Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 13 FRÉTTIR NÝHERJI hf. sími 569 7700 www.nyherji.is Fislétt, öflug og hagkvæm Fljúgðu í gegnum námið með ThinkPad ThinkPad fartölva er frábær kostur fyrir skólafólk. Hún er nett, létt og ótrúlega öflug. Allt að 5 klukkustunda rafhlöðuending, skarpur skjár og vef- myndavél. Góð afköst á frábærum kjörum. ThinkPad fartölvur eru hugsaðar fyrir kröfuharða notendur. Yfirburðatækni, gæði, lág bilanatíðni og öryggi eru í fyrirrúmi. ThinkPad fartölvur hafa unnið til 1200 verðlauna á heimsvísu fyrir hönnun og virkni. LENGRI RAFHLÖÐUENDING VÖKVAÞOLIÐ OG UPPLÝST LYKLABORÐ FALLVÖRN GAGNABJÖRGUN MEÐ EINUM TAKKA INNBYGGÐ VEFMYNDAVÉL E N N E M M /S ÍA /N M 34 93 3 Sölustaðir ThinkPad eru: Verslanir Nýherja í Reykjavík og á Akureyri, verslanir Símans, Elko, TRS, Tölvun, Omnis, Tengill, Netheimar, Martölvan, Ráðbarður og Hrannarbúðin. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is HALLDÓR Ásgrímsson, fram- kvæmdastjóri Norrænu ráðherra- nefndarinnar og fv. utanríkisráð- herra, segist í samtali við Morgunblaðið ekki kannast við að ís- lensk stjórnvöld hafi samþykkt ósk breskra stjórnvalda um stuðning við innrásina í Írak 17. mars 2003, degi áður en Bandaríkjamenn birtu lista „hinna viljugu þjóða“, líkt og haldið er fram í grein Vals Ingimundarson- ar sagnfræðings í nýútkominni bók um íslenska utanríkisstefnu, og greint var frá í blaðinu í gær. Halldór segist oft áður hafa gert grein fyrir aðkomu sinni í málinu. Bæði íslenskir fjölmiðlar og sér í lagi stjórnarandstaðan hafi gert mikið úr þessu máli. „Ég tel að sá stuðningur, sem við lögðum fram á þessum tíma, hafi verið miklu minni en síðar var túlk- að, og það hafi allt saman verið of- túlkað í þeim tilgangi að koma höggi á ríkisstjórnina. Ég hef algjörlega gert grein fyrir því af minni hálfu og hef engu við það að bæta.“ Halldór segist ekki hafa verið í neinum samskiptum við breska sendiráðið á Íslandi eða Breta um þetta mál á þessum tíma. „Ég veit um samskipti við Bandaríkjamenn en veit ekki um nein samskipti við Breta út af þessu máli,“ segir Hall- dór. Ekkert hafi verið minnst á þennan breska lista á ríkisstjórnar- fundi 18. mars 2003, þegar beiðni Bandaríkjamanna um stuðning var tekin fyrir. „Ég stjórnaði þeim fundi í fjarveru forsætisráðherra (Davíðs Oddssonar – innsk. blm.) og það var ekkert rætt um Breta þar. Ég hef ekki séð þessa grein Vals og veit ekki hvaða heimildir hann er með. Hann hefur ekkert rætt við mig um þessa bók,“ segir Halldór. Um brotthvarf Bandaríkjamanna frá Keflavíkurflugvelli segir Halldór að þeir hafi hagað sér „afskaplega undarlega“. Framkoma þeirra hafi orðið til þess að hann myndi ekki treysta framgöngu þeirra í varnar- málum framvegis. Alþekkt að leita aðstoðar Fram kemur í bók Vals Ingimund- arsonar að íslensk stjórnvöld hafi í tvígang ráðið bandaríska hagsmuna- verði, lobbýista, til að afla málstað sínum fylgis í deilunni um orustuþot- urnar á Íslandi. Spurður um þetta segist Halldór ekki muna nein nöfn en alþekkt sé að leitað hafi verið að- stoðar í mikilvægum málum, t.d. í hvalamálinu á sínum tíma. Hann segist muna eftir einum manni sem aðstoðað hafi íslenska sendiráðið í Washington, hann hafi aldrei hitt þann mann. Ekki náðist í Davíð Oddsson í gær, til að leita viðbragða við grein Vals Ingimundarsonar. Stuðningurinn minni en túlkað var síðar Halldór Ásgrímsson kannast ekki við samskipti við bresk stjórnvöld vegna stuðnings Íslands við innrásina í Írak Morgunblaðið/Kristinn Samráðherrar Þó að mikið hafi mætt á Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni í Íraksmálinu á sínum tíma leyfðu þeir sér að slá á létta strengi í þingsölum öðru hvoru. Hér hafa þeir átt sætaskipti sem ráðherrar. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra segir það ekki skipta öllu máli fyrir Íraksmálið í heild sinni hvort afstaða Íslands til innrásar í Írak hafi verið tekin deg- inum fyrr eða seinna þarna í mars- mánuði árið 2003. Ljóst sé að málið hafi átt sinn aðdraganda þar sem viðræður milli íslenskra og banda- rískra stjórnvalda höfðu farið fram síðan í febrúar 2003. Hins vegar skipti máli í þessu hvort menn hafi sagt satt og rétt frá eða ekki. „Það kemur mér í sjálfu sér ekk- ert á óvart að það hafi verið litið svo á að ákveðin tenging hafi verið á milli stuðnings íslenskra stjórn- valda við innrásina í Írak og síðan viðræðna við Bandaríkjamenn um varnarmál. Ég geri ráð fyrir að það hafi verið látið að því liggja af hálfu Bandaríkja- manna, að það gæti liðkað til í viðræðunum, og hið sama hafi gilt af hálfu ís- lenskra stjórn- valda að stuðningur gæti skapað dálitla inneign. En hvar og hvenær þessar ákvarðanir voru teknar veit ég ekkert um,“ segir Ingibjörg, spurð um viðbröð við upplýsingum í grein Vals Ingimundarsonar sagnfræðings. Dagsetningar skipta ekki máli Ingibjörg Sólrún Gísladóttir SUNNUDAGINN 16. mars 2003 fór fram fundur á Azoreyjum um Íraksdeiluna þar sem saman voru komnir George W. Bush Banda- ríkjaforseti, Tony Blair, þáv. for- sætisráðherra Breta, og Jose Maria Aznar, þáv. forsætisráðherra Spánar. Að fundi loknum var Sam- einuðu þjóðunum gefinn sólar- hringsfrestur til að ákveða hvort þær styddu stríð á hendur Saddam Íraksforseta. Á forsíðu Morgunblaðsins, þriðjudaginn 18. mars, er haft eftir þeim Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni að þeir styðji yfirlýs- ingar fyrrnefndra leiðtoga á Azo- reyja-fundinum. Síðar þann dag fer fundur ríkisstjórnar Íslands fram, þar sem samþykkt er ósk bandarískra stjórnvalda um að Ís- land styðji aðgerðirnar í Írak. „Það er augljóst að tíminn er að renna út,“ sagði Davíð í Morgunblaðinu, en rætt hefur verið við hann og Halldór á mánudeginum þann 17. mars. Haft var eftir Halldóri að leiðtogarnir hefðu lýst yfir miklum stuðningi við Atlantshafstengslin, sem væru Íslendingum lífs- nauðsynleg, „og við hljótum að taka undir þá yfirlýsingu“. Lýstu stuðningi við Bush og Blair VEGNA upplýsinga Vals Ingi- mundarsonar um stuðning Ís- lands við Breta við innrásina í Írak, er fróðlegt að rifja upp mál Róberts Marshall, þáverandi frétta- manns Stöðvar 2. Hann sagði upp störfum vegna fréttar sinnar í lok jan- úar 2005 um að Ísland hefði verið komið á lista „hinna vilj- ugu þjóða“ áður en ríkisstjórn- arfundur fór fram 18. mars 2003. Byggði Róbert sinn fréttaflutning á frétt CNN frá þessum degi en tímasetning á þeirri frétt hefði verið mislesin og röng ályktun dregin af tímasetningunni. Í tilefni fréttarinnar sendi forsætisráðherra, sem þá var Halldór Ásgrímsson, frá sér yf- irlýsingu þar sem hann lýsti furðu sinni á fréttinni og að stjórnendur Stöðvar 2 hlytu að biðjast afsökunar. Ef marka má upplýsingar Vals Ingimundarsonar virðist sem frétt Róberts hafi sem slík verið nærri sanni, bara röngum megin við Atlantshafið! Róbert röngum megin við hafið! Róbert Marshall

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.