Morgunblaðið - 15.08.2008, Side 10

Morgunblaðið - 15.08.2008, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þú færð ekkert vottorð svona útlítandi, það verður í það minnsta að skrúfa af þér trélapparskömmina. VEÐUR Hanna Birna Kristjánsdóttir stóðframmi fyrir erfiðri ákvörðun þegar hún tók við sem oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn. Og ef- laust hristu sumir höfuðið þegar spurðist að til stæði að mynda enn einn meirihlutann í borgarstjórn.     Og til þess að verða langlífir ístjórnmálum þurfa stjórn- málamenn að þora að standa á sann- færingu sinni. Og taka ákvarðanir sem geta verið óþægilegar og jafnvel óvinsælar. Of lítið hefur ver- ið um það í borgarstjórn á þessu kjör- tímabilinu.     Ekki má þógleyma því að sexmenningarnir í borgarstjórnarflokki sjálfstæð- ismanna tóku slaginn þegar átti að keyra í gegn samruna REI og GGE. Það varð upphaf stormasamrar at- burðarásar, sem segja má að hafi lokið fyrst í gær.     Ýmsar breytingar hafa orðið ímillitíðinni, sem ættu að auð- velda nýjum meirihluta Sjálfstæð- isflokks og Framsóknar að öðlast tiltrú borgarbúa. Þar vegur þungt að Björn Ingi Hrafnsson hefur vikið af vettvangi og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson hætt sem oddviti. Það voru mennirnir sem báru umfram aðra pólitíska ábyrgð á REI-málinu.     Þá er Guðmundur Þóroddsson for-stjóri OR, sem var forstjóri REI, einnig horfinn á braut. Hann hafði lengi átt gott samstarf við framsókn- armenn í borgarstjórn, en naut ekki trausts borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins.     Stjórnmálamenn eru kjörnir til aðfylgja sannfæringu sinni. Það á svo eftir að koma í ljós hvort borgar- búar séu sammála þessu mati Hönnu Birnu. Til þess eru kosningar. STAKSTEINAR Hanna Birna Kristjánsdóttir Hringnum lokað SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                      *(!  + ,- .  & / 0    + -                         12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                   ! ""#           !" "!     ! ""#   :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                                                  *$BC                 !"   #  $%    !   &   '       *! $$ B *! $% &  %   ' ( )( <2 <! <2 <! <2 $' & "!* "# +,!("-  DB E                B     (  %$  )       %     *     +% %  ,   *     -               #   . /       -       /     0%      ,"   0% #  &   '   ./!! (00 "!( 1 ( (* "# Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR BORGARRÁÐ Reykjavíkur hafn- aði í gær ósk Samtaka iðnaðarins um að verksamningar Reykjavík- urborgar til lengri tíma en þriggja mánaða yrðu verðbættir. Borgarráð samþykkti með sex samhljóða atkvæðum umsögn Birgis Björns Sigurjónssonar, fjár- málastjóra Reykjavíkurborgar, þar sem óskinni er hafnað. Segir Birgir Björn að borginni sé ekki heimilt að endurskoða og taka upp verð- bótaákvæði í stuttum verktaka- samningum með tilvísun til útboðs- reglna og jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar. Fulltrúi Fram- sóknarflokks sat hjá í atkvæða- greiðslunni. Meginregla að verðbæta ekki Samtök iðnaðarins óskuðu eftir afstöðu borgarráðs Reykjavíkur til þess að verksamningar Reykjavík- urborgar til lengri tíma en þriggja mánaða yrðu verðbættir. Meginreglan hefur verið sú að verksamningar skemmri en til eins árs hafa ekki verið verðbættir. Í bréfi Samtaka iðnaðarins til borg- arráðs er „óskað eftir verðbættum samningum meðan óróleiki gengis og hráefnaverðs gengur yfir“. Verksamn- ingar ekki verðbættir Borgarráð hafnaði ósk SI um verðbætur Skagafjörður | Hestar og hestamennska eru þemað í ár á Sveitasælu, landbúnaðarsýningu og bænda- hátíð í Skagafirði, sem haldin verður nú um helg- ina. „Skagafjörðurinn er mikið hestahérað, svo við ákváðum að leggja sérstaka áherslu á þá hlið í ár,“ segir Rósa María Vésteinsdóttir, annar sýn- ingarstjóra. Sýningin er nú haldin í fjórða sinn og er að verða nokkurs konar héraðshátíð Skagfirð- inga. Á sýningunni verður kynnt allt milli himins og jarðar sem tengist hestamennsku og landbúnaði. Vinsælir dagskrárliðir verða á sínum stað, en þar má nefna véla- og vörusýningu, húsdýragarð, kálfa-, hrúta- og smalahundasýningu, markað, matarkynningar og leiktæki. Þá verða flutt fræðsluerindi um íslenskan landbúnað. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, setur sýninguna og flytur ávarp í dag. „Sýningin er gríðarlega mikilvæg, hvort sem er fyrir bændur að kynna sér nýjungar í tæknimálum og þjónustu, eða fyrir gesti að kynna sér nútímabúskap,“ segir Rósa. „Það skiptir bændur miklu máli að geta fengið fyrirtæki heim í hérað, rætt við sölumenn um aðstæður og fengið hugmyndir. Fyrirtækin komast aftur á móti nær kúnnanum, sem er mikill akkur fyrir þau, því oft hafa þau ekki mörg tækifæri til að hitta bændur augliti til auglitis.“ Hún segir að nýjungar í landbúnaði, sem kynntar eru, veki ávallt athygli. „Í ár verður opið hjá stærsta hesthúsi landsins, Brúnastöðum á Hólum, og fólk getur einnig skoðað nýtt hátækni- fjós í Garðakoti í Hjaltadal,“ tekur hún sem dæmi. Rósa segir áherslu lagða á skemmtanir og á laugardagskvöldinu verði t.d. heilgrillað naut. halldorath@mbl.is Hestamennska í sviðsljósi Sveitasælu Nýjungar í tæknimálum og þjónustu landbúnaðarins kynntar í bland við skemmtun Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Það var mikið um að vera á Húnavöllum í A-Húnavatnssýslu ný- verið en þá stóð Sólveig Sigríður Ein- arsdóttir, frekar þekkt sem Sísa á Mosfelli, í þriðja sinn fyrir söng- dögum fyrir áhugafólk um söng. Markmiðið var ekki það eitt að kenna fjölbreytta og skemmtilega tónlist, heldur líka að koma saman og vinna fagmannlega að sameiginlegu metn- aðarfullu verkefni, að sögn Sólveigar á Mosfelli. Undirleikarar voru Daníel Þorsteinsson sem sá um píanóund- irleik, Birgir Bragason annaðist kontrabassann og hinn eini sanni Gunnar Þórðarson lék undir á gítar. Um söngstjórn sá Hilmar Örn Agn- arsson og heiðursgestur var fyrrver- andi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Haukur Guðlaugsson, en hann stjórn- aði þjóðsöngnum í hátíðarlok í Blönduóskirkju. Herlegheitunum lauk með tón- leikum í Blönduóskirkju þar sem gestum gafst kostur á að hlusta á af- raksturinn. Þar komu fram, auk kór- fólksins, einsöngvararnir Þórhallur Barðason, Halldóra A. Hayden Gestsdóttir og Dagný Pétursdóttir frá Hólabæ. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Af innlifun Söngurinn kom frá hjartanu í Blönduóskirkju á söngdögum. Sísa með söngdaga á Húnavöllum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.