Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 20
GREIÐSLUR TIL BÆNDA 20 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ EndurvakiðsamstarfSjálfstæð- isflokks og Fram- sóknarflokks í borgarstjórn, sem oddvitar flokkanna kynntu í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær- kvöldi, er líklegt til að koma festu aftur á stjórn höfuðborg- arinnar. Borgarbúar eru búnir að fá sig fullsadda af hringl- andahættinum sem einkennt hefur starf borgarstjórnar undanfarna mánuði. Meiri- hlutaskipti nú eru skárri en áframhaldandi óstjórn. Búið er að taka upp þráðinn aftur þar sem frá var horfið þegar Björn Ingi Hrafnsson, þá borgarfulltrúi Framsókn- arflokksins, ákvað að slíta samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn í október 2007 í kjöl- far REI-málsins svokallaða. Vonandi hafa allir borgar- fulltrúar Reykvíkinga lært sína lexíu af þeim pólitíska sirkus. Núverandi samstarf Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks verður að halda til loka kjörtímabilsins. Niðurstaðan sem liggur fyr- ir var eina rétta lausnin í stöð- unni. Samstarf Ólafs F. Magn- ússonar og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var kom- ið á endastöð. Það skorti á samstöðu í mikilvægum mála- flokkum og þýðingarminni mál sem hefðu átt að vera auðleyst voru blásin út. Það skorti traust og festu í pólitískri stefnumótun og ákvarð- anatöku. Mikilvæg verkefni eru framundan. Meiri- hlutinn í borgar- stjórn verður að hafa styrk til að móta fjárhags- áætlun Reykjavík- urborgar að teknu tilliti til ástands efnahagsmála. Það eru hagsmunir borgarbúa og um leið landsmanna allra. Það kom ekki á óvart að þau Hanna Birna Kristjánsdóttir og Óskar Bergsson voru fljót að komast að sameiginlegri niðurstöðu um stefnu nýs meirihluta. Nýtt fólk, sem ekki ber REI-klúðrið á herð- unum né hafði forystu um samstarf við F-listann, getur leyft sér þau forréttindi að horfa fyrst og fremst fram á veginn. Þau ætla að byggja á málefnasamningi sem lagt var upp með í upphafi kjör- tímabilsins og átti að gilda í fjögur ár. Að viðbættum áherslum vegna erfiðrar stöðu efnahagsmála er mótuð stefna sem gagnast borgarbúum til langs tíma. Á það hefur skort við stjórnun borgarinnar. Gangi áætlanir eftir verður Hanna Birna Kristjánsdóttir nýr borgarstjóri Reykjavíkur í næstu viku. Pólitísk forysta hennar við myndun nýs meiri- hluta sýnir að hún ráði vel við það verkefni. Það mátti líka sjá þegar hún svaraði fjöl- miðlafólki í gærkvöldi með Óskar Bergsson sér við hlið. Það eru því loksins líkur á að endurvakið samstarf milli þessara flokka með nýju fólki í forystu komi aftur á festu í stjórn höfuðborgarinnar. Niðurstaðan sem liggur fyrir var eina rétta lausnin} Haldið áfram Foreldrar vistabörnin sín mun skemur á leik- skólum Reykjavík- ur en þeir hafa greitt fyrir, sam- kvæmt könnun leikskólaráðs. Þetta þýðir, að þótt barn sé skráð í allt að níu og hálfs tíma vistun á dag, þá dvelur það ekki svo lengi á leikskólanum. Raunar dvelja 90% barna skemur á leikskólum en greiddur dvalartími þeirra gef- ur færi á, eins og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs, bendir á. Könnun leikskólaráðs er þarft innlegg í umræðuna. Þor- björg Helga bendir réttilega á að niðurstaðan endurspegli að foreldrar geri sitt allra besta til að sækja börnin sín eins fljótt og þeir geti. Þetta hefði átt að vera öllum ljóst, án þess að könnun leik- skólaráðs kæmi til. Auðvitað reyna foreldrar að ná í börnin sín eins fljótt og þeir geta, til að njóta sem mestra og bestra samvista við þau. Samt er það svo, að mörgum þykir sæma að reka upp rama- kvein þegar talað er um vistun barna á leikskólum og segja berum orðum að þar sé börnunum komið í langa „geymslu“ – og oft að óþörfu. Fyrir utan hversu neikvæð sú umræða er fyrir það faglega starf sem unnið er á leikskól- unum, þá eru þetta heldur nöt- urlegar kveðjur til foreldra. Þeir setja börn sín ekki í „geymslu“ heldur á leikskóla þar sem metnaður í skólastarfi ræður ríkjum. Þeir kjósa hins vegar að hafa dvöl barna sinna sveigjanlega. Sá sveigjanleiki næst með því að skrá börnin í vistun allan daginn, án þess að nýta þann tíma allan. Umræð- an er „of mikið á neikvæðum nótum, að börn séu lengi á leik- skólum og jafnvel lengur en foreldrarnir eru í vinnunni,“ eins og Þorbjörg Helga segir. Könnun leikskólaráðs varpar óneitanlega jákvæðara ljósi á málið. Könnun leik- skólaráðs er þarft innlegg í umræðuna} Greitt fyrir sveigjanleika F æstum þykir sekúnda lengi að líða. En einn sjöhundraðasti úr sekúndu? Slík mælieining heyr- ist nú ítrekað þegar verið er að herma frá úrslitum á yfirstand- andi Ólympíuleikum. Blasir ekki við að skammt undan sé algert stopp? Að menn komist einfaldlega ekki lengra, hærra, hrað- ar? Að maðurinn sé kominn að einhvers kon- ar mærum. Og úr því að mannslíkaminn er kominn að þolmörkum þarf að grípa til hjálp- armeðula til að þoka honum lengra. Að koma fyrstur í mark er ekki nema hálfur sigur, þá tekur þvagprufan við. Á efnafræðistofum liggur mannafli yfir að semja efnablöndur sem auki afköst, byggi upp vöðva, auki úthald – og sleppi jafnframt framhjá sýnatökum. Ofkeyrslan á íþróttafólki nú um stundir stangast illyrmislega á við einkunnarorðin kunnu um mens sana in corpore sano. Meiðslin sem hrjá íþrótta- menn eru orðin fastur hrakfallabálkur fjölmiðlanna. Liðbönd, hné, mjaðmir, axlir – líftími íþróttastjarna verður æ skemmri. Við horfum á þær skjótast upp á himininn og loga skært í þrjú ár, svo byrjar hrapið: ökklinn, hnéð, olnbogi, öxl… Núverandi Ólympíuleikar hafa vakið upp minningar um aðra fræga leika, þá sem haldnir voru í Berlín 1936. Einnig þá hugðist alræðisríki gera leikana að sjónarspili fyrir mátt sinn og megin. Meðal áhorfenda var 34 ára rithöfundur ofan af Íslandi: „Ekkert er jafn fjarri því að túlka styrkleik og kraft sem þessi æðisgeingni blóðspreingur, þessi hinsta spenníng hinstu krafta, einsog í dauðastríði, til að ná marki… Fyrsta skylda leiksins er hin sama og list- arinnar, að yfirvinna alla áreynslu, gera alt útlægt sem ber nokkurn keim af erfiðismunum.“ (Hall- dór Laxness, Dagleið á fjöllum bls. 270). Og rithöfundinum þótti sem leikarnir væru ávæningur um ógöngur heimskapítal- ismans um þær mundir, en þremur árum síðar brast á heimsstyrjöldin með sinni alls- herjar tortímingu á mönnum og mann- virkjum, þar á meðal Ólympíuleikvanginum glæsta í Berlín. En Ólympíuleikarnir í Kína árið 2008, hvað boða þeir? Hvað eftir annað hefur óboðinn gestur stolið senunni: mengunin. Sem er víðtækasta birtingarmynd þess upp- gangs sem Kínverjar vilja sýna heiminum um þessar mundir. Hér á Íslandi var í síð- ustu viku birt Skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar. Sennilega hefði þótt saga til næsta bæjar ef einhver hefði fyrir mannsaldri spáð að jöklar yrðu horfnir af íslenskum fjöllum um miðja næstu öld – með tilheyrandi eldvirkni. Og vakti athygli að þær ályktanir sem helst voru dregn- ar af kempum orkugeirans voru á þá lund að þar með mætti kreista meiri orku út úr íslenskum fallvötnum – á meðan jöklarnir væru í bráðnun! Og hefði Loðvík 16. ekki getað komist betur að orði í aðsigi hinna þjóð- félagslegu hamfara frönsku byltingarinnar: „Það lafir meðan ég lifi“. En líka mætti segja eins og Þórarinn Eldjárn í loka- erindi Disneyrímna: Allt fer þá að illri spá, eitt mun sungið þema. Hljómur sá mun heiminn þjá, hann er dæmdur – nema peturgun@centrum.is Pétur Gunnarsson Pistill Blóðsprengur Lambakjötið hækkar um allt að 10-14% FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is S amkvæmt verðskrá Norð- lenska matborðsins ehf. fyrir sauðfjárafurðir í haust fá bændur um 15% meira fyrir alla kjöt- flokka miðað við 2007 og greiðslur fyrir útflutningskjöt hækka um 29%. Verðhækkunum til framleiðenda verður að mestu veitt út í verðlagið og segir Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, að gera megi ráð fyrir 10 til 14% hækk- un til neytenda. Vegið meðalverð á dilkakjöti til bænda var 363 krónur fyrir hvert kíló haustið 2007. Stjórn Lands- samtaka sauðfjárbænda lagði til í vor að lágmarksverð yrði 461 kr. Ennfremur var samþykkt að kjöt til útflutnings hækkaði einnig um 98 kr. kílóið og færi í 335 kr. Sam- kvæmt verðskrá Norðlenska er það 305 kr. og á fjórum helstu flokk- unum á innanlandsmarkaði er mis- munurinn á verðskránni og viðmið- unarverðinu 39 til 47 krónur á kíló. Langt undir væntingum „Þetta er langt undir væntingum sem bændur hafa í ljósi kostn- aðarhækkana,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bænda- samtaka Íslands. Hann bendir á að áburður hafi hækkað um 68 kr. á hvert framleitt kg að meðaltali á árinu en hækkunin á afurðaverðinu nemi 58 kr. „Þetta gengur ekki,“ bætir hann við og segir mikilvægt að menn setjist niður og fari yfir allan ferilinn. Hafa beri í huga að bændur fái ekki nema liðlega 30% af end- anlegu verði. „Það gengur ekki að bændur sitji uppi með allt tapið,“ segir hann. Norðlenska áréttar að verðskráin sé ekki endanleg og verðið geti breyst til samræmis við verðskrá annarra stórra sláturleyfishafa. Haraldur segir að svo virðist sem rými sé til frekari hækkana og eðli- legt sé að nota það bændum til hags- bóta. „Þetta þýðir algjört launa- leysi,“ heldur hann áfram og segir sjálfgefið að bændur gefist upp þeg- ar þeir hafi ekki lengur upp í kostn- að. Þolir ekki meiri hækkun Sigmundur segir að viðmið- unarverð LS þýði 20-25% verðhækk- un á markaði og það gangi ekki. Svínakjöt hafi til dæmis hækkað um 16% á sl. tveimur árum og nautakjöt um 11%. Lambakjötið hafi hækkað um 6-7% í fyrra og mikil hækkun til viðbótar kæmi niður á sölu kjötsins. Sviptingar í fjármálaumhverfinu skapa mikla óvissu. Sigmundur segir óvíst hvort fjármálastofnanir hefðu fjármagnað afurðalán ef hækkunin væri meiri. Fyrirtækið verði að sýna trúverðugleika þannig að það geti haldið starfseminni áfram. Sala á dilkakjöti dróst saman um 4% á síðastliðnum 12 mánuðum. Haraldur segir að samdrátturinn þýði ekki sjálfkrafa að ekki sé hægt að hækka afurðaverðið meira til bænda, því mikil hagræðing hafi átt sér stað í þessum geira á und- anförnum árum. Samkvæmt tillögum markaðsráðs fer útflutningsskyldan úr 16% í 28%. Vegna stöðu krónunnar fá bændur kjaraleiðréttingu í gegnum útflutn- inginn með 29% hækkun og segir Haraldur það jákvætt. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Samdráttur Mikil samkeppni er á kjötmarkaði. Sala á lambakjöti hefur dregist saman og Norðlenska segir að kjötið þoli ekki mikla hækkun. AFURÐASTÖÐVAR hafa fengið vaxta- og geymslugjald til að vega upp á móti þeim kostnaði sem því fylgir að kaupa kjötið á haustin og selja það síðan allt árið. Þetta gjald hefur verið lækkað verulega og þess í stað hafa bændur fengið hluta þess í beingreiðslu sem gæða- stýringarálag. Bóndinn fær þannig um 45 til 50 krónur á hvert fram- leitt kíló. Í fyrra nam sauðfjárslátrunin 8.644 tonnum og er Norðlenska með um 21%. Sigmundur E. Ófeigs- son segir að kjötsala hafi aukist um 300 tonn síðustu 12 mánuði en á sama tíma minnkaði sala á lamba- kjöti um 300 tonn. Til þess að halda í horfinu miðað við aðrar kjötteg- undir hefði lambakjötssalan átt að aukast um 100 tonn, miðað við tæp- lega 30% markaðshlutdeild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.