Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 4. Á G Ú S T 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 220. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 26 79 / IG 13 Stanga sett tilbúin í veiðiferðina Þú færð IG-veiðivörur í næstu sportvöruverslun ÍÞRÓTTIR U18 ÁRA HANDBOLTA- LANDSLIÐIÐ SLÆR Í GEGN DAGLEGTLÍF Skrautlegt skóla- dót í startholunum Endanlegt tap bankanna vegna út- lána gæti numið 24 milljörðum á þessu ári, miðað við uppgjör fyrri árshelmings. Fjárhæðin svarar nánast til markaðsvirðis Eimskips. VIÐSKIPTI Margfalt tap af útlánum á árinu Rusl kemur mikið við sögu í tölvu- teiknimyndinni Wall-E. Rusl kom einnig við sögu í Napólí nýlega. Að- stæður voru þó ekki eins heillandi og hjá vélmenninu Wall-E. Ruslið hjá Wall-E og einnig í Napólí Ritstjóri Financial Times segir að ekki sjái enn fyrir endann á yfir- standandi erfiðleikum á fjármála- mörkuðum. Bankar eigi enn eftir að afskrifa töluverðar eignir. Sér ekki fyrir end- ann á kreppunni FJÖLMENNT var á íbúafundi í Borgarnesi í gærkvöldi þar sem málefni Sparisjóðs Mýrasýslu voru rædd. Þar kynntu stjórnarmenn SPM og fulltrú- ar bæjarstjórnar stöðu hans fyrir íbúum og ástæður þess hvernig fyrir honum er komið. Gísli Kjartansson sparisjóðsstjóri greindi m.a. frá sam- komulagi, sem náðst hefur við Kaupþing um að bankinn komi að eign- arhaldi og rekstri SPM og eignist, ásamt öðrum fjárfestum, 80% stofnfjár á móti Borgarbyggð. Margir fundargesta voru ósáttir við skýringar stjórn- enda og var spurt af hverju ekki hefði verið leitað til ríkisstjórnar um að- stoð sparisjóðnum til handa. Þungt var yfir fólki og lýsti einn fundargesta því sem svo að það væri eins og hann væri í jarðarför náins ættingja. | 4 „Eins og að vera í jarðarför náins ættingja“ Morgunblaðið/hag FRÉTTASKÝRING Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is LJÓST er að meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokksins og F-listans er komið á „endastað“ og breytingar óhjákvæmilegar, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Þar vegur þyngst að sjálfstæðis- menn telja að samstöðu skorti til að takast á við erfið verkefni sem fram- undan eru og felast einkum í fjár- hagsáætlanagerð, atvinnumálum og efnahagsmálum. Meirihlutinn þurfi að hafa festu og burði til þess að tak- ast á við efnahagsvandann í þjóð- félaginu og það sé „ekkert gam- anmál“. Óánægja hefur kraumað lengi í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis- flokksins með að ekki náist að koma ákvörðunum upp úr átakamiðuðu ferli. Það hafi verið undirliggjandi þáttur of lengi í samstarfinu við F-listann. „Það skortir festu og áræði til að taka sársaukafullar ákvarðanir. Í staðinn snýst allt um persónu Ólafs F. Magnússonar og endalaus auka- atriði, sem taka alltof mikinn tíma.“ Óánægjan er ekki ný af nálinni í samstarfinu, samkvæmt heimildum, heldur hafa þessi atriði verið „rædd aftur og aftur og aftur“. Og nú er svo komið að sjálfstæðismenn „eru löngu komnir að þolmörkum“. Málin voru rædd á fundi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ólafs F. Magnússonar í gær og eftir það af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Ekki er þó búið að loka neinu, en samkvæmt heimildum vill allur þorri sjálfstæðismanna fara út úr samstarf- inu. Borgarfulltrúar fengu „skýr skilaboð“ úr baklandinu í gær og hafa raunar fengið þau nokkuð lengi. „Menn bara sjá sig ekki geta varið þetta lengur.“ Samstarfið á „endastað“  Sjálfstæðismenn komnir að þolmörkum  „Skýr skilaboð“ úr baklandinu í gær Í HNOTSKURN»Hanna Birna Kristjáns-dóttir og Ólafur F. Magn- ússon funduðu frá 12 á hádegi til 19 í gærkvöldi. »Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-son tók þátt í fundinum um tíma. »Einhugur er meðal borg-arfulltrúa flokksins sem funduðu í gærkvöldi. »Ólafur, Hanna Birna ogVilhjálmur sitja fund borg- arráðs kl. 9.30 í dag.  Rússar hafa sagt að 2000 manns, aðallega óbreyttir borg- arar, hafi fallið í árásum Georgíu- hers á héraðshöf- uðstaðinn í Suð- ur-Ossetíu, Tskhinvali. Anna Neistat, fulltrúi Human Rights Watch- mannréttindasamtakanna í Tskhin- vali, segir tölurnar „mjög vafasam- ar“ og þær fáist ekki staðfestar. Læknar segi 44 lík hafa verið flutt í líkhús og 273 særðir hafi fengið læknishjálp. Vefsíða blaðsins The Guardian hefur eftir Neistat að fullyrðingar Vladímírs Pútíns forsætisráðherra um mannfallið og þjóðarmorð á S-Ossetum ýti undir hatur og of- beldi sem var þó nóg fyrir. Vopn- aðir Ossetar hafi brennt þorp Georgíumanna við Tskhinvali og rænt eigum þeirra í hefndar- árásum. » 16 Rússar sagðir ýkja stór- lega mannfall í Tskhinvali Vladímír Pútín  Bílaumboðin hafa blásið til sóknar í miðjum samdrættinum með ýmsum til- boðum handa viðskiptavinum sínum. Flest bílaumboðin segja lagerstöðu sína vera góða. Jón Trausti Ólafs- son, markaðsstjóri Heklu, segist merkja ákveðin straumhvörf í bílasölu með því að fólk leiti í ríkari mæli að sparneytnari bíl- um. 7.800 bílar hafa selst hér á landi frá áramótum en það er töluvert lægri tala en á sama tíma í fyrra. » 6 Bílaumboð blása til sóknar í samdrættinum  Áströlsk kona ákvað að hefna sín þegar hún fann ótvíræðar vís- bendingar um ótryggð karlsins: svartar nærbuxur með blúndum og umbúðir af verju, „small“, í rúm- inu. Hún setti mynd af brókinni á eBay. „Hún er svo risastór að hægt væri að nota hana í laglegt sjal eða, enn betra, í hrekkjavökubún- ing.“ kjon@mbl.is Kolsvört hefnd með blúndum á eBay

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.