Morgunblaðið - 13.08.2008, Page 26

Morgunblaðið - 13.08.2008, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Davíð Héðins-son fæddist í Reykjavík 17. mars 1969. Hann lést á Landspítalanum 6. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Olga Hjaltadóttir, f. 10. mars 1934, d. 2. febrúar 1996, og Héðinn Emilsson, f. 22. febrúar 1933, d. 1. mars 2006. Systkini Davíðs eru: 1) Margrét, f. 13. janúar 1957, gift Birni Guð- mundssyni. Þeirra börn eru Héð- inn, f. 1975, Guðrún, f. 1980, og Helgi f. 1990. 2) María Solveig, f. 27. júlí 1958, gift Sigfúsi R. Sig- fússyni. Dóttir Maríu og Þórarins Bendikz er Ingibjörg María f. 1984. 3) Emil Björn, f. 20. apríl 1965, kvæntur Margréti Björgu Guðnadóttur. Þeirra börn eru Arna Rut f. 1993, Guðni Snær, f. 1997, og Tinna Rún f. 2006. 4) Magnús f. 13. júní 1967, kvæntur Margréti Þórarinsdóttur. Þeirra iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands 1993 og sveinsprófi í húsasmíði sama ár. Meistaraprófi í húsasmíði lauk Davíð frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1995. Davíð byrjaði barnungur að vinna við ýmis störf og var eftirsóttur starfskraftur allt frá því að hann fór að afgreiða bensínið á bátana í Snarfara 10 ára gamall. Hann lærði iðn sína hjá Sveinbirni Sig- urðssyni og vann við smíðar hjá honum til 1995. Eftir það var starfsvettvangur hans við versl- un, lengst af í Húsasmiðjunni en nú að síðustu í BYKO. Helstu áhugamál Davíðs tengd- ust samveru með fjölskyldu og vinum. Ferðalög og útivist með vinum og fjölskyldu voru þar efst á blaði. Hann lét sig miklu varða velferð sinna nánustu og var meðal annars í foreldraráði Korpuskóla í nokkur ár á upp- hafsárum skólans, lengst af sem formaður ráðsins. Korpuskóli er heimaskóli barnanna hans og Davíð fannst skipta miklu máli að leggja sitt af mörkum til að leggja grunn að góðum skóla í hverfinu sínu. Útför Davíðs verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. börn eru Ingibjörg Lára f. 1996, Magn- ús Þór, f. 1998, María Eir, f. 2001, og Guðrún Sóley, f. 2001. Hinn 1. nóvember 1997 kvæntist Davíð Kristínu Bennýju Grétarsdóttur, f. 15. ágúst 1969. For- eldrar hennar eru Grétar Bernódusson og Guðrún Eyjólfs- dóttir. Davíð og Kristín kynntust í menntaskóla og hófu búskap um tvítugt í Flúðaselinu en 1999 reistu þau sér hús að Garðs- stöðum í Grafarvoginum þar sem fjölskyldan hefur búið síðan. Börn Davíðs og Kristínar eru: a) Grétar Atli, f. 7. janúar 1993, b) Gunnar Atli, f. 20. apríl 1994, og c) Anna Sigrún, f. 23. júní 2000. Davíð var alinn upp í Fossvog- inum og gekk í Fossvogsskóla og Réttarholtsskóla. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1989. Davíð lauk prófi í Fæðingardagar systkina manns verða alltaf stóru dagarnir í lífi manns. Davíð Héðinsson, yngsti bróðir okkar, fæddist 17. mars 1969. Sá dagur var mikill hamingjudagur. Fjögur systkini hans tóku á móti honum: Magnús, 1 árs, Emil, 3 ára, María Solveig, 10 ára, og Margrét, 12 ára. Davíð varð strax okkar besti vinur; hann fékk okkur öll í fæðing- argjöf og síðan þá höfum við verið einn hópur. Orð mega sín lítils nú þegar Davíð, elsku bróðir okkar, hefur kvatt þennan heim, í blóma lífsins. Sorgin er ólýsanlega sár og missirinn mikill. Davíð var draumabarn sérhverra foreldra og óskabróðir allra syst- kina. Hann var glaður strákur, bros- mildur og hafði mikla útgeislun. Davíð ákvað mjög ungur að hann væri jafngamall bræðrum sínum. Aldursmunurinn var um tvö og fjög- ur ár en Davíð vildi gera allt um leið og bræðurnir gerðu það: læra á tví- hjól, sofa í sérherbergi, hætta í leik- skóla, byrja í skóla o.s.frv. Auðvitað gat þetta verið örlitlum vandkvæð- um bundið og þá kannski helst fyrir aðra en okkur sjálfa. Þegar sá elsti, 10 ára gamall, fékk að keyra, fór það svo að sá yngsti, 4 ára, gerði það líka; og brosti breitt. Bróðurkær- leikurinn og vináttan sem skapaðist á milli Davíðs og okkar var tær. Aldrei, hvorki fyrr né síðar, bar skugga á samband okkar og í bernsku var alveg ljóst að þar sem einn okkar bræðranna var, þar voru hinir líka. „Pabbi og strákarnir“ urðu strax samhentur hópur. Sér- hver laus stund, eftir vinnu og skóla, var nýtt. Bílskúrinn í Kúrlandinu var mikið nýttur. Bátar voru end- ursmíðaðir og innréttaðir, bátavagn- ar og kerrur smíðaðar og bílar gerð- ir upp. Sjórinn heillaði alltaf og ferðirnar á fjölskyldubátunum, Skrúðunum, þar sem Davíð varð skipherra 10 ára, urðu margar. Fjöruferðir, veiðiferðir, skemmti- siglingar; styttri og lengri, um sund- in, til Vestmannaeyja og vestur á Firði lifa í hugum okkar. Á milli sjó- ferðanna var ferðast um landið og fjöll klifin. Laugavegurinn, Strand- irnar og Öræfin voru skoðuð. Allir með sinn bakpoka og Davíð alltaf yngstur að árum. Fyrsta gönguaf- rekið sitt vann Davíð 6 ára gamall þegar hann gekk Eskifjarðarheiðina með pabba og okkur bræðrunum. Mamma kom keyrandi með hjólhýs- ið og tók á móti okkur inn í dal. Dav- íð var nú ekki þreyttari en það eftir gönguna að þegar hann sá bílinn og hjólhýsið tók hann til fótanna og hljóp eins og fætur toguðu síðasta spölinn. Davíð var strax sem barn léttur á fæti og léttur í lund. Magnús, Emil og systurnar. Traust og hjálpsemi voru ríkjandi eiginleikar í fari Davíðs. Hann var ungur að árum þegar hann vann í Snarfara og strax í bernsku fannst honum eðlilegt og sjálfsagt að hjálpa öðrum. Þegar hann óx úr grasi varð þessi eiginleiki enn meira áberandi. Hann var alltaf tilbúinn að keyra og sækja unga sem aldna; smíða, mála, flytja, grilla og passa. Allt gert með bros á vör og blik í augum. Davíð bróðir var einn besti frændi sem börnin okkar áttu. Hann var sá sem passaði sum þeirra í fyrsta skipti, hann lék við þau, tók þau með sér, stríddi þeim góðlátlega og leyfði þeim að vera þátttakendur í hans lífi. Eftir grunnskólann fór Davíð í Menntaskólann við Sund. Mennta- skólaárin eru oft sveipuð ljóma og ekki síst hjá þeim sem lenda í sama bekk og lífsförunauturinn. Dag nokkurn kom Davíð heim með fal- lega bekkjarsystur sína. Hann kynnti hana fyrir mömmu og sagði: „Mamma, þetta er frú Kristín.“ Eft- ir það var okkur tamt að tala um Davíð og Kristínu. Þau héldu af stað út í lífið, hönd í hönd, brosmild, heillandi og vel gerð. Þau útskrif- uðust saman sem stúdentar, stofn- uðu heimili, héldu áfram að mennta sig, gengu í hjónaband, eignuðust fallegu börnin sín þrjú; Grétar, Gunnar og Önnu Sigrúnu, byggðu sér fallegt heimili og sumarhús. Fjölskyldan var Davíð allt og saman tókust þau á við lífið og tilveruna. Ást hans og umhyggja fyrir fjöl- skyldunni var alla tíð heil og tak- markalaus. Þetta sýndi hann ekki síst sumarið 2002 þegar veikindi komu upp á heimilinu. Davíð bróðir okkar lifði fallegu lífi. Samverustundirnar með fjöl- skyldunni þeirra voru gleðjandi og Davíð var svo stoltur af börnunum sínum. Það eru margir sem eiga um sárt að binda en engir eins og fólkið sem Davíð elskaði mest; Kristín og börnin þeirra þrjú. Við vitum að minningarnar um hann verða ljós í lífi allra sem hann þekkti. Við biðj- um algóðan guð að blessa minningu hans og vaka yfir fjölskyldunni í Garðsstöðum. Davíð sjáum við fyrir okkur, bros- mildan og léttfættan, hlaupa í faðm foreldra okkar. Við kveðjum elsku bróður okkar, sem við elskuðum skilyrðislaust, með miklu þakklæti og systkinakærleik. Margrét, María Solveig, Emil Björn og Magnús. Sex ára drengur spurði eitt sinn nítján ára systur sína hvort það væri réttlátt að hún fengi mörg bréf frá Ameríku en hann engin. Hún svar- aði að leiðin til að fá bréf væri stund- um sú að skrifa sjálfur fyrst bréf. Hann fór að ráðum stóru systur og fékk skömmu síðar bréf. Þannig hóf- ust bréfaskriftir milli mín og Davíðs sem seinna varð mágur minn. Annar var tvítugur háskólanemi en hinn að hefja sína skólagöngu. Nú þegar Davíð er látinn aðeins 39 ára gamall verður spurningin um réttlæti aftur áleitin, en nú finnast engin svör. Minningarnar streyma fram í hugann. Davíð var frá unga aldri mjög vinnusamur og jafnframt sparsamur. Hann setti í baukinn sinn alla peninga sem honum áskotnuðust fyrir sendiferðir og önnur viðvik. Hjálpsemi var honum í blóð borin og þegar hann var orðinn unglingur passaði hann stundum fyrir stóru systur og mág sinn. Hann hjálpaði okkur líka við húsbygg- inguna í Næfurásnum. Það var því með gleði að við Margrét mættum til að naglhreinsa þegar Davíð og Kristín voru að byggja að Garðs- stöðum. Þegar Davíð frétti af fyr- irætlunum okkar Margrétar um að reisa hús við Móvað vildi hann leggja okkur lið með því að vera bygging- arstjóri. Þegar við fluttum inn mætti hann svo til að bera dótið okkar inn í húsið. Hann var svo einstaklega hjálpsamur og ljúfur. Davíð var duglegur maður, já- kvæður og bjartsýnn. Með vinnu- semi sinni og dugnaði sköpuðu hann og Kristín fjölskyldunni myndarlegt heimili. Honum var alltaf efst í huga velferð barnanna þeirra. Reyndar var Davíð umhugað um velferð allra barna og til marks um það var hann í foreldraráði Korpuskóla um nokk- urra ára skeið. Honum var kappsmál að börn byggju við góðar aðstæður til að þroskast og dafna. Dugnaður Davíðs var slíkur að á svipuðum tíma og raðhúsið þeirra Kristínar reis að Garðsstöðum var byggður sumarbú- staður í Húsafelli og jafnframt átti Davíð mörg handtök við húsbygg- ingu tengdaforeldra sinna. Sjúkdómurinn sem varð Davíð að aldurtila kom eins og þruma úr heið- skíru lofti. Það var svo ótrúlega öf- ugsnúið að þessi jákvæði dugnaðar- forkur gæti veikst svona skyndilega og hastarlega af þessum ógnvæn- lega og oft banvæna sjúkdómi. Menn hafa enn engan skilning á orsökum hans og varanleg lækning finnst því miður ekki. Ekki þýðir heldur að tala um réttlæti þegar þessi vágest- ur er annars vegar. Davíðs verður sárt saknað af mörgum en hann auðgaði líf okkar sem þekktum hann með því að láta gott af sér leiða. Við eigum um hann góðar minningar sem eru ákaflega dýrmætar. Hann var einstakt ljúf- menni. Hinir góðu eiginleikar Dav- íðs lifa nú áfram í börnunum hans, Grétari Atla, Gunnari Atla og Önnu Sigrúnu. Ástríkið og umhyggjusem- in sem þau eru alin upp við mun skila þeim áfram á lífsins vegi. Megi hinar fallegu minningar um Davíð mág minn lifa með okkur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (úr Hávamálum.) Björn Guðmundsson. Davíð Héðinsson ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG PETREA HANSDÓTTIR, Fellaskjóli, Grundarfirði, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut aðfaranótt sunnudagsins 10. ágúst, verður jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju laugar- daginn 16. ágúst kl. 14.00. Gunnar Erling Sigurjónsson, Þorsteinn Björgvinsson, Helga Stolzenwald, Guðlaug Kristín Björgvinsdóttir, Einar Ingi Jónsson, Hanna G. I. Björgvinsdóttir, Hlynur Jörundsson, Kristján Björgvinsson, Smári Björgvinsson, Helena M. Jónsd. Stolzenwald, Reynir Björgvinsson, Trausti Grundfjörð Björgvinsson, Smári Örn Árnason, Bergljót Kristjánsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGUNN SVEINSDÓTTIR frá Sveinsstöðum, Skólastíg 14a, Stykkishólmi, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 14.00. Valgerður Valtýsdóttir, Sveinlaug Salóme Valtýsdóttir, Rut Meldal Valtýsdóttir, Gylfi Haraldsson, Guðmundur Valur Valtýsson, Steinunn Dóra Garðarsdóttir, Valtýr Friðgeir Valtýsson, Ásdís Geirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÍNEYJAR MARGRÉTAR GUNNARSDÓTTUR, Iðavöllum 2, Húsavík. Guð geymi ykkur öll. Björn Gunnar Jónsson, Guðný Anna Guðmundsdóttir, Leifur Vilhelm Baldursson, Lára Júlía Kristjánsdóttir, Ólafur Ágúst Baldursson, Hildur Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Árni Baldursson, Elfa Ósk Jónsdóttir, Linda Margrét Baldursdóttir, Kristján Friðrik Eiðsson, Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson, Auður Matthíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær unnusti minn, bróðir, mágur og frændi, ÞORVALDUR ÁRSÆLL PÁLSSON frá Stykkishólmi, Ránargötu 4, Flateyri, varð bráðkvaddur að heimili sínu sunnudaginn 10. ágúst. Sarah Jane Allard, Sesselja Pálsdóttir, Þorbergur Bæringsson, Áslaug Pálsdóttir, Ásgerður Pálsdóttir, Rósa Marinósdóttir, Kristján Andrésson, systkinabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL H. PÁLSSON, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 14. ágúst kl. 13.00. Blóm afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð Kiwanishreyfingarinnar eða Frímúrarareglunnar. Bryndís Guðmundsdóttir, Hildur Pálsdóttir, Hafsteinn Garðarsson, Gísli Pálsson, Katrín Pálsdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir, Steinar Berg Ísleifsson, Birna Pálsdóttir, Helgi Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.