Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞYNGSTI dómur sem kveðinn hef- ur verið upp í kynferðisbrotamáli hérlendis féll í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær þegar karlmaður hlaut sex ára fangelsi fyrir mjög alvarleg kynferðisbrot gegn fósturdóttur sinni. Brotin voru framin þegar hún var á aldursbilinu 11-12 ára. Jafn- framt dæmdi héraðsdómur ákærða til að greiða barninu tvær og hálfa milljón króna í bætur en það eru hæstu bætur sem dæmdar hafa ver- ið í kynferðisbrotamáli hérlendis. Maðurinn játaði m.a. að hafa margoft haft samræði við stúlkuna á heimili þeirra í Reykjavík frá janúar til maí á þessu ári, allt að tvisvar í viku. Jafnframt játaði hann marg- ítrekuð endaþarmsmök við hana og að hafa fengið hana til munnmaka. Athæfi mannsins uppgötvaðist þegar vinkona eiginkonu hans kom í heimsókn en þá lá hann með barninu uppi í rúmi. Að mati héraðsdóms voru brot mannsins einstaklega gróf og ófyr- irleitin og til þess fallin að valda stúlkunni verulegum skaða. Hann átti sér þær málsbætur að hann ját- aði sök. Í niðurstöðu sinni fjallar dómari málsins, Símon Sigvaldason héraðs- 6 ára dómur fyrir kynferðisbrot  Karlmaður hlýtur þyngsta dóm sem kveðinn hefur verið upp í kynferðisbrotamáli hérlendis fyrir margítrekuð brot gegn fósturdóttur sinni  Einstaklega gróf og ófyrirleitin brot að mati héraðsdóms dómari, um refsiþróun í kynferð- isbrotamálum á liðnum misserum og telur að Hæstiréttur hafi almennt þyngt refsingar vegna kynferð- isbrotamála. Tilgreinir dómarinn nýlegar breytingar á almennum hegningarlögum til að kveða á um að þessi mál verði tekin fastari tökum en áður. Ákærði hlaut því sex ára fangelsi en til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald hans frá 2. júní. Í bótakröfu réttargæslumanns stúlkunnar kom fram að maðurinn hefði misnotað aðstöðu sína gróf- lega. Stúlkan hefði nýlega flutt til Ís- lands og talað litla íslensku. Hefði hún leitað til mannsins sem misnot- aði það traust sem stúlkan sýndi honum. Hefði hann brotið gegn um- sjónar- og eftirlitsskyldum sínum. Jafnframt hefði hann misnotað yf- irburði sína sem fullorðinn ein- staklingur gagnvart barni. Krafist var 3 milljóna króna í bætur og féllst dómurinn á 2,5 milljónir. Verjandi ákærða var Guðrún Sesselja Arnardóttir hdl. og sækj- andi Sigríður Friðjónsdóttir sak- sóknari hjá ríkissaksóknara. Rétt- argæslumaður var Þórdís Bjarnadóttir hdl. Í HNOTSKURN »Þyngstu dómar í kyn-ferðisbrotamálum til þessa varða fimm ára fang- elsi. » Í dómi héraðsdóms segirað Hæstiréttur hafi al- mennt þyngt refsingar í kyn- ferðisbrotamálum. »Að mati sálfræðings ererfitt að segja til um batahorfur hjá stúlkunni. Reykjanesbær | Góðleg tröllskessa er að verða til í Reykjanesbæ. Um leið er verið að búa til framtíð- arheimili hennar í helli í Keflavíkurbergi. Fyrir- hugað er að skessan flytji í skessuhellinn á Ljósa- nótt, í byrjun september. Félagar úr listahópnum Norðanbáli útbúa skessuna eftir teikningum Herdísar Egilsdóttur, höfundar bókanna um Siggu og skessuna í fjallinu. Þeir hafa aðstöðu í Listasmiðjunni á Vallarheiði og veitir ekki af því að hafa rúmt um sig því gengið er út frá því að skessan verði liðlega fimm metra há. Hún mun þó sitja í ruggustól á nýja heimilinu. Húsgögnin og húsmunirnir sem hún hefur með sér eru heldur ekki nein smásmíði. Reykjanesbær hefur úthlutað skessunni húsa- skjól í helli í Keflavíkurbergi, við smábátahöfnina í Keflavík. Grjóti hefur verið hlaðið við hellinn, til að stækka heimilið og er verið að undirbúa bygg- ingu þaks þar yfir. Einn félaganna úr Norðanbáli er á leiðinni norður á Strandir til að sækja rekavið sem verður aðalbyggingarefnið. „Það fellur allt með okkur í þessu verkefni enda bæjarbúar boðn- ir og búnir að hjálpa til,“ segir Þorleifur Eggerts- son úr Norðanbálshópnum. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tröllskessan máluð fyrir Ljósanótt FRÉTTASKÝRING Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is ERLENDIR starfsmenn hér á landi eru líklegri til að ráða sig til hættu- legra starfa en Íslendingar. Þetta segir Kristinn Tómasson yfirlæknir vinnueftirlitsins. „Það er þekkt sam- félagsleg staðreynd [...] að fólk sem kemur frá útlöndum er líklegra til að ráða sig í hættulegustu störfin,“ seg- ir Kristinn og vísar um það til er- lendra rannsókna. Þá sé tilhneiging hjá þessum hópi til að takast á hend- ur hættulegustu verkin í þeim störf- um sem hann ræður sig til. Ekki hefur verið gerð könnun á þessu hér á landi en vísbendingur eru í þá átt að sögn Kristins. Meðal annars bendir hann á að hlutfall er- lendra starfsmanna sem lendir í vinnuslysum sé hátt. Sér í lagi er fjöldi Pólverja sem verður fyrir vinnuslysum uggvænlegur en 18-28 pólskir starfsmenn af hverjum þús- und lenda í vinnuslysum. Tíðnin hjá Íslendingum er 6-7 af þúsund. Ofurlaun í heimalandinu „Úrval af þeim störfum sem þeir hafa að leita í er verra vegna mennt- unar og félagslegrar stöðu þeirra,“ segir Kristinn. Þetta geti gert að verkum að erlendir starfskraftar sækja meira í hættuleg störf en ís- lenskir, þeir taki því sem býðst. Ásókn erlendra starfsmanna er sérstaklega mikil í byggingariðnað sem Kristinn segir almennt fremur hættulegan miðað við aðra starfs- geira. Þar veljist innfæddir og þeir sem kunnugir eru og reyndari síður til hættulegri starfa. Fleira kemur til og bendir Krist- inn á að þær tekjur sem hér bjóðast geti verið svo margfalt hærri hér á landi en í heimalandi starfsmanna að þeir séu tilbúnir að taka að sér hættulegri störf. Þá þyki íslenskum starfsmönnum launin ekki ýkja há og veigri sér við áhættunni. Engar vísbendingar eru um að er- lendum starfsmönnum sé frekar út- hlutað hættulegum störfum eða þrýst á þá að taka þau að sér. Þó virðist að því lengur sem fólk vinnur hér þeim mun síður vinni það hin áhættumeiri störf. Kemur á óvart ef rétt er Einar Skúlason framkvæmda- stjóri Alþjóðahúss segist ekki hafa kynnt sér málið en þykir ekki ósennilegt að erlendir starfsmenn sinni hættulegri störfum. „Það er þekkt að innflytjendur sem tala ekki tungumálið fari frekar í störf sem þarfnast ekki tungumálakunnáttu eða eru hættulegri.“ Þá telur Einar trúlegt að þeir sem eru lítt kunnugir hér á landi vilji halda í það starf sem þeir hafa og veigri sér því við að neita hættulegri verkum í starfi. „Ég hef ekki orðið var við það að [erlendir starfsmenn] séu meira í áhættuvinnu,“ segir Björn Snæ- björnsson formaður Einingar-Iðju, eins stærsta stéttarfélags ófag- lærðra starfsmanna á landinu. Hann segir það koma sér verulega á óvart sé málum svo háttað. Erlendir frekar í hættu  Vinnuslys tíðari meðal erlendra starfsmanna en innfæddra  „Þekkt samfélagsleg staðreynd,“ að sögn yfirlæknis hjá Vinnueftirlitinu            LANDIC Property hefur uppfyllt öll skilyrði samningsins við Stones Invest um sölu á Keops Develop- ment og því eru engar forsendur fyrir ásökunum um vanefndir eða riftun kaupsamningsins, að sögn Skarphéðins Bergs Steinarssonar, forstjóra Landic, í samtali við Morgunblaðið. „Starfsmenn Landic ræddu við kollega sína í Stones Invest í [gær- ]morgun og var þá ekki annað á dagskránni en að ganga frá lausum endum við kaupin á Keops Develop- ment. Svo fáum við bréf, seinna um daginn, þess efnis að Stones vilji rifta kaupunum og beri fyrir sig vanefndir.“ Segist Skarphéðinn undrandi og vonsvikinn yfir því hvernig Stones Invest, og eigandi fyrirtækisins, Sten Gude, hegði sér í málinu. Stones hafi fengið allar upplýsingar um Landic og fyrir liggi áreiðanleikakönnun um söl- una. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að eitthvað annað búi að baki þeirri ákvörðun Stones að vilja rifta kaupunum en meintar vanefndir Landic.“ Segir hann að Landic muni ekki samþykkja riftun samn- ingsins, enda séu ekki fyrir því nein rök. bjarni@mbl.is Ekki forsend- ur fyrir riftun KARLMAÐUR hefur játað að hafa stungið annan mann í bakið á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis í byrjun þessa mánaðar og var gæsluvarðhald yfir honum fram- lengt til 25.september í gær. Tveir voru í gæsluvarðhaldi vegna máls- ins og var öðrum þeirra sleppt á miðvikudag. Lögreglan krafðist hinsvegar áframhaldandi gæslu yf- ir hinum og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfuna. Játaði á sig hnífaárásina SETNING Þór- ólfs Þórlinds- sonar í embætti forstjóra Lýð- heilsustöðvar hefur verið fram- lengd til 1. jan- úar á næsta ári. Anna Elísabet Ólafsdóttir fór í ársleyfi frá starfi sem forstjóri Lýðheilsustöðvar 1. ágúst í fyrra vegna doktorsnáms í lýðheilsu í London og þá var Þórólfur settur í starfið til eins árs. Til stóð að aug- lýsa það síðastliðið vor en þar sem frumvarp um Lýðheilsustöð fór ekki í gegn á vorþingi var ákveðið að bíða með að auglýsa starfið þar til frumvarpið yrði orðið að lögum. steinthor@mbl.is Þórólfur sett- ur til áramóta Þórólfur Þórlindsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.