Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 23 - kemur þér við Snarræði flugmanns bjargaði lífi farþega Langtímaföngum hefur fjölgað ört síðustu ár Perlur og timburgólf í Mosfellsdal Jarðbundni framherjinn með stóru draumana Helgi Björns er nýr kántríkóngur Ívar Örn úr Stundinni okkar setur upp Óþelló Hvað ætlar þú að lesa í dag? ÁHUGI og ástundun Kínverja á íþróttum er mismunandi eftir kyn- slóðum. Líkt og með skyndibitamatinn líkar yngri kynslóðinni betur við íþróttir komnar frá Vesturlöndum, eins og boltaíþróttir, frjálsar íþróttir, sund, fimleika o.fl. en eldri kynslóðin kýs frekar að stunda hefðbundnar kínverskar íþróttir. Fyrir Kínverja á efri árum er taiji mjög góð heilsubótaræfing. Taiji kom fyrst fram á sjónarsviðið á Tang- keisaratímabilinu í Kína (618-907 e.Kr.) og á því meira en 1.300 ára sögu. Taiji-æfingarnar eru gerðar mjög hægt og rólega og má jafnvel líkja við dans á hálfum hraða. En þeir sem eru færir í taiji teljast til bestu meistara í bardagalist. Í kínverskum fornsögum er meisturum í taiji gjarn- an lýst sem mönnum með yfirnátt- úrulegan kraft og stenst enginn þeim snúning. Kínverjar telja að í náttúrunni byggist allt á jafnvægi á milli tveggja andstæðra afla, yin og yang. Hraði og hægagangur fyrirfinnast samtímis, allir sem eignast eitthvað munu jafn- framt tapa því á einhverjum tíma- punkti. Mennirnir eru hluti af alheim- inum, hreyfing og kyrrstaða eru tvær myndir yin og yang. Í líkamanum er samfellt orkuflæði, árangursrík lík- amsrækt hjálpar þessu orkuflæði og kemur flæðinu í jafnvægi sem jafn- framt kemur jafnvægi á hugann. Ástæðan fyrir hægum hreyfingum í taiji er viðleitni til að koma á góðu orkuflæði um líkamann og eftir að hafa stundað taiji er maður í góðu jafnvægi jafnt andlega sem líkamlega. Taiji er kínverskt sport í húð og hár og á rætur í kínverskri bardagalist. Í kínverskum kungfu-myndum eru hreyfingar sem þar eru fram- kvæmdar á jaðri þess að vera yf- irnáttúrulegar. Kungfu er sú bar- dagaíþrótt í Kína sem á hvað lengsta sögu í því formi sem hún er stund- uð í dag. Áður fyrr þurftu allir hermenn að gangast undir stranga kungfu-þjálfun og í huga almennings er ímynd hvers yfirmanns í hernum sterklega tengd yfirburðakunnáttu í kungfu. Kínversk glíma og skylmingar hafa frá fornu fari haft mikið sýningargildi og gjarnan notað til að magna upp and- rúmsloftið á ýmsum sýningum. Vert er að minnast á það að kna- paknattleikur (e. polo) og leikur sem um margt minnir á nútímaknatt- spyrnu voru þegar stundaðir á tímum Tang-keisaraættarinnar. Samfélagið á þeim tíma leit upp til iðkenda knatt- leikja af þessari tegund og jafnvel konum var leyft að taka þátt. Myndir sem hafa varðveist frá þessum tíma sýna þetta svart á hvítu. Eftir lok Tang-keisaraættarinnar fór knapak- nattleikur smá saman úr tísku og hvarf af sjónarsviðinu. Vinsælar íþróttagreinar eins og frjálsar íþróttir, sund og ýmsar bolta- íþróttir fóru Kínverjar ekki að stunda fyrr en í byrjun 20. aldarinnar. Á átt- undu Ólympíuleikunum sem haldnir voru í París árið 1924 áttu Kínverjar fyrst fulltrúa á Ólympíuleikum. Það voru þrír íþróttamenn sem kepptu í tennis. Kostnað við þátttöku þeirra borguðu þeir úr eigin vasa. Eftir að Kínverska alþýðulýðveldið var stofn- að var sett á stofn opinbert kerfi fyrir íþróttir. Íþróttamönnunum var haldið uppi af ríkinu og þátttaka ein- staklinga í alþjóðlegum keppnum var ákveðin af miðstýrðu kerfi í gegnum flókið valferli. Þessi skipun mála hafði þann kost í för með sér að árangur í formi verðlaunapeninga náðist mjög fljótt en fyrir íþróttamennina gat þetta oft haft þær afleiðingar að þeir festust til lífstíðar í lífi sem einungis snerist um þeirra íþrótt og áttu ekki aðra kosti en að gerast þjálfarar við lok þeirra íþróttaferils. Í dag er almenningur í Kína orðinn opnari fyrir ýmsum tegundum af íþróttum og hreyfingu almennt. Fyrir utan hefðbundna kínverska leikfimi er fólk farið að skokka, synda og stunda ýmiss konar leikfimi sér til heilsubótar. Kínversk stjórnvöld telja að verð- launapeningar á Ólympíuleikum varpi dýrðarljóma á alla þjóðina. Frá því á Ólympíuleikunum í París hafa Kín- verjar sent þátttakendur á flesta Ól- ympíuleika, undantekning er þó rúm- lega tíu ára tímabil á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Á leikunum sem haldnir voru í Los Angeles árið 1984 voru Kínverjar aftur með eftir töluvert hlé og sendu þá vaska sveit til leiks. Þátt- takendum frá Kína fjölgar með hverj- um leikum og er landið farið að nálg- ast meir og meir efsta sætið yfir fjölda verðlaunapeninga meðal þátt- tökuþjóða. Að fá að halda Ólympíuleikana gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Árið 1992, þegar kosið var um hvar Ólymp- íuleikarnir ættu að verða árið 2000, munaði einungis einu atkvæði á Pek- ing og Sydney í Ástralíu um hvor borgin ætti að fá að halda leikana. Tækifærið kom svo á þessu ári. Til að draga úr mengun og bæta umferðina í borginni hefur þegar verið ákveðið að bílaflotinn á götunum verði minnk- aður um helming og 4 nýjar leiðir í neðanjarðarlestarkerfinu hafa verið opnaðar að undanförnu. Allt Kína er að undirbúa þessa Ólympíuleika og þetta eiga án efa eftir að verða magn- aðir Ólympíuleikar. Þrátt fyrir að á ýmsu hafi gengið í aðdragandanum munu Kínverjar sýna umheiminum erfiði sitt með stolti. Kínverjar og íþróttir Xin Shi skrifar um íþróttaiðkun í Kína að fornu og nýju »Vinsælar íþrótta- greinar eins og frjáls- ar íþróttir, sund og bolta- íþróttir fóru Kínverjar ekki að stunda fyrr en í byrjun 20. aldarinnar. Xin Shi Höfundur er sagnfræðingur. ÝMIS eiturefni eða heilsuskaðvaldar eru í mat, vatni og lofti. Þá hefur það sýnt sig, að loftgæði í þéttbýli og nálægt stóriðjuverum eru oft slæm. Þannig er vart lengur unnt að treysta því lengur, að skemmtiganga í Reykjavík eða nálægt stóriðjuverum og jarð- varmavirkjunum sé í hreinu lofti. Á námsárum mínum erlendis kynntist ég fólki frá Austur-Evrópu, sem var að flýja loftmengunina heima fyrir vegna barna sinna. Þá kom ég á stað, þar sem óvarleg förgun ker- brota hafði eyðilagt tannheilsu heillar kynslóðar, sem bjó nálægt álveri. Ég innleiddi svokallaðar flæðigryfjur til förgunar kerbrota hér á landi, ódýra lausn. Lokalausnin er þó endur- vinnsla. En hvaða skaðvaldar eru þetta, sem geta stórlega skert lífsgæði okk- ar með því að eyðileggja lungun og fleira í okkur hægt og bítandi yfir langan tíma, þótt mengunin sé í litlum styrk? Allir mengunarstaðlar sem iðnaðurinn vitnar til eru miðaðir við full- frískt fullorðið meðal- fólk, en undanskilur veika og aldraða, ófrískar konur og kon- ur með á brjósti, börn og unglinga. Þetta er um helmingur lands- manna en loftmengun undir staðalgildum hef- ur áhrif á það. Slæmt loft þýðir veik börn, en börnum frá 5. mánuði og allt að 5 til 6 ára ald- urs er sérlega hætt, þar sem barkinn er enn þröngur og slímhúðin við- kvæm fyrir ertingu og kvefpestum. Hér á eftir verða talin nokkur efni, sem finna má í lofti hér á landi, helstu uppsprettur þeirra og hvað þau geta gert heilslunni. Tekið skal fram, að fleiri þessara efna saman geta magn- að þessi áhrif (sjá töflu). Loftgæðin geta versnað fljótt. Er ég var um tíma í Beijing fyrir 14 ár- um varð ég ekki var við þessa miklu mengun sem er þar í dag, enda flestir þá hjólandi eða gangandi. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu er það einkum óhagstæð mengun frá dís- ilbíla- og bílaumferð, brennisteins- díoxíði og nýjustu ógnuninni, sem er brennisteinsvetni frá jarðvarmavirkj- ununum. Hitahvörf, óhagstæðar vindáttir og kalt loft vetur og haust draga úr blöndun upp á við eða þynn- ingu. Þá er brennisteinsdíoxíð- útslepp stóriðjunnar varasamt, því að það getur borist lítt þynnt langar vegalendir og aukist í styrk í lægðum og nálægt jörð. Þá flytur þurrt og kalt loft meira af eiturefnum en rakt og heitt. Ennfremur breytist sumt af brennisteinsvetninu fljótt í brenni- steinsdíoxíð. Það er því tímabært, að umhverfis- yfirvöld vinni að því að tryggja öllum landsmönum hágæða- eða hreint loft, sem til lengri tíma litið mun skila sér í betri lungnaheilsu þjóðarinnar. Pen- ingasjónarmiðin eru lítils virði þegar heilsan er annars vegar. Pálmi Stefánsson skrifar um loftgæði » Loftmengun fer vax- andi hérlendis með iðnaði eins og annars staðar og munu afleið- ingarnar ekki láta standa á sér nema grip- ið verði til mótaðgerða. Höfundur er efnaverkfræðingur. Skaðvaldur Uppspretta Heilsuáhrif Brennisteinsdíoxíð (SO2). Stóriðja, olíubrennsla. Öndunarörðugleikar erting slímhúðar, asmi, pseudocroup hjá börnum. Brennisteinsvetni (H2S) Jarðvarmavirkjanir. Hindrar súrefnisupptöku lamar öndunina. Kolmónoxíð (CO). Bílaumferð, ófullkomin brennsla olíu- og stóriðja Hindrar súrefnisupptöku, höfuðverkur og vanlíðan. Jónir og geislun. Háspennulínur og –möstur. Talið valda blóðkrabba í börnum. Nituroxíð (NO og NO2). Bílaumferð, olíubrennsla. Veikindi í öndunarvegi. Fínt sót og ryk. Dísilbílaumferð, stóriðja. Smáar agnir fara út í blóðið, setjast í líffærin. Áhrif loftmengunar á heilsuna Pálmi Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.