Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 14
Ljósmynd/Árni B. Stefánsson Kajakróður Gunnhildur rær við svonefnda Stampa vestan Dyrhólaeyjar á leið inn að Holtsósi. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Mýrdalur| Hjónin Gunnhildur Stefánsdóttir og Árni B. Stefánsson reru í sumar á kajökum frá Vík í Mýrdal til Vestmannaeyja og upp- lifðu mikla fegurð og ekki síður krafta í nátt- úru við suðurströnd landsins. Róðurinn var í stífara lagi og alls ekki á færi byrjenda, en þau hjón hafa áralanga reynslu af kajak- róðrum og leggja þunga áherslu á öryggis- mál. Þau luku við hinn 70 km róður á tveimur dögum. Í upphafi ferðar urðu þau að sýna ákveðni til að komast út fyrir brimgarð við Vík og þegar þau nálguðust Reynisdranga var töluvert sog sem gerði að verkum að ekki var hættandi á að róa inn fyrir drangana. Þau nýttu sér hinsvegar öfluga sjávarfallastrauma til að auðvelda sér róðurinn að næsta áfanga, Dyrhólaey. Við Stóru-Borg í Rangárvallasýslu tjölduðu þau og héldu síðan til Eyja daginn eftir þar sem 30-40 hvalir fnæstu hátt í aðeins 200 metra fjarlægð. „Ferðin var stórkostleg og við fundum meiri krafta í náttúruöflunum en gjarnan áður á ferðum okkar,“ segir Árni. „Suðurströndin krefst virðingar,“ bendir hann á og leggur áherslu á að kajakfólk ofgeri sér ekki á ferðum sínum. Taka þarf mið af sjáv- arföllum og brimöldum auk þess að hafa góðan fjarskiptabúnað að ógleymdri róðrar- kunnáttu. Kraftar og fegurðin í algleymingi  Árni B. Stefánsson og Gunnhildur Stefánsdóttir reru frá Vík til Eyja á kajökum og upplifðu mikil- fengleika suðurstrandarinnar  Tugir hvala blésu í nágrenninu og brimöldur kröfðust einbeitingar Í HNOTSKURN »Kajakróður milli lands ogEyja er fremur sjaldgæfur en engu að síður þekkt við- fangsefni meðal sjókajakfólks. » Í huga Árna B. Stef-ánssonar, sem er marg- reyndur ræðari, er sjókajak- íþróttin fagurfræðileg upplifun sem krefst reynslu og útsjónarsemi. »Sjókajakar nú til dags eruýmist gerðir úr trefjaplasti eða plasti og geta rúmað tölu- verðan farangur, jafnvel til margra daga ferðar. »Róðurinn var í stífara lagiog alls ekki á færi byrj- enda. Leggja þurfti m.a. þunga áherslu á öryggismál. 14 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is CAMIEL Derichs, framkvæmda- stjóri Sjávarnytjaráðsins (e. Marine Stewardship Council, MSC) fyrir Norður-Evrópu var hér á landi í byrjun viku og átti fund með íslensk- um útgerðum sem íhuga að láta votta sjálfbærni veiða sinna og rekj- anleika vörunnar. MSC eru samtök á því sviði, ekki rekin í hagn- aðarskyni, en íslensk stjórnvöld og LÍÚ hafa nokkurn ímugust á þeim, að sögn vegna slakra vinnubragða og tengsla við friðunarsinna. Camiel segir Íslendinga búa við vandaða útgerð, sinna rannsóknum vel og reka viðeigandi eftirlitsstofn- anir. MSC vilji koma áreiðanlegum skilaboðum frá framboðshliðinni, út- gerðunum, til eftirspurnarhlið- arinnar, neytenda, um að íslenskur fiskur sé afurð sjálfbærra veiða. Foreldravandamál Uppruni samtakanna er vanda- mál, viðurkennir Camiel, en þau voru stofnuð af matvælarisanum Unilever og náttúruverndarsamtök- unum WWF. Þótt tengslin við for- eldrana hafi verið rofin árið 1999 má engu að síður sjá tengsl þarna á milli. WWF leggur enn fé til samtak- anna og hefur haldið merki þeirra á lofti. Á sama tíma hefur WWF talað gegn veiðum úr stofnum sem ekki eru vottaðir af MSC og sett þá á „rauða lista“, til dæmis sjálfan ís- lenska þorskinn. Þorskur var flokk- aður sem „illræmdur fiskur“ (e. Stinky Fish) í herferð WWF síðasta vetur. Í sömu herferð var nafn og merki MSC notað. Kannski má því segja að WWF telji sig enn eiga eitt- hvað í MSC, sem deili ekki þeirri skoðun. „Sú herferð var ótrúlega heimsku- leg og slæm,“ segir Camiel að- spurður. „Um leið og við sáum að nafn MSC var notað kröfðumst við þess að því væri hætt og báðumst af- sökunar. Öll notkun á nafninu þarf samþykkis stjórnar við. Það var ekki gert í þessu tilfelli. Samanlögð fram- lög Unilever og WWF í dag eru ekki nema 2% af innkomunni. Tengsl okkar við WWF að öðru leyti eru engin.“ Hann segir þær fjárkúg- unaraðferðir sem sum náttúru- verndarsamtök beita ekkert eiga skylt við MSC. Spurður hvort það geti verið trúverðugt að bjóða ein- hverjum vottun þegar það liggur fyrir að heilu samtökin muni berjast gegn viðkomandi þekkist hann ekki boðið segir Camiel einfaldlega „já“. MSC hafi yfir stórum hópi vísinda- manna að ráða, vinni sífellt að því að bæta staðla sína og sé einfaldlega ekki á snærum friðunarsinna. Hann geti ekki svarað þeirri spurningu öðruvísi. Hann tekur undir að nátt- úruverndarsamtök vitni oft í brellu- vísindi. Til dæmis sé ótækt að gera engan greinarmun á þorski úr Eystrasalti, Norðursjó eða frá Ís- landi. Hver sem kynni sér sjávar- útveg í Noregi og á Íslandi sjái að þar sé ein besta fiskveiðistjórn í heimi. Sambærilegt dæmi við þorsk- inn sé patagónískur tannfiskur, sem gert er út á frá eynni St. Georgíu í S-Atlantshafi. Þær veiðar séu MSC- vottaðar og tekist hafi að koma neyt- endum og náttúruverndarsinnum í skilning um að sá stofn sé aðskilinn frá öðrum stofnum sömu tegundar í Suðurhöfum, sem sumir eru illa farnir. Veiðarnar séu því sjálfbærar. Aðrar MSC-vottaðar útgerðir séu heldur ekki í náðinni hjá nátt- úruverndarsamtökum, t.d. út af botnvörpuveiðum. Þar nefnir hann hokinhalaveiðar við Nýja-Sjáland. „MSC mun alltaf verja sínar út- gerðir og alltaf grundvalla þá vörn á vísindalegum gögnum. Það er því al- veg skýrt að við erum aðskildir frá öllum náttúruverndarsamtökum. Við deilum alveg jafnmikið við þau og við tortryggnar útgerðir sem telja að okkur sé stjórnað af frið- unarsinnum, sem er bara ekki rétt.“ Stjórna ekki veiðum heldur setja staðla fyrir þá sem vilja Morgunblaðið/G. Rúnar Sjálfbærni Camiel Derichs (t.v.) og Gísli Gíslason, talsmaður MSC á Íslandi, vinna að vottun sjálfbærra fiskveiða. Fyrsta regla Fiskveiðar mega ekki leiða til ofveiði eða eyðingar á nytja- stofnum. Þegar gengið hefur verið á stofninn þurfa veið- arnar að leyfa honum að jafna sig. Í því felst m.a. að veiðarnar mega ekki breyta aldurssamsetn- ingu, erfðum eða kynjahlutföllum í stofninum, svo það skaði getu fisksins til að fjölga sér. Önnur regla Fiskveiðar leyfi uppbyggingu, framleiðni, virkni og fjölbreytni vistkerfa að halda sér. Til dæmis að veiðarnar breyti ekki sambandi mismunandi teg- unda eða ógni tilveru annarra tegunda en þeirrar sem er veidd. Þriðja regla Fiskveiðar eiga að tilheyra virku fiskveiðistjórnunarkerfi sem samræmist lögum og inni- heldur stofnanir og reglur sem sjá til þess að notkun auðlinda sé ábyrg og sjálfbær. Skýr langtímamarkmið og sam- ráð við alla sem eiga hagsmuna að gæta. Tillit til hagsmuna fólks sem reiðir sig á fiskveiðar. Stofn- anir sem leysa ágreining. Rann- sóknir, eftirlit, svæðalokanir og margt fleira. Grunnreglur MSC Skiptir MSC sér af fiskveiðistjórn? Camiel segir MSC einungis setja staðlana og tala svo máli þeirra út- gerða sem fá vottun. Ekki séu heldur fyrirfram nein atriði sem benda megi á að Íslendingar þurfi að breyta til að fá vottun. Samtökin muni aldrei reyna að skipta sér af ákvörðunum um afla- mark eða hvers konar veiðarfæri eru notuð. Þar með sé hins vegar ekki sagt að allar útgerðir geti fengið vott- un, enda þarf til þess eftirlit með veiðum, rannsóknir og ekki of grófa umgengni um of viðkvæm svæði. Hann segir íslenskan staðal ekki hafa minni áhrif á sjávarútveginn, því ef hið séríslenska merki eigi að njóta trausts þurfi staðallinn að vera strangur og honum þurfi að fylgja. Hvað kostar vottun útgerðirnar? Um kostnaðinn tekur Camiel dæmi af línuveiddum þorski og ýsu hjá Dom- stein-útgerðinni í Noregi, sem sé í matsferli núna. Matið kosti 50.000 evrur, árleg könnun 25.000 evrur og annar kostn- aður sé 20.000 evrur, sem geri tæp- lega hálft evrusent á hvert kíló af veiddum fiski. Vottun norsks ufsa, sem tók gildi í júní sl., hafi kostað 220.000 evrur (28,6 milljónir króna) eða 0,022 evrusent á kíló. Stundum er það hins vegar meira, t.d. 25 evru- sent á kíló í sólflúruveiðum frá Dover í Englandi. Ferlið tekur 10-14 mánuði og hefur verið reynt að stytta það og auðvelda síðan árið 2005, án þess að slá af kröfunum. Gagnast merki sem allir hafa? 8% af útgerðum sem veiða villtan fisk í hafi, með um 1.400 vörutegundir, eru vottaðar af MSC og hefur orðið veldisvöxtur í þeim fjölda síðan árið 2006. Þá ákvað hin risavaxna Wal- Mart-verslanakeðja að kaupa fisk með þeirri vottun. Stefnan er að fjölga þessum útgerðum um ókomna framtíð og því spyrja menn sig hvort einhver markaðslegur ávinningur eða sérstaða fáist með merkinu í framtíð- inni, þegar allir verða með það. Því svarar Camiel til að langt sé þangað til og útgerðir verði ekki lengi að fá fyrir kostnaðinum, áður en það gerist. Þar að auki vilji verslanakeðjur ekki rugla viðskiptavini sína í ríminu með mörgum mismunandi merkingum. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.