir Gísli. Ljósmynd/Heimir Harðarson Tignarlegt Hnúfubakur stekkur á Skjálfandaflóa. Ferðamenn í hvalaskoðun frá Húsavík kunnu sannarlega að meta þessa einstæðu sýningu. Eyddi jólunum við Kanarí  Gervihnattamerkingar á hrefnum fyrirhugaðar í haust  Kostnaðarsamt verk- efni í samvinnu við Dani og Norðmenn  Hvalurinn losar sig oft við aðskotahlutinn EKKI er vitað hvers vegna boð frá neyðarsendi á Skagafirði voru allt að fimm tíma á leiðinni til Landhelgisgæslunnar aðfara- nótt sunnudags. Rannsókn- arnefnd sjóslysa fer nú með rann- sókn málsins. Sjómaðurinn sem lenti í slysinu er þess fullviss að kviknað hafi á neyðarsendinum. Hann beið björgunarmanna í nokkurn tíma, enda taldi hann stutt í þá. „Þetta er mjög alvarlegt, það verður að fá skýringar á þessu. Þessi tæki eru þannig að við eig- um að geta treyst þeim,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Hann kveðst undrandi á að tækið hafi ekki virkað og segist ekki vita af öðrum ámóta tilvikum. Til stendur að skipta gömlu neyðarsendunum út fyrir nýja fyrir 1. febrúar 2009. Að sögn Einars Haraldssonar hjá Gúmmí- bátaþjónustunni Viking eru nú þegar um 20% björgunarbáta komin með búnaðinn. Nýju tækin þykja mun nákvæmari og minnka leitarsvæðið úr 20 ferkílómetrum í fimm. Þá sést hvaða báti sendir- inn tilheyrir auk þess sem hægt er að fá sendinn útbúinn með GPS tæki, sem getur þá gefið mjög nákvæma staðsetningu björgunarbátsins. andresth@mbl.is Ekki vitað hvað varð um boðin STÓRUM hvölum, svo sem hnúfu- bak, hrefnu og skorureyði, hefur fjölgað í heimshöfunum á und- anförnum árum. Þetta kemur fram í skýrslu sem náttúruvernd- arsamtökin IUCN hafa sent frá sér og þakka þau þetta hvalveiðibann- inu, sem verið hefur í gildi frá árinu 1986. Samtökin segja hins vegar að smáhvalastofnar, svo sem höfr- ungar, hnísur og hnýðingar, séu enn í hættu, aðallega vegna þess að þeir flækjast oft í veiðarfæri og drepast. Á válista samtakanna hefur hnúfubakur verið færður í flokk þeirra hvala, sem einna minnstar áhyggjur þarf að hafa af. Það sama á við um hrefnur í Kyrrahafi og Norður-Atlantshafi og einnig skor- ureyði, sem er í Suðurhöfum. Minni áhyggj- ur af hrefnu og hnúfubak BREYTT skilyrði í sjónum og áhrif þeirra á út- breiðslu hvala eru meðal margra verkefna vís- indamanna. Steypireyður, sem er stærstur hvala, sást reglulega vestur af landinu á hverju sumri frá upphafi hvalatalninga á níunda ára- tugnum. Það leiddi til þess að gert var út á skoð- un á steypireyði frá Ólafsvík í allmörg ár því steypireyðurin er mjög sjaldgæf á heimsvísu. Hún hefur hins vegar ekki sést á þessum slóðum lengi en verður aftur á móti vart í auknum mæli fyrir norðan land og hefur sést á hverju sumri í hvalaskoðun frá Húsavík. „Þetta teljum við dæmi um breytingu sem hugsanlega tengist loftslagslagsbreytingum á undanförnum árum og auknu hitastigi í sjón- um,“ segir Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur. Hann nefnir einnig í þessu sambandi að lang- reyðum hefur fjölgað mjög í Irmingerhafi milli Íslands og Grænlands. Vetrardvöl hnúfubaks – meira um rákahöfrung Við Ísland hefur orðið mikil fjölgun hnúfu- baka frá því að talningar hófust árið 1987. Sam- fara fjölgun hnúfubaks hefur hluti stofnsins haft vetursetu á Íslandsmiðum og hafa loðnusjómenn sífellt orðið meira varir við hann á síðustu ára- tugum. Fjölgun hrefnu hefur ekki verið marktæk töl- fræðilega og í fyrra var minna af hrefnu í Faxa- flóa og suður af landinu heldur en árin á undan vegna skorts á æti. Í sumar virtist sem hrefnan hefði á ný rétt úr kútnum. Rákahöfrungs hefur í auknum mæli orðið vart hér við land á síðustu árum en Ísland er talsvert norðan „hefðbundinnar útbreiðslu“ þessarar tegundar. Vísindamenn telja þessa auknu gengd rákahöfrunga á norðlægum slóðum dæmi um breytingar sem hafa orðið með loftslagsbreyt- ingum eins og í útbreiðslu ýmissa fisktegunda. Andanefjan er djúpsjávarhvalur og er víða út- breidd, m.a. í hafinu milli Íslands og Noregs. Fleiri andanefjur hafa fundist reknar hérlendis í ár en áður, en Gísli segir ekki sjálfgefið að um- ræddar umhverfisbreytingar valdi því. Breytt útbreiðsla margra hvalategunda TIL er frásögn manns að nafni William Lee Howard, sem sagðist hafa gengið á Herðubreið árið 1881. Ólafur Jónsson þýddi frá- sögn hans, sem ekki þykir trúan- leg: „Ég kleif á tind [Herðubreið- ar], 6.740 fet yfir sjávarmál (2.054 m). Til þess að komast 1.500 fet af leiðinni, varð ég að nota flugdreka. Við flugdrekann var fest akkeri og við það aftur kaðall. Eftir að akk- erið hafði festst í hömrunum yfir höfði mér, kleif ég upp eftir kaðl- inum. Þetta endurtók ég mörgum sinnum og komst upp á tindinn á 38 klukkustundum. Eldfjallið er gert af þremur hlutum. Neðst er móberg, miðjan og þverhníptasti hlutinn er blágrýti og tindurinn er hraun. Það sýnir að fjallið er eld- fjall en ekki venjulegt fjall.“ Herðubreið klifin 1881?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.