Morgunblaðið - 13.08.2008, Page 22

Morgunblaðið - 13.08.2008, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIG dreymdi óhugn- anlegan draum í nótt. Mig dreymdi að búið væri að eyðileggja alla banka í landinu og að- eins einn banki stóð eft- ir. Búið var að kjafta hina bankana niður í fjölmiðlum og blekkja almenning um leið. Þessum eina banka sem eftir var tókst að fá fjöl- miðla á sveif með sér og telja almenningi trú um að gamli bankinn þeirra væri ótraustur og myndi loka brátt. Almenningur lét blekkjast og færði allt sitt yfir í þennan banka sem varð hrika- lega stór. Þessi nýja bankastærð var búin að innlima alla aðra banka í land- inu og stjórnaði nú hagkerfi Íslands og Alþingi um leið. Engin samkeppni, himinháir vextir, allt almennt fólk sett í ánauð eins og til forna. Þetta var mjög óþægileg tilfinning í draumnum og ég fann hvernig möguleikar al- mennings í landinu rýrnuðu og frelsið hvarf með innlimun allra banka í einn risastóran. Allt persónulegt samband við bankann minn hvarf í draumnum. Nú var ég bara ónefnd stærð en fólk var aðallega flokkað eftir því hversu ríkt það var. Ef ég átti ekkert fé, skuldaði bara, þá gat bankinn kreist líftóruna úr mér. Ég vaknaði upp af þessum vonda draumi og ég óttast hreinlega að þetta sé að gerast nú hér á Íslandi. Þetta má ekki verða og það er okkar allra sem enn erum vakandi að stöðva þessa þró- un. Gamli góði bankinn minn Þar sem ég ólst upp var í raun bara einn banki sem skipti einhverju máli, Sparisjóðurinn í Keflavík, og þennan banka þekktu allir bæjarbúar mjög vel. Í dag er þessi banki meira en 100 ára gamall, skiptir enn jafnmiklu máli og alltaf jafn-persónulegt og notalegt að koma þangað inn. Ég hef prófað viðskipti við aðra banka en ég saknaði alltaf heimilislega andrúmsloftsins og viðmótsins í gamla bankanum mínum. Þar eru allir jafnir, hvort sem þeir eiga pening eða ekki. Þú skiptir nefnilega máli hjá sparisjóðnum sem persóna. Eftir að KB innlimaði SPRON ný- lega, las ég grein eftir einhvern fjár- málaspekúlant að sparisjóðirnir væru að líða undir lok. Þá datt mér strax í hug að nú ætti að fara að kjafta niður alla banka nema Kaupþing banka. Það líst mér ekki á. Heilaþvottur fjölmiðla Við höfum nú fylgst með því á þessu ári hvernig það virðast sam- antekin ráð þeirra sem stýra heilaþvottinum á almenningi í gegnum fjölmiðla, hvernig þeir hafa kjaftað okkur til að trúa því að allt væri á nið- urleið. Og það fór allt nið- ur þegar búið var að telja fólkinu trú um það. Nema hjá þeim sem hugsuðu nýjar leiðir til að vinna á ástandinu og bjarga sér. Af hverju er- um við ekki frekar hvött til dáða í gegnum fjölmiðla þegar ástandið er slæmt? Af hverju allt þetta niðurrifstal? Fjölmiðlar eru gríðarlega öflugir og móta alla umræðu í landinu og þess vegna þurfa þeir að vanda sig, hvetja og byggja upp. Ef allt er á niðurleið þá eigum við ekki að sogast inn í þá um- ræðu, ekki að velta okkur upp úr henni endalaust. Við eigum frekar að horfa í nýja átt og sjá hvar sólin getur skinið nið’r á okkur næst. Ekki gleyma upprunanum Ég fæddist rétt eftir miðja síðustu öld og þekki því gamla hljóminn í klukkunni í stofunni heima hjá ömmu og afa. Fyrir mér eru raunveruleg verðmæti fólgin í fólki sem hefur lifað en ekki átt eitthvað. Þetta nýríka Ís- land og græðgi er að villa okkur sýn. Ég er orðin hundleið á því að lesa um ríka fólkið, það er alls staðar verið að hampa nýríku fólki og þeim sem eiga peninga og merkjavörur. Þetta er bara bull. Ég elska að lesa og heyra um hvunndagshetjur, kynnast fólki með safaríkar lífsskoðanir. Þættirnir hans Gísla þar sem hann fer Út og suður eru þess vegna ómissandi. Við skulum ekki gleyma uppruna okkar, við erum bara nýstigin út úr moldarkofanum. Allt þarf sinn tíma. Núna erum við dál’tið að tapa rót- inni og breyta stemningunni í landinu okkar í eitthvað sem virkar yfir- borðskennt, innihaldslaust og froðu- kennt með þessari ofuráherslu á pen- inga og auðævi eða hvað finnst þér? Ekki láta plata þig Hvetjum hvert ann- að til dáða og hætt- um öllu niðurrifs- tali, segir Marta Eiríksdóttir » Við eigum frekar að horfa í nýja átt og sjá hvar sól- in getur skinið nið’r á okkur næst. Marta Eiríksdóttir Höfundur er kennari. ATHYGLISVERT viðtal við varaformann Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra var í Viðskiptablaðinu föstudaginn 1. ágúst síðastliðinn. Þar upp- lýsti ráðherrann að hún hafi allan tímann verið sannfærð um það að ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokksins og Samfylk- ingarinnar væri sú stjórn sem gæti tekist á við erfiða tíma með tilstyrk mikils þingstyrks. Fréttapunkurinn er það mat að stóra ríkisstjórn hafi þurft til. Hvern- ig hefur það gengið eftir hingað til? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er einmitt spurð að því í viðtalinu. Svar hennar segir býsna mikið : „Maður þorir varla að segja það, því þá er bara gert grín að manni, en það hefur gengið vel.“ Það þarf svo sem ekkert að tilfæra dæmi um misvísandi áherslur og skoðanir einstakra ráð- herra í mörgum stórmálum fram að viðtalinu, þau eru fólki fersk í minni. Enn hefur bæst í þann sarp á þeim fáu dögum sem liðnir eru frá því að viðtalið birtist. Hafi það verið talið grín í upp- hafi mánaðarins að segja að samstarf stjórnarflokkanna gangi vel þá er það lík- lega stólpagrín að halda slíku fram núna eftir blaðaviðtalið. Menntamálaráð- herra tilgreindi þar sérstaklega tvö mál sem ríkisstjórnin væri sammála um. Annars vegar segir hún mik- ilvægt að ríkisstjórnin gefi út skýrar yfirlýsingar um að „við ætlum í þess- ar álversframkvæmdir í Helguvík og á Bakka og það fyrr en ella. Máli skiptir að þau merki séu skýr og skorinorð og að ekki sé verið að humma þetta fram af sér.“ Forsætis- ráðherra hefur að auki sagt skýrt á öðrum stað að þetta sé stefna rík- isstjórnarinnar. En sama dag og við- talið birtist felldi umhverfisráðherra úrskurð sinn um sameiginlegt mat ál- vers- og virkjunarframkvæmda í Þingeyjarsýslu. Talið er að ákvörð- unin fresti framkvæmdum um a.m.k. eitt ár og það kom sem blaut tuska framan í Þingeyinga og varaformann Sjálfstæðisflokksins. Hitt málið er framtíð Íbúðalána- sjóðs. Varaformaður Sjálfstæð- isflokksins fullyrti í viðtalinu að sam- komulag hafi náðst milli stjórnarflokkanna og að sjóðnum yrði breytt í heildsölubanka. Í næsta tölublaði Viðskiptablaðsins sagði fé- lagsmálaráðherra á forsíðu að „það séu engar hugmyndir uppi á sínu borði að Íbúðalánasjóður hætti al- mennum útlánum og verði einungis heildsölubanki. Hún segir að helst myndi hún vilja að Íbúðalánasjóður yrði óbreyttur.“ Ólíkari verða skoð- anirnar varla. Enn neyðarlegri verða þessar deil- ur milli flokkanna síðustu daga í ljósi þess að menntamálaráðherra leggur mikla áherslu á að það sé gott sam- starf í ríkisstjórninni sem byggist á trausti milli forystumanna flokk- anna. Samstarfinu lýsir hún þannig að unnið sé vel á bak við tjöldin og síðan komið fram með fullbúna áætl- un. Annað kom á daginn í þessum tveimur málum, sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins nefnir til í viðtal- inu við Viðskiptablaðið. Ekkert sam- ráð virðist hafa verið innan rík- isstjórnarinnar. Ætli menntamálaráðherranum líði ekki þannig að verið sé að gera grín að henni? Veik ríkisstjórn En það, sem blasir við og er aðal- atriðið, er að samstarf stóru flokk- anna og þingstyrkurinn mikli sem þeir hafa er ekki að skila árangri. Flokkarnir ná ekki saman um helstu stefnumálin og sérstaklega er ágreiningurinn sláandi um stefnu í efnahagsmálunum. Það hefur víðar en á Íslandi verði mynduð stóra sam- starfsstjórnin og reynslan bendir til þess að slíkt samstarf gangi að jafn- aði erfiðlega vegna ágreinings milli flokkanna. Það er rannsóknarefni hvers vegna svo er. Ef til vill er skýringin sú að um er að ræða flokka sem telja sig báða vera forystuflokka. Sam- fylkingin hefur til dæmis alltaf kynnt sig sem mótvægi við Sjálfstæð- isflokkinn. Það felur í sér að flokk- urinn skilgreinir sig sem for- ystuflokk í ríkisstjórn í stað Sjálfstæðisflokksins. Hvor flokk- urinn um sig gæti komið fram efna- hagsstefnu sinni í ríkisstjórn með minni flokkum og tekið á aðsteðjandi vanda tiltölulega greiðlega. En þegar flokkarnir eru saman í ríkisstjórn þá mætast stálin stinn og hvorugur er tilbúinn til þess að gefa eftir fyrir hinum. Við slíkar aðstæður verður forsætisráðherrann óöruggur og veit varla hvar mörkin liggja gagnvart samstarfsflokknum. Engin skýr forysta verður í ríkisstjórninni og hún virðist láta reka á reiðanum. Mér sýnist þetta vera vandinn sem ríkisstjórnin glímir við og gerir það að verkum að varaformaður Sjálf- stæðisflokksins hefur misreiknað dæmið. Stóra stjórnin er ekki sú sem ræður best við að leysa erfiðu málin. Stóru flokkarnir eru mótvægi hvor við annan með mismunandi meg- instefnu. Þeir geta ekki bæði verið samstarfsflokkar og höfuðandstæð- ingar. Annað hvort markmiðið hlýtur að víkja. Kjarni málsins er að ríkisstjórnin þarf að vera samstiga og undir óum- deildri forystu. Til sjós er aðeins einn formaður á hverju skipi og það er fyrirkomulag byggt á gömlum sann- indum og dýrkeyptri reynslu. Er stóra stjórnin stóru mistökin? Eftir Kristin H. Gunnarsson » Stóra stjórnin erekki sú sem ræður best við að leysa erfiðu málin. Stóru flokkarnir eru mótvægi hvor við annan með mismunandi meginstefnu. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er formaður þingflokks Frjálslynda flokksins. Í BOLUNGARVÍK eru uppi stór áform í tengslum við ferða- mennsku. Verið er að deiliskipuleggja tvö svæði í bænum í framhaldi af umsókn- um þriggja aðila sem sérhæfa sig í ferða- þjónustu fyrir sjó- stangaveiðimenn. Fyrirtækin eru öll í samvinnu við þýskar ferðaskrifstofur. Eitt fyrirtækjanna, Sumarbyggð sendi inn sína umsókn í febrúar og var þá strax sett í gang vinna við gerð deili- skipulags. Kjarna- byggð sendir inn um- sókn um miðjan apríl, en Hvíldarklettur óskar eftir áframhaldandi viðræðum um miðj- an maí og sendir inn formlega um- sókn í byrjun júlí. Strax í byrjun júní var ljóst í hvað stefndi, nefnilega að þrír að- ilar sæktust eftir lóðum fyrir sams- konar starfsemi. Því þurfti að hugsa deiliskipulag alveg upp á nýtt. Hagsmunaaðilum sem þegar höfðu sent inn formlegar umsóknir var þá boðið til fundar með bæj- aryfirvöldum. Niðurstaðan varð sú að bæjarfélagið réð til starfa arki- tektastofu til að vinna að deili- skipulagi á tveimur svæðum í bæn- um, sem viðkomandi umsækjendum hugnaðist. Bæjarfélagið er fyrir með samning við aðra teiknistofu við vinnu aðalskipulags. Þá hefur tæknideild bæjarins komið að mál- inu ásamt annarri verkfræðistofu. „Vel skal vanda það sem lengi skal standa“. Það má öllum vera ljóst að þegar verið er að skipuleggja byggð fyrir allt að 300 ferða- menn í bæjarfélagi sem telur ríflega 900 manns, þá þarf að vanda til verka ef vel á til að takast. Það ætti að vera jafn ljóst að sjálfsagt er og raunar skylt, að gefa almenn- ingi kost á að kynna sér tillögur og koma með athugasemdir við svo viðamikið verkefni. Það breytir ekki því að sjálfsagt er hjá bæj- aryfirvöldum að leggja sig í framkróka við að láta ferlið ganga sem allra best og hraðast fyrir sig. Einmitt þess vegna vinna að því tvær teiknistof- ur og ein verkfræðistofa ásamt tæknideild bæjarins. Þegar deili- skipulagsferli er hafið fyrir ákveðið svæði er nánast útilokað að úthluta lóðum á svæðinu án þess að það hafi áhrif á ferlið. Úthlutun einnar eða fleiri lóða hefur auðvitað áhrif á þá heildarmynd sem verið er að móta, enda er verið að gera tillögu um staðsetningu lóða, gatna og göngustíga á svæðunum báðum þannig að það falli sem best að því umhverfi sem fyrir er. Ég skynja af þeim viðbrögðum sem ég hef fengið að Bolvíkingar vilja að vand- að sé til verka, enda vanir því að búa í vel skipulögðu bæjarfélagi. Uppgangur atvinnulífs í mótbyr Loðnuverksmiðjan Gná, sem ég starfaði hjá fyrir nokkrum árum, hefur átt við gríðarlega rekstr- arerfiðleika að stríða í kjölfar þess að ekki hefur tekist að afla henni nægilegs hráefnis. Hrun hefur orð- ið í sumar- og haustveiðum loðnu sem var grundvöllur fyrir starfsemi fyrirtækisins. Það hefur orsakað hrun í veltu fyrirtækisins með til- heyrandi erfiðleikum þess við að standa við skuldbindingar sínar. Ekki sér fyrir endann á þeim erf- iðleikum ennþá. Undirritaður gegndi þar stjórnarformennsku þar til nú fyrir skemmstu að hann sagði sig úr stjórn fyrirtækisins er hann tók við starfi bæjarstjóra í Bolungarvík. Aðrar greinar sjávarútvegs hafa, þrátt fyrir mótbyr í formi nið- urskurðar úthlutunar aflaheimilda, verið að sækja í sig veðrið. Þannig er einungis u.þ.b. eitt ár síðan stærsta fyrirtækið á staðnum í bol- fiskvinnslu, Jakob Valgeir, stækk- aði húsnæði sitt um 50% auk mik- illa fjárfestinga í aflaheimildum. Þá standa yfir breytingar hjá rækju- vinnslufyrirtækinu Bakkavík, sem miða að því að þrefalda afköst vinnslunnar. Þá eru hér fleiri öfl- ugir aðilar í útgerð. Uppgangur í ferðaþjónustu á staðnum er kærkomin viðbót við þá atvinnuuppbyggingu sem hér hefur verið í hefðbundnari greinum sjáv- arútvegs. Tímabundinn uppgangur vegna mikilla framkvæmda við jarðgöng, snjóflóðavarnir og hafn- argerð er að sjálfsögðu einnig fagn- aðarefni. Sjávarútvegurinn áfram mikilvægastur Ætla má skv. þeim áformum sem uppi eru í ferðamannaþjónustu tengdum sjóstangaveiði að veltan á næstu fimm árum geti orðið allt að 800 milljónir króna hjá þeim þrem- ur fyrirtækjum sem sækjast nú eft- ir aðstöðu í Bolungarvík og verði þá væntanlega orðin á bilinu 50 til 100 milljónir króna hjá hverju þeira á ári, innan fimm ára. Á sama hátt má áætla að veltan í hefðbundnum sjávarútvegi í Bol- ungarvík verði nálægt 25 millj- örðum á næstu fimm árum, eða u.þ.b. 5.000 milljónir á ári. Velta sjóstangaveiðinnar gæti þá verið orðin allt að 4 til 5% af veltu hefð- bundins sjávarútvegs eftir fimm ár ef vel gengur. Ég vona sannarlega að öll fyrirtæki sem hér starfa og önnur fyrirtæki sem hér vilja hasla sér völl gangi sem allra best. Ég lít á það sem skyldu bæjaryfirvalda að búa sem allra best að fyrirtækj- unum og því fólki sem hér býr. Einn hluti þess er að standa vel að skipulagsmálum. Með sumarkveðju úr Bolung- arvík 08. 08.08. Elías Jónatansson skrifar um skipulagsmál og atvinnulíf í Bolungarvík Elías Jónatansson » Velta sjó- stangaveið- innar gæti þá verið orðin allt að 4-5% af veltu hefðbundins sjávarútvegs eftir fimm ár ef vel gengur. Höfundur er bæjarstjóri. Allt að 300 manna byggð í skipulagsmeðferð Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.