Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 21 Ég vil ganga minn veg … Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingar, og Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, héldu sameiginlega blaðamannafund um hjúkrunarheimili í gær. Eftir fundinn virtust öndverðar áttir liggja fyrir þessum tveimur helstu forráðamönnum hinnar íslensku þjóðar. Kristinn Blog.is Emil H. Valgeirsson | 11. ágúst Smárinn Ég ætla nú aðeins að snúa mér að gróðri jarðar og taka fyrir þessa sérstöku plöntu sem við þekkjum öll og nefnist hvítsmári, oftast kallaður bara smári. Hver hefur ekki lagst niður á fjóra fætur í þeirri von að finna fjögurra blaða smára til að geta óskað sér einhverrar dásemdar? Sjálfsagt hafa margir fundið fjögurra blaða smára þótt svoleiðis sé ekki algengt, jafnvel er hægt að finna fimm blaða smára sem er enn sjaldgæf- ara en ekki veit ég hvort eitthvað er á honum að græða fyrir hjátrúarfulla. ... Fjögurra blaða smáranum hefur hins vegar lengi fylgt hjátrú, hugsanlega vegna samsvörunar við hinn heilaga kross svona fyrir utan það að vera sjald- gæft fyrirbæri. Meira: emilhannes.blog.is Einar Sveinbjörnsson | 12. ágúst 2008 Sumarfannir í Esjunni Ég rakst fyrir algera til- viljun á frétt í Morg- unblaðinu um fannir í Esj- unni í sumarlok 1961 (5. sept. ) Fréttin gengur út á að það sumar hafi snjór alveg náð að leysa úr Kerhólakambi svo og í Gunnlaugsskarði. Sama hafi verið upp á teningnum næstu tvö sumur á undan, þ.e. 1959 og 1960. Fyrir þann tíma var síðast ætlað að Esjan hafi orðið alveg snjólaus 1941. ... Meira: esv.blog.is Gunnar Rögnvaldsson | 12. ágúst Endurkoma Sovétríkjanna Rússland stendur núna í stórræðum í bakgarði okkar hér í Evrópusam- bandinu. Þeir hafa sent 350 brynvarin herfar- artæki, flugherinn og stórskotalið ásamt 9000 fallhlíf- arhermönnum inn í hið litla sjálfstæða ríki Georgíu. Eftir að hafa deilt út gratís rússneskum ríkisborgararétti til flestra borgara í georgíska héraðinu Suður- Ossetíu og innleitt rússneskar rúblur sem mynt þeirra, ... Meira: tilveran-i-esb.blog.is UNDANFARNA daga hefur allmikið verið rætt og ritað um dóm Hæstaréttar Íslands frá 7. ágúst sl. þar sem synjað var kröfu lögreglu um framlengingu á nálgunarbanni. Í málinu á í hlut maður sem sætir opinberri rann- sókn vegna ætlaðra brota gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni um langan tíma. Er hann sak- aður um að hafa þvingað hana til kynferðismaka við aðra menn og beitt hana líkamlegu ofbeldi með- an á sambúð stóð en hún mun hafa varað í um þrjú ár. Sambúðinni lauk í byrjun janúar á þessu ári, en þá hafði konan kært mann- inn. Hann sætti gæsluvarðhaldi í tvær vikur í jan- úar vegna málsins. Síðan var hann úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart konunni í sex mánuði. Fyrir Hæstarétti lá, í fyrrnefndu máli, krafa um framlengingu á banninu í þrjá mánuði. Héraðs- dómur synjaði um framlengingu og Hæstiréttur staðfesti synjunina. Að dóminum stóðu tveir dóm- arar, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Einn dómari, Páll Hreinsson, skilaði sératkvæði og vildi verða við kröfunni. Meirihluti Hæstaréttar hefur af hendi sumra sætt þungu ámæli fyrir dóm sinn og hefur jafnvel verið veist að dómurunum tveimur og héraðsdómaranum af þessu tilefni á afar ósmekklegan hátt. Að mínum dómi byggir gagnrýnin á dómarana og dómsnið- urstöðuna á grundvallarmisskilningi um efni þeirrar lagareglu sem heimilar nálgunarbann og á hlutverki og heimildum dómstóla. Lagareglan sem um ræðir, 110. gr. a. í lögum um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 (oml.) hljóðar svo: „Heimilt er leggja bann við því að maður komi á tiltekinn stað eða svæði, veiti eft- irför, heimsæki eða setji sig með öðru móti í sam- band við annan mann ef rökstudd ástæða er til að ætla að hann muni fremja afbrot eða raska á ann- an hátt friði þess manns sem í hlut á.“ Samkvæmt þessum texta er það skilyrði fyrir beitingu þessa úrræðis að hætta sé talin á að maður muni (þ.e. á næstunni eða í fyrirsjáanlegri framtíð) fremja brot eða raska friði annars manns. Úrræðið er ekki refsing fyrir ofbeldisbrot og óumdeilt er að ekki dugir til beitingar þess að sá sem vernda skal óttist manninn. Í athugasemdum með frum- varpi til þeirra laga sem lögfestu ákvæðið er bein- línis tekið fram að ekki dugi til beitingar þess að sá sem leitar verndar hafi beyg af öðrum manni. Í framkvæmd mun vera algengast að nálgunarbanni sé beitt gagnvart karl- mönnum sem ofsækja fyrrverandi maka sína eftir að sambúð er slitið. Krafa um nálgunarbann á hendur þeim manni sem hér á í hlut kom fyrst fram fljótlega eftir að gæsluvarðhaldi hans lauk í janúar. Í úrskurði Héraðs- dóms Reykjavíkur 29. janúar 2008 var fallist á sex mánaða bann. Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð með dómi 7. febrúar 2008 (mál nr. 58/2008). Sá dóm- ari sem orðið hefur fyrir hvað mestum ágjöfum vegna málsins nú, Jón Steinar Gunnlaugsson, skilaði þá sératkvæði og vildi synja beiðninni. Í sératkvæði hans kom m.a. fram: „Í nálgunarbanni felst skerðing á frelsi þess manns sem banni sætir. Samkvæmt 110. gr. a. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála verð- ur þessu úrræði ekki beitt nema rökstudd ástæða sé til að ætla að sá maður sem krafa beinist að muni fremja afbrot eða raska á annan hátt friði þess manns sem nálgunarbanni er ætlað að vernda. Sönnunarbyrði um að þessu skilyrði sé fullnægt hvílir á sóknaraðila. Svo sem greinir í hinum kærða úrskurði var varnaraðili leystur úr gæsluvarðhaldi 24. janúar 2008 en því hafði hann sætt frá 11. janúar 2008. Tilefni gæsluvarðhaldsins hafði verið rannsókn á meintum brotum gegn sambýliskonu hans meðan á nær þriggja ára sambúð þeirra hafði staðið. Varnaraðili hefur neitað þessum sakargiftum. Eðli hinna ætluðu brota er með þeim hætti að ekki er sjáanleg hætta á að varnaraðili haldi þeim áfram eftir að sambúðinni er lokið. Engin gögn liggja fyrir í málinu sem benda til þess að hann hafi áreitt konuna eftir að hann losnaði úr gæslu- varðhaldinu. Í greinargerð af hálfu varnaraðila fyrir Hæstarétti er meðal annars tekið fram að hann hyggist ekki hafa samband við hana að fyrra bragði. Kæra á hendur honum um að hafa beitt hana ofbeldi í tengslum við kynlífsathafnir meðan á sambúð þeirra stóð og hann hefur synjað fyrir getur ekki að mínum dómi talist nægilegur grundvöllur til að skerða nú, eftir að sambúð er lokið, frelsi hans á þann hátt sem krafist er og fallist var á í hinum kærða úrskurði. Tel ég því að fella beri úrskurðinn úr gildi.“ Af sératkvæðinu er ljóst að Jón Steinar hefur ekki talið að ætlað ofbeldi, tengt ætluðum kynlífs- þvingunum, hafi gefið tilefni til að ætla að mað- urinn myndi ofsækja konuna eftir að bundinn hafði verið endi á sambúðina. Hefur hann sýni- lega talið ofbeldið tengjast hinni afbrigðilegu kyn- lífshegðun og að ekki væri ástæða til að telja að það myndi halda áfram eftir að henni var lokið. Verður ekki betur séð en hann hafi viljað beita lagareglunni um þetta á þann hátt sem hún sjálf gerir ráð fyrir. Er þá haft í huga að lögin áskilja að rökstudd ástæða sé til að ætla að ofbeldi verði beitt (ekki nægir að því hafi verið beitt). Við með- ferð málsins nú um framlengingu bannsins kom fram að maðurinn hafði virt það að öðru leyti en því að hann mun hafa sent konunni einu sinni stuttan tölvupóst, sem snerti sambúðarslitin. Enn voru því engin efni til að telja líkur á að hann hygðist brjóta á henni eða ofsækja hana á neinn hátt. Þegar menn fjalla um þetta mál með þeim hætti sem sumir hafa gert að undanförnu er eins og þeir telji að í synjun nálgunarbanns felist ein- hvers konar afstaða dómara til þeirra sakargifta sem bornar eru á manninn og hann sætir nú rannsókn á. Þetta er auðvitað hreinn misskiln- ingur. Það er líka misskilningur að beita megi nálgunarbanni til að hlífa ætluðum brotaþola við manninum meðan á rannsókn eða saksókn á hendur honum stendur, nema hann hafi sjálfur gefið tilefni til að ætla að hann muni ofsækja brotaþola á því tímabili. Ef menn vilja að slíkt sé heimilt verður að breyta lagareglunni og víkka skilyrðin fyrir því að beita megi þessu úrræði. Dómstólar geta ekki gert breytingu á lögunum í þessa veru. Meginatriði þessa máls er að Hæstiréttur, en þó einkum fyrrnefndir dómarar persónulega, hef- ur sætt með öllu ómaklegum árásum fyrir dóm, sem greinilega er byggður á réttri skýringu og beitingu nefnds lagaákvæðis. Menn ættu fremur að fagna því að dómarar landsins dæmi eftir lög- unum eins og þeim ber skylda til og beina þá kröfum sínum að löggjafanum ef menn telja að þeim þurfi að breyta. Eftir Heimi Örn Herbertsson »Meirihluti Hæstaréttar hefur af hendi sumra sætt þungu ámæli fyrir dóm sinn og hefur jafnvel verið veist að dómurunum tveimur og héraðsdómaranum af þessu tilefni á afar ósmekklegan hátt. Heimir Örn Herbertsson Ómakleg gagnrýni á Hæstarétt Íslands Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.