Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 27 Í dag kveð ég með miklum sökn- uði og trega Davíð Héðinsson, yngsta bróður konu minnar. Þegar ég kynntist Maríu Solveigu fyrir rúmum áratug var ég svo lánsamur að koma inn í heilsteypta og sam- henta fjölskyldu eins og hennar. Það er afar erfitt að meðtaka þegar ung- ur og góður maður fellur frá í blóma lífsins. Orð mega sín lítils og van- máttur okkar er mikill. Gleði, traust, jákvæðni og hjálp- semi einkenndi vinskap okkar Dav- íðs. Davíð var mikill mannvinur og hafði gaman af samskiptum við fólk. Þetta sá ég svo vel, m.a. í því hvernig hann kom fram við börnin mín og fjölskyldur þeirra. Hann var ein- staklega ljúfur maður með góða nærveru og mér þótti svo gaman að sjá hvernig barnabörnin mín löðuð- ust að honum. Hvert sem Davíð kom var hann tilbúinn að spjalla, alltaf á jákvæðu nótunum og af miklum áhuga. Davíð tók fyrst og fremst eft- ir því góða í fari fólks. Ef menn og málefni bar á góma og honum þótti hallað á einhvern var hans innlegg yfirleitt það sama: hann er ekki verri fyrir það. Og þar við sat. Það sem mér fannst einkenna Davíð var hversu góður faðir hann var. Börnin hans þrjú: gullmolarnir hans, skiptu hann öllu máli. Áhug- mál þeirra, skólaganga þeirra og skólamálin í hverfinu skiptu hann miklu máli. Vinir barnanna voru kærkomnir gestir á heimilinu og hann sagði að best væri að vita af krökkunum heima. Davíð byggði fjölskyldu sinni fallegt heimili og sumarbústað og þar var Davíð sjálf- ur með hamar í hönd, enda einstak- lega fær smiður. Hann tók til hend- inni á fleiri stöðum og hjálpaði tengdaforeldrum sínum myndarlega við bygginu á húsum þeirra í Laug- arnesi. Hjálpsemi var einkennandi fyrir þennan unga mann. Marga hluti gerði hann óumbeðinn; hann bara mætti og gerði það sem honum fannst þörf á. Ef leitað var hans voru svörin alltaf á sömu lund: ekkert mál, allt í sóma! Þar sem ég sjálfur telst ekki handlaginn, kom Davíð oft og tíðum á heimili okkar Maríu Sol- veigar til að rétta hjálparhönd. Davíð var sannfærandi sölumaður og það var eitt af því sem mér fannst svo skemmtilegt í fari hans. Eftir að við kynntumst og á meðan Hekla var mitt fyrirtæki, fannst honum ekki annað hægt en að vera á Heklubíl. Vegna orða Davíðs fjölgaði Heklu- bílunum. Það eru fjölmargir sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Davíðs og votta ég fjölskyldunni allri samúð mína. Missir ungu, fallegu barnanna hans; Grétars, Gunnars og Önnu Sigrúnar, er mestur og votta ég þeim mína dýpstu samúð. Sjálfur mun ég sakna hans mikið og mun alla tíð heiðra minningu vinar míns Davíðs Héðinssonar. Sigfús R. Sigfússon. Í dag kveðjum við góðan dreng, Davíð mág minn. Ekki hefði mig ór- að fyrir því að ég ætti eftir að skrifa minningargrein um hann svona ung- an, en lífið tekur stundum á sig flóknar myndir sem ekki er hægt að skilja. Davíð kynntist ég fyrir 20 árum þegar við Emil fórum að vera sam- an. Hann var litli bróðir Emils en þó ekki svo mikið yngri því aðeins 4 ár voru á milli þeirra bræðra og Magn- ús mitt á milli. Á þessum tíma var Davíð í MS og ekki löngu seinna kynntist ég svo bekkjarsystur hans og kærustu, henni Kristínu sem seinna varð eiginkona hans. Ótal minningar koma upp í hug- ann þegar horft er til baka. Ein fyrsta minningin er frá því við Emil bjuggum um tíma í Bröndukvíslinni. Davíð bjó þá enn í foreldrahúsum og var í Tækniskólanum en ég í Háskól- anum. Við Davíð vorum oft komin heim á undan öðrum fjölskyldumeð- limum og áttum að vera að læra. Oft- ar en ekki þegar ég leit inn í her- bergið hans, var hann sofandi með námsbækurnar á maganum. Það gat verið erfitt að festa hugann við lær- dóminn. Ekki hefur þó Davíð sofið allan tímann því hann lauk námi í iðnrekstrarfræði með sóma og húsa- smíðanámi sama ár. Annað minningarbrot er frá ferða- lagi inn á Þórsmörk sumarið 1992 sem þeir bræður, Emil og Davíð, fóru með kærusturnar. Þá var Sco- ut-bíllinn hans Davíðs, sem alltaf gekk undir nafninu Eilífur, fylltur af útilegubúnaði og haldið af stað. Í Þórsmörk fórum við í létta fjall- göngu en eitthvað þótti okkur Emil, Davíð hafa miklar áhyggjur af henni Kristínu sinni en skýringin kom fljótlega, von var á erfingja. Í janúar 1993 fæddist svo Grétar Atli. Davíð var því fyrstur þeirra bræðra til að eignast barn. Um haustið sama ár fæddist okkur Emil dóttir og Gunn- ar Atli fæddist svo hálfu ári seinna. Eftir að börnin fæddust jukust enn samskipti okkar við Davíð og Krist- ínu. Seinna bættust í hópinn sonur okkar og sumarið 2000 fæddist Anna Sigrún. Því miður fær 2 ára dóttir okkar Emils ekki að kynnast frænda sínum en Davíð var ákaflega góður frændi. Hann var mjög barngóður og á flestum ljósmyndum sem við eigum af honum er hann með börn hjá sér, annaðhvort sín eigin eða frændsystkini. Davíð og Kristín voru mjög dugleg að heimsækja okkur í sumarbústaði og fórum við líka oft til þeirra á Húsafell. Þar var Davíð duglegur að leika við frændsystkini sín. Ófá eru líka spilakvöldin sem við héldum fyrir krakkana, nú síðast um áramótin síðustu. Þar fékk hvert barn hlutverk við hæfi, hvort sem það var að kasta teningi eða svara spurningum. Davíð var afskaplega geðgóður maður. Ég man varla eftir honum öðruvísi en í góðu skapi. Hann var ekkert að hafa óþarfaáhyggjur af hlutunum þó ekki væri hann kæru- laus. Davíð var afar hjálpsamur, allt- af fyrstur manna til að bjóða fram aðstoð sína ef á þurfti að halda og ef biðja þurfti hann um eitthvað var svarið alltaf: ?Það er ekkert mál.? Minningarnar um Davíð eru ótelj- andi og allar eru þær jákvæðar. Erf- iður tími fer nú í hönd hjá aðstand- endum, sendi ég Kristínu, börnunum, systkinum og vinum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng lifir. Margrét B. Guðnadóttir. Lífið virðist svo ósanngjarnt þeg- ar jafn-yndislegum, hæfileikaríkum og gefandi manni eins og Davíð er kippt snögglega frá þeim sem hann elska. Ég kynntist Davíð fyrir 11 árum, þegar leiðir okkar lágu saman á vinnumarkaðnum, þá réð hann mig í vinnu; upp frá því varð okkar sam- starf að góðri vináttu sem hefur haldist alla tíð síðan. Davíð hafði einstaklega skemmti- lega kímnigáfu og góða nærveru, hann var traustur vinur sem sýndi sig þegar ég lenti í erfiðleikum, þá var hann fyrstur til að koma og veita mér stuðning. Verð ég honum ævin- lega þakklát fyrir það, ég vildi óska þess að ég hefði getað sýnt honum það sama í hans erfiðleikum. Davíð var einhver mesti sölumað- ur sem ég hef kynnst, hann hafði einstakt lag á að ná til fólks og lærði ég mikið af honum. Hann hafði mikinn metnað til að ná árangri og átti stóra drauma sem við ræddum oft um, en verða nú að bíða betri tíma. Vonandi tökum við upp þráðinn þegar við hittumst aft- ur. Kæra fjölskylda, hugur minn er hjá ykkur í þessum erfiðleikum. Missir okkar er mikill en við höld- um áfram með minninguna um ein- stakan mann sem er og verður í hjörtum okkar um alla tíð. Elsku Davíð, takk fyrir allt ! Þín vinkona Svandís Halldórsdóttir. Það er sárt að setjast niður til að minnast góðs vinar sem fallinn er frá langt fyrir aldur fram eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Minningar og samverustundir eru margar og ná allt aftur í barnaskóla og hafa leiðir okkar félaganna legið saman síðan þá, ekki síst eftir að við stofnuðum fjölskyldur. Höfum við hjónin verið samstiga Davíð og Kristínu allar götur síðan og tekið mikinn þátt í lífi hvers annars, hvort sem var í skólagöngu, húsbygging- um, sumarbústaðasmíðum, ferðalög- um og ekki síst í barneignum. Aldrei hefur borið skugga á okkar vinskap enda varla hægt að eiga betri vini. Davíð var einstaklega góður vinur og vildi allt fyrir alla gera. Hann var alltaf tilbúinn að leggja fram hjálp- arhönd, sérstaklega þegar fram- kvæmdir voru annars vegar. Hann var mikill fjölskyldumaður og hjá honum var fjölskyldan númer eitt. Það sem börnin höfðu gaman af vildi hann gera. Lagði hann mikið upp úr því að sinna vel börnunum sínum, Grétari, Gunna og Önnu Sigrúnu, sem hann var svo stoltur af, og upp- fylla þeirra óskir enda var hann ein- staklega góður faðir. Hann hugsaði alltaf fyrst um aðra og að allir væru ánægðir, hans þarfir voru aukaat- riði. Var hann mikil driffjöður í því að fjölskyldur okkar gerðu skemmti- lega hluti saman eins og að ferðast um landið, fara í sumarbústað eða bara að hittast heima fyrir. Þá var það ósjaldan sem Davíð kíkti inn og setið var við eldhúsborðið okkar og rætt um heima og geima Segja má að Davíð hafi verið gömul sál, stutt í sveitamanninn og ekki mikið fyrir veraldleg gæði. Hann var mjög fljót- ur að kynnast fólki og var alltaf vel liðinn. Í okkar stórfjölskyldu var hann í miklu uppáhaldi hjá ungum sem öldnum enda náði hann vel til allra og gaf sér tíma til að spjalla. Davíð var virkur í öllu félagastarfi sérstaklega því sem tengdist börn- um hans og sem dæmi um það þá var það honum hjartans mál að berjast fyrir nýjum skóla hér í hverfinu meðan hann var formaður foreldra- ráðs skólans. Hann var glaður að sjá afrakstur þeirrar vinnu þegar nýi skólinn reis. Ekki lét hann sig vanta á fótboltaæfingar VF-félaganna og hafði gaman af, ekki síst þegar hann gat tekið Grétar með sér þar sem yngri kynslóðin var farin að taka þátt af fullum krafti. Skrýtið er hvernig lífið getur breyst eins og hendi sé veifað. Síðastliðin fjögur ár hefur Davíð glímt við erfiðan sjúk- dóm sem reynt hefur mikið á fjöl- skylduna alla. Í gegnum þessi erfiðu veikindi hefur fjölskyldan sýnt mik- inn styrk og samstöðu. Kristín hefur verið sem klettur við hlið Davíðs ásamt systkinum hans og fjölskyld- unni allri. Því miður hafði sjúkdóm- urinn betur í þessari viðureign. Elsku Kristín, Grétar, Gunni, Anna Sigrún, Maja, Margrét, Maggi, Emil og aðrir ástvinir, við sendum okkar dýpstu samúðar- kveðju og megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Megi minning um góðan dreng lifa. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna, margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. (Höf. ók.) Páll, Elín og fjölskylda Ég veit ekki hvernig vinátta er skilgreind í bókum. Ég varð hins vegar þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að eiga vináttu Davíðs Héðinssonar allt frá unglingsárum og veit því hvað vinátta þýðir í raun. Það er ekki öllum gefið að vera ósvikinn vinur en Davíð var þeim kostum bú- inn að maður vissi að vináttu hans hafði maður trygga allt til æviloka. Sú stund kom mun fyrr en nokkurn hafði órað fyrir. Minningin um glað- an, traustan og góðan vin lifir áfram í huga mínum. Kristján B. Thorlacius. Okkur var verulega brugðið þegar fregnir bárust af andláti Davíðs að kvöldi 6. ágúst. Ein styrkasta stoðin meðal félaganna var fallin. Tíðindin slógu okkur mjög enda enginn því viðbúinn á okkar aldri að takast á við fráfall félaga. Eftir stöndum við með ógrynni fallegra minninga um frá- bæran félaga og góðan vin. Við minnumst Davíðs sem sérlega glaðlynds, örlítið sérviturs en trausts og bóngóðs vinar sem var alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd og aðstoða við hvað sem er. Rætur okk- ar lágu í Fossvoginum frá því við vorum litlir guttar og hafa leiðir okk- ar legið saman síðan þá. Árin í Foss- vogsskóla eru ákaflega minnisstæð og margt skemmtilegt var brallað á þessum árum, bæði í leikjum, íþrótt- um og skóla. Leiðir okkar lágu svo áfram saman í Réttarholtsskóla en þá tóku við ferðalög, skemmtanir og annað sem einkennir unglingsárin. Minningarnar verða sem gull í huga okkar er frá líður. Þegar kom að því að velja mennta- skóla fór hópurinn ýmist í Mennta- skólann við Sund eða Verslunar- skóla Íslands. Davíð valdi MS eins og margir aðrir og fann þar ástina í lífi sínu, Kristínu Benný Grétars- dóttur. Þau eignuðust saman dreng- ina Grétar Atla og Gunnar Atla með 15 mánaða millibili og svo kom Anna Sigrún og fullkomnaði fjölskylduna. Davíð var stórhuga og fram- kvæmdagleðin var mikil en ung að árum byggðu þau sér hús í Graf- arvogi og sumarbústað í Húsafelli og nýtti Davíð því menntun sína sem húsasmíðameistari afar vel í þeim verkum. Fjölskyldan var hornsteinn Davíðs í lífinu og öllu öðru mikilvæg- ari. Hann var stoltur faðir sem unni börnum sínum ákaflega mikið. Upp úr 1990 stofnuðum við æsku- félagarnir félagsskapinn VF, Við fé- lagarnir. Tilgangurinn var að stunda innanhúsbolta í Réttarholtsskóla en þetta þróaðist út í það að vera fót- boltafélag, fjölskyldufélag, sauma- klúbbur eiginkvennanna og ferða- félag. Á síðastliðnum 18 árum hefur mikið verið brallað í félaginu og var Davíð oftar en ekki driffjöður hóps- ins. Hann stuðlaði meðal annars að strákaferðum í bústað fjölskyldunn- ar í Húsafelli þar sem mikið var brallað og ávallt sett upp mikil golf- keppni. Elsku Kristín, Grétar Atli, Gunn- ar Atli og Anna Sigrún, megi algóð- ur Guð styrkja ykkur í þeirri miklu sorg sem knúið hefur dyra. Við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Harmur systkina og tengdafjölskyldu Davíðs er einnig mikill og skilur hann eftir sig stórt skarð í þeim hópi. Við kveðjum Davíð með miklum söknuði en minning um góðan dreng og frábæran félaga lifir á meðal okk- ar. Vonum við að honum líði betur á nýjum stað. Hvíl í friði kæri vinur. Björn Einarsson og Sigríður Þormar. Haraldur Haraldsson og Hrönn Sigurðardóttir. Sigurhans Vignir og Margrét Gunnlaugsdóttir. Elsku Davíð, ég veit að núna ertu hjá Guði og ert hættur að vera lasinn. Mér finnst það mjög skrýtið og er mikið að spyrja um þig. Ég syng mikið ?epli og perur, epli og perur? og man alveg að þú kenndir mér það. Mamma og pabbi ætla að hjálpa mér, þegar ég fer með bænirnar mínar, að biðja Guð um að passa þig. Þinn litli vinur, Kristófer Ari. HINSTA KVEÐJA Flatahraun 5a www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur Krossar Sálmaskrár Duftker Blóm Fáni Gestabók Erfidrykkja Prestur Kirkja Legstaður Tónlist Tilkynningar í fjölmiðla Landsbyggðarþjónusta Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Jón G. Bjarnason ? Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför minnar ástkæru eiginkonu, móðurokkar,tengdamóður,ömmuoglangömmu, RANNVEIGAR LILJU SVEINBJÖRNSDÓTTUR (Lillýjar), Keldulandi 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar í Kópavogi og deildar 11E á Landspítala við Hringbraut. Guð blessi ykkur öll. Pétur Bjarnason, Sveinbjörn Fjölnir Pétursson, Birna Imsland, Þóra Birna Pétursdóttir, Júníus Guðjónsson, Fjóla Pétursdóttir, Pétur Sverrisson, Olga Björk Pétursdóttir, Sigurður Sigurþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ? Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, GUNNAR MAGNÚSSON SALÓMESON, sem lést fimmtudaginn 17. júlí, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 13.00. Þorsteinn Magnússon, Halla Bachmann Ólafsdóttir, Salóme McInnis, Melvin McInnis, Guðmundur Magnússon, Vaka Hrund Hjaltalín og frændsystkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.