Morgunblaðið - 13.08.2008, Page 18

Morgunblaðið - 13.08.2008, Page 18
Þarna er sannarlega hægt að gleyma sér. Lestarstöð: Highbury and Islington á 2. svæði. Sjá: http://www.angelislington.net/ BAPS Shri Swaminarayan Mandir Þetta fagurlega hannaða hindúa- musteri er það fyrsta sinnar tegund- ar í Evrópu. Það var byggt af ind- verskum myndhöggvurum og síðan flutt í 26.300 fínlega löguðum hlutum til Bretlands og reist í útjaðri stór- borgarinnar á tíunda áratugnum. Sögulegt augnayndi fyrir alla þá sem nenna að gera sér ferð á staðinn. Lestarstöð: Neasden á 3. svæði. Sjá: http://www.mandir.org/ Bermondsey-antíkmarkaðurinn Fyrir þá morgunhressu er antík- markaðurinn á Bermondsey torgi nokkuð sem vert er að kíkja á. Mark- aðurinn er eingöngu haldinn á föstu- dagsmorgnum og hefst kl. 4 árla morguns. Hann er mekka stóru antiksala borgarinnar sem kaupa þar sjálfir inn dýrgripi fyrir versl- anir sínar. Lestarstöð: London Brigde á 1. svæði. Sjá: http://www.bermondseys- quare.co.uk/antiques.html Blackheath Blackheath má best lýsa sem þorpi í borg. Þar er hægt að rölta um litlar götur á milli vinalegra pöbba, kaffihúsa. Síðan er hægt að taka stefnuna yfir „heiðina“ til Greenwich Park og koma þar öfugum megin að hinum vinsæla ferðamannastað, Greenwich og ganga beint að sjálfri Greenwich tímalínunni. Í Black- heath er stórkostlegt útsýni yfir Greenwich, Millenium höllina, fjár- málahverfið Canary Warf og Isle of Dogs. Lestarstöð: Blackheath á 3. svæði. Sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/- Blackheath Buenos Aires café Í borg þar sem kaffihúsakeðjur á borð við Costa og Starbucks ráða ríkjum getur lítið kaffihús með sjarma og karakter verið vandfund- ið. Slík kaffihús er þó að sjálfsögðu að finna í borginni og er Buenos Air- es café gott dæmi um slíkt. Þjónust- an er bæði alúðleg og persónuleg og þar er hægt að finna margvíslegt góðgæti úr frönsku og argentínsku eldhúsi. Einnig er gaman að sitja með rjúkandi kaffi í góðum sófa eða úti þegar vel viðrar. Lífræna kaffihúsið Broca fyrir ut- an lestarstöðina í Brockley (20 mín frá Greenwich) er líka vel heimsókn- arinnar virði. Lestarstöð: Greenwich á 2-3. svæði. http://www.thebestof.co.uk/green- wich/29933/1/1/the_best_of.aspx Gordons wine bar Rómantíkin svífur yfir vötnum á Gordons Wine Bar, elsta vínbar Lundúna. Hann er staðsettur í hvelfdum kjallara þar sem lágt er til lofts, gólfið ójafnt, tunnur notaðar sem borð og kertaljósum komið fyrir í flöskum. Þarna er hægt að fá vín og huggulega ostabakka með pylsum, baguette brauði og paté á meðan að Arcola theatre Arcola er sjálfstætt starfandi og metnaðarfullt leikhús. Í því er aðeins eitt hráslagalegt salarrými, en andrúmsloftið er listrænt og spenn- andi. Í Arcola er allt á náttúru- vænum og vinalegum nótum. Lestarstöð: Dalston Kingsland á 2. svæði (e. zone). Sjá: http://www.arcolatheatre.com/ Angel Islington Angel Islington er borgarhluti sem ber með sér blöndu af smábæj- arsamfélagi og stórborginni og ætti því að henta vel þeim sem vilja ráfa um. Þarna eru margir staðir til að neyta matar og drykkjar, sem og matarmarkaður með dýrindis brauð- um, ólífum, pylsum og fleiru. Svo kallaðir „second hand“ markaðir sem sérhæfa sig í notuðum fatnaði og varningi bjóða gestum líka upp á tækifæri til að gera kjarakaup. Ótroðnar slóðir og leyndir staðir Lu London er borg fjölmenn- ingar og margbreytileika og innan marka hennar leynast ógleymanlegir staðir sem geta auðveld- lega farið fram hjá gleggstu ferðamönnum. Bókmenntafræðingurinn Arnhildur Lilý Karls- dóttir býr í London. Hún fór á stúfana með Guð- rúnu Huldu Pálsdóttur og saman leituðu þær uppi nokkrar faldar ger- semar stórborgarinnar. Reuters Ferðamannastaðir Big Ben og Lundúnaaugað kunna að vera með þekktari kennileitum Lundúna, en borgin hefur líka upp margt annað að bjóða. Þau svara Ian Watson og Margrét Gunnarsdóttir hafa langa reynslu sem fararstjórar. Ian er einnig ferðahand- bókahöfundur og rekur vefsíðuna ferdastofan is. Margrét er upplýsinga- fræðingur og ritstjóri vefjarins ferðalangur.net. fyrir móttekið símtal og 0,46 evrur fyrir að hringja á milli Evrópulanda (án virðisaukaskatts). Talið var að frjáls samkeppni á milli símafyrir- tækja hefði ekki leitt til verðlækkana í samræmi við raunkostnað símtala. Það fyrsta sem þarf að geraþegar farið er til útlanda erað slökkva á talhólfinu. Eftalhólfið er virkt og símtali ekki svarað (jafnvel þó ýtt sé á „nei“ hnappinn til að taka ekki við því) þá er rukkað fyrir flutning í talhólfið, bæði fyrir móttekið símtal í útlöndum og fyrir símtal frá útlöndum til tal- hólfsins á Íslandi. Annað okkar lærði þessa lexíu fyrir nokkrum árum í Slóveníu. Ýtt var á „nei“ sem kostaði meira en 600 kr. þegar upp var staðið. Síðan hefur verið slökkt á talhólfinu... líka á Íslandi! Betra er að láta hringja í sig frá Ís- landi en að hringja sjálf(ur) til Ís- lands. Verð fyrir móttekið símtal er miklu lægra en fyrir símtal úr þínum eigin síma. Í Evrópu getur það verið allt að helmingi ódýrara. Um þessar mundir eru miklar sveiflur á verðskrám fyrir farsíma- notkun í útlöndum. Árið 2007 sam- þykkti þing Evrópusambandsins verðþak á mínútuverði í útlöndum sem má nú ekki fara yfir 0,22 evrur Verðþakið var innleitt í EFTA- löndunum í desember 2007 en til að það taki fullt gildi þarf þing hvers EFTA-lands að samþykkja það með lögum. Norska þingið gerði það strax, og nýja verðskráin tók gildi 15. jan- úar 2008 í Noregi og er líka komin á hjá Telecom Liechtenstein. Frum- varpið er hins vegar enn í nefnd hér á Ísland og það er okkur til skammar að standa uppi sem eina landið innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem þessi neytendavernd á farsímamark- aðinum er enn ekki komin á. Erlend SIM-kort hagkvæm Góðu fréttirnar eru þær að Síminn ákvað að lækka verð sitt af fúsum og frjálsum vilja og í lok júlí kostaði sem dæmi 69 kr. á mínútu hjá Símanum að hringja frá Danmörku til Svíþjóð- ar. Vodafone og Tal (sem eru með sömu verðskrá í evrum) hafa hins vegar ekki innleitt verðþakið og hjá þeim kostar 1,17 evrur á mínútu (um það bil 145 kr.) að hringja frá Dan- mörku til Svíþjóðar. Svo lengi sem þetta ástand varir getur það verið mun ódýrara að ferðast í Evrópu með Símanum en með Vodafone eða Tali. Vodafone býður sparnaðarleið í Evrópu sem heitir Vodafone Passport en hún hentar einungis ferðaflugur Spurt er: Hvað þarf ég að vita um farsímanotkun í útlöndum? Talhólfið reynist dýrt í utanlandsferðum Reuters Í sambandi Það er ódýrara að láta hringja í sig frá Íslandi en að hringja sjálf- ur úr farsímanum. Í Evrópu getur það verið allt að því helmingi ódýrara. ferðalög 18 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.