Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 19
ndúna dreypt er á vínglasi fjarri mann- flauminum fyrir utan. Lestarstöð: Charing Cross eða Embankment á 1. svæði. Sjá: http://www.gordonswinebar.com/ The Horse Hospital Eins og nafnið bendir til var þetta myrka hús eitt sinn spítali hinna konunglegu hrossa. Síðan 1993 hefur þar verið stafrækt framúrstefnuleg listamiðstöð sem geymir grasrótar- myndlist, ljósmyndasýningar og sýningar á lítt þekktum neðanjarð- arkvikmyndum. Lestarstöð: Russel Square á 1. svæði. Sjá: http://www.thehorsehospital.com/ The Somerset House Fallegt sögufrægt hús sem gaman er að skoða. Sýningar er snerta hina ýmsu kima listalífsins eru þar ávallt í gangi og Courtauld Gallery sem er í hluta hússins geymir mörg af þekkt- ari verkum listasögunnar. Við So- merset House er einnig að finna úti- bíó og boðið er upp á ýmis konar listasmiðjur fyrir alla aldurshópa. Á góðum sumardegi er notalegt að fara þangað með með nesti og góða bók og eyða tíma í miðgarði hússins sem breytt er í skautasvell yfir vetrar- tímann. Lestarstöð: Temble eða Embankment á 1. svæði. http://www.somersethouse.org.uk/ gudrunhulda@mbl.is undir ákveðnum kringumstæðum. Fyrir þá sem ætla að dvelja lengi í einu landi og hringja mörg innan- landssímtöl borgar sig að kaupa er- lent SIM-kort og vera með erlent símanúmer og erlenda verðskrá. Sumir taka jafnvel gamlan farsíma með til að geta verið með tvö virk símanúmer samtímis. Að síðustu viljum við nefna að það er hollt fyrir pyngjuna að nota aðrar samskiptaleiðir en farsímann og þær eru orðnar margar. Þetta á sérstak- lega við lönd utan Evrópu (t.d. Bandaríkin og Rússland) þar sem verð íslenskra fyrirtækja á farsíma- samtölum eru há. Tölvuaðgangur er nú svo auðveldur að sífellt fleiri kjósa að notfæra sér ókeypis eða ódýra tölvusímaþjónustu eins og Skype í staðinn fyrir að nota farsímann. Notkun á Skype er ókeypis á milli tveggja tölva, en ef annar aðilinn er með tölvu og hinn ekki er hægt að kaupa inneign á vefnum og hringja ódýrt í erlent farsíma- eða fastlínu- númer. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 19 HANDKLÆÐI eru meðal þess sem hótel- gestir girnast hvað mest af lausamunum á hótelherbergjum. Sumir láta þó ekki þar við sitja heldur grípa með sér klósettset- una þegar hóteldvölinni lýkur. Hóteleigendur um víða veröld glíma við það vandamál að hlutir af herbergjum vilja hverfa með gestunum sem þar hafa dvalið. Berlingske Tidende birtir á heima- síðu sinni lista yfir tíu hluti sem oftast er stolið og skiptir þá engu hvort gistingin sé dýr eða ódýr. Gestirnir stela einfaldlega ódýrum hlutum af ódýrum hótelum og dýrum hlutum af þeim sem kosta meira. Hvort heldur er kosta þjófnaðir gesta hót- elin tugmilljónir króna ár hvert. Svo virðist sem konur steli eilítið meiru en karlar en hins vegar grípa kvenkyns þjófar aðeins með sér það sem þeir telja vera ódýra smáhluti. Steli karlarnir á annað borð víla þeir verðið ekkert fyrir sér. Hér er svo listinn yfir vinsælasta hótel- þýfið: 1 Þvottaklútar 2 Handklæði 3 Sloppar 4 Klósettpappír 5 Rafmagnsperur 6 Klósettburstar 7 Straujárn 8 Kaffivélar og rafmagnskatlar 9 Rúmföt 10 Klósettsetur Reuters Lúxus Burj Al Arab-hótelið í Dubai er með dýrustu hótelum heims. Góssið sem ferðamenn hnupla þaðan er því líklega dýrt. Algengasta hótelþýfið kortlagt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.