Morgunblaðið - 13.08.2008, Side 16

Morgunblaðið - 13.08.2008, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í KVÖLD verða haldn- ir píanótónleikar í Salnum í Kópavogi og hefjast þeir klukkan 20. Þar mun Tibor Szász píanóleikari flytja Píanósónötu Nr. 1. eftir Robert Schumann, Pag- anini tilbrigði eftir Johannes Brahms og H-moll sónötu Franz Liszt. Tibor Szász fæddist árið 1948 í Sibenbürgen í Rúmeníu. Hann hefur komið fram í hlutverki ein- leikara með hljómsveitum á borð við Boston Symp- hony Orchestra og Chicago Symphony Orchestra. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Tónlistar- hátíðar unga fólksins sem nú fer fram og stendur til 17. ágúst. Tónlist Schumann, Brahms og Liszt í Salnum Salurinn ÚT er komin ljóðabókin Blóð- eyjar eftir Sigrúnu Björns- dóttur. Í bókinni eru þrjátíu ljóð sem skiptast í þrjá kafla. Í þeim fyrsta er orðið og blóðheit ástin lykilstef, í öðrum landið og blóðfórnir og í þeim þriðja tíminn og blóðeyjar. Á árinu 2002 kom út fyrsta ljóðabók Sigrúnar Næturfæðing, en hún á einnig ljóð í nokkrum ljóða- söfnum og á ljóðavef Jónasar Hallgrímssonar. Í tilefni af útgáfu bókarinnar verður ljóðauppá- koma í bókakaffihúsinu Glætunni í Aðalstræti 9, fimmtudaginn 14. ágúst kl. 20.00. Þar verður boð- ið upp á ljóðalestur og lifandi tónlist. Bókmenntir Blóðeyjum Sigrúnar fagnað í Glætunni Sigrún Björnsdóttir ÞING norrænna kvenna- og kynjasögufræðinga fer fram í Aðalbyggingu Háskóla Íslands í dag. Á ráðstefnunni verða þrír lykilfyrirlesarar, pall- borðsumræður, málstofur og hringborðsumræður. Ida Blom, fyrrum prófessor við Háskólann í Bergen, flytur opnunarfyrirlestur þingins. Fyrirlesturinn er í boði Sagn- fræðistofnunar Háskóla Íslands og er öllum op- inn. Ida Blom er meðal þekktustu sagnfræðinga Norðurlanda og hefur hún skrifað fjölda greina og bóka, bæði um norska sögu en einnig í alþjóðlegu samhengi. Þingið stendur frá klukkan 9 til 18.30. Fræði Kyngervi, rými og mörk í HÍ Háskóli Íslands Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is DAGSKRÁ næsta leikárs er að taka á sig mynd og verður hér stiklað á stóru um verkefni vetrar- ins hjá stóru atvinnuleikhúsunum þremur en öll tilkynna þau endanlega dagskrá á næstu vikum. Verðlaunahöfundar og myndlistarkonur Sérstök áhersla verður á innlenda leikritun og nýsköpun í Þjóðleikhúsinu. Fjöldi nýrra íslenskra verka er á döfinni og eru handhafar Íslensku bók- menntaverðlaunanna í aðalhlutverkum. Sigurveg- ari síðasta árs, Sigurður Pálsson, semur leikritið Utan gátta og þá verður sýnd leikgerð á skáld- sögu Jóns Kalmans Stefánssonar Sumarljós og svo kemur nóttin sem vann verðlaunin fyrir árið 2005. Brynhildur Guðjónsdóttir semur nýtt verk um hugarheima mexíkósku listakonunnar Fridu Kahlo sem ber heitið Frida ... viva la vida. Jökull Jakobsson sér um klassíkina í íslensku deildinni þetta árið með Hart í bak en klassíkin í erlendu deildinni er hins vegar runnin undan rifjum Willi- ams Shakespeare. Bæði Macbeth og Þrettánda- kvöld verða sýnd í Þjóðleikhúsinu í vetur og munu útskriftarnemar leiklistardeildar Listaháskóla Ís- lands vinna með leikurum Þjóðleikhússins að Þrettándakvöldi. Af nýjum erlendum verkum má nefna hjóna- bandsdramað Heiður eftir ástralska höfundinn Joanna Murray-Smith í leikstjórn Bjarna Hauks Þórðarsonar og Sædýrasafnið eftir Marie Dar- rieussecq við tónlist Barða Jóhannssonar. Áleitin verk og söngleikir Árið 1995 var Rústað (Blasted), fyrsta verk hinnar 24 ára gömlu Söruh Kane, frumsýnt á sviði í London. Gagnrýnendur skiptust í tvo hópa í af- stöðu sinni en seinna meir fékk leikritið uppreisn æru og margir af gagnrýnendunum sem dæmdu leikritið harkalegast fyrst drógu meira að segja í land og lýstu verkið meistaraverk. „Hér er um magnað og merkilegt tímamótaverk að ræða. Það er í senn óhugnanlega ljótt og undurfallegt en í því er fjallað um stríð á óvæginn hátt. Leikritið – og reyndar einnig hin fjögur verk Söruh Kane – höfðu afgerandi áhrif í nútímaleikritun,“ segir Magnús Geir Þórðarson Borgarleikhússtjóri um verkið sem leikhúsið mun taka til sýninga í vetur. „Þetta er gríðarlega agressíft og kraftmikið leik- rit og á sennilega eftir að hreyfa við áhorfendum.“ Kane skrifaði alls fimm leikrit áður en hún stytti sér aldur árið 1999 en þetta er fyrsta verk höf- undar sem fer á íslenskar fjalir. „Leikritið er ólíkt flestum verkum sem sjást á íslenskum leiksviðum, a.m.k. er þetta mjög ólíkt hinum ástsæla söngleik, Söngvaseiði, sem við frumsýnum einnig í vetur,“ segir Magnús Geir og kímir en Söngvaseiður er einmitt ein stærsta sýning vetrarins hjá leikhús- inu og skartar Valgerði Guðnadóttur í aðalhlut- verki. Þá verður Fólkið í blokkinni, nýr íslenskur söngleikur eftir Ólaf Hauk Símonarson, frumsýnt í október. Jólasýning Borgarleikhússins þetta árið er Milljarðamærin snýr aftur eftir Friedrich Dür- renmatt, sem áður var sýnt hérlendis fyrir 40 ár- um sem Sú gamla kemur í heimsókn. Af öðrum er- lendum verkum má nefna Vestrið eftir Martin McDonagh, en þetta er fimmta verk þessa írska leikskálds sem sett er upp hérlendis auk þess sem fyrsta bíómynd hans, In Bruges, var sýnd hér- lendis síðasta vor. Af íslenskum verkum má nefna Útlendinga eft- ir þá Jón Pál, Jón Atla og Hall Ingólfsson, sem tekur á stöðu útlendinga á Íslandi núna. Þá verður verk Þórdísar Elvu Bachmann, Fýsn, sett á svið, en þetta er nýtt íslenskt verk sem vann sakamála- samkeppni sem efnt var til fyrir tveimur árum og verður í leikstjórn Mörtu Nordal. Af verkum fyrra leikárs verður Gosi sýndur aft- ur og Fló á skinni kemur frá Leikfélagi Akureyr- ar, „með manni og mús“ eins og Magnús Geir orðar það, en hann vill ekki gefa upp önnur verk leikársins að svo stöddu. Leynilegar aðgerðir á Akureyri Enn hvílir leynd yfir dagskrá Leikfélags Akur- eyrar og María Sigurðardóttir leikhússtjóri lætur ekki margt uppi. „En í haust ætlum við að sýna al- veg magnað sakamálaleikrit sem hefur ekki verið sýnt lengi á Íslandi og svo verðum við með fjöl- skylduleikrit á aðventunni. Þá verðum við með glænýtt íslenskt leikrit eftir Bjarna Jónsson sem Jón Gunnar Þórðarson leikstýrir og svo gam- anleik með Eddu Björgvins, Helgu Brögu og Sig- rúnu Eddu Björnsdóttur eftir áramótin, sem er nokkurs konar sambland af leikhúsi og uppi- standi,“ segir María sem leikstýrir síðastnefnda verkinu sjálf. Leikárið byrjar þó 30. ágúst með Óvitum, frá síðasta leikári, og að auki eru gesta- sýningar á borð við Fool for Love sem sýnt var syðra síðasta vetur. „Við ætlum líka að vera með svolítið leynilegar aðgerðir um bæinn, sem kemur bara í ljós þegar fram í sækir,“ bætir María við. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Flóin suður Fló á skinni fer frá Leikfélagi Akureyrar til Leikfélags Reykjavíkur „með manni og mús“ að sögn Magnúsar Geirs Borgarleikhússtjóra. Leikárið framundan  Áhersla á innlend verk í Þjóðleikhúsinu  Ögrandi leikrit og söng- leikir í Borgarleikhúsinu  Sakamál og uppistand hjá Leikfélagi Akureyrar Þjóðleikhúsið Utan gátta Sumarljós og svo kemur nóttin Hart í bak Frida … viva la vida Macbeth Þrettándakvöld Heiður Sædýrasafnið Klókur ertu, Einar Áskell Kardemommubærinn Leitin að jólunum Ökkubukka Borgarleikhúsið Útlendingar Fýsn Fólkið í blokkinni Vestrið Söngvaseiður Milljarðamærin snýr aftur Blasted Þá eru ótalin fjöldi gestasýninga og verk frá fyrra leikári í öllum leikhúsunum. Staðfest verk EKKI eru allir á eitt sáttir um rit- höfundarhæfileika Frakkans Michel Houellebecq, en almenn samstaða virðist um það að hann sé vonlaus leikstjóri samkvæmt breska blaðinu Guardian. Houellebecq frumsýndi myndina La Possibilité d’une île (ísl. Möguleikinn á eyju) á kvikmyndahá- tíðinni í Locarno í Sviss um helgina. Þetta er frumraun Houellebecqs sem leikstjóra og handritshöfundar og byggist á samnefndri skáldsögu sem hann gaf út fyrir þremur árum. Nokkrir gagnrýnendur gengu út meðan á sýningu myndarinnar stóð, en aðrir lýstu vanþóknun sinni upp- hátt í salnum. Dómar sem birst hafa í svissneskum og frönskum fjöl- miðlum hafa allir verið á einn veg og þeir gagnrýnendur eru vandfundir sem hafa nokkuð jákvætt um mynd- ina að segja. Bara eitt kynlífsatriði Svissneski blaðamaðurinn Carole Wälti sagði myndina taktlausa og að margar senurnar væru blátt áfram fáránlegar. Skortur á samtölum í myndinni gerði hana tilbreyting- arlausa og yfirborðskennda. „Hætt er við því að þeir sem hafa gaman af bókunum hans vegna kynlífslýsing- anna verði fyrir vonbrigðum. Það er bara eitt kynlífsatriði í myndinni,“ sagði Wälti og bætti við: „Penninn hentar honum betur en tökuvélin.“ Ætla má að Houellebecq hafi haft nokkurn grun um það fyrirfram að viðtökurnar yrðu ekki sem bestar, því hann lét sig vanta á blaðamanna- fund vegna myndarinnar og neitaði að flytja ávarp á frumsýningunni eins og vaninn er á hátíðinni. Hörmu- legar viðtökur Umdeildur Michel Houellebecq fær afleita dóma fyrir kvikmynd sína. ÁÐUR óbirt per- sónuleg skjöl frá Caitlin Thomas, eiginkonu ljóð- skáldsins Dylan Thomas, verða boðin upp á næst- unni. Þar skrifar hún eigin hendi um tilfinningar sínar til skáldsins eftir að hann lést. Skjölin eru hluti af safni sem bandarískur safnari hefur sett sam- an. Þar er auk þeirra að finna árit- aðar bækur og bréf úr fórum Thom- as. Áætlað er að hátt í fjörutíu milljónir króna fáist fyrir safnið. Skrifin eru í dagbókarformi og virðast vera hluti af stærra verki og þar veltir Thomas fyrir sér hlutverki sínu sem ekkja þessa mikla skálds. Þar birtast á köflum mjög sterkar tilfinningar, á einum stað óskar hún þess að hún hefði aldrei gifst en á öðrum að hún lægi í gröfinni við hlið eiginmanns síns. Dagbókar- brot Caitlin Thomas Dylan Thomas

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.