Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER sérkennilegt að hugsa til þess að stór hópur ungmenna, kannski velflest, hefur aldrei heyrt getið um fyr- irbærið Júgóslavía, hvað þá þau kannist við eitthvað sem hét Ceylon, nú eða Bi- afra, Rang- oon, Königsberg eða Danzig. Málið er nefnilega að á síðustu árum og áratugum hafa orðið gríðarlegar breytingar í landa- fræðinni, og stundum svo örar að maður má hafa sig allan við að fylgjast með. Þetta litla kver Harrys Campbells er skemmtileg sam- antekt á ýmsum landafræði- heitum sem áður voru á allra vörum, en hann reynir að út- skýra hvað varð um þau, hvers vegna þeim var breytt eða þau hurfu og rifjar í leiðinni upp sögu viðkomandi staðar, lands eða borgar. Bókin er skrifuð í gam- ansömum tón þó oft sé vissu- lega verið að fjalla um hörm- ungaratburði eins og þjóð- ernisátök á Balkanskaga, illa meðferð Belga á íbúum í Mið- Afríku, harkalega framkomu breskra stjórnvalda við íbúa Diego Garcia (allir reknir úr landi) og svo má lengi telja. Málið er nefnilega það að iðu- lega vilja menn beita ofbeldi til að breyta landfræðilegum stað- reyndum og komast býsna oft upp með það. Það eru líka dæmi um það hvernig kjörin stjórnvöld beita þjóðern- isrökum til að gera breytingar, oft illa ígrundaðar, á borgar- og landaheitum, til að mynda það sem gengið hefur á í Indlandi á undanförnum árum þegar menn eru að reyna að ?hind- úavæða? borgar- og héraðs- heiti, oft í tómu rugli (nöfnin sem eru valin eru sum ekki hindúanöfn og önnur tómur misskilningur). Þetta er ekki veigamikil bók og líklega ekki bók til að lesa í einni lotu, en hún er prýðilegt uppflettirit og gagnlegt sem slíkt. Hvað varð um ? Whatever Happened to Tang- anyika? eftir Harry Campbell. Por- tico gefur út. 258 bls. innb. Árni Matthíasson BÆKUR» Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is HJÓNIN Susan Schade og Jon Buller hafa gefið út fjöl- margar barnabækur, en Schade semur texta og Bull- er teiknar. Alla jafnan eru það bækur fyrir yngstu börnin þar sem myndirnar eru í aðalhlutverki, en í sög- unum af Þokuhæð er aftur á móti meira um texta en myndir; í bókunum skiptast á síður með teiknimyndum og síður með myndskreytt- um texta. Sagan segir frá jarðíkorn- anum Thelonious sem býr í heimi án manna. Hann getur talað og eins systir hans og móðir en fljótlega kemur í ljós að engir eru mennirnir vegna þess að þeir hafa dáið út einhverntímann í fyrnd- inni og skilið eftir sig miklar rústir. Thelonious er býsna djarfur af jarðíkorna að vera, gríðarlega forvitinn og dýrin að varast sitthvað sem mennirnir hafa skilið eftir sig, en smám saman kemur í ljós hvaða voðaatburðir urðu til þess að mannkynið hvarf af jörðinni og um leið hvern- ig á því stendur að sum dýr geta talað, en önnur ekki. Þó sagan sjálf sé ævintýri þá er frásögnin raunsæisleg um margt og á köflum dálít- ið harkaleg þó góðlátlegt gaman sé aldrei langt undan. Það er til að mynda kald- hæðnislegt að sjá hvernig dýrin taka upp á því að hegða sér eins og menn og þá á ég ekki bara við um það góða sem menn gera heldur einnig hið illa, stríðsátök og hryðjuverk eru ekki bara á færi manna í þessari nútíma- útgáfu af Kardimommubæn- um. Travels of Thelonious, Simon?s Dream og Fara- dawn eftir Susan Schade og Jon Buller. Simon & Schus- ter gefur út. árbakka. Þegar áin síðan brýst yfir bakka sína fellir hún tréð og skolar Thelon- ious með sér, nær dauða en lífi, til goðsagnakennds stað- ar, Borgar rústanna, þar sem ævintýrið hefst fyrir al- vöru. Fyrsta bókin um Thelon- ious, Ferðir Theloniousar, kom út á vegum Simon & Schuster 2006, en sú þriðja, Faradawn, kom út fyrir stuttu. Allar hafa þær yf- irskriftina Þokuhæðin, The Fog Mound, sem skýrist nánar er miðar áfram í sög- unni. Framvindan er býsna æv- intýraleg, eins og gefur að skilja, en ekki geta öll dýr talað og því fer fjarri að dýr- in séu öll vinir. Það verður Theloniousi til happs að hann kemst í kynni við lærð- an broddgölt og vingast svo við eðlu og birni, en óvinirnir eru af ýmsum gerðum og tegundum. Einnig þurfa staffírugur og hefur meðal annars búið sér heimili ofan jarðar, nánar tiltekið í há- vöxnu tré sem stendur við Forvitnilegar bækur: Hvað verður um dýrin þegar mennirnir hverfa? Kardimommubær framtíðar Jon Buller Hetja Jarðkorninn knái Thelonious lítur Þokuhæð í fyrsta sinn. / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI WALL E m/ísl. tali kl. 1:30D- 3:40D LEYFÐ DIGITAL WALL E m/ensku tali kl. 6:10 - 8:20 - 10:30 LEYFÐ LOVE GURU kl. 10:30 B.i. 12 ára KUNG FU PANDA kl. 1:30 - 3:40 m/ísl. tali LEYFÐ GET SMART kl. 1:30 - 3:50 - 5:50D-8D- 10:30D LEYFÐ DIGITAL THE MUMMY 3 kl.5:40-8-10:30 B.i. 12 ára THE DARK KNIGHT kl.2-5-8-10:50 B.i. 12 ára THE DARK KNIGHT kl.2-5-8-10:50 B.i. 12 ára LÚXUS VIP MAMMA MIA kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 LEYFÐ GET SMART kl. 3:30D- 5:40D-8D- 10:20D LEYFÐ DIGITAL X-FILES 2 kl. 8D- 10:10D B.i. 16 ára DIGITAL THE MUMMY 3 kl. 5:50 - 8 B.i. 12 ára WALL E m/ísl. tal kl. 3:40D- 5:50D LEYFÐ DIGITAL DARK KNIGHT kl. 10:10 B.i. 12 ára KUNG FU PANDA m/ísl. tal kl. 3:40 LEYFÐ FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR ?FINDING NEMO? OG ?RATATOUILLE? SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ?...WALL E fær óskarinn sem besta teiknimyndin, enda mynd sem fer fram úr því að vera fjölskylduteiknimynd og yfir í að vera fullorðinsteiknimynd.? ?...full af nægum sjarma til að bræða hvert steinhjarta?. - L.I.B. topp5.is/Fréttablaðið ...umhugsunar- og athyglisverðasta teiknimynd í áratugi...? ?WallE er aftur á móti frábær afþreying ætluð hinum almenna bíógesti, þá einkum stórfjölskyldunni...? S.V. Morgunblaðið SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Steve Carell fer hamförum í frábærri gamanmynd sem fór beint á toppinn í USA. Ekki missa af skemmtilegustu gamanmynd sumarsins - Get Smart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.