Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 17
Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞRÁTT fyrir að þrjú ár hans í Öld- ungadeildinni séu stuttur tími [...] höfum við nægar upplýsingar útfrá næfurþunnri ferilskrá hans, að við- bættum árum hans á ríkisþinginu í Illinois, til að sjá mynstur vinstri jaðarsins birtast í því hvernig hann greiðir atkvæði sitt í fjölda mála.“ Nokkurn veginn svona hljómar brot úr bókinni „Obama Nation: Leftist Politics and the cult of Per- sonality,“ gagnrýnu verki um Bar- ack Obama, forsetaframbjóðenda demókrata, sem hægrimaðurinn Jerome R. Corsi skrifar í að því er virðist ósviknum afhjúpunarstíl rita af þessu tagi. Vinsældir bóka af þessum toga staðfesta þá gjá sem enn er til staðar í bandarísku þjóðlífi. Bók Corsi vermir efsta sæti metsölulista The New York Times, ásamt því að vera ein þriggja bóka sem ætlað er að af- hjúpa Obama á lista yfir 20 mestu seldu bækurnar á Amazon, stærstu vefverslun heims, án þess að mikið væri um þær fjallað (sjá ramma). Obama ekki treystandi Corsi hefur áður náð efstu sætum á metsölulista. Sumarið 2004 komst bók, „Unfit for Command“, þar sem sáð var efasemdum um herþjónustu John Kerry, forsetaframbjóðanda demókrata sama ár, í Víetnam, afar umdeildar vangaveltur sem urðu til- efni enn umdeildari auglýsinga. Að mati greinarhöfunda The New York Times er ætlun Corsi að út- mála Obama sem róttækan vinstri- mann sem reynt hafi að leyna ísl- ömskum rótum sínum, í því skyni að sannfæra kjósendur um að líkt og frambjóðandanum Kerry sé honum ekki treystandi til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á fjölmargar rangfærslur í bókinni er búist við að þau 475.000 eintök sem prentuð hafi verið af henni muni rjúka út á næstu vikum. Markmið Corsi, sem farið hefur í yfir hundrað viðtöl vegna bókarinnar er skýrt: að koma í veg fyrir sigur Obama. Níðbækurnar rifnar úr hillunum Ætlað að sá efasemdum um Obama Í HNOTSKURN »Obama Nation (til hægri)er í efsta sæti metsölulista The New York Times. »Bækurnar The CaseAgainst Barack Obama (til vinstri) og Fleeced stefna einnig í ágæta sölu. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 17 vi lb or ga @ ce nt ru m .is Sportlínan frá Miele Framleiddar til að endast Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop Framleiddar í Þýskalandi Glæsilega hannaðar Með því að kaupa Miele þvottavél eða þurrkara leggur þú grunn að langtímasparnaði SPARAÐU MEÐ MIELE -hágæðaheimilistæki Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur ÞÝSKIR og hollenskir Grænfrið- ungar sigldu á þriðjudag um þýska landhelgi og vörpuðu í hafið um 40 þriggja tonna þungum graníthnull- ungum. Markmið þeirra er að hamla veiðum með botnvörpum, og að koma í veg fyrir að veitt sé við strendur eyjarinnar Sylt undan ströndum Slésvíkur, rétt hjá landa- mærum Þýskalands og Danmerkur. Að sögn Grænfriðunga eru þar hí- býli margra dýrategunda og meðal annars klakstöðvar höfrunga. Botnvörpur eru umdeild veið- arfæri og veiðar með þeim hafa legið undir ámæli fyrir að eyðileggja kjör- lendi dýrategunda og að drepa fjölda lífvera að óþörfu. Thilo Maack, talsmaður Grænfrið- unga, sagði í samtali við fréttastofu AP að hópurinn íhugaði að beita næst sömu aðgerðum í danskri og breskri landhelgi. Talsmaður þýska umhverfisráðu- neytisins sagði ráðuneytið taka nátt- úruvernd afar alvarlega. Verkefni Evrópusambandsins undir nafninu Natura 2000, sem á að stuðla að verndun lífríkis í höfum, hefði ekki í för með sér að öllum aðgerðum í gróðaskyni þyrfti að hætta. Thilo Maack sagði verkefnið hins vegar aðeins veita vernd í orði en ekki á borði. sigrunhlin@mbl.is Stríðsmaður Skip Grænfriðunga, sem ber heitið Rainbow Warrior. Skemma fyrir botnvörpum Grænfriðungar hentu grjóti á hafsbotn ÞYKKUR reykjarmökkurinn steig upp til himna þar sem tugir lágu særðir á fjölfarinni götu í hafnarborginni Tripoli í Líbanon í gær eftir að sprengja sem komið var fyrir í skjalatösku sprakk við þéttsetna farþegarútu. Sprengjan var svo öflug að gígur myndaðist í götunni, en minnst níu hermenn og fimm óbreyttir borgarar biðu bana. Talið er fullvíst að árásin hafi beinst gegn hernum. „Þetta gerðist allt svo hratt,“ sagði einn sjónvarvotta, en árásin var gerð á háannatíma að morgni dags. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu, en grunur hefur fallið á vígamenn Fatah al-Islam, róttækrar hreyf- ingar súnníta sem sækir innblástur til al-Qaeda-hryðju- verkanetsins. Róstusamt hefur verið í borginni að und- anförnu og á þriðja tug manna fallið í átökum súnníta og alavíta-múslíma, frá því í júnímánuði. Árásin nú kann að vitna um vaxandi spennu í borginni. Eins og rakið er í fréttaskýringu dagblaðsins The New York Times hafa líbanskir fjölmiðlar velt því upp hvort árásinni hafi verið ætlað að setja strik í heimsókn Michel Suleiman, forseta Líbanons, til Sýrlands í gær. Hyggst Suleiman þar funda með Bashar al-Assad Sýrlandsforseta í fyrstu viðræðum forseta ríkjanna í langa hríð. Nú er hins vegar útlit fyrir að einangrun Sýr- lendinga eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi for- sætisráðherra Líbanons, í Beirút 2005 sé að ljúka. Hyggjast opna sendiráð í höfuðborgunum Í Líbanon voru margir þeirrar skoðunar að Sýrlend- ingar hefðu látið myrða Hariri vegna andstöðu hans við þá. Sýrlandsstjórn var beitt miklum þrýstingi eftir morðið á leiðtoganum og dró í kjölfarið herlið sitt frá Líbanon eftir að hafa hernumið landið í nær þrjá áratugi. Réttur mánuður er liðinn frá stofnun Miðjarðar- bandalagsins, að frumkvæði Nicolas Sarkozy Frakk- landsforseta í París og hétu forsetar ríkjanna tveggja þá að beita sér fyrir aukinni samvinnu þeirra í millum. Meðal þess sem til stendur er að ríkin opni sendiráð í höfuðborgunum Beirút og Damaskus. baldura@mbl.is Tugir særðir eftir sprengjuárás í Tripoli Talið fullvíst að árásin hafi beinst gegn hernum í Líbanon Reuters Á vettvangi Hermenn og óbreyttir borgarar virða fyrir sér farþegarútuna eftir sprenginguna í Tripoli í gær. SÚ ÆVAFORNA niðurstaða að kol- krabbar hafi átta arma hefur verið hrakin. Hið rétta er að þeir hafa sex arma og tvo fætur, ef svo má að orði komast um þessi leyndardóms- fullu kvikindi undirdjúpanna. Þetta kom fyrir tilviljun í ljós í rannsókn á líkamsbeitingu kol- krabba, m.a. eftir að fylgst var gaumgæfilega með risakolkrabb- anum Mavis í sædýrasafninu í Weymouth á Englandi. Leiddi athugunin í ljós að tveir öftustu armarnir gegna hlutverki fótleggja sem kolkrabbarnir nota til að fikra sig í kringum steina og eftir hrjóstrugum hafsbotni. Hing- að til hefur verið talið að kol- krabbarnir not- uðu fjóra ar- manna til hreyfinga í vatninu, en hina við ýmsar athafnir. baldura@mbl.is Með sex arma, ekki átta Kolkrabbar eru furðudýr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.