Morgunblaðið - 13.08.2008, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.08.2008, Qupperneq 32
Það er kosturinn við Ísland að það eru frekar fáir músíkantar … 35 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is MIKILL fjöldi söngvara og ann- arra tónlistar- manna mun koma fram á tónleikum sem haldnir verða til minningar um Vilhjálm Vil- hjálmsson í Laug- ardalshöllinni föstudagskvöldið 10. október næstkomandi. Upp- haflega stóð til að halda tónleikana í lok þessa mánaðar, en að sögn Ísleifs Þórhallsonar tónleikahaldara var ákveðið að fresta þeim svo hægt væri að leggja meira í þá. Ísleifur segir að allt verði gert til að gera tónleikana sem glæsilegasta, en meðal annars er stefnt að því að nýta tæknina þannig að Vilhjálmur sjálfur geti allt að því „tekið þátt“ í tónleikunum. Ekki er loku fyrir það skotið að Vilhjálmur muni þannig „flytja“ einhver lög á tónleikunum, til dæmis nýtt lag sem kom í leit- irnar fyrir skömmu. Lagið fann upp- tökustjórinn Tony Cook sem vann í mörg ár á Íslandi, en það var prufu- upptaka sem gerð var á sama tíma og verið var að vinna síðasta lagið með Vilhjálmi. Lagið er eftir Magn- ús Kjartansson en Vilhjálmur söng og samdi texta við það. Á meðal þeirra listamanna sem líklega munu koma fram á tónleik- unum má nefna Bubba Morthens, Egil Ólafsson, Diddú, Stefán Hilm- arsson, Jón Jósep Snæbjörnsson, Pál Rósinkrans, Björgvin Hall- dórsson, Ellen Kristjánsdóttur, Guð- rúnu Gunnarsdóttur, Helga Björns- son, KK, Ladda, Lay Low, Pálma Gunnarsson og Ragnheiði Gröndal. Vilhjálmur Vilhjálmsson var einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, en hann lést í bílslysi í Lúxemborg hinn 28. mars árið 1978, fyrir rétt rúmum 30 árum. Miðasala á tónleikana mun líklega hefjast í byrjun september. Risatónleikar í Höllinni Ástsæll Á þessu ári eru 30 ár frá því Vilhjálmur lést af slysförum. Fjölmargar söngstjörnur minnast Villa Vill hinn 10. október Ísleifur Þórhallsson  Eins og fram kom á þessum stað í blaði gær- dagsins taka ís- lenskar stutt- myndir vart þátt í kvikmyndhátíð- um án þess að hljóta verðlaun. Um síðustu helgi hlaut stuttmynd Rún- ars Rúnarssonar, Smáfuglar, verðlaun á Dokufest-hátíðinni í Kosovo í flokki stuttmynda. Smá- fuglar var tilnefnd til Gullpálmans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor en verðlaunin nú eru tíundu verðlaunin sem myndin hlýtur á örfáum mánuðum. Þar áður hlaut hún verðlaun á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Melbourne (MIFF), Ástralíu. Stuttmyndin heldur áfram ferð sinni um heiminn og mun hún á næstunni ferðast meðal annars til Svíþjóðar, Bosníu-Hersegóvinu, Frakklands, Sarajevo og Banda- ríkjanna. Smáfuglar verður sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík (RIFF) sem haldin verð- ur um mánaðamótin september- október. Verður þar um Íslands- frumsýningu myndarinnar að ræða. 10. verðlaun Smáfugla Rúnars Rúnarssonar  Hitamolla og svitakóf er það sem maður helst heyrir á fólki að hafi einkennt tón- leika Erics Clap- tons í Egilshöll á föstudaginn. Jú, og að hann hafi ekki tekið „Layla“. Tónleikahaldarar landsins ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir bjóða upp á aðra tónleika í Eg- ilshöll. Það gengur einfaldlega ekki upp að eðlilega loftræstingu vanti í íþróttahöllina, í þau skipti sem henni er breytt í tónleikahöll. Og þeir „stóru“ listamenn sem hingað koma eiga heldur ekki að komast upp með að hafa áhrif á mikilvæga öryggisþætti á borð við nægilegt magn andrúmslofts í skemmunni. Eða þarf kannski al- varlegt slys svo menn átti sig? Ekki á þeirra valdi Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is EKKI verður annað sagt en að Ásdís Rán Gunn- arsdóttir hafi í nógu að snúast. Raunveruleika- þáttur er handan við hornið, kvikmyndahlutverk sömuleiðis og samfara þessu þarf hún að stýra fyrirtæki og ala upp þrjú börn. „Hann styður mig í öllu sem ég geri,“ segir Ásdís Rán um stuðning eiginmannsins Garðars Gunnlaugssonar knatt- spyrnumanns sem hún segir að hjálpi henni að takast á við öll verkefnin. Nýjasta fréttin af Ásdísi, sem varð þrítug í gær, er að hún hafi verið valin andlit ilmvatnsins Rai Saxx, en um er að ræða skandinavíska ilmlínu. „Framleiðendur ilmsins höfðu samband við mig gegnum vefsíðuna mína og hyggja á auglýsinga- herferð um alla Skandinavíu,“ segir hún. „Um þrenns konar ilmi er að ræða, einn fyrir dags- dagleg not, annar fínni og sá þriðji er fyrir róm- antísk tækifæri, en ilmlínan er í sætari kantinum og einkum framleidd með yngri konur og stelpur í huga.“ Milljón dollara Ásdís Ásdís undirbýr sig einnig fyrir þátttöku í raun- veruleikaþættinum Million Dollar Woman sem tekin verður upp í Ástralíu. Ásdís hreppti sæti í keppninni gegnum net-fegurðarkeppnina Is She Hot? og mun hún etja kappi við tólf aðrar þokka- dísir um stóra vinninginn: eina milljón Banda- ríkjadala. „Eftir því sem ég kemst næst verða þættirnir blanda af fyrirsætukeppni og raunveru- leikaþætti og verðum við væntanlega látnar keppa okkar á milli með svipuðum hætti og sést í America’s Next Top Model,“ útskýrir Ásdís Rán. Einnig hafa fjölmiðlar greint frá því að Ásdís muni leika hlutverk í kvikmynd leikstjórans Jord- an Alan en Ásdís segir enn langt í tökur og margt óljóst að svo stöddu. „Hann hefur talað um að hafa mig í áberandi hlutverki en ekkert hefur verið fest niður og enn á eftir að halda áheyrnarprufur fyrir fjölda hlutverka,“ segir hún. Áætlað er að hefja tökur á Íslandi næsta sumar: „Kvikmyndin lýsir einskonar kvennaveröld og munu því margir kvenleikarar koma að verkinu.“ Vilja Ásdísi sem leikfélaga Heimsókn Ásdísar Ránar í Playboy-setur Hughs Heffner vakti mikla athygli fyrr á árinu og gerði hana að bloggstjörnu að segja má yfir nótt. Eftir ferðina fékk Ásdís boð um að koma í prufu- töku sem „leikfélagi“ eins og það er kallað. „En það er eitthvað í undirmeðvitundinni sem segir mér að ég ætti kannski að bíða, a.m.k. þangað til úrslitin í raunveruleikaþættinum eru komin,“ seg- ir hún og bætir við að það að sitja fyrir á nekt- armyndum sé ekki bransi sem heilli hana sér- staklega. „En í þessu felst mikil kynning og ég myndi náttúrulega reyna að hafa eins mikil áhrif og ég gæti á að myndirnar yrðu settlegar en ekki druslulegar. Svo myndi ég auðvitað ekki gera þetta nema Garðar væri sáttur,“ bætir hún við. Ekki í Playboy strax  Ásdís Rán verður andlit nýs ilmvatns  Hafnaði boði frá Playboy Morgunblaðið/Valdís Thor Mörg járn í eldinum Ásdís Rán hefur í nógu að snúast sem fyrirsæta, móðir og eigandi fyrirtækis. www.asdisran.com asdisran.blog.is ÁSDÍSI hefur ekki enn tekist að selja fyrirtæki sitt, umboðsskrifstofuna Ice Models, sem hún auglýsti til sölu í júní. „Nei, það hefur ekki geng- ið. Margir eru áhugasamir en þetta virðist ekki vera rétti tíminn,“ segir Ásdís og kveðst ætla að sinna stofunni og skjólstæðingum eftir bestu getu. Salan kom m.a. til vegna þess að Ásdís þarf að dvelja mikið í Svíþjóð þar sem maðurinn hennar spilar fótbolta. „En nú er samningurinn hans að renna út í nóvember og við vitum ekki enn fyrir víst hvað tekur við. Mörg lið í mörgum löndum hafa áhuga á honum en þangað til ákvörðun verð- ur tekin erum við svolítið í lausu lofti.“ Enn til sölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.