Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 9 FRÉTTIR Útsölustaðir eru í verslunum Byko og verslun Rangá. Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Verðhrun Dragtir frá 7.900 kr. Björn Kristjánsson heildverslun TILKYNNING Björn Kristjánsson heildverslun hefur hætt starfsemi. Hvítlist, Krókhálsi 3, sími 569 1900 hefur tekið við allri starfseminni. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. E N N E M M / S IA • N M 3 48 14 Frábært sértilboð fyrir áskrifendur Morgunblaðsins Costa del Sol Frábærar haustferðir í október Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum frábær tilboð í spennandi haustferðir í október til eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol á Spáni. Í boði eru vikuferðir, með möguleika á framlengingu, 4., 11. eða 18. október. Fjölbreytt gisting bæði íbúðir og hótel á ótrúlegum kjörum. Costa del Sol býður allt það helsta sem maður getur óskað sér í fríinu, og miklu, miklu meira til. Gríptu þetta einstaka tækifæri til að njóta lífsins á þessum vinsæla áfangastað á frábærum tíma í haust. Vikuferð frá aðeins kr. 49.990 Áskr. verð Alm. verð Þú sparar Arcosur Principe Spa - íbúðir 2 fullorðnir og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku 49.990 82.790 32.800 2 í íbúð í viku 59.990 92.535 32.545 Principito Sol - íbúðir 2 fullorðnir og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku 54.990 88.460 33.470 2 í íbúð í viku 64.990 101.835 36.845 Hotel Cervantes **** m/hálfu fæði 2 í herbergi m/hálfu fæði í viku 79.990 118.445 38.455 Hotel Melia Costa del Sol **** m/hálfu fæði 2 í herbergi m/hálfu fæði í viku 89.990 133.660 43.670 Innifalið í verði er flug, skattar, gisting, rútuferðir til og frá flugvelli og gististaða og íslensk fararstjórn. Ath. flogið er í beinu leiguflugi til og frá Jerez og ekið þaðan með rútu til gistastaða á Costa del Sol (liðlega 2,5 klst). Ótrúlegt verð! Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Þú spa rar allt að 43.670 kr. á mann Þú mætir með miðann sem fylgdi Morgunblaðinu 2. ágúst til Heimsferða, Skógarhlið 18, eða á einhverja af umboðsskrifstofum þeirra. Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is Viltu slást í hópinn? Karlakór Reykjavíkur getur alltaf bætt við sig söngmönnum og nú í haust verða haldin raddpróf fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt. Prófið er ekki flókið þar sem prófað er raddsvið og tónheyrn. Kunnátta í tónlist og nótna- lestri er kostur en alls ekki skilyrði. Ef þú hefur áhuga á að koma í raddpróf skaltu hafa samband með því að senda okkur línu í netfangið kor@karlakorreykjavikur.is fyrir 31. ágúst næstkomandi. Vetrarstarfið Stærsti viðburður á fyrri hluta starfsársins eru árlegir aðventutónleikar í Hallgrímskirkju í desember n.k. Einnig eru ráðgerðar styttri tónleikaferðir innanlands. Eftir áramót snýr kórinn sér að fullum krafti að því að æfa fyrir 83. vortónleika sína sem haldnir verða í Langholtskirkju í apríl 2009. Til viðbótar við þetta kemur kórinn fram við ýmis tækifæri s.s. á árshátíðum fyrirtækja, afmælum og þess háttar. Karlakór Reykjavíkur var stofnaður 1926 og hefur starfað samfleytt síðan. Kórinn býður upp á krefjandi og skemmti- leg viðfangsefni í tónlist og skemmtilegt félagsstarf í góðum félagskap. Kórinn fer til útlanda í söngferðir að jafnaði annað til þriðja hvert ár auk þess að halda tónleika innan- lands. Fastir punktar í starfseminni eru jólatónleikar í Hallgrímskirkju í desember og tónleikar í Langholtskirkju á vorin. Kórinn æfir tvisvar í viku, tvo tíma í senn, og fara æfingar fram í Gerðhömrum, félagsheimili kórsins að Grensásvegi 13 Karlakór Reykjavíkur Gerðhömrum Grensásvegi 13, 108 Reykjavík Pósthólf 8006, 128 Reykjavík www.KarlakorReykjavikur.is STANGVEIÐI Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „HVAR er best að láta reykja lax?“ spurði erlendur veiðimaður mig árla morguns við veiðihúsið við Eystri- Rangá nýlega. Þegar sendibíllinn renndi skömmu síðar að og byrjað var að bera vikuafla feðganna í bílinn, hvern úttroðna svarta pokann á fæt- ur öðrum, skildi ég spurninguna; þeir veiddu á þriðja hundrað laxa í sinni árlegu ferð í þá eystri og láta reykja allan aflann og senda á eftir sér heim. Eins og áhugamenn um veiði hafa fylgst með, þá er þetta enn eitt æv- intýralega veiðisumarið í Rangánum – og gæti orðið best þeirra allra. Í fyrra var sett aflamet í þeirri eystri og veiðast aldrei færri en 100 laxar á dag, stundum vel á þriðja hundraðið. Með tilkomu laxveiðiánna sem byggj- ast á sleppingu seiða sem ganga til hafs, hefur stangadögum á markaði á Íslandi fjölgað mikið og nýjar veiði- lendur opnast. Veitt er með 18 stöng- um í Eystri-Rangá og þótt þetta væri skiptidagur og margir veiddu lítið um morguninn var aflinn þó hressilegur. Sú eystri yfir 3.000 laxa „Þetta voru ekki „nema“ 140 laxar í dag. Sjötíu á hvorri vakt,“ sagði Einar Lúðvíksson, umsjónarmaður ánna, glottandi eftir að hafa mælt og vegið síðasta lax dagsins. Þær eru oft langar tarnirnar við borðið þar sem allir fiskar eru mældir og vegnir og færðir til bókar samkvæmt reglum. Einar mælir fiskana sjálfur og fylgist með hvort veiðiuggann vant- ar, því þá hafa þeir örmerki í trjón- unni. Hann fann átta slíka þennan dag. Veiðimennirnir sem blaðamaður hitti þennan dag voru ánægðir og sumir afar kátir. Þarna er nefnilega veisla. Félagar sem veiddu á tvær stangir, á spún og flugu, fengu hátt í 30 laxa. Mikið af fiski er í ánni, en eins og annars staður tekur hann stundum ekki eða illa, og stundum mun betur. Blaðamaður lenti í því neðst í ánni, þar sem laxinn kom var- lega í fluguna, en veiddi hinsvegar tvo fallega sjóbirtinga. Báðir voru þó illa bitnir af skaðvaldinum sæsteins- sugu sem hefur gert sig heimakomna við suðurströndina síðustu ár. Á seinni vakt dagsins á efsta svæði, þar sem áin rennur í ólíkum og heillandi strengjum og breiðum, var takan líf- legri, enda hafði áin þá hlýnað eftir sólríkan dag. „Það er gaman að veiða í á þar sem er nóg af fiski,“ sagði brosmildur fyrrverandi leiðsögu- maður við ána. Hann lýsti hvernig fiskurinn tæki við Rangárhólma. „Steinsökk og þýsk Snælda.“ Það gekk eftir. Í fyrsta kasti. Og Einar Lúðvíksson fékk enn einn laxinn að skrá. Sá var númer 3.020 þetta sum- arið.  Veislan í Rangánum heldur áfram  Sumir láta reykja allt Lax í bæinn í sendibíl Morgunblaðið/Einar Falur Færiband Handtökin við skráningarborðið við Eystri-Rangá eru mörg í vaktarlok. Stundum eru mældir og plastaðir á þriðja hundrað laxa á dag. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.