Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LOFORÐ Kínastjórnar um frelsi er- lendra fjölmiðla meðan á Ólympíu- leikunum stendur virðast orðin tóm ef marka má handtöku á breskum blaðamanni sem var á vettvangi þeg- ar námsmenn efndu til kröfugöngu þar sem hrópuð voru slagorð til stuðnings auknu sjálfræði Tíbeta. „Tíbetar eru að láta lífið fyrir frelsið,“ sagði á borða við innganginn í almenningsgarði sem er vel innan við kílómetra frá „Fuglshreiðrinu“, Ólympíuleikvanginum í borginni. Blaðamaðurinn sem um ræðir heitir John Ray og starfar hjá sjón- varpsstöðinni ITV, en hann var snú- inn niður og dreginn eftir jörðinni í átt að lögreglubifreið. Lögðu hald á upptökubúnaðinn Lagt var hald á upptökubúnað Ray og teknar af honum ljósmyndir. Honum var síðan gefið að sök að hafa reynt að breiða úr samanbrotnum fána Tíbeta á fundinum. Mótmælin, sem erlendir námsmenn, flestir bandarískir, stóðu fyrir, eru ekkert einsdæmi. Fram kemur á vef breska dagblaðsins The Guardian að erlend- ir gestir hafi staðið fyrir kröfugöng- um af ýmsu tagi á götum Peking síð- ustu daga. baldura@mbl.is Kveða niður andófið Breskur blaðamaður fluttur í varðhald í Peking eftir að hafa fylgst með námsmönnum sem berjast fyrir sjálfræði Tíbeta Reuters Harka Öryggisverðir í Pekingborg draga einn mótmælendanna á brott. Reuters Þungavopn Lest rússneskra herbíla með Grad-flugskeyti á leið inn í miðborg Tskhinvali, höfuðstað Suður-Ossetíu, á þriðjudag. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti segir að Rússar verði að virða landamæri og fullveldi Georgíu, ella muni samskipti þeirra við Vestur- veldin bíða mikið tjón. Forsetinn lýsti í gær áhyggjum af vopnahlés- brotum Rússa og sama gerði Condo- leezza Rice utanríkisráðherra. Hún fór í gær af stað til Georgíu til að sýna landsmönnum þar „óbilandi stuðning Bandaríkjamanna við lýð- ræðislega stjórn Georgíu“, eins og Bush orðaði það. Enn streymir fjöldi rússneskra hermanna og vígtóla inn í Suður- Ossetíu, þvert á skilmála vopnahlés- ins. Segja Rússar markmiðið vera friðargæslu, sama eigi við um hlut- verk skriðdrekasveitar sem tók í gær borgina Gori í miðri Georgíu. Er skriðdrekahermennirnir héldu frá S-Ossetíu um þorp í Georgíu og skipuðu þeir íbúunum að setja hvít flögg út í glugga, ella yrðu þeir skotnir. Rússar hafa hernumið hluta þjóðvegarins milli Gori og Tíblisi og stöðva georgíska embættismenn sem reyna að komast til Gori. Erlendir fréttamenn í Gori sáu reykjarbólstra stíga upp frá stöðum skammt frá borginni og heyrðu skot- hríð. Skelfingu lostið fólk í Gori og nágrannabyggðum sagði vopnaða sjálfboðaliða frá Suður-Ossetíu og Tsjetsjeníu, sem hefðu komið með rússneska hernum, ganga berserks- gang. Sögðu heimildarmenn að þeir rændu og rupluðu, brenndu hús, nauðguðu og hefðu á brott með sér ungar konur og karla. Interfax-fréttastofan rússneska hafði í gær eftir Sergei Lavrov utan- ríkisráðherra að Bandaríkin yrðu að velja á milli Georgíu og Rússlands. „Leiðtogar Georgíu eru gæluverk- efni Bandaríkjamanna,“ sagði Lavr- ov. „Að því kemur að nauðsynlegt verður að velja á milli þess að styðja þetta sýndarverkefni og raunveru- legs bandalags, þar sem þörf er á raunverulegu samstarfi,“ sagði Lavrov utanríkisráðherra. Rússar hunsa vopnahlé Hertóku Gori og vígamenn Osseta og Tsjetsjena sagðir ganga berserksgang Reuters Heimilislaus Kona frá Suður-Ossetíu með tvö börn sín í tjaldbúðum fyrir flóttafólk í borginni Alagir í sunnanverðu Rússlandi í gær. Í HNOTSKURN »Hjálpargögn verða send tilGeorgíu með bandarískum herflugvélum og herskipum. Bandaríkin munu þó varla taka að sér hernaðarleg verk- efni þótt Saakashvili forseti gefi í skyn að þeir muni tryggja flugumferð í Tíblisi. PILLAN, getn- aðarvörnin sem milljónir kvenna hafa reitt sig á, getur haft áhrif á makaval þeirra. Þessu er haldið fram í niðurstöð- um nýrrar bresk- ar rannsóknar vísindamanna við Liverpool-háskóla, þar sem þetta orsakasamband er rakið til þeirra áhrifa sem pillan hef- ur á hormónastarfsemi kvenna, með þeim afleiðingum að þær laðast að öðrum manngerðum en ella. Fjórðungur kvenna á aldrinum 16 til 50 ára notar pilluna að staðaldri og ef rétt reynist gæti ofangreint or- sakasamband verið orsakavaldur í skilnuðum, þegar konur hætta að fella hug til sambýlismanna sinna. Eins órómantískt og það kann að hljóma er talið að konur laðist að mönnum sem hafi erfðafræðilega frábrugðið ónæmiskerfi, í gegnum lyktarskynið, enda auki það líkur á heilbrigðum afkvæmum í samband- inu. Pillan kann að raska þessu. baldura@mbl.is Hefur pill- an áhrif á makaval? Ný rannsókn bendir til orsakasambands DAVID Camer- on, leiðtogi breskra íhalds- manna, reynir nú að lágmarka þann skaða sem hlotist hefur af umdeild- um ráðleggingum einnar helstu hugveitu hans, Policy Exchange. Í ráðleggingunum, sem settar eru fram í nýrri skýrslu, felst að flokkn- um beri að halda sig frá Liverpool, Sunderland og Bolton á Norður- Englandi, þar sem hinum fátæku þéttbýlisstöðum sé ekki viðbjarg- andi. Hyggilegra sé að aðstoða íbúana við leit að betra lífi sunnar í landinu. Breska dagblaðið The Times gerði þetta að umtalsefni í gær, en þar sagði að skýrslan kynni að þýða að þrotlaus vinna flokksins í fornum vígjum Verkamannaflokksins væri nú í uppnámi. baldura@mbl.is Haldi sig frá Liverpool David Cameron Hver var afstaða Kínverja? Kínastjórn sagði aðgerðir mót- mælendanna „ólöglegar“. Hvað óttast stjórnin? Stjórnvöld óttast að andstæð- ingar hennar noti leikana til að berjast fyrir réttindum sínum. Einskorðað við Peking? Andófið gegn stjórninni er ekki einskorðað við höfuðborgina Pek- ing. Sérstaklega er fylgst með Uighur-mönnum, minnihlutahópi múslíma, sem gert hefur árásir í Xinjiang-héraði síðustu daga. Þar af féllu þrír í hnífstunguárás í héraðinu á þriðjudag. Hvaða aðferðum er beitt? 150.000 manna lið hers og lög- reglu gætir öryggis í Peking. S&S LÍTIL stúlka, sem kom í heiminn á Indlandi fyrir þremur vikum, er munaðarlaus í kjölfar lagaflækja sem komu upp í kjölfar skilnaðar japönsku hjónanna Ikufumi og Yuki Yamada sem ætluðu að ætt- leiða hana. Þau höfðu greitt ind- verskri konu fyrir að ganga með barnið, sem getið var með gjafa- eggi og sæði úr Ikufume. Báðar konurnar neita nú að taka stúlkuna að sér, en Ikufume hefur lýst yfir vilja sínum til þess og móð- ir hans hefur annast stúlkuna á spítala í borginni Jaipur. Indversk lög banna hins vegar að karlmaður ættleiði stúlkubarn. Ikufume má ekki fara með stúlkuna úr landi nema hann hafi ættleitt hana því hún hefur indversk ríkisfang. Málið hefur vakið lagalegar og siðferðislegar spurningar. Algengt er á Indlandi að konur taki að sér að ganga með börn fyrir erlend hjón gegn gjaldi. Engin lög gilda hins vegar um börn sem fæðast undir þessum kringumstæðum. Því geta börn þurft að gjalda þess þeg- ar deilur koma upp um forræði og ríkisfang. sigrunhlin@mbl.is AP Amma? Móðir Ikufumi Yamada ásamt litlu stúlkunni sem er líffræðileg dótt- ir hans. Mæðginin vilja fara með hana til Japans en réttur þeirra er óljós. Enginn fær forræðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.