Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 25 skilningur orðinn einstakur. Helga var sérlega hressandi manneskja. Hún var glaðvær, hláturmild, litaglöð, skarp- greind og hafði að bera óbilandi bjart- sýni og baráttuanda. Öll höfum við okkar ástæður til að syrgja fráfall Helgu, hún gegndi mis- munandi hlutverkum í lífi okkar sem einstaklinga. Til viðbótar við að vera eiginkona og móðir þá var hún mikil útivistarkona, hún var kennari og fræðimaður, hún var einnig upp- spretta eldmóðs í baráttu fyrir mál- staðnum ásamt því að vera hugmynda- fræðilegur brunnur í málefnum blindra og sjónskertra. Þá var hún jafnframt mörgum hvatning til að gera meira og betur og brjótast út úr þæg- indaumhverfinu. Láta á sig reyna og verða ekki fórnarlamb aðstæðnanna heldur gera það besta sem hægt er hverju sinni. Síðast en ekki síst var hún góður vinur og félagi. Helga gegndi lykilhlutverki í mótun starf- semi nýrrar þjónustu og þekkingar- miðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda, sem áformað er að hefji starfsemi á næsta ári. Þegar kom að faginu og því málefni sem Helga hafði helgað líf sitt þá bjó hún yfir einstæðum eiginleikum. Hún var allt í senn eldhugi, fræðimaður, kennari, frumkvöðull og hugmynda- fræðingur, auk þess sem málstaðurinn stóð hjarta hennar svo nærri sem nokkur kostur var. Þegar litið var til reynslu, menntunar, þekkingar og hugmyndafræðilegrar nálgunar á mál- efnum blindra og sjónskertra hér á landi þá stóð Helga þar fremst. Minn- ingin um Helgu, glaðværa baráttu- konu, verður best heiðruð með því að láta ekki hugfallast, það væri ekki í anda Helgu „okkar“ Einars. Þeir sem koma að málefnum blindra og sjón- skertra og vilja standa vörð um hags- muni þeirra, verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi faglegan metnað og að þeir hugmyndafræðilegu vegvísar sem Helga lagði verði okkur áfram til leið- sagnar í þeim verkefnum sem Helga vann að. Þar mun Blindrafélagið, sam- tök blindra og sjónskertra á Íslandi, leggja sitt af mörkum. Við fráfall Helgu Einarsdóttur er stórt skarð höggvið í samfélag okkar. Hinn stóri vinahópur og samstarfsmenn Helgu eru til muna fátækari eftir en áður. Um leið má segja að við sem höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að verða samferða Helgu „okkar“ Einars erum ríkari á eftir. Það ferðalag hefur verið mannbætandi. Fyrir hönd Blindrafélagsins, sam- taka blindra og sjónskertra á Íslandi, færi ég fjölskyldu Helgu, vinum henn- ar og samstarfsfólki okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristinn Halldór Einarsson formaður. Meira: mbl.is/minningar Það var fallegur dagur á hálendinu. Leiðin lá frá Álftavatni í Þórsmörk með viðkomu í Fljótshlíð. Lítið píp sagði mér að síminn væri búin að ná sambandi og stuttu síðar fékk ég sím- tal. Það voru slæmar fréttir. Helga Einarsdóttir hafði orðið bráðkvödd. Helga skrifaði undir eiðstaf Hjálp- arsveitar skáta í Reykjavík 23. sept- ember 1986. Strax frá upphafi var ljóst að þar fór sterk kona sem setti fram skoðanir sínar á jákvæðan hátt. Ég man aldrei eftir Helgu nema brosandi og önnum kafinni við að gefa frá sér já- kvæðar bylgjur. Að ætla sér að vera í slæmu skapi nálægt Helgu var erfitt, það passaði einfaldlega ekki saman. Fyrir hönd Hjálparsveitar skáta í Reykjavík færi ég fjölskyldu Helgu samúðarkveðjur. Hennar verður sárt saknað í okkar starfi. Haukur Harðarson sveitarforingi. Helga Einarsdóttir var lífsglöð og kraftmikil baráttukona, sem skyndi- lega var hrifin brott í blóma lífsins, í miðju verki við mikilvægt uppbygg- ingarstarf. Hún tileinkaði líf sitt bar- áttu fyrir mannréttindum og menntun blindra og sjónskertra einstaklinga. Sjálf var hún nátengd lífi og aðstæðum þess hóps frá fæðingu. Móðir hennar var formaður Blindrafélagsins um ára- bil og faðir hennar blindrakennari. Helga ólst upp í húsi Blindrafélagsins við Hamrahlíð og líf hennar var frá fyrstu tíð nátengt grasrótarhreyfingu blindra og sjónskertra. Fundum okkar Helgu bar fyrst saman þegar hún hóf nám í fötlunar- fræðum við Háskóla Íslands haustið 2005. Hún kom hjólandi í skólann og vatt sér inn í kennslustofuna röggsöm og hress, rjóð í kinnum eftir hjólaferð- ina. Frá upphafi tók hún virkan þátt í umræðum um viðfangsefni námsins. Hún var eldhugi, fljót að hugsa og tengja, og innlegg hennar endurspegl- uðu að hér var á ferð manneskja með afburðaþekkingu. Helga leit svo á að hin félagslega nálgun fötlunarfræðinn- ar væri lykilatriði í framþróun í mál- efnum blindra og sjónskertra einstak- linga og hún lagði mikla áherslu á að tengja þetta tvennt. Ég naut þeirra forréttinda að leið- beina Helgu við vinnu að MA-verkefni hennar, „Ungt blint og sjónskert fólk: Samfélag, sjálf og skóli“ sem byggir á rannsókn sem hún vann á árunum 2006 og 2007. Helga var að leggja loka- hönd á ritgerðina þegar hún lést en áð- ur hafði hún lokið öðrum þáttum meistaranámsins. Í samráði við fjöl- skyldu Helgu hefur verið gengið frá því að hún brautskráist með MA- gráðu í fötlunarfræðum nú í haust eins og hún stefndi að. Sjálf leit Helga á rit- gerð sína og rannsókn sem mikilvægt framlag til uppbyggingar nýrrar þekk- ingar– og þjónustumiðstöðvar fyrir blint og sjónskert fólk. Við fráfall Helgu sjáum við á bak okkar helsta hugmyndafræðingi og leiðtoga í þess- um málaflokki. Helga Einarsdóttir varð fljótt lyk- ilmanneskja í félagsskap nemenda og kennara í fötlunarfræðum og lét sig m.a. sjaldan vanta í hinar mánaðarlegu „Sögustundir“ þegar nemendur og kennarar hittust á Hótel Sögu. Helga var mikilvæg samstarfskona okkar innan fötlunarfræðinnar og tók virkan þátt í rannsóknum og öðru starfi. Hún deildi af örlæti sinni viðamiklu reynslu en í Helgu samþættist með óvenjuleg- um hætti persónleg, fagleg og fræðileg þekking ásamt brennandi baráttuanda fyrir jafnrétti og fullri samfélagsþátt- töku blinds og sjónskerts fólks. Mál- tækið að maður komi í manns stað á ekki við hér því Helga bjó yfir ein- stakri þekkingu og reynslu. Hennar verður sárt saknað. Helga átti margt ógert og fráfall hennar skilur eftir stórt skarð í hópi okkar sem vinnum að málefnum fatlaðs fólks. Þetta skarð fyllir enginn en við sem eftir lifum varðveitum minninguna um þessa ein- stöku konu best með því að vinna áfram í þeim anda sem hún lagði grunninn að. Á þessari erfiðu stundu færi ég eig- inmanni Helgu og börnum innilegar samúðarkveðjur. Rannveig Traustadóttir, Háskóla Íslands. Það eru 43 ár síðan Helga Einars- dóttir kom í þennan heim. Einar Hall- dórsson, faðir hennar, kenndi mér í blindraskólanum. Rósa Guðmunds- dóttir skrifaði námsbækur eftir seg- ulbandi sem Einar las inn á og hún var vinkona mín. Á okkur var 29 ára ald- ursmunur og samt vorum við vinir. „Ég þarf að fá annan hvorn ykkar bræðra til þess að skrifa fyrir mig í sumar,“ sagði Einar við okkur tví- burana þegar hann og Guðrún, fyrri kona hans, óku okkur heim dag einn í miðjum ágúst árið 1965. Við spurðum hvort Rósa gæti ekki gert það og var svarið nei. Einar undr- aðist jafnframt að við skyldum ekki vita ástæðuna, Rósa væri á spítala því að henni hefði fæðst dóttir. „Með hverjum?“ „Nú, með mér,“ svaraði hann að bragði. Við hrópuðum báðir: „Við trúum þessu ekki!“ Þannig var nú það. Þessi saga hefur oft verið sögð, saga um ástir, harm og gleði. Úr varð að ég hæfi vinnu við náms- efnisgerð og hefur það sennilega markað þann starfsferil sem stóð með hléum næstu fjóra áratugi. Þær mæðgur, Helga og Rósa, voru afar samrýndar. Hún sagði okkur sög- ur af því hvernig Helga brygðist við ýmsum aðstæðum. Þegar hún var á öðru ári leiddi hún mömmu sína að borði þar sem myndir voru og lagði lóf- ann á henni á mynd. Mamma skoðaði allt með fingrunum og hví ekki mynd- irnar líka? Ekki er að efa að uppruni hennar hefur valdið miklu um þau störf sem Helga innti svo vel af hendi. Eftir stúd- entspróf vann hún um skeið á Blindra- bókasafni Íslands. Í námsbókadeild- inni notuðum við í fyrsta sinn tölvur til að framleiða bækur með blindraletri. Þyrftum við að skreppa eitthvert í op- inberum erindum var annaðhvort farið gangandi eða á tveggja manna hjóli. Helga vann ýmis störf í þágu blindra og sjónskertra. Sumir sögðu og hún reyndar sjálf að hún væri dóttir blindrafélagsins. Hún kenndi og var atorkumikill félagsmálafrömuður. Hún fylgdist afar vel með nýjungum og hratt hugmyndum sínum í fram- kvæmd af ótrúlegri atorku. Helga var hreinskilin og ekki ætíð orðvör. Fóru því fæstir í grafgötur um skoðanir hennar og var það einn af kostum hennar. Það var ótrúlegt hvað hún var lík föður sínum í orðavali og kjarnyrðin hafði hún frá móður sinni. Helga líktist sumum karlmönnum í því að hún tjáði ást sína með öfugum formerkjum. Í fyrsta sinn sem ég hitti þau Jakob saman sagði hún: „Þetta er mannræfillinn sem ég bý með.“ Þá vissi ég að hún væri orðin ástfangin. Helga erfði alla hina bestu kosti for- eldra sinna, var drengur góður og mannvinur. En hún var einnig góð af sjálfri sér og þróaði með sér einbeittan vilja til þess að hrinda hverju því í framkvæmd sem til heilla horfði. Pabbi hennar hló stundum að henni og sagði að hún væri skörungur. Helga, Jakob og börnin þrjú voru samhent heild. Þau áttu sér margvís- leg áhugamál og nutu lífsins saman. Það er svo ótrúlega stutt síðan þessi saga hófst. Þó að Helga hverfi mönnum sjónum verður samstaðan enn fyrir hendi og viljinn til þess að halda áfram á þeim grunni sem þau hjónin og börnin þeirra hafa lagt. Allar góðar vættir fylgi eiginmanni hennar og börnum. Arnþór Helgason. Á sinni stuttu en afkastamiklu ævi barðist Helga Einarsdóttir ötullega fyrir bættri þjónustu fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga og jafnræði þeirra í samfélagi manna. Slagorð hennar var: „Ekkert um okkur án okk- ar.“ Með sama hætti hvatti hún til þess að einstaklingnum væri ekki hjálpað, heldur hann studdur til að hjálpa sér sjálfur. Helga lét verk fylgja orðum og hvatti til þess að þjónusta á vegum rík- isins við blinda og sjónskerta einstak- linga yrði endurskoðuð. Það er af- rakstur frumkvæðis hennar að í lok árs 2007 ákvað ríkisstjórn Íslands að hefja undirbúning að stofnun nýrrar heildstæðrar þjónustumiðstöðvar fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga. Helga fylgdi málinu eftir og var í far- arbroddi starfsmanna núverandi þjón- ustustofnana við gerð tillagna um hug- myndafræði, stefnumótun og verklag hinnar nýju miðstöðvar. Með ótíma- bæru fráfalli Helgu verður til stórt skarð í þessum málaflokki, sem erfitt verður að fylla. Ástríða hennar gagnvart málefnum blindra og sjónskertra var ómæld og hvar sem hún kom þá tók hún málið upp, miðlaði og fræddi og breytti við- horfum og skilningi. Hún bjó yfir skýrri framtíðarsýn og eldmóði sem hún miðlaði óspart til annarra. Hún beitti gleði og kímnigáfu til að koma al- varlegum skilaboðum á framfæri og smitaði þannig samstarfsfélagana til góðra verka. Verkefnisstjórn, sem fylgir eftir undirbúningi hinnar nýju þjónustu- miðstöðvar, þakkar Helgu áhugann, samstarfið og þá ómetanlegu þekk- ingu sem hún lagði til. Um leið eru fjöl- skyldu hennar og aðstandendum send- ar innilegar samúðarkveðjur. F.h. verkefnisstjórnar nýrrar þjón- ustumiðstöðvar, Hrönn Pétursdóttir. Það eru aðeins góðar minningar sem koma upp í hugann þegar hugsað er til Helgu Einarsdóttur sem nú er fallin frá á besta aldri. Nýútskrifaður kennari réðst hún til starfa í Húsdýragarðinum í Laugardal sem var að opna um þær mundir. Full eldmóðs og hugmynda lagði hún grunninn að fræðslustarfi Húsdýra- garðsins, starfi sem notið hefur mikilla vinsælda æ síðan. Það var aldrei lognmolla í kringum Helgu. Hún var mikil félagsvera og líf- ið innan og utan vinnu einkenndist af samheldni. Hún stofnaði raunar nýja ætt á Íslandi, Hafrafellsættina, en það var dæmigert fyrir hugmyndaauðgi hennar. Skrifstofa Húsdýragarðsins er nefnilega í gömlu timburhúsi sem ber nafnið Hafrafell og henni þótti því ekkert sjálfsagðara en að stofna virðu- lega ætt með þessu nafni utan um þá sem þar störfuðu. Helga var ættmóð- irin í hugum starfsmanna allra og voru ótal ættarmót haldin um land allt. Sköpunarkraftur Helgu kom sér vel fyrir hana sem fyrsta kennarann í Húsdýragarðinum. Hún samdi mikið af námsefni tengdu starfsemi garðs- ins, en ekkert slíkt efni var til í landinu á þeim tíma. Vinnusemi og vandvirkni var henni í blóð borin og leysti hún það sem rak á fjörur hennar framúrskar- andi vel. Minningarnar um Helgu, frásagn- arhæfileika hennar og útgeislun ylja okkur. Við munum njóta þess um ókomna tíð að hafa kynnst kostakon- unni Helgu Einarsdóttur. Jakobi, Rósu, Páli og Karli sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. F.h. Hafrafellsættarinar, Tómas Óskar Guðjónsson. Á haustdögum 1980 gerði stelpu- hópur úr Hvassaleitinu sig heimakom- inn í 9. bekk Hlíðaskóla. Þetta voru valkyrjur hinar mestu og furða var hversu vel þeim var tekið af bekkjar- systkinunum sem virtust í fyrstu þó nokkuð hvumsa við þessa innrás. Í þessum bekk voru einnig miklir kven- skörungar þ.á m. æskuvinkonurnar Þórdís og Helga sem drógust að Hvassaleitisstelpunum og ekki leið á löngu þar til vináttuböndin voru treyst. Í Menntaskólanum við Hamrahlíð bættust svo fleiri Hvassaleitisstelpur úr sundruðum árgangi við þennan góða hóp og til varð Saumaklúbburinn með stórum staf. Ljóst var að svo kraftmiklar konur þyrftu að finna sér verðugan vettvang fyrir krafta sína og fannst hann í Íþróttafélagi kvenna. Ekki leið á löngu þar til skarinn var genginn til liðs við það góða félag og varð Helga vinkona fljótt innsti kopp- ur í búri, stjórnarkona og driffjöður í ýmsum málum. Vinsælastur var skíða- skáli félagsins í Skálafelli og margar eru minningarnar um samveru að hausti til að þrífa skálann og að vetri til að njóta skíðasvæðisins. Eftir menntaskóla tvístraðist Saumaklúbburinn í ýmsar áttir. Helga hélt til Finnlands en sneri heim til að festa ráð sitt og eignast fjölskyldu. Að loknu prófi frá Kennaraháskólanum sérhæfði hún sig í blindrakennslu, en uppvöxturinn hafði fært henni af- burðaþekkingu, áhuga og skilning á málefnum blindra. Helga var sérstök manneskja. Lífs- gleði hennar og kraftur endurspeglað- ist í litríku og glaðlegu klæðavali. Hún var mikil útivistarkona. Sumarvinnan í kirkjugörðunum átti vel við hana því þá var hægt að vera úti alla daga, allt þar til skólabjallan kallaði að hausti. Hún elskaði fjöllin og ferska loftið. Ófáar voru gönguferðirnar sem farið var í og haldið var til fjalla við hvert tækifæri. Hún gekk til liðs við hjálp- arsveitir enda mikil félagsvera og tilbúin til að láta gott af sér leiða. Hún varð fljótt sjálfstæð og þurfti ung að reiða sig á sjálfa sig. Þrátt fyrir áföll var það þó ekki hennar stíll að velta sér upp úr sorginni. Hún kaus að beina sjónum sínum fram á veginn, klífa tinda, hlúa að fjölskyldu sinni, hvort sem var á Íslandi, Finnlandi eða Nýja-Sjálandi, og takast á við dagana með hlátri og húmor. Hvernig er hægt að takast á við ótímabært fráfall vinkonu sem stóð í blóma lífsins á annan hátt en að gera eins og hún sjálf hefði kosið, að ganga til fjalla og njóta hverrar stundar sem gefst með fjölskyldu og vinum? Kæru Jakob, Rósa, Palli og Kalli, hugir okkar og hjörtu eru hjá ykkur í þessari djúpu sorg. Gengin er hug- rökk, djörf, brosmild, lífsglöð og sterk kona, vinkona okkar. Fari hún í friði til fegurri fjalla en hér finnast. Anna Margrét, Anna S., Arnbjörg, Ásdís, Brynhildur, Halla, Harpa, Margrét, Sigríður, Valgerður og Þórunn.  Fleiri minningargreinar um Helgu Einarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Elsku Jakob, Rósa, Palli og Kalli, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ásdís og Þórdís. Leiði þig í hæstu heima höndin drottins kærleiks blíð. Ég vil biðja Guð að geyma góða sál um alla tíð. Öðrum stærra áttir hjarta æ þín stjarna á himni skín. Myndin geymir brosið bjarta blessuð veri minning þín. (Friðrik Steingrímsson.) Elsku Helga mín, hafðu þökk fyrir allt. Inga. Elsku Helga. Við þökkum þér fyrir alla aðstoðina og hláturinn sem fylgdi þér. Þú ert frábær og átt heið- ur skilið fyrir aðstoðina sem þú veittir okkur inn í skól- ann. Þú munt alltaf eiga sér- stakan stað í hjarta okkar. f.h. félaga úr UNG- BLIND. Dagný Kristjánsdóttir. HINSTA KVEÐJA                         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.