Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ A thyglis- verðar upplýs- ingar komu fram í grein Guðlaugs Þ. Þórðarsonar heil- brigðisráðherra hér í blaðinu í gær. Hann segir þar frá samningi um fjölgun augasteinaaðgerða, sem gerður var síðastliðið vor og auðveldar almenningi að komast í slíkar aðgerðir. Fram til þessa hafa slíkar aðgerðir eingöngu verið gerðar á sjúkrahúsum. Í vor var að undangengnu útboði samið við tvö einkafyrirtæki, Sjónlag hf. og Lasersjón, um að taka að sér 1.600 aðgerðir næstu tvö árin. Samningurinn þýðir að að- gerðum verður fjölgað um 44%. Strax á næsta ári mun biðlisti eftir slíkum aðgerðum því heyra sögunni til. Útboðið lækkaði sömuleiðis kostnað skattgreiðenda við að veita þessa þjónustu. Um- samið heildarverð fyrir hverja aðgerð er talsvert lægra en það, sem Landspít- alinn kostaði til þjónustunnar á síðasta ári. Þátttaka sjúklinganna í kostnaði við aðgerðirnar er óbreytt og jafnframt óháð því hver gerir aðgerðina. Þetta segir heilbrigðis- ráðherra að sé skólabókar- dæmi um þann árangur, sem hann vilji ná í heilbrigð- isþjónustunni. ?Styttri bið og greiðari aðgangur að þjónustunni. Aukið val hinna sjúkratryggðu. Aukið aðhald að þeim sem veita þjónustuna. Lægri kostnaður hins op- inbera. Aukið val fagfólks í heilbrigðisþjónustunni varð- andi starfsvettvang. Tæki- færi sjúkrahúsanna til að nýta aðstöðu sína og mann- afla til að efla frekar þá þjón- ustu sem þau ein geta veitt.? En þetta er líka það, sem sumir vilja kalla einkavæð- ingu í heilbrigðiskerfinu og telja afleita þróun. Það eina, sem breytist gagnvart not- andanum, er þó að hann fær betri þjónustu. Ríkið, þ.e. skattgreiðendur, stendur áfram undir um 85% kostn- aðar við þjónustuna að með- altali. Þetta er þó líklega það, sem Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og þing- flokksformaður vinstri grænna á við þegar hann seg- ir á heimasíðu sinni: ?Á Ís- landi verður engin þjóðarsátt ef haldið verður áfram að [?] einkavæða heilbrigðisþjón- ustuna ?? Stendur aukið val notenda, minni bið eftir þjónustu og lægri kostnaður skattgreið- enda í vegi fyrir þjóðarsátt á Íslandi? Getur Ögmundur Jónasson útskýrt betur hvernig það má vera? Stendur minni bið og lægri kostnaður notenda í vegi fyrir þjóðarsátt? } Hin vonda einkavæðing Þ að er sjálfsagt mál að hvetja fólk til að neyta hollari matar og hreyfa sig meira. Offita er faraldur sem breið- ist nú út á Íslandi samkvæmt mælikvörðum Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar. Aukin neysla á mat sem inniheldur mikið magn af sykri, salti eða fitu um leið og hreyfing hefur minnkað er meginorsök þessarar þróun- ar. Við innbyrðum einfaldlega miklu meira af orku en við brennum. Það verður að hrista upp í kyrrsetu- og syk- urkynslóðunum, eins og þær hafa verið kallaðar. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Elvu Gísladóttur verkefnisstjóra næringar hjá Lýðheilsustöð að stofnunin styddi takmarkanir á auglýs- ingum á óhollri matvöru sem beint væri sérstaklega gegn börnum. Undir þetta sjón- armið hafa margir tekið. Í stað þess að veifa reglu- gerðarsvipunni og vilja tak- marka athafnafrelsi manna væri kannski ráð að beina sjónum sínum meira að þeim sem bera ábyrgð á unga fólkinu; foreldrum. Það er í þeirra verkahring að útskýra fyrir börnum gildi hollrar fæðu. Það er líka í þeirra verkahring að gæta þess að skyndibita sé neytt í hófi á heimilum. Það er hlutverk foreldra að segja nei og út- skýra af hverju. Þeir eru fyrst og fremst uppalendur unga fólksins en ekki hið op- inbera. Auðvitað er góður ásetn- ingur að baki hugmyndum um boð og bönn ríkisvaldsins í þessum efnum. Hins vegar eru fræðsla og forvarnir inni á heimilunum miklu öflugra vopn í baráttunni fyrir bætt- um lífsstíl til langs tíma. Við megum ekki taka ábyrgðina á uppeldi barnanna af foreldrum. Það er betra að hvetja fólk ein- faldlega til að slökkva á sjón- varpinu og fara saman í göngutúr. Foreldrar verða að kunna að segja nei } Baráttan fyrir bættum lífsstíl M ikið var hún falleg, Lin litla í rauða kjólnum sínum, sem bærði varirnar við lagið Óð til ættjarðarinnar á sama tíma og fáni kínverska al- þýðulýðveldisins var borinn inn á leikvang- inn við setningarathöfnina. Eins og tónlistarstjórinn Chen Qigang benti réttilega á var það í þágu þjóðarhags- muna að tefla þessari níu ára ?lýtalausu? stúlku fram en ekki Yang Peiyi, sjö ára stúlkunni sem söng lagið. Það hefði eyðilagt sjónarspilið að tefla fram venjulegri stúlku en ekki ?brosandi engli?. Sjónarspilið er alveg einstakt sem á sér stað á Ólympíuleikunum í Kína. Hvernig á annars að vera hægt að miðla ólympíuhugsjóninni til áhorfenda? Ef hún á að ?virka? þarf að búa hana til. Það er ekki hægt að sýna veruleikann eins og hann er, heldur þarf að búa til nýjan veruleika, þar sem ekkert er eins og það sýnist. Ekki einu sinni flugeldasýningin, sem þrír milljarðar sjónvarpsáhorfenda fylgdust agndofa með, átti sér stoð í raunveruleikanum. Þar sáust 29 fótspor varða leiðina frá suðri til norðurs í Peking. Og nú hefur verið upp- lýst að fótsporin, sem virtust kvikmynduð úr þyrlu, voru tölvugerð og meira að segja sett inn smámóða til þess að líkja eftir menguninni í Peking. Kannski er þetta lýsandi fyrir þessa glæsilegu Ól- ympíuleika. Þar er mest lagt upp úr því að öll umgjörð- in líti vel út eða að minnsta kosti stjórnvöld. Auðvitað er þetta saklaust sjónarspil sam- anborið við farandverkamennina sem hrakt- ir voru úr borginni Peking, verksmiðjurnar sem var lokað, hverfin sem voru jöfnuð við jörðu allt í þágu skrautsýningar kínverska kommúnistaflokksins. Og nærtækt er að rifja upp söguna af Grí- gorí Pótemkín, valdamesta manni Rúss- lands, sem sagt er að hafi sviðsett lítil þorp fyrir Katrínu miklu keisaraynju til að fegra ástandið í landinu. Síðan er talað um Pótem- kíntjöld þegar reynt er að fegra veru- leikann. Slíkar æfingar hafa gjarnan viljað loða við einræðisríki kommúnismans. Og víst er að Pekingtjöld kínverskra stjórnvalda eru mun skrautlegri en Pótemkíntjöldin forðum. Leiksýningin er hafin. Og hópar sem ekki eru ?lýta- lausir? eru ?óvelkomnir? á sviðið. Nú síðast mótmælti Hugarafl því með þögulli samstöðu fyrir utan kín- verska sendiráðið að fólki með geðsjúkdóma væri út- hýst frá Ólympíuleikunum. Þeim gestum sem ekki hafa verið fjarlægðir af svið- inu hafa verið kenndir mannasiðir. Með áróðurs- spjöldum er almenningi kennt að spyrja gestina ekki um viðkvæm mál eins og aldur, laun, ástarlíf, heilsufar, stjórnmálaskoðanir eða trú. Það á að þegja um allt sem skiptir máli. Það má ekkert trufla sjónarspilið. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Leiksýningin er hafin Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is F rá því Georgíumenn öðl- uðust sjálfstæði eftir hrun Sovétríkjanna hef- ur leið til velsældar og pólitísks stöðugleika reynst ærið grýtt. Ríkissjóður lands- ins hefur rambað á barmi gjaldþrots og hagsmunaaðilar og herinn komið ár sinni fyrir borð á kostnað þjóð- félagslegra umbóta. Vandinn var því ærinn þegar Mikhail Saakashvili Georgíuforseti hóf afskipti af stjórnmálum um miðj- an síðasta áratug. Námsframi Saak- ashvilis hafði þá vakið eftirtekt og taldi samstarfsmaður Eduard Shev- ardnadze, þáverandi forseta, hann á að bjóða sig fram í flokki forsetans. Mikið hafði gengið á á meðan Saakashvili las lög við erlenda há- skóla og aðeins þrjú ár liðin frá því Shevardnadze, eða ?hvíti refurinn?, sneri aftur til heimalandsins árið 1992. Borgarastríð hafði þá brotist út í Georgíu og hafði hinn róttæki þjóð- ernissinni Zviad Gamsakhurdia, fyrsti forseti landsins, hrökklast frá völdum þegar Shevardnadze tók við stjórnartaumunum, með stuðningi stjórnarandstæðinga úr hernum. Upplausn ríkti eftir átökin við að- skilnaðarsinna í héruðunum Abkha- zíu og Suður-Ossetíu og var það for- gangsverk Shevardnadze að koma í veg fyrir að landið liðaðist í sundur, þótt leiðtogar héraðanna hafi allar götur síðan litið á þau sem sjálfstæð. Vegur hans í stjórnmálunum óx og þegar forsetaembættið var end- urreist árið 1995 var Shevardnadze kjörinn forseti með yfirburðum. Saakashvili var framan af hliðholl- ur Shevardnadze, sem naut virðingar á Vesturlöndum, og eftir að hann gekk til liðs við forsetann beitti hann sér fyrir umbótum á stjórnkerfinu, sem þótti líða mjög fyrir úrelt kosn- ingakerfi og skort á sjálfstæði dóm- stóla og lögreglu. Varð dómsmálaráðherra Nokkrum misserum síðar, nánar tiltekið árið 2000, varð Saakashvili dómsmálaráðherra í stjórn Shev- ardnadzes, þar sem hann lagðist til atlögu gegn spillingu í dómskerfinu, starf sem aflaði honum virðingar utan landsteinanna. Hann hafði hins vegar ekki verið lengi í embætti þegar þessi krossferð hans steytti á skeri. Hann sagði af sér embætti árið 2001 með þeim orðum að spillingin hefði náð til efstu laga stjórnarinnar. Stjórn- arelítan, að Shevardnadze með- töldum, hefði sankað að sér glæsivill- um á meðan örsnauð alþýðan í Tíblisi lap dauðann úr skel. Saakashvili hafði í kjölfarið hlut- verkaskipti og gerðist andstæðingur stjórnarinnar, sem smátt og smátt missti tiltrú þorra almennings. Hægt og bítandi dró úr vinsældum Shev- ardnadzes og í nóvembermánuði 2003 voru dagar hans í embætti taldir eftir fjöldamótmæli gegn stjórnarháttum forsetans og umfangsmiklum svikum fylgismanna hans í þingkosningunum um haustið. Fór fyrir rósabyltingunni Friðsöm ?rósabylting? Saakashvili hafði þá borið árangur. Tími Saakashvilis var runninn upp og þegar hann tók við embætti í jan- úar 2004 var eitt af helstu verkefnum hans að færa aðskilnaðarhéruðin nær Georgíustjórn á ný, en líkt og átök síðustu sólarhringa vitna um eru tengsl þeirra við rússnesk stjórnvöld stöðugt ágreiningsefni. Saakashvili hét því einnig að hann myndi beita sér fyrir ?stórbrotinni löggjöf gegn spillingu?. Undir lok fyrra kjörtímabils hans sakaði fyrr- verandi ráðherra, Irakli Okruashvili, hann hins vegar um spillingu, einræð- istilburði og mannréttindabrot. Alda mótmæla braust út í höfuðborginni Tíblisi og sakaði Saakashvili Rússa um að hafa hönd í bagga. Hann var örugglega endurkjörinn í ársbyrjun. Reuters Leiðtogi Saakashvili ávarpar fjöldafund í Tíblisi í gær. Leiðtogar Eystra- saltsríkjanna þriggja, Póllands og Úkraínu gagnrýndu Rússa á fundinum. Fjöltyngdur boðberi pólitískra umbóta MIKHAIL Saakashvili Georgíu- forseti er kominn af mennta- fólki. Móðir hans, hin þjóð- þekkta Giuli Alasania, er prófessor í sagnfræði við rík- isháskólann í Tíblisi og faðir hans, Nikoloz Saakashvili, læknir sem fer fyrir lækninga- miðstöð þar sem heitum böð- um er beitt gegn ýmsum kvill- um. Það lá því beinast við að Saakashvili gengi mennta- veginn. Hann var 24 ára að aldri þegar hann lauk prófi í alþjóðalögum frá Ríkisháskól- anum í Kíev í Úkraínu. Eftir námið vann hann að mannrétt- indamálum heima fyrir um hríð en fékk síðan styrk frá banda- ríska utanríkisráðuneytinu til framhaldsnáms í Bandaríkj- unum. Þar nam hann við tvær af fremstu menntastofnunum landsins, lauk fyrst lagaprófi frá Columbia-háskóla í New York og síðan doktorsprófi frá George Washington-háskóla. Hann hélt svo til Frakklands þar sem hann útskrifaðist með diplóma frá alþjóðamannrétt- indastofnuninni í Strassborg. Hann er fjöltyngdur og talar reiprennandi úkraínsku, rúss- nesku, ensku og frönsku, ásamt því að kunna nokkuð í spænsku og ossetísku. Skjótur námsframi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.