Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er fimmtudagur 14. ágúst, 227. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Þá er þeir mötuðust, tók Jesús brauð, þakkaði Guði, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: Takið og etið, þetta er líkami minn. (Matt. 26, 26.) Það er ef til vill merkilegt í sjálfusér að segja þurfi frá afburða- þjónustu – en Víkverji má til að þessu sinni enda fékk hann nýverið að hann telur eina þá vinalegustu af- greiðslu sem hann man eftir. Þannig var mál með vexti að Vík- verji var að sálast úr hungri eftir langan vinnudag en ákvað að láta ekki blóðsykurinn blekkja sig og troða í sig pitsu, heldur valdi skyndi- bitastaðinn Á grænni grein á Suður- landsbraut. Þangað hefur Víkverji komið nokkrum sinnum áður enda má þar fá gómsætan en hollan skyndibitamat. Hugsanlega hollasta bitann í bænum. Ekki vildi betur til en svo að Víkverji uppgötvaði ofan í garnagaulið að hann hafði týnt vesk- inu sínu og dreif því svo til fjárráða unglinginn á heimilinu með í inn- kaupin. Víkverji valdi sér girnilegt grænmetislasagne af matseðlinum, fékk slatta af sallati og sósu yfir og hnippti í unglinginn til að borga. Sá greip hins vegar í tómt þegar að greiðslu kom. Veskið hafði gleymst heima. Nú voru góð ráð dýr. Víkverji tilkynnti afgreiðslukonunni að hann myndi bruna heim í einum grænum og sækja aur. En sú hélt nú ekki. „Blessuð vertu, borgaðu mér bara næst þegar þú átt leið um,“ sagði hún og rétti kræsingarnar yfir borð- ið með brosi á vör. Víkverji átti varla til aukatekið orð – konuna hafði hann aldrei séð áður enda fleiri mán- uðir síðan hann kom á veitingastað- inn góða. x x x Víkverji hefur aldrei kynnst við-líka greiðasemi – hann grunar að hungurverkirnir hafi hugsanlega skinið úr andlitinu og konan því aumkað sig yfir hann. Hvur sem ástæðan er kann Víkverji henni bestu þakkir fyrir. Hann mætti svo auðvitað á staðinn strax daginn eftir, greiddi skuldina og keypti sér meira lasagne. Og sagði öllum vinum sín- um frá veitingastaðnum við Suður- landsbraut sem er svo annarlega Á grænni grein. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Akureyri Olga Kristín fædd- ist 22. júlí kl. 9.06. Hún vó 3.385 g og var 52 sm löng. Foreldrar hennar eru Karl Guðmundsson og Valgerður Kristjánsdóttir. Reykjavík Jón Hafdal fædd- ist 19. júní. Hann vó 3.555 g og var 48.5 cm langur. For- eldrar hans eru Þorvaldur Hafdal Jónsson og Inga Guð- rún Arnþórsdóttir. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 blámaður, 4 ritum, 7 stoppa í, 8 heitir, 9 nugga, 11 sig- aði, 13 falleg, 14 bor, 15 bráðum, 17 finn að, 20 hljóma, 22 þrautir, 23 hármikil, 24 sér eftir, 25 sár. Lóðrétt | 1 naglaskapur, 2 spónamat, 3 svelgurinn, 4 farartækja, 5 hattkoll- ur,6 lofið, 10 rándýrum, 12 greinir, 13 skjót, 15 raki, 16 brúkar, 18 oft, 19 litlir lækir,20 eirðarlaus, 21 grískur bókstafur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 löðrungur, 8 brunn, 9 flimt, 10 iðn, 11 illur, 13 asnar, 15 slórs, 18 eðjan, 21 púl, 22 kytra, 23 firar, 24 hrakyrðir. Lóðrétt: 2 ötull, 3 rúnir, 4 nefna, 5 uxinn, 6 obbi, 7 ætur, 12 urr, 14 sáð, 15 sekk, 16 Óttar, 17 spark, 18 elfur, 19 járni, 20 norn. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be7 8. f3 Be6 9. g4 d5 10. g5 d4 11. gxf6 Bxf6 12. Bf2 dxc3 13. Dxd8+ Bxd8 14. bxc3 Rd7 15. O–O–O Hc8 16. Kb2 b5 17. Hd6 Ha8 18. Be2 Be7 19. Hd2 Hc8 20. Hhd1 Hc7 21. Bg3 g5 22. Rd4 b4 23. c4 Bc5 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti Taflfélagsins Hellis og Fiskmarkaðar Íslands sem lauk fyrir skömmu í Reykjavík. Sigurður Daði Sigfússon (2324) hafði hvítt gegn Atla Frey Kristjánssyni (2070). 24. Rxe6 fxe6 25. Bxe5! hvítur vinnur nú skiptamun. Framhaldið varð: 25…Rxe5 26. Hd8+ Kf7 27. Hxh8 Bf8 28. Hxh7+ Bg7 29. Kb3 Rc6 30. c5 Kg6 31. Hxg7+ Kxg7 32. Bxa6 Ha7 33. Bb5 Ha3+ 34. Kb2 Re5 35. c6 Hc3 36. Hd4 Rxc6 37. Bxc6 Hxc6 38. Hxb4 Kf6 39. Hb5 Hc7 40. a4 Ha7 41. a5 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Gildra fyrir gáfumann. Norður ♠Á1085 ♥KD3 ♦642 ♣ÁK3 Vestur Austur ♠3 ♠72 ♥G109 ♥Á8764 ♦Á9875 ♦DG10 ♣D1096 ♣G75 Suður ♠KDG964 ♥52 ♦K3 ♣842 Suður spilar 4♠. Útspilið er ♥G og með allar hendur uppi er fljóttalið upp í fjóra varnar- slagi: ♥Á er sá fyrsti, síðan fær vörn- in tvo á tígul og einn kemur á lauf í fyllingu tímans. Getur sagnhafi gert eitthvað í því máli? Þetta spil er gamall húsgangur. Suður á að láta lítið hjarta í byrjun og egna austur til að taka slaginn á ♥Á. Því skyldi austur gera það? Jú, hann ályktar að sagnhafi sé með einspil í hjarta og óttist gegnumspil í tígli. Ef suður á til dæmis ♦Kxx gæti verið nauðsynlegt að taka á ♥Á til að spila tígli strax í gegnum kónginn og taka þar þrjá slagi. Aðeins virkilega góður varnarspilari gæti fallið fyrir þessu bragði, en það kostar ekkert að reyna. Mistakist blekkingin hafa að- eins orðið skipti á slögum í hjarta og laufi. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Einkaverkefni fær byr undir báða vængi. Skilningsríkt fólk býðst til að hjálpa þér og það kemur þér á óvart. Þér vegnar svo vel að þú kannt varla að þiggja hjálp. (20. apríl - 20. maí)  Naut Vinur í vatnsmerki (krabbi, sporð- dreki eða fiskur) er svo náinn þér að hann virðist geta lesið hugsanir þínar. Honum líkar það sem hann les og hvetur þig til dáða. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert djarfur og þorir að nálgast þessa einu ósnertanlegu persónu. Þú reynir að haga þér á meira áberandi og öruggari máta. Það virkar vel. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Farðu út í kvöld og kíktu á tunglið, ljósið sem leiðir þig. Þessi elskulega plán- eta eykur einbeitinguna hjá þér. Þið spjallið ljúflega saman á andlegu nót- unum. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er augljóst af hverju einkalífið virkar svona vel hjá þér. Þú kannt galdra- blönduna: tími fyrir sjálfan þig, tími með ástvinum og tími til að hitta nýtt fólk. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ættir að ferðast, en ekki endi- lega mjög langt til að það hafi sín áhrif. Farðu út og gerðu eitthvað öðruvísi og þú verður glaður að koma aftur heim. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert mjög sjónræn manneskja, en í dag skipar fagurfræðin enn stærri sess en vanalega. Þú veist hvað þér líkar og ekki, og þú elskar að bæta umhverfið. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þér finnst vinna sem fylgir formúlum ekki mikið stuð. Þú vilt óvænt, flókin verk sem fela í sér áskorun. Og þú vilt helst eiga erfiða vini líka. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þér finnst þú nota athyglisgáf- una til hins ýtrasta, en kemst samt ekki að niðurstöðu. Stundum er hið sanna öfugt við það sem það virðist vera. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Stemningin í fjölskyldunni er að breytast vegna jákvæðra áhrifa þinna. Það er ekki alltaf auðvelt fyrir þig að vera bjartsýnn en það getur skipt sköpum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það gilda sömu reglur á flug- völlum og í lífinu: ekki taka neinn farangur sem þú átt ekki. Það getur skapað bölvað vesen, en líka verið stórhættulegt. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Skrifaðu það á vaxtarverkina ef þér líður hálfilla í nýja hlutverkinu þínu. Klappaðu sjálfum þér á bakið fyrir að leggja svo mikið á þig til að verða víðsýnni. Stjörnuspá Holiday Mathis Hlutavelta Þessar duglegu stelpur Ágústa, Ásta Margrét Guðnadóttir, Ísgerð- ur Ragnarsdóttir, Anna Rut, Aníta Eik Jónsdætur og Eva Wolazick voru með töfrabrögð og sölubás við verslunina 11/11 Þverbrekku í Kópavogi og færðu Rauða kross- inum ágóðann 7.422 kr. Vinkonurnar Una Sigurðardóttir og Snædís Sara Arnedóttir styrktu Rauða krossinn með ágóða af tom- bólu sem þær héldu við verslunina Samkaup strax við Hlíðarbraut á Akureyri, ágóðinn var 4.305 kr. Þær Eva Dögg Vigfúsdóttir og Ylfa María Lárusdóttir söfnuðu 1.020 kr. til styrktar Rauða kross- inum og héldu síðan tombólu með vinkonum sínum þeim Írisi Ósk Vig- fúsdóttur og Sigríði K. Stefánsdóttur og söfnuðu með því 2.050 kr. GEIR Ólafsson tónlistarmaður fagnar 35 ára af- mæli sínu í dag. Hann segir mikil hátíðarhöld ekki vera á dagskránni en hann muni vafalaust fara út að borða í kvöld með fjölskyldu sinni. „Ég er á fullu að gera nýja plötu og er stans- laust að vinna í henni. En ætli ég reyni ekki að halda upp á afmælið þegar líður að haustinu,“ seg- ir Geir. Ný plata hans lítur dagsins ljós í október- mánuði næstkomandi. „Það gengur virkilega vel og hef verið svo heppinn að geta unnið með Vil- hjálmi Guðjónssyni og það samstarf er alveg frá- bært. Svo held ég tónleika 12. september á Broad- way þar sem ég ætla að kynna nýja efnið.“ Geir segir að á nýju plötunni verði að finna gamla „standarda“ með amerískum stórsveitum en hann muni syngja íslenska texta eftir Þor- stein Eggertsson og Óttar Felix Hauksson. Hann segir enn fremur að söngvarar á borð við Frank Sinatra hafi löngum haft mikil áhrif á sig. „En hérna heima eru tveir söngvarar sem ég hef alltaf litið upp til og það eru Ragnar Bjarnason og Egill Ólafsson. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma Stefáni Hilmarssyni, sem hafði mikil áhrif á mig þegar ég var yngri.“ Geir segist þakka fyrir það dag hvern að geta gert það sem honum finnst skemmtilegt. „Ég vona líka að ég fái tækifæri til að láta gott af mér leiða og hjálpa öðrum til að láta sína drauma rætast. Mér finnst það vera svona aðalatriðið.“ haa@mbl.is Geir Ólafsson tónlistarmaður er 35 ára í dag „Vil láta gott af mér leiða“ Jón Haukur Jó- elsson verður 80 í dag, 14. ágúst. Í tilefni af því tek- ur hann á móti vinum og vanda- mönnum að heimili sínu, Þinghólsbraut, 18 frá kl. 18. 80 ára ;)Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.