Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 13 FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is EFTIR stjórnarsetu R-listans reis sól Sjálfstæðisflokks- ins á ný 27. maí 2006. Var það mál manna að nú þyrftu borgarfulltrúarnir að standa sig, klúðra ekki tækifærinu. Sjálfstæðisflokkur fékk 42,1% atkvæða og sjö fulltrúa kjörna. Eftir stutta lotu viðræðna varð samstarf við Björn Inga Hrafnsson og Framsóknarflokkinn með 6,1% fylgi ofan á, 29. maí. Daginn eftir kosningar fóru þó fram við- ræður við Frjálslynda og Ólaf F. Magnússon, sem var vongóður um samstarf. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson varð borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir forseti borg- arstjórnar en Björn Ingi formaður borgarráðs, stjórn- arformaður Faxaflóahafna og hafði mikið vægi í ráðum borgarinnar. Stjórnarformennsku í OR átti að deila milli flokka, fyrst Guðlaugur Þór Þórðarson og Haukur Leós- son, Sjálfstæðisflokki, í eitt ár hvor en Björn Ingi seinni hluta kjörtímabils. Helst urðu hitamál vegna húsnæðis Háspennu, sem Vil- hjálmur fékk fært úr Mjódd fyrir háar upphæðir, sölu á Landsvirkjun og fyrirhugaða klámráðstefnu í borginni. Meirihlutinn var samhentur og í febrúarbyrjun 2007 mældist fylgi Sjálfstæðisflokks 47%. Um svipað leyti fór Ólafur F. Magnússon í leyfi og Margrét Sverrisdóttir tók sæti í borgarstjórn. Hún var þá óháður borgarfulltrúi og hafði sagt sig úr Frjálslynda flokknum eftir ósigur fyrir Magnúsi Þór Hafsteinssyni í varaformannskjöri. Málið sem hristi upp í kerfinu Um þetta leyti var REI-málið í uppsiglingu. 25. janúar 2007 var stjórn OR farin að undirbúa nýtt eignarhalds- félag og skipuleggja útrásarverkefni sín. Um mitt sumar var Reykjavík Energy Invest (REI) stofnað. Seint í sept- ember fóru fram viðræður um sameiningu félagsins við Geysi Green Energy (GGE). Vilhjálmi borgarstjóra voru kynntar þær fyrirætlanir 23. september en öðrum borg- arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins ekki fyrr en að kvöldi 2. október á kvöldfundi í Elliðaárdal. Þá höfðu verið gerðir kaupréttarsamningar við starfsmenn REI fyrir hundruð milljóna, sem síðar voru felldir niður. Aukafundur var í borgarstjórn um málefni OR 10. október og nýr meirihluti myndaður daginn eftir. Björn Ingi mætti ekki á fund með sjálfstæðismönnum og deilt var um hvort þeir Vilhjálmur hefðu handsalað samstarfið. Tjarnarkvartett Samfylk- ingar, Framsóknar, Vinstri grænna og Margrétar Sverr- isdóttur tók við. Dagur B. Eggertsson varð borgarstjóri í 103 daga, Margrét forseti borgarstjórnar og Björn Ingi formaður borgarráðs auk þess að hafa formennsku í tveimur ráðum og stjórn Faxaflóahafna. Bryndís Hlöðversdóttir varð for- maður stjórnar OR. Vildi meiri áhrif en kvartettinn bauð upp á 4. desember mætti Ólafur F. Magnússon aftur til starfa í borgarstjórn eftir veikindin. Hann tók þá sæti forseta borgarstjórnar en Margrét hélt setu í ráðum áfram. Ólafi þótti hann of áhrifalítill innan meirihlutans og var óánægður með stöðu sína. 21. janúar 2008 héldu sjálfstæð- ismenn og Ólafur blaðamannafund á Kjarvalsstöðum og kynntu málefnasamning sinn sem þótti mjög sniðinn að vilja Ólafs. Margrét Sverrisdóttir vildi þá ekki styðja F-listann lengur og lét af nefndasetu. Sjálfstæðismenn leituðu að sögn einnig samstarfs við VG í janúar. Ólafur var kosinn borgarstjóri undir dynjandi mótmæl- um í Ráðhúsinu 25. janúar. Sama dag sagði Björn Ingi Hrafnsson af sér. Hanna Birna varð forseti borgar- stjórnar, Vilhjálmur formaður borgarráðs og Kjartan Magnússon stjórnarformaður OR. Ráðgert var að Vil- hjálmur yrði borgarstjóri í lok kjörtímabils en það breytt- ist í júní þegar Hanna Birna varð oddviti og borgar- stjóraefni flokksins. Fylgi flokksins var þá löngu hrunið. Samfylkingin mældist í júní með 48,2% fylgi en Sjálfstæð- isflokkur með 29,2%, en hafði farið niður í 26,9% í maí. Skoðanir Ólafs og sjálfstæðismanna voru ólíkar í mik- ilvægum málum. Skipulag Vatnsmýrarinnar var þar á meðal og kaup á húsum við Laugaveg 4 og 6 fyrir stórfé voru umdeild. Þá greindi hann á við Kjartan Magnússon um Bitruvirkjun og taldi hana út úr myndinni. Starfs- mannamál Ólafs vöktu líka athygli. Ráðning miðborg- arstjóra, brottvikning Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur úr skipulagsráði og ráðning Gunnars Smára Egilssonar voru þar á meðal. Sagan heldur áfram 100-200 dagar virðast vera mjög langur tími í pólitík Morgunblaðið/ÞÖK Reifur Vilhjálmur hrósaði sigri í kosningunum 2006. „R-listinn er farinn og kemur aldrei aftur,“ sagði hann. Morgunblaðið/Frikki REI Málið þótti áfall fyrir stjórnsýslu borgarinnar. Sam- runanum við GGE var að lokum hafnað í borgarráði. Morgunblaðið/Sverrir Nr. 2 Björn Ingi lét brjóta á REI-málinu og leiddi Fram- sókn inn í Tjarnarkvartettinn, sem varð skammlífur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Svekkt Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks héldu blaða- mannafund við heimili Vilhjálms við fyrstu slitin. Morgunblaðið/Júlíus Nr. 3 Samstarf Ólafs við sjálfstæðismenn kynnt. Nýjum borgarstjóra líkaði ekki spurningar um heilsufar sitt. Morgunblaðið/Ómar „Hættið við!“ 25. janúar fylltist Ráðhúsið af fólki sem gerði hróp og köll að Ólafi við embættistöku hans. Morgunblaðið/Frikki Nr. 4 Oddvitar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hittust í gær og ræddu næsta samstarf. Hve lengi endist það? „ÉG er mjög ánægður með það að flokkarnir tveir skuli hafa náð saman úr því að slitnaði upp úr fyrra samstarf- inu. Nú er ljóst að þetta verður kjörtímabil Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks að tíu mánuðum frátöld- um,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra um meirihlutaskiptin í borginni. Hann telur ekki leika vafa á því að samstarfið verði traust og öflugt og öruggt sé að samstarfið haldi út kjörtímabilið. „Við töluðum saman um þetta, við formaður Fram- sóknarflokksins, og vorum sammála um að þetta horfði til heilla,“ segir Geir. Meira vill hann ekki segja um við- ræðurnar, en segir formenn stjórnmálaflokkanna oft tala saman. „Ég tel reyndar að þessir flokkar muni einbeita sér að því að gera góða hluti í atvinnumálum sem er mjög mikilvægt við núverandi aðstæður, bæði fyrir borgarbúa og efnahagsmálin í heild,“ útskýrir Geir og svarar einfald- lega játandi þegar blaðamaður spyr hvort hann telji að vænta megi breyt- inga í afstöðu borgarinnar til Bitruvirkjunar. „Ég hef margsagt það að ég tel að Hanna Birna muni rífa upp fylgið hjá Sjálfstæðisflokknum með sínum félögum. Ég tel ljóst að það verði og tel all- ar líkur á að Framsóknarflokkurinn muni líka bæta myndarlega við sig,“ svarar Geir spurningunni um áhrif meirihlutaskiptanna á fylgi borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í könnunum. andresth@mbl.is Geir ræddi við formann Framsóknarflokksins Geir H. Haarde ÓLAFUR F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, á rétt á biðlaunum í þrjá mánuði. Laun borgarstjóra miðast við laun forsætisráðherra og eru þau í dag 1.077.908 krónur á mánuði. Því mun Ólafur F. eiga rétt á samtals 3.233.724 krónum. Réttur borgarstjóra til biðlauna ræðst að nokkru af því hversu lengi hann situr í borgarstjórastólnum. Gegni hann embætti í eitt ár eða lengur á hann rétt á sex mánaða biðlaunum, en hafi hann gegnt því í skemmri tíma á hann rétt á þeim í þrjá mánuði. Með nýjum borgarstjóra er kom- in upp sú staða að fjórir borg- arstjórar verða á launum hjá Reykjavíkurborg á árinu. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson og Dagur B. Eggertsson voru báðir á bið- launum fram í apríl, en Vilhjálmur lét af störfum í október á síðast- liðnum og Dagur í janúar. Kostn- aður borgarbúa við biðlaunin kann því að nema í kringum 12 millj- ónum. andresth@mbl.is Skattborgarar greiða laun fjögurra borgarstjóra í ár „STARFSFÓLK er frekar lúið á þessum breytingum fram og aftur. Í hvert skipti sem skipt er um meirihluta fer viss óvissa í gang, ég held að fólki finnist nóg að þetta sé á fjögurra ára fresti, hvað þá að þetta sé á nokk- urra mánaða fresti,“ segir Garðar Hilmarsson, formað- ur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, í tilefni af borgarstjórnarskiptunum í gærdag. Nýjum meirihluta fylgi alltaf ákveðinn órói. Breyt- ingar verði á stjórnendum og slíkar breytingar geti haft áhrif á vinnu borgarstarfsmanna. „Þú getur verið á kafi við að framkvæma eitthvað sem æðstu stjórnendur borgarinnar hafa ákveðið að eigi að framkvæma. Svo kemur nýr með aðr- ar áherslur, þá hefur það auðvitað áhrif á það sem gert er,“ útskýrir Garð- ar, sem segir óróleikann orðinn heldur mikinn og tíðan. „Ég hef engar sérstakar væntingar, maður veit eiginlega ekki hvaðan á sig stendur veðrið í þessu máli,“ segir formaðurinn, og bætir við að félagið vonist til að nýr meirihluti starfi af heilindum gagnvart starfsfólki borg- arinnar. andresth@mbl.is Borgarstarfsmenn þreyttir á tíðum breytingum Garðar Hilmarsson www.eirberg.is  569 3100  Stórhöfða 25 Viltu sitja eða standa? Muvman fyrir breytilega hæð                Einstakur stóll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.