Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þegar frændi minn kom hérna í den, þá var hann fluttur til baka með varðskipi og í ráð- herrafylgd, núna hefur enginn áhuga, ekki einu sinni á að koma mér í hausasafnið þitt. VEÐUR Talsverðar umræður fara núfram um umhverfisvottun sjáv- arafurða. Eins og fram hefur kom- ið hér í blaðinu vilja stórmarkaðir erlendis í auknum mæli að slík merking sé á fiski, sem þeir selja.     Þessar áherzl-ur verzlana- keðja eru ekki einvörðungu til- komnar vegna þrýstings frá umhverf- issamtökum. Neytendur eru í vaxandi mæli meðvitaðir um hvað þeir láta of- an í sig. Hér á Íslandi er orðinn til stór hópur neytenda, sem gáir að umhverfismerkingum áður en hann ákveður að kaupa vöru úti í búð.     Samt halda menn áfram að talaeins og eftirspurn eftir um- hverfismerkingum sé aðallega til- komin vegna „áróðurs“ umhverf- isverndarsamtaka. Þess gætir í samtali við Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóra LÍÚ, í Morg- unblaðinu í gær.     Það er rétt hjá Friðriki að það áekki að láta umhverfisverndar- samtök stýra fiskveiðum á Íslands- miðum. En framganga Íslendinga í þessum efnum verður að taka mið af þeirri staðreynd að það eru venjulegir neytendur í nágranna- löndum okkar sem setja það fyrir sig ef fiskur er ekki umhverfis- merktur.     Ein ástæða þess að jafnlangantíma hefur tekið og raun ber vitni að koma upp íslenzku um- hverfismerki, er að þetta fólk hef- ur ekki verið tekið alvarlega.     Við skulum ekki gera sömu mis-tök og í hvalveiðimálunum, þar sem andstæðingar hvalveiða hafa of lengi verið afgreiddir sem ein- hverjir vitleysingar. STAKSTEINAR Friðrik J. Arngrímsson Eintómir öfgamenn? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                   *(!  + ,- .  & / 0    + -               !       12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (               !   ## !   :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?       "  " " "   " "      "                                     *$BC                         ! "  #$  %    *! $$ B *! $! %    &  '( <2 <! <2 <! <2 $&% # ) #* + ,-#.  DB E                   *    B  &           '    %   <7       '     (       %  (    )   <   &  "*#+,         &       - %     #.  #$ /0 ! 11 # '! 2 -' ) #* Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR  EGGERT Claessen var veitt dokt- orsnafnbót í viðskiptafræði frá Brunel Uni- versity 24. maí sl. fyrir rann- sóknir sínar við Henley Man- agement Col- lege í Bretlandi. Doktorsritgerðin nefnist „A Resource Based View on the Relationship Between Org- anizational Learning and Excel- lence in Business in SMEs in IT“ eða „Auðlindarýni á tengsl lær- dóms og rekstrarárangurs í litlum og meðalstórum fyrirtækjum í upplýsingatækni“. Leiðbeinandi verkefnisins var Patrick Joynt, prófessor við Henley Manage- ment College. Eggert Claessen útskrifaðist sem viðskiptafræðingur (cand. oe- con.) frá Háskóla Íslands 1984 og lauk meistaraprófi í alþjóða- viðskiptum (MSc) frá sama skóla 2001. Eggert er giftur Sigrúnu Kjartansdóttur, framkvæmda- stjóra hjá Glitni. Doktor í viðskipta- fræði Árangur af upplýs- ingatækni fyrirtækja Eggert Claessen Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is STJÓRN Þeistareykja ehf. íhugar að fara í mál eða óska eftir endurskoðun ákvörðunar Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra um að meta sameiginlega áhrif álversins á Bakka og væntanlega virkjun á Þeistareykjum. Að sögn Franz Árnasonar, stjórnarformanns Þeistareykja, liggur ákvörðun ekki fyrir um hvernig stjórnin hyggst bregðast við. Fyrst þurfi að fara fram fundur með Skipulagsstofnun og fleiri aðilum, sem boðaður hefur verið síðar í vik- unni, til að skýra nánar hvað ákvörðun umhverf- isráðherra þýðir í raun. Stjórn Þeistareykja telur ráðherra ekki geta tengt framkvæmdirnar saman með þeim hætti sem gert er. Alltaf hafi legið fyrir að Þeistareykja- virkjun færi í umhverfismat að rannsóknarferli loknu en Franz segir það vera allt annað mál. Tafir á rannsóknum nú séu óviðunandi. „Rannsóknir á Þeistareykjum hófust árið 1999 og markmið félagsins hefur æ síðan verið að selja raforku hverjum þeim sem kaupa vildi, algjörlega óháð áformum um álver á Bakka. Álverið gæti fengið orkuna hvaðan sem er, enda tengjast allar stærri virkjanir flutningskerfi Landsnets,“ segir Franz og bendir á að í ákvörðun umhverfisráð- herra sé ekkert minnst á höfnina á Bakka og veg þaðan að álverinu. Hvor framkvæmd um sig teng- ist þó álverinu og engu öðru. Franz segir stjórn Þeistareykja hafa um þrjár leiðir að velja. Í fyrsta lagi að aðhafast ekki neitt, í öðru lagi að höfða mál fyrir dómstólum eða í þriðja lagi að óska eftir því með rökum að umhverfisráð- herra takið málið til endurskoðunar. Íhuga málsókn vegna heildarmats Stjórnarformaður Þeistareykja segir tafir á rannsóknum vera óviðunandi FJÖLDI þekktra Íslendinga flykktist í gær með flíkur, skart, skó og aðra muni til Jóhönnu Kristjónsdóttur en þeir verða seldir á svokölluðum Súk glæsi- markaði í Perlunni 30. ágúst nk. Mun allur ágóði af markaðnum renna til uppbyggingar á skóla fyrir börn og konur í Jemen en málefnið hefur lengi verið Jó- hönnu hugleikið. Að sögn Jóhönnu gekk söfnunin vel og mætti fjöldi manns sem vildi styðja verkefnið. „Það var allt frá Armani-herrafötum og tískudressum til þess, sem mér fannst einna skemmtilegast, að ungur drengur gaf uppáhalds- bókina sína.“ Meðal þeirra sem mættu var Gerður Kristný Guðjónsdóttir rit- höfundur ásamt syni sínum. Morgunblaðið/Kristinn fghfgh Glæsimarkaður til styrktar skóla í Jemen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.