Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HANNA Birna Kristjánsdóttir mun taka við embætti borgarstjóra Reykjavíkur á fimmtudaginn kemur. Að loknum fundi þeirra Óskars Bergssonar í borgarráðs- herbergi Ráðhúss Reykjavíkur í gærkvöldi kvaðst hún vera viss um að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks sem nú hefur verið myndaður í borg- arstjórn muni halda út kjörtímabilið. Hún sagði fullan einhug meðal sjálfstæðismanna um að ganga til sam- starfs við Framsóknarflokkinn. „Ég held að við Óskar, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, höfum lært okkar lexíu. Við mynduðum hér meirihlutasamstarf sem var mjög traust á sínum tíma,“ sagði Hanna Birna og vísaði þar í sam- starf flokkanna í upphafi kjörtímabilsins. Hún sagði mál- efnasamning flokkanna tveggja frá samstarfinu í upphafi kjörtímabilsins verða lagðan til grundvallar samstarfinu nú. Til viðbótar honum hafa einstök atriði verið rædd og verður nýr málefnasamningur kynntur á fimmtudag í næstu viku. Hanna Birna sagði að engin stór ágreinings- efni hefðu komið upp í samningaviðræðunum nú. „Það verður líka að minna á að í upphafi þessarar at- burðarásar síðastliðið haust vildi Sjálfstæðisflokkurinn ekki slíta meirihlutanum. Við vildum sannarlega ekki slíta meirihlutanum við Framsóknarflokkinn. Við áttum þar mjög gott samstarf þannig að sú vegferð var ekki okkar óskastaða,“ sagði Hanna Birna. Niðurstaða í REI-málinu liggur fyrir og verður kynnt samhliða nýjum málefnasamningi. Hanna Birna sagði málið hafa verið í undirbúningi á vettvangi borgar- stjórnar og að allir flokkar hefðu komið að lausn í mál- inu. „Ég vonast til að um hana náist góð sátt. Það eru engar efasemdir um að það verður góð sátt um þessi málefni á milli okkar Óskars og flokkanna beggja. Kannski má segja að með þessu sem er að gerast hér í kvöld, þessum málefnasamningi sem við köllum Höldum áfram, þá held ég að hringnum sé lokað í þessu.“ Morgunblaðið/Frikki Endurnýjað samstarf Óskar Bergsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir lýstu ánægju með endurnýjað samstarf. Við höfum lært okkar lexíu Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur við sem borgarstjóri „ÉG varð fyrir ákveðnum von- brigðum með að sú samstaða minnihlutans um að skrifa ekki undir klækja- stjórnmál sem aðferð til að komast til valda rofnaði í dag,“ segir Dagur B. Eggertsson, borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann segir klækjastjórnmál fel- ast m.a. í því að láta tilganginn helga meðalið, mynda ekki meiri- hluta um þau mál sem borin eru fram í kosningum. „Þetta leikrit sem Sjálfstæð- isflokkurinn setur iðulega á svið í tengslum við meirihlutaskipti byggist á því að þeir fái einhvern meðleikara. Það er miður að það skuli hafa verið,“ útskýrir Dag- ur, sem telur að réttast hefði verið að kjósa í borginni að svo stöddu. „Sjálfstæðisflokkurinn er aðal- höfundur að þeirri ótrúlegu at- burðarás sem fólk hefur horft upp á allt þetta kjörtímabil,“ seg- ir borgarfulltrúinn, sem telur Sjálfstæðisflokkinn sökkva dýpra og dýpra í vandamál sem hann hefur skapað sjálfum sér. andresth@mbl.is Samstöðurofin vonbrigði Dagur B. Eggertsson ÞEGAR Morg- unblaðið náði tali af Margréti Sverrisdóttur í gærkvöldi var hún á aðalfundi Íslandshreyfing- arinnar. Hún segist ekki hafa verið í neinu sambandi við Ólaf F. Magn- ússon síðan hann hóf samstarf við sjálfstæðismenn og ekki hafi kom- ið til tals að hún tæki sæti hans í borgarstjórn í framhaldi af meiri- hlutaskiptum í borgarstjórn. „Mér finnst Sjálfstæðisflokk- urinn vera að þrotum kominn,“ segir Margrét. „Þarna binda þau trúss sitt við flokk með tveggja prósenta fylgi. Þó að Hanna Birna sé verðugur leiðtogi þá hafa þau sem hópur ekki staðið sig.“ Margrét bendir á að ekki sé ljóst hvort Marsibil Sæmundar- dóttir, varamaður Óskars Bergs- sonar, fylgi honum að málum. „Þá gæti þetta orðið mjög líkt því þegar Ólafur fór og ég neitaði að fara með honum því að ég þóttist vita að þetta endaði með ósköp- um. Það hefur nú komið á dag- inn.“ gunnhildur@mbl.is Hefur ekkert rætt við Ólaf Margrét Sverrisdóttir ÓSKAR Bergsson, verðandi formaður borgarráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Framsóknarflokks, kvaðst að loknum fundi þeirra Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur í gærkvöldi vera bjartsýnn á að samstarfið í nýj- um meirihluta myndi ganga vel. „Við erum vön að vinna saman við Hanna Birna. Við unnum saman í fyrsta meirihlutanum [á þessu kjör- tímabili] þegar hún var formaður skipulagsráðs og ég varaformaður. Við þekkjum vel hvort til annars og erum bæði bjartsýn um að þetta samstarf muni ganga vel. Þessi fundur okkar í kvöld er fyrsta skrefið í þá átt. Ég veit að ég tala fyrir okkur bæði þegar ég segi að við séum bjartsýn um áframhaldið,“ sagði Óskar. Sem kunnugt er slitnaði upp úr samstarfi Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks fyrr á þessu kjörtímabili vegna ágreinings um REI og Orkuveituna. Óskar sagði að búið væri að jafna þann ágreining og að niðurstaðan yrði kynnt í nýjum málefnasamningi flokkanna. „Við eigum eftir að bera það undir okkar fólk en við erum búin að komast að niðurstöðu og munum kynna hana síðar,“ sagði Óskar. Hann sagði að REI-málið hefði farið úr böndunum og að atburðarásin þá hefði verið allt of hröð. „Við horfum nú fram á lausn í því máli,“ sagði Óskar. „Það má segja að allt grugg sé sest eftir allt það umrót þannig að ég hef í raun engar áhyggjur af því. Úr því REI-málið er komið á hreint að þá muni þessir tveir flokkar halda áfram því góða samstarfi sem þeir hófu í upphafi kjörtímabilsins.“ Í nýjum málefnasamningi verði m.a. tekið á efnahags- málum, breytingum á efnahagsumhverfinu og að mörgu leyti erfiðri fjárhagsáætlunarvinnu sem fram undan væri. „Það þarf að sýna festu í fjárhagsáætlunargerðinni og við treystum okkur alveg í þá vinnu. Hún verður kannski erfið og kannski ekki mjög vinsæl, en við treyst- um okkar alveg í þá vegferð.“ Óskar Bergsson tekur við sem formaður borgarráðs SVANDÍS Svav- arsdóttir, borg- arfulltrúi Vinstri grænna, er ómyrk í máli þegar hún er innt álits á nýjum meirihluta Sjálf- stæðis- og Fram- sóknarflokks í borgarstjórninni. „Þetta er næsti kafli í farsanum í boði Sjálfstæð- isflokksins,“ segir hún. Svandís er líkt og Dagur vonsvikin með að Óskar Bergsson skuli hafa gengið til viðræðna við Sjálfstæðisflokk- inn. „Ég hefði ekki haldið að það væri það hlutverk sem hann vildi að yrði skrifað um í sögubækur um hann,“ útskýrir borgarfulltrúinn. Skynsemi skortir Hún segir ástandið í borginni mjög snúið og að jafnt borgarstarfsmenn sem og Reykvíkingar séu orðnir hundleiðir á ástandinu. „Sjálfstæðismenn eru búnir að vera með þvílíkan sirkus í gangi allt þetta kjörtímabil, þetta verður næsti kafli í því,“ segir Svandís, og bætir við að skynsemi skorti í borg- armálum í Reykjavík. andresth@mbl.is Sirkus allt kjörtímabilið Svandís Svavarsdóttir „ÉG er mjög ánægður með þessa niður- stöðu,“ segir Vil- hjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borg- arfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og fyrrverandi borgarstjóri. „Ég tel að hún verði farsæl fyrir framgang ýmissa brýnna hags- munamála okkar borgarbúa.“ Ekkert eitt hafi valdið meiri- hlutaslitunum en menn hafi ekki verið fullkomlega sammála um ým- is mál. Þá telur Vilhjálmur að ekki hafi verið mistök að efna til sam- starfs við F-listann í janúar. Meiri- hlutinn hafi látið margt gott af sér kveða sem því miður hafi ekki hlot- ið mikla umfjöllun. „Þeir munu finna fyrir festu í stjórn borgarinnar og áhuga okkar og einurð að því að vinna að góðum málum. Það er það sem ég vona að menn munu finna fyrir,“ segir loks Vilhjálmur um við hverju borgar- búar megi búast af nýjum meiri- hluta. andresth@mbl.is Borgarbúar finni fyrir festu í stjórn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson BORGARFULLTRÚAR Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks sendu frá sér eftirfarandi yfirlýs- ingu í gærkvöldi. „Hanna Birna Kristjánsdóttir, verðandi borgarstjóri Reykjavíkur, og Óskar Bergsson, verðandi for- maður borgarráðs, kynntu eftirfar- andi yfirlýsingu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks sem þau undirrituðu eftir fund sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirskrift hennar er: Höldum áfram. „Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks hafa ákveðið að hefja á ný meirihluta- samstarf í Reykjavík. Málefna- grundvöllur samstarfsins mun að stórum hluta hvíla á þeim mál- efnasamningi sem lá til grundvall- ar samstarfinu að loknum síðustu kosningum. Breyttar aðstæður í efnahagsumhverfi kalla hins vegar á ákveðnar viðbætur við þann samning, en þar munu vega þyngst viðfangsefni á sviði efnahagsmála, fjárhagsáætlunargerðar og at- vinnumála. Nákvæmlega útfærður mál- efnasamningur verður kynntur á aukafundi borgarstjórnar sem boð- að verður til næstkomandi fimmtu- dag. Þá verður einnig kynnt verka- skipting flokkanna, en Hanna Birna Kristjánsdóttir mun taka við embætti borgarstjóra og Óskar Bergsson verður formaður borg- arráðs. Borgarfulltrúar beggja flokka vænta mikils af áframhaldandi samstarfi. Flokkarnir eru sammála um að fyrri ágreiningsmál þeirra séu að fullu leyst og telja að meiri- hlutasamstarf þessara tveggja flokka muni skila borgarbúum bestum árangri.““ Byggt á fyrri málefnasamningi Málefnasamningur meirihluta sjálfstæðismanna og Framsókn- arflokks eftir kosningarnar vorið 2006 kvað m.a. á um að ákvörðun um framtíðarstaðsetningu flug- vallar yrði tekin á kjörtímabilinu. Þá kom fram í samningnum að ákvörðun um legu Sundabrautar ætti að liggja fyrir á árinu (2006) og hönnun og framkvæmdir að hefjast í kjölfarið. Önnur sam- göngumannvirki voru einnig of- arlega í huga nýja meirihlutans því í samningnum kom auk þess fram að framkvæmdum vegna mislægra gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar yrði lokið á kjör- tímabilinu. Önnur áhersluatriði voru m.a. undirbúningur byggingar 300 nýrra leigu- og þjónustuíbúða og hreinsunarátak í borginni. Framtíð flugvallar verði ákveðin Ekki náðist í Ólaf F. Magnússon borgarstjóra í gærkvöldi vegna meirihlutaskiptanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.