Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 15 MENNING RÁÐHERRA menningarmála á Ítalíu, Sandro Bondi, er ekkert sér- staklega vinsæll meðal listamanna og arkitekta í landinu þessa dagana. Ummæli Bondi í tímaritinu Grazia er ástæðan, en í viðtali þar sagðist hann eiga erfitt með að greina nokkra fegurð í nútímamyndlist. ,,Þegar ég fer á sýningu þykist ég skilja, eins og svo margir aðrir. En satt að segja botna ég ekkert í þessu,“ segir hann í viðtalinu. Fjöldi ítalskra ráðherra hefur að undanförnu gagnrýnt harðlega sam- tímabyggingarlist, þ. á m. Bondi og forsætisráðherrann Silvio Berl- usconi. Sýningarstjórinn Francesco Bonami, sem á m.a. að baki sýning- arstjórn á Feneyjatvíæringnum, hefur gagnrýnt Bondi harðlega. Bonami sagði í viðtali við dag- blaðið La Stampa að svo virtist sem Bondi hefði sofnað árið 1895, þegar fyrsti tvíæringurinn var haldinn, og vaknað aftur árið 2008. Bondi gæti ekki miðað við ævafornan skilning á hugtakinu fegurð þegar kæmi að listum. Það væri líkt og að fara aftur til fornaldar. Byggingarlist einnig skotmark Bondi hefur gagnrýnt bygging- arlist einnig, gagnrýnt harðlega við- bót japanska arkitektsins Arata Isozaki fyrir utan Uffizi-listasafnið í Flórens og spurt hvernig viðbygg- ingin geti mögulega staðið við hlið aldagamallar hönnunar Giorgios Vasari. Flórensbúar muni fá áfall og erlendir gestir sömuleiðis. Berlusconi virðist einnig aðhyllast forna byggingarlist. Í apríl sl. sagði hann byggingu Daniels Libeskind, eins virtasta arkitekts heims, sem rísa á í Mílanó, ,,hryllilega“ og ósk- aði eftir því að rétt yrði úr henni. Byggingin er sveigður skýjakljúfur. Libeskind hefur m.a. umsjón með uppbyggingu á þeim stað er World Trade Centre stóð í New York. Libeskind svaraði fyrir sig og sagði smekk Berlusconis fyrir skýja- kljúfum í takt við þjóðerniskenndar stjórnmálaskoðanir hans. Á tímum fasismans á Ítalíu hefði öll sú list sem ekki var með beinum línum sögð úrkynjuð. Borgarstjóri Rómar, er svo í sama liði, lítt hrifinn af tveggja ára gömlu safni í borginni sem bandaríski arkitektinn Richard Meier hannaði. helgisnaer@mbl.is Þykist skilja Ítalskur ráðherra reitir listamenn og arkitekta til reiði Gamalt og nýtt Líkan af hönnun Arata Isozaki fyrir Uffizi. TÓNLISTARHÁTÍÐ unga fólksins heldur áfram í kvöld með tónleikum í Salnum í Kópavogi klukkan 20. Þá mun Blásarakvintett Ísa- foldar flytja verk eftir tón- skáldin Wolfgang Amadeus Mozart, Carl Nielsen, Jacques Ibert, Samuel Barber, Györgi Ligeti. Meðlimir blásarakvintetts eru Ella Vala Ármannsdóttir hornleikari, Mel- korka Ólafsdóttir flautuleikari, Grímur Helgason klarinettuleikari, Matthías Nardeau óbóleikar og Snorri Heimisson fagottleikari. Nánari upplýsingar um tónleikana í kvöld og hátíðina í heild sinni má finna á www.musicfest.is. Tónleikar Frá Mozart til Ligeti í Salnum W.A. Mozart ÚT ER komin bókin Síðasta uppgötvun Einsteins eftir Mark Alpert, hjá bókaforlag- inu Bjarti. Er hún sögð spennutryllir. Höfundur bók- arinnar er ritstjóri vísinda- tímarits þar sem vísinda- uppgötvanir og kenningar eru gerðar aðgengilegar almenn- ingi. Bókin fjallar um leit manna að síðustu uppgötvun Ein- steins en hann lét eftir sig rannsóknarniðurstöður sem hann vildi alls ekki að rötuðu í hendur rangra manna, að því er segir í tilkynningu. Bókin er sögð í anda metsölubókarinnar Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown. Bókmenntir Síðasta uppgötvun Einsteins Síðasta uppgötvun Einsteins. TÓNLEIKAR verða haldnir annað kvöld í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg. Þar kemur fram tónlistarmaðurinn Pete Fosco en hann kemur alla leið frá Cincinnatti í Ohio í Banda- ríkjunum. Pete ætlar að „notast við gítar og hljóðeffekta til að varpa hljóðmyndum djúpt í eyru gesta og gangandi“, eins og segir í tilkynningu. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og eru allir vel- komnir. Allar nánari upplýsingar um Pete Fosco má finna á heimasíðu hans: www.myspace.com/ petefosco og myndir frá tónleikum á mynd- bandasíðunni YouTube. Tónlist Hljóðmyndum varpað djúpt í eyru Tónlistarmaðurinn Pete Fosco. Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is DVALIÐ hjá djúpu vatni heitir ljóðabók sem fæstir hafa heyrt af en hún hefði vel getað orðið einhver frægasti ljóðabálkur Íslandssög- unnar, ef bókin hefði bara verið gef- in út – en á því verður gerð bragabót í haust þegar myndskreytt útgáfa hennar kemur út hjá Forlaginu í þúsund tölusettum eintökum. Tilfinningar eða heimspeki? Þessi bók var fyrsta atrenna Steins Steinarr að Tímanum og vatninu, hans frægasta verki. „Hann var komin í vond mál gagn- vart Ragnari í Smára, skuldaði hon- um handrit og hafði aldrei komið með það. Svo kemur hann með þetta handrit, skreytt myndum eftir Þor- vald Skúlason, en Ragnar gerir ekk- ert með það [og eru deildar mein- ingar um ástæður þess, hugsanlega þótti of dýrt að prenta allar þessar myndir með] – fyrr en daginn sem Steinn er jarðaður. Þá gefur Ragnar Ásthildi, ekkju Steins, þetta eina eintak sem hann var búinn að binda inn,“ segir Jóhann Páll Valdimars- son hjá Forlaginu, en seinna kom Tíminn og vatnið út sem sérbók og loks, í þriðju og síðustu atrennu, kemur endanleg útgáfa í bókinni Fyrirheitna landið. Að yrkja Stein á ný Þetta handrit fékk svo Kristín Þórarinsdóttir, systurdóttir Ásthild- ar, í arf og skrifaði hún ítarlega grein um ritunarsögu Tímans og vatnsins í síðasta vorhefti Skírnis. „Þetta þróast úr tilfinningaljóðum í miklu heimspekilegri ljóð og heildin er orðin mun úthugsaðri,“ segir Kristín en bætir við að ljóðin sjálf taki litlum breytingum, nema að öll séu þau með litlum staf í frumgerð- inni. En kannski verður aldrei lokið við að yrkja Tímann og vatnið. Fyrir síðustu jól birti Eiríkur Örn Norð- dahl langan ljóðabálk í Þjónn, það er Fönix í öskubakkanum mínum sem nefndist „Súblimavatn“ og var þar um að ræða margs konar endur- skrifanir á Tímanum og vatninu og því má segja að þessi ljóðabálkur hafi breyst í óútreiknanlega tímavél sem fer fram og til baka á víxl. „Textinn liggur einfaldlega vel við höggi – hann er 20. aldar íslensk ljóðakanóna sem ögrar manni. Hann er fullur af óvenjulegum orðum, og merkilega auðvelt að þekkja hann þó búið sé að margsnúa honum á haus – hann er það íkonískur. Svo er þetta líka stíll sem hefur verið hermdur svo mikið að sjálfur upprunatextinn er byrjaður að þynnast, maður þarf að einbeita sér til að muna að hann,“ segir Eiríkur Örn um ástæður þess að hann vinnur áfram með ljóðið. En verður einhvern tímann lokið við að yrkja Tímann og vatnið? „Jú, ætli Steinn hafi ekki lokið við það. En það má auðvitað yrkja allt upp á nýtt – með því fást bæði nýir vinklar á upprunaverkið og hrein- lega ný verk.“ Óútgefin ljóðabók Steins Steinarr gefin út í haust í kringum aldarafmæli skáldsins Tímavélin Tíminn og vatnið Ljósmynd/Óskar Gíslason Bræður Hjörtur Kristmundsson og Aðalsteinn Kristmundsson, betur þekkt- ur sem ljóðskáldið Steinn Steinarr, á mynd sem tekin var veturinn 1933-4. Steinn Steinarr er fæddur hinn 13. október 1908 og verða því liðin hundrað ár frá fæðingu hans næsta haust. Hann kláraði hand- ritið af Dvalið hjá djúpu vatni árið 1947 og í því voru alls tíu ljóð. Af þeim fóru fimm inn í fyrstu prentuðu útgáfu Tímans og vatnsins (sem alls geymdi 13 ljóð) sem út kom í kringum ára- mótin 1948-9. Árið 1956 kom svo endanleg gerð ljóða- bálksins út í ljóðasafni sem kallaðist Fyrirheitna landið og þar voru átta ljóð úr Dvalið hjá djúpu vatni, en alls eru 21 ljóð í þessari end- anlegu útgáfu ljóðabálksins. Steinn lést svo tveimur árum síðar, árið 1958, og á hann því bæði 50 ára dánarafmæli í ár sem og hundrað ára fæðingarafmæli. Tvö ljóðanna, „rigning“ og „hvítur hestur í tunglskini“, voru því aldrei prentuð með Tímanum og vatninu, þótt þau hafi áður birst í ljóða- söfnum. rigning hófspor í vatni húmblátt auga flaksandi fax og vitund mín hvarf í hinn heita jarðveg sem hálfstorkið vax en nafn mitt hélt áfram á nafnlausum vegi til næsta dags Þróun Tímans og vatnsins LISTAVERK unnin á fjórum áratugum prýða alla sali Listasafns Akureyrar, þar sem gefur að líta einkasýningu myndlistarmannsins, baráttu- mannsins og menntafrumkvöðulsins Guð- mundar Ármanns Sigurjónssonar. Sýningin varpar ljósi á myndlistarferil Guðmundar frá upphafi, en elsta verkið á henni er skissubók frá upphafi sjöunda áratugarins. Hér sjáum við grafíkverk og olíumálverk en rauði þráðurinn í verkum Guðmundar er mynd- bygging og samspil lita og forma. Gildir þá einu hvort myndefnið er verkamenn við vinnu sína, fórnarlömb stríðsins í Víetnam, bláskel í fjöru eða landslag Eyjafjarðar. Allt frá upphafi er það ástríða listamannsins að birta hugðarefni sín á sem ljósastan hátt með aðstoð þeirra miðla sem hann notar hverju sinni. Nokkuð hefur verið ritað um þá stað- reynd hvernig Guðmundur hefur í gegnum tíð- ina unnið bæði hlutbundnar, fígúratífar myndir og nær óhlutbundnar landslagsmyndir er byggja á samsetningu láréttra litaflata, eins og hér sé um að ræða einhvers konar ósamræmi í vinnuaðferðum. Slíkt er þó tímaskekkja og hef- ur lengi verið, svo löngu er liðin sú tíð er lista- menn þurftu að taka afstöðu með eða á móti óhlutbundnu málverki. Það er jafnan spennandi að sjá verk sem spanna langan feril, sjá þróun listamanns frá upphafi. Guðmundur var afar upptekinn af fé- lagslegu raunsæi og dúkristur hans af verka- mönnum við vinnu sína birta þá sýn. Í mál- verkum hans má sjá áhrif strauma og stefna frá fyrri hluta 20. aldar, jafnt kúbisma sem konst- rúktívisma en líka óvænt impressíónísk áhrif, t.d. í verkinu „Víet Nam“. Aðaláherslan er þó á myndbyggingu, form og litanotkun, sem er meira sannfærandi en t.d. fígúrurnar sjálfar eins og á stóra málverkinu Samtaka, frá árinu 1976. Í áratugi hefur Guðmundur fágað nálgun sína við landslag sem hann birtir með samspili lá- réttra litaflata og mörg þeirra sýna færni hans einkar vel, þar sem gegnsæi og flæði birta kjarna forma, lita og birtu náttúrunnar. Nýj- ustu verk Guðmundar frá þessu ári koma einna mest á óvart á sýningunni og má segja að þau steli senunni að eldri verkum ólöstuðum. Dúk- ristur sem bera titla fyrirbæra í landslagi hafa til að bera kraft og ástríðu sem er sterkari en í öðrum verkum. Það er engu líkara en lífs- ástríðan sem listamaðurinn leitaðist við að veita útrás í myndum sínum af verkamönnum og stríði, komist nú óhindruð á myndflötinn. Ljós og skuggar fanga áhorfandann og kalla fram stærra samhengi, sannleika lífs og listar. Sýningunni fylgir vegleg bók sem er list Guð- mundar til sóma, eins er fróðleg grein banda- ríska listfræðingsins Shauna Laurel Jones um list hans. Eini skugginn á sýningunni tengist ekki beinlínis henni sjálfri, heldur húsnæði Listasafns Akureyrar, en gluggalaus salarkynni þess eru á mörkum þess að bera verk sem nytu góðs af dagsbirtu. En sýningin í heild birtir fróðlega mynd af ævistarfi þessa hæfileikaríka listamanns sem fer sífellt vaxandi í list sinni. Lífsástríða Ármynni Kola- og krítarteikning, 2006. MYNDLIST Listasafn Akureyrar Til 24. ágúst. Opið alla daga nema mán. frá kl. 12–17. Úr myndsmiðju, Guðmundur Ármann Sigurjónsson bbbbn Ragna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.