Morgunblaðið - 13.08.2008, Síða 12

Morgunblaðið - 13.08.2008, Síða 12
Segir boltann nú hjá Vegagerðinni FRÉTTASKÝRING Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is AFNÁM hættulegrar beygju við Kot- strönd á hinum mjög svo hættulega kafla Suðurlandsvegar milli Hvera- gerðis og Selfoss, er meðal tillagna sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi við tvöföldun Suðurlandsvegar. Fjöldi alvarlegra slysa hefur orðið á vegkafl- anum á liðnum árum. Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri Ölfuss segir sveitarstjórnir Árborgar, Ölfuss og Hveragerðis hafa komist að skipu- lagsniðurstöðu um nýjan veg um síð- ustu áramót. Tilgangslaust sé þó að auglýsa skipulagið fyrr en Vegagerð- in hafi sagt sína skoðun á hlutum eins og mislægum gatnamótum, tengiveg- um og slíku. Ólafur Áki segir því bolt- ann hjá Vegagerðinni. Vegagerðin segir að matsáætlun fyrir tvöföldun vegarins milli Hveragerðis og Reykjavíkur væntanlega um næstu áramót. En lengra sé hins vegar í áætlun fyrir kaflann milli Hvera- gerðis og Selfoss. Skýringin sem Vegagerðin gefur á því er sú, að kafl- inn sé nær byggðum og því flóknari en vestari kaflinn og töluvert eigi eftir að vinna í skipulagsmálum. Sú skýr- ing stangast á við staðhæfingu Ólafs Áka, sem segir orðrétt: „Okkar mál eru algerlega klár.“ Ummælum Kristjáns Möllers sam- gönguráðherra, að sveitarfélögin hafi tafið vegbætur á hinum hættulegu köflum, lýsir Ólafur Áki sem vitleysu. Hér virðist ekki deilt um markmið- ið, sem er að tvöfalda Suðurlandsveg- inn. En ljós er að mönnum ber hins vegar ekki saman um stöðu málsins á þessu stigi. Mönnum ber þó saman um hættur á veginum og slysasagan dylst eng- um. Formaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, Ágúst Mogensen, segir kaflann milli Hveragerðis og Selfoss mjög hættulegan og tvöföldun eina ráðið til að útrýma framaná- keyrslum. Hann lýsir einnig áhyggj- um af fjölmörgum ómerktum vega- mótum. „Bílar eru að stöðva á þjóðveginum við afleggjara heim að bæjum og býlum en það er mjög mis- munandi hvort þar eru þokkalegar vegaxlir,“ bendir hann á. „Það segir sig sjálft að mjög erfitt er að halda góðu og öruggu flæði á slíkum vegi.“  Á meðan mönnum ber ekki saman um stöðu tvöföldunar Suðurlandsvegar fjölgar alvarlegum slysum milli Selfoss og Hveragerðis  Mjög hættulegur kafli að mati Rannsóknarnefndar umferðarslysa   !"    #$   !%         ! "# "   $"# %"   & &  !    # &        '&  '       (        !   ))       '  "#   &   ( " ) *                %      %% &       (      +"" &          )  * %   )  ) +   ) " +     )  , %    &    12 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STJÓRN félags ungra Framsókn- armanna í Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu hefur sent frá sér ályktun þar sem staða Sparisjóðs Mýrasýslu er hörmuð og margt sagt gagn- rýnivert í söluferli sparisjóðsins til Kaupþings. Bankinn eignaðist 70% í sparisjóðnum eftir útgáfu nýs stofnfjár og hlutur Borgarbyggðar, sem áður var eini eigandi SPM, verður eftir söluna 20%. Aðrir eig- endur munu eiga 10%. Heiðar Lind Hansson, formaður FUF í Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu, segir í samtali við Morg- unblaðið það vekja spurningar hvers vegna kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Borgarbyggðar hafi ekki fengið í hendur gögn svo hægt væri að byggja ákvarðanatöku á faglegum forsendum. „Fólk í bæjarfélaginu er þrumu lostið,“ segir Heiðar. „Helst er það slæm staða sparisjóðsins sem kem- ur fólki svona á óvart, enda hef ég, sem og margir aðrir, staðið í þeirri trú að allt væri í himnalagi í rekstri sjóðsins.“ Íbúafundur um málefni SPM verður haldinn í dag, 13. ágúst, klukkan 20:30 í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Segist Heiðar telja að mikill fjöldi fólks muni sækja fund- inn, enda hitamál í bæjarfélaginu. bjarni@mbl.is Fundað um SPM Hælisleitandinn dr. Ot Alaas, sem fór í hungur- verkfall 21. júlí sl. er hættur í sveltinu og hefur fengið vinnu. Að sögn Hildar S. Ólafsdóttur hjá Rauða krossinum hitti hún Ot sl. fimmtudag. Hann var þá hættur hungurverkfallinu og stóð yfir at- vinnuleit fyrir hann. Verkfallið hóf hann 21. júlí. Ot kom hingað frá Síberíu í Rúss- landi 1. desember 2007 og segir sér ekki hafa verið vært þar eftir að hann gagnrýndi stjórnarhætti Pút- íns opinberlega. Hann var blaða- maður í Rússlandi auk þess að vera menntaður bæklunarskurðlæknir. Tekið var viðtal við hann tíu dögum eftir komuna en síðan heyrði hann ekkert af framgangi mála. Ot hefur fengið vinnu en getur ekki byrjað að vinna án atvinnu- leyfis. Umsókn hans um tímabundið atvinnuleyfi er í meðferð en búist er við að hann geti hafið störf bráð- lega. onundur@mbl.is Bíður eftir atvinnuleyfi Dr. Ot Alaas Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is OPINBER umfjöllun um dómsmál einkennist stundum af vankunnáttu og klisjuhugsun, sem er til þess fall- in að rýra traust almennings á dóm- stólum ef ekki er brugðist við. Það er æskilegt að þeir sem fara með dóms- vald séu sýnilegir almenningi með því að taka þátt í almennum um- ræðum um verkefni dómstóla, bæði almennt og í einstökum málaflokk- um. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein eftir Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttardómara í nýj- asta tölublaði Úlfljóts, tímarits laga- nema við Háskóla Íslands, sem kemur út í lok vikunnar. Í tímaritinu mætast á rökstólum áðurnefndur Jón Steinar, Eiríkur Tómasson pró- fessor og Katrín Jakobsdóttir, vara- formaður Vinstri grænna, um þátt- töku dómara í almennum umræðum um viðfangsefni dómstóla. Dómarar verða að fara varlega Eiríkur Tómasson segir í grein sinni að dómarar verði að gæta þess að láta ekki í ljós skoðanir á um- deildum álitamálum, sem tekist er á um í þjóðfélagsumræðunni á hverj- um tíma, vegna þess að þá væri hætta á að þeir teldust ekki lengur sjálfstæðir og óvilhallir í störfum sínum, en í 70. gr. stjórnarskrár- innar og 6. gr. mannréttinda- sáttmála Evrópu er mælt fyrir um að dómarar skuli vera óháðir og óhlutdrægir. Að mati Eiríks verða dómarar að fara varlega þegar þeir tjá sig um mál opinberlega. Eiríkur telur hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að þeir taki þátt í almennum umræðum um viðfangsefni dómstóla, m.a vegna þekkingar sinnar og reynslu á því sviði. Eiríkur telur einnig að dómarar verði að sætta sig við að úr- lausnir þeirra séu gagnrýndar. Ef dómari telji að gagnrýni sé efnislega röng, t.d. á misskilningi byggð, á hann að hafa rétt á því að svara henni, kjósi hann það. Hins vegar verði hann að gæta hófs í því efni sem öðrum til að glata ekki sjálf- stæði sínu og hlutleysi í augum borgaranna. Dómstólar fái sér talsmann? Katrín Jakobsdóttir telur það eðli- legt að almenningur geri þá kröfu að fá skýrari rök fyrir dómum. Þó að dómar séu öllum aðgengilegir til lestrar þá virðast þeir ekki „að- gengilegir“ þegar enginn fylgir þeim eftir í hinni almennu umræðu. Hall- að virðist hafa á dómstólana í al- mennri umræðu með þeim afleið- ingum að þeir njóta minna trausts en æskilegt er. En í þjóðarpúlsi Gall- up frá því í mars á þessu ári kom fram að dómskerfið nýtur trausts 38% þjóðarinnar. Katrín telur að skoða verði hvort æskilegt sé að dómstólar skipi sér talsmann til að fylgja dómum eftir, skýra þá og ræða í fjölmiðlum. Geri grein fyrir afstöðu sinni Jón Steinar telur afar brýnt að þeir sem sækja um dómaraembætti geri, áður en embætti er veitt, skýra grein fyrir afstöðu sinni til vald- heimilda dómstóla, þ.e. hvort þeir telji að dómarar hafi heimild til jafns við löggjafann til að móta reglur sjálfstætt, en Jón Steinar er sjálfur þeirrar skoðunar að dómarar hafi ekki slíka heimild. Hann telur einnig að það sé dómurum hollt að þurfa öðru hverju að gera með almennum hætti grein fyrir þeim meginvið- horfum sem þeir starfa eftir. Það dragi úr líkum á að þeir hrapi að verkum og taki ákvarðanir sem ekki fullnægja þeim agaða mælikvarða sem þeim ber að starfa eftir. Morgunblaðið/Kristinn Hæstiréttur Er æskilegt að dómarar við réttinn séu duglegri að ræða opinberlega verkefni dómstóla? Talsmenn dómstóla?  Opinber umfjöllun um dómsmál einkennist af vankunnáttu og klisjum  Dóm- stólar njóta trausts 38% þjóðarinnar  Æskilegt að dómstólar skipi sér talsmenn „[Það er] dóm- urunum sjálfum hollt að þurfa öðru hverju að gera með almennum hætti grein fyrir þeim meginviðhorfum sem þeir starfa eft- ir. [...] Það gæti aldrei orðið til annars en að auka traust al- mennings til þeirra og skerpa þá sjálfa í að slaka ekki á þeim aga sem dómara- starfið krefst.“ Geri grein fyrir meginviðhorfum Jón Steinar Gunnlaugsson „Oft getur orðið æði óljóst í huga leikmanns hver munurinn er á löggjöf sem byggist á póli- tískum skoð- unum og lög- fræðilegum deil- um við túlkun hennar. [...] Einn möguleiki [...] er að dómstólar skipi sér talsmann til að fylgja dómum eftir, skýra þá og ræða í fjölmiðlum.“ Dómstólar skipi sér talsmann Katrín Jakobsdóttir Talsmaður dómstóla? Ný hug- mynd í þeirri mynd sem hér er varpað fram. Í eina tíð var skrifstofustjóri Hæstaréttar hins vegar með vinsælan þátt í útvarpi, „Á vettvangi dómsmálanna“ á tveggja vikna fresti þar sem dómsnið- urstöður og lögfræðileg álitaefni voru rædd. Hvers vegna nýtur dómskerfið svona lítils trausts? Það er erfitt að svara því með tæm- andi hætti. Það er hins vegar hlut- verk dómara að komast að lög- fræðilega réttri niðurstöðu, ekki hafa skoðun á sakarefni. Dómsnið- urstöður byggjast á lögskýring- arfræði og réttarheimildum. Oft er erfitt fyrir leikmenn að átta sig á þeim ströngu reglum sem binda hendur dómara og lögfræðilega rétt niðurstaða virðist því umdeild á pappír. Það er í verkahring löggjafans að rýmka reglurnar, ekki dómstóla. S&S „Þannig hefur það til skamms tíma ekki þótt hlýða hér á landi að dómendur taki þátt í um- ræðum um mál sem þeir hafa sjálfir dæmt, enda verður að telja það farsæl- ast að dómarar tjá sig um málin með tæmandi hætti í dómsúrlausnum sínum. Rökstuðningur [...] mætti stundum vera ítarlegri.“ Tjá sig með tæm- andi hætti í dómi Eiríkur Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.