Morgunblaðið - 13.08.2008, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.08.2008, Qupperneq 17
|miðvikudagur|13. 8. 2008| mbl.is daglegtlíf Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is Þ egar Ragnheiður Jóns- dóttir frá Gilsfjarðar- brekku í Geiradals- hreppi og Trausti Guðjónsson frá Skafta- felli í Vestmannaeyjum komu heim eftir ársdvöl í Noregi þótti þeim tímabært að láta gefa sig saman. „Við giftum okkur hjá sr. Sigurjóni Árnasyni í Ofanleiti og konan hans söng. Það var heilög stund og fal- leg,“ segir Ragnheiður. Nú, sléttum 70 árum síðar, deila Ragnheiður og Trausti enn sömu sæng og fagna í dag platínubrúðkaupi. Þakka trúnni farsælt hjónaband Ragnheiður segir að brúðkaups- dagurinn hafi verið látlaus en yndis- legur. „Ég var í blússu sem mér hafði verið gefin og ljósu pilsi sem ég átti,“ segir hún og bætir við að þá hafi ekki verið haldin veisla. „Við fengum þó pönnukökur og síðdegis- kaffi hjá móður minn eftir athöfn- ina,“ segir Trausti. Hjónin segjast þakka lifandi trú farsælt hjónaband. Þau kynntust í Hvítasunnusöfnuðinum Fíladelfíu og eiga því sterka trú sameiginlega. „Við fólum frelsaranum ferðir okkar og athafnir,“ segir Trausti en Ragnheiður bætir við að þótt þau hafi verið heppin með ævi sína og fjölskyldu hafi lífið ekki alltaf reynst þeim auðvelt. Árið 1957 féll Trausti af vinnu- palli og var ekki hugað líf. Afleið- ingin var sú að hann var veikur í mörg ár á eftir og þurfti Ragnheið- ur því að sjá fyrir fjölskyldunni á þeim tíma og stóð hún sem klettur við hlið mannsins síns. Í fyrra hélt fjölskylda hans upp á að 50 ár væru liðin síðan Trausti hefði átt að deyja – það má greini- lega alltaf finna ástæðu til að fagna. Heldur frekar í prjónana Á hálfrar aldar hjúskaparafmæli þeirra Trausta og Ragnheiðar héldu þau ásamt börnum sínum, barna- börnum og tengdabörnum upp á daginn á Löngumýri í Skagafirði. Trausti keypti þá fyrsta brúðar- vöndinn handa Ragnheiði sinni og synir þeirra spiluðu brúðarmarsinn á gítar og harmonikku þegar hjónin gengu inn salargólf. Segja þau að þá hafið verið mikið klappað og fagnað. Hjónin segja að ástin sé að sjálf- sögðu sterk eftir 70 ár og nefnir Trausti að þau haldist ennþá stund- um í hendur. „Það er þó frekar að hún haldi í prjóna,“ segir hann sposkur. „Við erum hamingjusamari nú en þegar við vorum trúlofuð. Við höf- um kynnst hvort öðru vel og staðið af okkur erfiðleika. Að lokum get- um við alltaf talað saman eins og vinir. Það er svo margt stórkostlegt við hjónabandið,“ segir Ragnheiður. Í dag ætla Trausti og Ragnheiður að fagna deginum með fjölskyld- unni en þau eiga sjö börn, 23 barna- börn og 49 barnabarnabörn. Ingveldur, yngsta dóttir þeirra, mun bjóða þeim upp á kaffi og pönnukökur, rétt eins og móðir Trausta gerði fyrir 70 árum. Hjónabandið er stórkostlegt Bestu vinir í 70 ár „Við erum hamingjusamari núna en þegar við vorum trúlofuð. Við höfum kynnst hvort öðru vel og staðið af okkur erfiðleika. Að lokum getum við alltaf talað saman eins og vinir,“ segir Ragnheiður um samband sitt við Trausta, eiginmann sinn til sjötíu ára. Þau giftu sig 13. ágúst 1938 á 23 ára afmæl- isdegi brúðgumans, Trausta Guðjónssonar, en brúðurin, Ragnheiður Jónsdóttir, var þá tvítug. Í dag fagna þau því 70 ára hjúskaparafmæli. 13. ágúst 1938 Trausti og Ragnheiður á brúðkaupsdaginn. Trausti keypti þá fyrsta brúðarvöndinn handa Ragnheiði sinni og synir þeirra spiluðu brúðarmars- inn á gítar og harmonikku. Morgunblaðið/Kristinn ÞÆR eru svo sannarlega raunveru- legar ásýndar dúkkurnar sem hin breska Deborah King býr til undir heitinu Reborn Baby, þó sumir kalli þær raunar einnig „gervibörn“. Umtalsverð vinna liggur að baki gerð hverrar dúkku. Þannig eru þær mótaðar í vínil og síðan málaðar lag fyrir lag til að ná fram áferð sem líkastri hörundi ungabarna. Hár og augnhár dúkknanna eru svo unnin úr angóraull og því komið fyrir hár fyrir hár til að allt virki nú sem raunverulegast. Loks er kroppur og útlimir hverrar dúkku fyllt með mjúku fóðri til að ná ungbarna- þyngdinni og vekja upp samskonar verndartilfinningu við litlu krílin. Dúkkur King, sem býr í Fountain- hall í nágrenni Edinborgar, njóta vinsælda meðal safnara víðs vegar um heim, en auk þess er einnig nokkuð um að afar og ömmur sem ekki fá nægan tíma með nýjasta fjöl- skyldumeðlinum og jafnvel fólk sem misst hefur barn fjárfesti í slíkri dúkku. Gervibörnin vinsæl hjá söfnurum Reuters Eins og ungabörn Það er ekki hægt að segja annað en að gervibörnin tvö sem hér sjást nái vel að blekkja augað. Dúkkuhlutar Það er mikið lagt í smáatriðin við gerð hverrar dúkku og hárið er t.d. úr angóraull. Fimir fingur Deborah King málar hér neglur einnar barnabrúðunnar. www.reborn-baby.com VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af ESB og handbolta Stefán Vilhjálmsson fylgdist meðleik Íslendinga og Þjóðverja á Ólympíuleikunum í gær og í stöð- unni 20:20 var honum öllum lokið: Staðan spennu stöðugt jók, nú stendur jafnt. Taugar búnar, tók mér smók en titra samt! Rúnar Kristjánsson las fyrir nokkru grein þar sem „einn þekktasti Evrópusambandssinni okkar lands“ virtist játa að sumt væri nú ekki alveg nógu gott í sælukerfinu. Hann orti þá: Um alla menn er nú einhver von og yndislegt það að tjá. Fyrst Eiríkur Bergmann Einarsson er eitthvað farinn að sjá ! Og hann yrkir af öðru tilefni: Ekkert kemur mynd á mynd sem mannleg á að vera, þegar hlaðin synd á synd sést í flötinn skera.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.