Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnsteinn Sól-berg Sigurðsson fæddist í Vallholti á Akureyri 21. júní 1940. Hann lést á Akureyri fimmtu- daginn 7. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundz Sigurðs- son, f. 1894, d. 1984, og Þórunn Sigríður Pétursdóttir, f. 1896, d. 1987. Systk- ini Gunnsteins: Pét- ur, f. 1920, d. 1972, Sigríður, f. 1921, d. 2007, Sólveig, f. 1927, og Sigvaldi, f. 1929. Gunnsteinn kvæntist 26. desem- ber 1960 Jórunni Ingu Ellerts- dóttur, f. 1943. Börn þeirra eru: 1) Þorsteinn Marinó, f. 1960 , kvænt- ur Þórhildi Ólafsdóttur, f. 1958. Börn þeirra Hildur Hrönn, f. 1983, og Bryndís, f. 1987, sonur hennar Haukur Arnar, f. 2008. 2) Þórunn Sigríður, f. 1961, gift Smára Úlfarssyni, f. 1963. Börn þeirra Gunnsteinn Sólberg, f. 1984, Katrín Birna, f. 1988, Hákon Vignir, f. 1991 og Ásta Jórunn, f. 1999. 3) Ellert Jón, f. 1963, kvæntur Kristrúnu Þóru Rík- harðsdóttur, f. 1964. Börn þeirra Brynjar Örn, f. 1985, Sig- urbjörg Lind, f. 1992, Árni Gunnar, f. 1995, og Guðný Rún, f. 2000. Fyrir átti Ellert Ingu Mar- íu, f. 1981. 4) Gunn- ar Ingi, f. 1969, kvæntur Ragn- heiði Elínu Stefánsdóttur, f. 1968. Börn þeirra Kjartan Steinn, f. 1998, Markús Loki, f. 2003, og Þorkell Breki, f. 2006. Gunnsteinn var búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal 1959 og starfaði hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar tæp 50 ár, lengst af sem frjótæknir. Útför Gunnsteins fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ekki datt mér í hug að það yrði í síðasta skiptið sem ég sæi þig þegar þú kvaddir mig og skrappst til hest- anna upp á tún. Þegar ég náði ekki sambandi við þig var mér ekki farið að standa á sama og fékk elsta son okkar til að líta eftir þér. Þá hafði kallið komið en allt of fljótt og óvænt. Það eru komin um fimmtíu ár síð- an við kynntumst og ákváðum að ganga ævina saman. Við vorum ung en þrátt fyrir það ákváðum við að hefja búskap og höfum við verið óaðskiljanleg síðan þá. Vinátta okk- ar skipti okkur miklu máli og vorum við mjög samrýnd. Fjölskyldan var okkur allt og við gerðum okkar besta í sameiningu. Eftir að börnin okkar fjögur fóru að heiman fórum við að ferðast meira og nú síðustu ár til útlanda. Fjölskyldan, hestarnir og vinna var þér mikilvæg en þegar færi gafst fengum við okkur snún- ing. Elsku Gunnsteinn minn, ég þakka þér fyrir öll árin. Inga. Elsku pabbi, kallið kom allt of fljótt því að þú áttir eftir að gera svo margt og mik- ið. Nú í seinni tíð hafðir þú svo gam- an af því að ferðast, bæði hér innan- lands og erlendis. Þú varst strax farinn að hlakka til næstu ferðar út. Ást þín á dýrum spilaði stóra rullu í þínu lífi, jafnt í vinnu sem og í frí- stundum. Í seinni tíð voru það hest- arnir sem áttu hug þinn allan og þegar kallið kom varstu að sinna þeim. Börn, barnabörn og langafabarn áttu stórt pláss í þínu lífi og þú lagð- ir þig fram um að fylgjast vel með þeim öllum, alltaf. Ekki má gleyma Ópal-pakkanum í brjóstvasanum á skyrtunni þinni svo að alltaf væri eitthvað til taks fyrir alla. Hópurinn þinn var sífellt að stækka og hefðum við gjarnan viljað eiga fleiri stundir með þér. Við tveir áttum margar stundir saman í hesthúsinu, bæði við að sinna húsinu og hestunum sjálfum. Ýmislegt var í bígerð í nánustu framtíð varðandi það sem við vorum að skipuleggja og verður þín sárt saknað uppi á Sturlugötu 8 um ókomna tíð. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman, svo margs að minnast þó ég hafi aðeins minnst hér á nokkur atriði. Guð blessi þig og varðveiti. Að lokum vil ég biðja þig að vaka yfir öllum hópnum þínum. Þorsteinn (Steini). Elsku pabbi, ekki datt mér í hug að það yrði svo fljótt sem ég þyrfti að kveðja þig. Það er alltaf erfitt þegar dauðsfall ber að svo snögg- lega. Þú varst búinn að ákveða að hætta að vinna í vetur því þig lang- aði að fara að ferðast um landið og vera meira með mömmu sem sér á eftir þér núna. Það er mikið lagt á hana á stuttum tíma. Móðir hennar deyr 23. júní og núna þú, pabbi minn, varðst bráðkvaddur 7. ágúst. Nú er það okkar hlutverk að hugsa um mömmu fyrir þig. Sumarbústaðurinn minn, Sól- berg, heitir í höfuðið á þér og elsta drengnum mínum, alnafna þínum. Þrátt fyrir að þú hafir ekki notað það nafn mikið þá varstu samt mjög stoltur af því hin síðari ár. Þegar við hittumst síðast í júlí ákváðum við að halda ættarmót í Sólbergi um miðj- an ágúst. Það var búið að vera allt á fullu hjá okkur Smára við undirbún- ing, til að taka á móti allri fjölskyld- unni í bústaðnum okkar. Þú sagðir alltaf að þetta væru bestu stundirn- ar þegar við öll systkinin, makar og barnabörnin komum saman. Hópur- inn ykkar mömmu var líka orðin stór eða 29 manns. Nú erum við hins vegar öll saman komin til að kveðja þig pabbi minn en ekki á leið í Skorradalinn. Afabörnin munu sakna þín sárt þar sem þú varst allt- af svo góður við þau. Það var alltaf keppni á milli þeirra um hver kæm- ist fyrst í fangið á þér. Þar vildu þau vera. Ég man að þú svæfðir þau með söng og sögum er þau voru eitthvað óróleg. Afabörnin fengu mjög fljótt að vita af nammiboxinu þínu í búrinu. Þú passaðir líka upp á að eiga alltaf eitthvað til að stinga upp í litla munna. Elsku pabbi minn, við Smári og börnin þökkum þér fyrir árin sem við fengum með þér og allar góðu minningarnar. Þín verður sárt saknað. Þín dóttir, Þórunn Sigríður. Tilveran fer á hvolf þegar stað- reyndin skellur á manni. Ég á engan pabba á lífi lengur. Hjartað brestur og myndir, setningar og tímabil æv- innar sækja á hugann í stríðum straumi og erfitt að hafa hemil á allri þessari óreiðu. Samt er eins og það hreiðri um sig visst tóm í tilver- unni og skarðið verður að veruleika sem ekkert getur fyllt. Það er oft sagt að börn geti verið lifandi eftirmyndir foreldra sinna. Þegar ég hugsa um okkur systkinin verð ég þess fullviss að þú og mamma skiluðuð af ykkur sterkum og sjálfstæðum einstaklingum sem fengu gott veganesti út í lífið. Myndirnar sem koma upp í hug- ann eru flestar tengdar kindunum, hestunum, vinnunni, heyskapnum, tjaldútilegum, sunnudagsbíltúrum, göngum og réttunum. Ég man eftir okkur uppi í fjárhúsi að moka, gefa og sópa garðana. Brosið á andlitinu eftir að við vorum búnir að fara á hestbak sem því miður var ekki nógu oft. Sitjandi aftur í á SAAB- inum með þér í vinnuna á leið út í sveit. Heyskapurinn og allir þessir baggar sem þarf að raða rétt í hlöð- una. Sunnudagsbíltúrar sem end- uðu oft á Brynjuís. Réttir og göngur uppi á Glerárdal. Allar þessar myndir tengjast ein- hverju stússi, alltaf eitthvað sem varð að gera. Í gegnum gjörðirnar lærði maður líka að sjá þinn innri mann því ekki varstu margmáll um þína drauma og þrár. Sú staðreynd að aldrei neitaðir þú nokkrum manni um aðstoð eða hjálp ef til þín var leitað situr sterkt í mér. Þú varst alltaf tilbúinn að stökkva til en áttir erfitt með að biðja aðra um hjálp sjálfur, jafnvel þína nánustu. Þú skuldaðir engum neitt og vildir aldrei eiga neitt inni hjá öðrum. Sá trúnaður og ást sem þú barst til mömmu alla tíð er stór þáttur í lífi okkar. Vináttan, félagsskapur- inn og það hversu samrýmd þið vor- uð skiptir mig miklu máli. Fjöl- skyldan var númer eitt í ykkar huga og velferð hennar ofar öllu. Slíkt lærir maður að meta þegar kemur að því að stofna fjölskyldu og ala upp börn. Þá leitar maður í þennan grunn. Pabbi Gunnsteinn eða afi Gunn- steinn voru ólíkir menn. Sá fyrri var oftast frekar strangur, þögull, ákveðinn, vinnusamur og vildi vernda fjölskyldu sína frá öllu mögulegu og ómögulegu hnjaski og áföllum. Sá síðari birtist þegar við systkinin mættum með afabörnin í heimsókn og við sáum þig umpólast í afslappaðan og eftirlátssaman prakkara. Eitthvað sem við sáum sjaldan þegar við vorum að alast upp því ábyrgðartilfinningin hjá þér var svo sterk. Þarna hafðir þú skilað þínu og komið okkur til manns og nú mátti spilla barnabörnunum svo um munaði. Þú gekkst líka alla leið og veittir þeim óskipta athygli þegar þau voru nálægt og áttir afabörnin með húð og hári frá fyrsta augna- bliki. Á sama tíma og þakklætið fyrir árin okkar saman kemur upp í hug- ann heltekur söknuðurinn hjarta mitt. Framtíðin verður til án þín „sama hvað tautar og raular“. Harmur minn og Ragnheiðar er líka mikill fyrir hönd strákanna okkar sem hafa misst besta afa í heimi. Bless elsku pabbi minn, takk fyrir samferðina og reiðtúrana. Gunnar. Elsku tengdapabbi, ég man svo vel þegar ég hitti þig fyrst fyrir 14 árum þegar Gunni kynnti mig fyrir ykkur öllum, fjölskyldunni fyrir norðan. Þá bjugguð þið Inga á Gilló. Ég man að það fyrsta sem ég hugs- aði var hversu myndarlegur og góð- legur maður þú værir. Þegar ég kynntist ykkur betur sá ég fljótt hversu náin og samheld þið Inga voruð í öllu og alltaf svo miklir fé- lagar. Það var okkur Gunna mikils virði, og er enn, að hafa svona góðar fyrirmyndir þegar við síðan gengum í hjónaband. Þegar ég hugsa til baka um þessi 14 ár er mér efst í huga góðmennska þín og Ingu og hvernig þið hafið allt- af sett fjölskylduna í forgang. Þið viljið alltaf allt fyrir okkur gera, hvort sem það er að gæta barna okkar, koma með kartöflur til okkar á haustin eða kjötsendingar fyrir jólin svo eitthvað sé nefnt. Þið fylgdust alltaf svo vel með strákun- um okkar, hvernig þeim vegnaði, hvort þeir væru heilsuhraustir og hversu mikið þið hlökkuðuð til að hitta þá næst. Stuðningur ykkar hefur alltaf verið okkur mjög mik- ilvægur, ég hefði ekki getað hugsað mér betri tengdaforeldra. Nokkrar minningar eru mér of- arlega í huga þessa dagana. Ég man þegar við komum með nýfædda strákana okkar norður einn af öðr- um. Þeir voru alltaf komnir í fangið þitt áður en við vissum af og leið svo vel þar. Síðan sást til þín stelast með þá inn í eldhús þar sem þú fannst súkkulaðiflís til að gefa þeim, þú passaðir alltaf upp á við foreldrarnir myndum ekki sjá til þín. Síðan glott- ir þú. Strákarnir lærðu fljótt að afi myndi alltaf gefa þeim mola eða annað góðgæti. Þú hafðir einstakt lag á börnum og þau vildu alltaf vera hjá þér. Ég man líka þegar þið Inga gættuð strákanna í heila viku þegar við Gunni vorum erlendis. Þeir töluðu lengi um hversu mikill lúxus það var, að þeir hafi fengið Cocoa Puffs á hverjum morgni og líka á skóladögum! Ég man líka eftir þér sitjandi í sófanum í Furulundi með strákana í fanginu að horfa á Tomma og Jenna eða hundamynd- ina, það var erfitt að sjá hver skemmti sér best eða hló mest, þrátt fyrir að þið höfðuð horft á þessar myndir mörgum sinnum áð- ur. Strákarnir voru lánsamir að eiga svona góðan afa eins og þig. Elsku Gunnsteinn, það er sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt. En mikið er ég þakklát að strákarnir okkar og ég fengum að kynnast þér og eftir lifir minningin um svo góðan og fallegan mann. Hvíldu í friði. Ragnheiður Stefánsdóttir. Elsku afi, þetta er mjög sorglegt og við óheppin að þú sért dáinn. Við munum sakna þín ótrúlega mikið. Þú varst svo fallegur og góður mað- ur. Takk fyrir að leyfa okkur að horfa svona oft á hundamyndina. Við ætlum að fá að kveðja þig með þessu litla ljóði: Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér. Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á. En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá. Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festinguni sem færast nær og nær. Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund. En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund. (Megas.) Afastrákarnir Kjartan, Markús og Þorkell. Allt er svo óraunverulegt eftir að þú fórst svona fljótt frá okkur elsku afi en þú fékkst að fara þar sem þér leið best, hjá hestunum þínum úti í náttúrunni. Þegar við förum í heim- sókn til ömmu búumst við við því að sjá þig í vinnugallanum, köflóttu skyrtunni og gallabuxum, liggjandi uppi í sófa með aðra hönd fyrir and- litinu að hlusta á Álftagerðisbræður eða að borða vanilluskyrið þitt í eld- húsinu og amma situr hjá þér. Við bíðum eftir að blái bíllinn birtist á fleygiferð í innkeyrsluna og þú stíg- ir út úr honum eftir vinnudaginn. En þú ert ekki lengur hér hjá okkur heldur kominn á aðrar slóðir. Þú hafðir alltaf laust læri til að sitja á og varst ævinlega eini maðurinn sem gast huggað okkur með þinni ljúfu og rólegu rödd, þú gafst manni eitthvað afanammi sem leyndist í brjóstvasanum á vinnuskyrtunni, annaðhvort gulan Opalmola eða blátt Opal. Þú varst ævinlega fyrst- ur til að byrja að gefa okkur súkku- laði sem ungbörnum. Það var fastur liður að kíkja í brjóstvasann þinn og fá smá gotterí, sama hversu gömul við vorum. Þú unnir afabörnunum þínum meira en öllu öðru en við vor- um orðin fjórtán. Ef þú vissir af okkur meiddum eða veikum varstu alltaf að athuga hvernig okkur liði og fá fréttir af okkur. Við viljum þakka þér fyrir allar Búkollu-, Bakkabræðra- og Guttasögurnar, allan fróðleikinn og þá miklu visku sem þú hefur gefið okkur. Þú munt ætíð vera í hjörtum okkar og minn- ingum. Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Elsku amma, megi góður Guð styrkja þig í þinni miklu sorg. Þín elskandi afabörn, Inga María, Brynjar Örn, Sigurbjörg Lind, Árni Gunnar og Guðný Rún. Elsku afi. Við munum öll eftir því hversu ástríkur þú varst, hvernig þú hélst okkur og elskaðir, frá því við vorum lítil þangað til við uxum úr grasi. Oft sagðir þú ekki mikið, en oft var það alger óþarfi því stundum þurfti ekki orð, bara faðmlag frá þér var nóg. Staðurinn sem ávallt var slegist um var í kjöltu þinni, þar var alltaf hlýja og umhyggja. Best af öllu var að fá að gista hjá þér og ömmu, þá lágum við á dýnu við hliðina á ykkur. Ef það var eitthvað erfitt að sofna þá straukstu bakið á okkur þangað til við sofnuðum. Stundum fórum við í bíltúr, þá voru alltaf til „afamolar“ eins og við kölluðum þá í hanska- hólfinu, það var svo gott að fá smá sykur. Þegar við komum í hesthúsið þá varstu alltaf klæddur eins, í gráum slopp, gúmmístígvélum og með húfu, okkur fannst það stund- um svo fyndið. Það var allt svo ró- legt í kringum þig, sérstaklega þeg- ar þú raulaðir, eins og þú gerðir svo oft í hesthúsinu. Með hjarta úr gulli, augun himinblá og með hönd sem huggar. Brostir þínu breiðasta þegar vel lá á þó innst inni væri myrkur og skuggar. Aldrei neitt slæmt féll úr þínum munni heldur gullmolar sem við lærðum. Öllu sínu fólki hann mest unni og allt það sem við honum færðum. Nú ertu með oss á vissan hátt en við hittumst auðvitað aftur. Á þeim endurfundi verður ekki haft lágt heldur settur í það allur okkar kraftur. Vertu sæll, vertu sæll afi minn en aðeins í þetta sinn. Þú munt standa yfir okkur vörð öllum þeim sem þú unnir hér á jörð. (Þursi.) Við munum sakna þín sárlega og þú verður alltaf í okkar huga. Kveðja, Hildur Hrönn, Bryndís, Gunnsteinn Sólberg, Katrín Birna, Hákon Vignir og Ásta Jórunn. Elsku Gunni. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Það eru margar minningar sem fara í gegnum hugann, alltaf varst þú traustur og góður vinur og hlýr í viðmóti. Við þökkum þér samfylgd- ina í gegnum lífið og biðjum góðan guð að varðveita þig. Hafðu þökk fyrir allt kæri mágur og svili. Nú sit ég hér hljóður og hugsi og horfi yfir gömul kynni og söknuður breytist í blessun og bæn yfir minning þinni. (Sigurjón Friðjónsson.) Elsku Inga og fjölskylda, innileg- ustu samúðarkveðjur og guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Þóra og Sæmundur Elsku Gunni, við eigum erfitt með að trúa að þú sért farinn frá okkur. Við eigum svo margar yndislegar minningar úr ferðalögum okkar saman í gegnum tíðina. Þú varst ætíð traustur vinur og félagi og allt- af var gott að vera með ykkur Ingu. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Gunni, hafði þökk fyrir allt og allt. Elsku Inga og fjölskylda, guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Hulda og Jóhannes. Gunnsteinn Sólberg Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.