Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 21 Aðeins einn til? Í næstu viku bætist við nafn enn eins borgarstjóra á vegg Ráðhússins. Verður hann sá fjórði á kjörtímabilinu sem nú er rétt hálfnað. Frikki Blog.is Ágúst Ólafur Ágústsson | 14. ágúst Faxlýðræði Sífellt fleiri þungavigtar- aðilar í samfélaginu eru orðnir jákvæðir gagnvart Evrópusambandsaðild. Forysta verkalýðshreyf- ingar og lykilsamtaka at- vinnurekanda vilja láta reyna á aðild. Sömuleiðis sjálf þjóðin ef marka má skoðanakannanir. ...Auðvitað er engin ástæða til að gera lítið úr andstöðu við aðild Íslands að Evrópusambandinu sem byggist á tilfinningum eða þjóðernis- kennd. En einmitt að teknu tilliti til þjóð- erniskenndar og vægis Íslands sem full- valda ríkis getur núverandi ástand og staða Íslands, varla talist ásættanleg. Meira: agustolafur.blog.is Vilberg Helgason | 14. ágúst Ræma til Hveragerðis Hjólaræma frá Reykjavík til Hveragerðis samhliða tvíbreikkun Suðurlands- vegar. Já, það stendur til að fara í framkvæmd á fyrstu hjólaleið Íslands milli tveggja sveitafélaga sem ekki eru límd saman og einnig þeirri fyrstu með- fram þjóðvegi eitt. Þetta er náttúrulega snilld að þetta sé að komast í fram- kvæmd og því mikilvægt að ná fram réttu lausninni og útfærslunni. ... Meira: vilberg.blog.is VARLA líður sá dagur nú um stundir, að fjöl- miðlar fjalli ekki um sönnun og refsingar í kynferðisbrotamálum. Sú umfjöllun er öll á þann veginn að kynferðisbrota- menn komist undan rétt- mætri refsingu vegna þess að of miklar sönn- unarkröfur séu gerðar í slíkum málum, auk þess sem refsingar séu alltof vægar, þegar sök sann- ast. Í framhaldinu hefur þessi umræða þróast í þann sérkennilega farveg að það flokkist undir alvarleg mannrétt- indabrot að gerðar séu ríkulegar sönnunarkröfur annars vegar og hins vegar að refsingar séu fjarri því að vera nógu þungar. Krafan er þessi: Léttvæg sönnunarbyrði – harðar refsingar. Önnur máls- meðferð og niðurstaða telst mann- réttindabrot, þegar þessi brota- flokkur á í hlut. Þessi sjónarmið hafa komið fram m.a í leiðurum dagblaða og hjá framkvæmdastjóra félagsskapar, sem í lítillæti sínu nefnist Mannréttinda- skrifstofa Íslands, auk ýmissa greina í blöðum sem byggj- ast á viðtölum við talsmenn félaga sem kenna sig gjarnan við femín- íska hugmynda- fræði. Og oftar en ekki eru þetta hóp- ar, sem klæða póli- tíska hugmynda- fræði sína í búning mannréttinda, vís- inda eða akademískra fræða. En auðvitað er engu slíku til að dreifa. Hér er aðeins um að ræða skoðanir á markaðstorgi hugmyndanna. Í þessu sambandi vakna áleitnar spurningar, eða hvað? Á að gera aðrar og minni sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum? Samræmist það stjórnarskránni, lögum um meðferð opinberra mála og mann- réttindasáttmálum, sem lögfestir hafa verið hér á landi? Svarið er auðvitað nei. Manni hrýs hugur ara ráði för og þeir hafi ekki þekk- ingu á málaflokknum. Um sönnun og sönnunarmat í kynferðisbrotamálum hafa tveir mætir lögfræðingar nýlega ritað greinar, fyrst Eiríkur Tómasson prófessor í afmælisriti Úlfljóts 2007 og síðan Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari í Lögréttu, tímariti laganema við Háskólann í Reykjavík. Þótt þeir deili um eitt og annað varðandi sönnun og sönn- unarmat, sem ég ætla ekki að rekja hér, eru þeir þó sammála um það, að ekki eigi að slaka á sönnunar- kröfum í þessum brotaflokki. Í stað þess að fjalla um efni þessara greina hafa fjölmiðlar eingöngu velt sér upp úr því hvort eðlilegt sé að Jón Steinar, sem hæstaréttardóm- ari, eigi að fjalla um dómsmál á opinberum vettvangi. Það sem var fréttnæmt í grein Jóns Steinars, og lítið fjallað um, var niðurstaða hans, sem hann rökstyður ágætlega – að dómstólar hafi slegið verulega af sönnunarkröfum í þessum brota- flokki. Ef niðurstaða Jóns Steinars er rétt, blasir við að dómstólar hafa tekið sér vald, sem þeir hafa ekki lögum samkvæmt. Eftir áralanga reynslu við með- ferð sakamála, einkum sem verj- andi, en einnig sem réttargæslu- maður brotaþola og kennari í þessum fræðum, er ég ekki í nokkr- um vafa um að dómstólar hafi í reynd slakað á sönnunarkröfum í þessum brota- flokki, meðvitað og ómeðvitað. Ég held að flestir og nánast allir sem starfa við meðferð sakamála séu sammála mér í því. Verst er hins vegar að margir virðast telja það í lagi þar sem sönnunarstaðan sé oft svo erfið í slíkum málum. Þá kann að vera að þessi áðurnefndi þrýst- ingur á ákæruvald og dómstóla valdi því að slakað sé ómeðvitað á sönnunarkröfum í þessum brota- flokki. Sé þetta rétt og ég tala nú ekki um ef þróunin verður sú, eins og margir krefjast, að enn frekar verði slakað á sönnunarkröfunum, tel ég einsýnt að réttarríkinu sé veruleg hætta búin. Einhverjir kunna að draga þá ályktun að afstaða mín mótist af því, að í störfum mínum gæti ég oft hagsmuna þeirra, sem ákærðir eru fyrir refsiverð brot. Ég, líkt og ann- að fólk, vil auðvitað að menn sæti refsiábyrgð vegna brota, sem þeir hafa framið. Mér líður ekki vel ef sekur maður er sýknaður af alvar- legu broti, en mér líður enn verr, ef saklaus maður er sakfelldur fyrir slíkt brot. Ef almennur vilji er til þess, að slaka á sönnunarkröfum í þessum brotaflokki eða jafnvel snúa við, eins og sumir í umræðunni hafa léð máls á, verður það að koma skýrt fram í lögum. Slík ákvæði í lögum stæðust að vísu varla mannréttinda- ákvæði stjórnarskrárinnar og dóm- arar geta alls ekki tekið sér það vald. Eftir Brynjar Níelsson » Við blasir að með óeðlilegum og skipu- legum hætti er verið að beita ákæruvald og dómstóla þrýstingi, með fulltingi fjölmiðla. Brynjar Níelsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Sönnun í kynferðisbrota- málum og mannréttindi þegar málsvarar hópa, sem kenna sig við mannréttindi, nánast leggja til í málflutningi sínum, að hug- myndafræði réttarríkisins sé látin víkja, þegar þeim þykir henta. Það eru mikil nýmæli þegar mannrétt- indafrömuðir berjast fyrir því að slakað skuli á sönnunarkröfum í sakamálum og refsingar þyngdar. Við blasir að með óeðlilegum og skipulegum hætti er verið að beita ákæruvald og dómstóla þrýstingi, með fulltingi fjölmiðla. Þessi þrýst- ingur birtist með ýmsum hætti, til dæmis þeim, að dagblað birtir mynd og nafn dómara í sýknumáli í þess- um brotaflokki, og það þvert yfir forsíðuna. Fámennum mótmælum fyrir framan dómhúsin eru gerð góð skil og í fjölmiðlum er jafnvel ýjað að því að annarleg sjónarmið dóm- Ragnar Geir Brynjólfsson | 13. ágúst Radio Luxembourg – minningar Það er ekki víst að yngri lesendur bloggsins kann- ist við Radio Luxem- bourg. Þetta var frjáls og óháð útvarpsstöð sem út- varpaði aðallega á ensku frá furstadæminu Luxembourg og var fjármögnuð með sölu auglýsinga. ... Ég minnist þess hvað það var heillandi tilfinning að reyna að ná Luxembourgar- útvarpinu. Til þess þurfti sérstakan út- búnað sem var á þá leið að ferðaútvarp var tekið og um það var vafið góðum spotta af koparvír. Annar endi vírsins lá gjarnan út um glugga og virkaði sem loftnet en hinn endinn í ofn og virkaði sem jarðtenging. Þannig útbúið náðust líka fleiri stöðvar á útvarpstækið svo sem útvarp flotastöðvar Bandaríkja- manna í Keflavík skst. AFRTS (American Forces Radio and Television Service Keflavik Iceland), nefnd Kanaútvarpið í daglegu tali. Meira: ragnargeir.blog.is Á STUNDUM lítur maður upp úr önnum hversdagsins og leggur land undir fót til að njóta lífsins og líta á náttúru og merkisstaði þessa lands. Fyrir sléttu ári fannst mér kominn tími til að njóta þess með sjö ára syni mínum að skoða perlur Biskupstungna, og var tilhlökkunin mikil, enda um að ræða bernskuslóðir mínar sem ég hef þó vart heimsótt síðustu 20 árin. Að flestu leyti voru þetta dásamlegir dagar og hef ég oft lýst því vandlega við viðmæl- endur mína. Þó varð ég fyrir hroða- legri upplifun þarna sem hefur ekki látið mig í friði, og nú get ég loks ekki orða bundist. Þetta áfall var heimsóknin að Gullfossi og Geysi. Að Geysi er risin dásamleg um- gjörð um niðurtraðkaða nátt- úruperlu. Er ég kem þar að kvöldi dags til að gista og geng um byggð- arkjarnann næsta dag fyllist ég gleði og stolti yfir uppbyggingunni, og gaman var að sýna drengnum mínum hið fallega hótel, hina glæsi- legu minjagripaverslun og þetta sérstaklega hrífandi og fræðandi safn sem Geysisstofan er. Greini- lega er búið að leggja gríðarmikla fjármuni í magnaðar byggingarnar. Þetta var spennandi inn- gangur að aðalmál- inu, nefnilega marg- rómuðu hverasvæðinu sem ég sá að minnsta kosti árlega í upp- vextinum og mundi því eftir því í smáat- riðum. Nú göngum við inn um hliðið að Geysissvæðinu, stolti landsins. Þar gat að líta gríðarlegan mannfjölda á fallegum hellulögðum stíg um svæðið, og það var nú gott og fal- legt. En annars staðar voru göngu- svæðin bara afmörkuð með reipi sem héngu á lausum staurum. Á víð og dreif héngu reipin niður á jörð, annars staðar lágu staurarnir út af. Hér og þar gat að líta fólk sem traðkaði út af stígum, yfir reipi, þrátt fyrir aðvörunarskilti, og hverahrúður og annað var troðið niður af mesta miskunnarleysi. Smámynt glitraði út um allan hver- inn Blesa, fólk stytti sér leið á milli stíga og ekki sást nokkur mann- vera reyna að halda aftur af því fasta hlutfalli fólks sem ávallt er staðráðið í að hafa almennar reglur að engu ef hægt er. Í kringum gamla höfðingjann, Geysi sjálfan, voru snúrumerkingarnar það furðulegar að ég gerði mér litla grein fyrir því hvar ég mátti ganga og hvar ekki (og villtist út af göngusvæðinu), enda létu flestir sig það engu skipta og örkuðu bara beina leið yfir snærið og hvera- hrúðrið upp á hverbrúnina. Strokk- ur og Geysir bera sín djúpu svöðu- sár eftir að skurðir voru grafnir í gegnum hveraskálina, án þess að reynt hafi verið að fela eða bæta verkið. Fegurðin var því orðin út- spörkuð. Ég reyndi að tauta ekkert nei- kvætt að fyrra bragði, því leiðinlegt væri að drepa niður þessa stund fyrir barninu með tuði. Ég staul- aðist burt í hálfgerðu áfalli og við fórum að Gullfossi. Þar er búið að leggja meira í göngustígagerð svo jarðvegurinn er heill og gróinn, þar er minjagripabúðin stórfengleg, en þar urðum við heldur ekki vör við neina gæslu og þar var líka stöð- ugur straumur fólks sem klifraði yfir snúruræflana til að komast út á viðkvæmari (og hættulegri) svæði. Eftir að spyrja mig oft hví fólk hag- aði sér svona (og hvers vegna við gerðum ekki eins), stundi barnið að lokum upp úr eins manns hljóði: „Mamma, ég vorkenni náttúrunni.“ Hvert er vitið í þessu? Íslendingar hvetja ferðamenn af öllum þjóð- ernum til að heimsækja landið og dásamlega náttúru þess, og það er hangið eins og hundur á roði á því að aðgangur að náttúruperlum eigi að vera ókeypis. Einnig er það dásam- að í tíma og ótíma hvað ferða- mennska skapi mikla atvinnu. Ég hef ekki gert úttekt á þessum ferða- mannastöðum né öðrum, þetta er einungis augnabliksljósmynd sem ég bregð upp fyrir ykkur hér og ég hef reynt að gleyma þessu augna- bliki sem fyrst. En að hugsa sér alla þessa svörtu sauði, hvern einasta dag ársins, klifrandi yfir snærin til að troða í svað hvað sem fyrir verð- ur. Er ekki kominn tími til að leggja gjald á gesti við komu þeirra til allra helstu náttúruperlnanna og nota það fjármagn til að greiða laun starfs- fólks sem er á staðnum og hefur ein- hverja stjórn á mannfjöldanum? Það er svívirðilegt að leggja einungis fé í minjagripasölur, hamborgarasölu og annað peningaplokk en láta undir höfuð leggjast að vernda í verki Geysi, Gullfoss og alla hina staðina. Mergsognar náttúruperlur? Eftir Arnþrúði Heimisdóttur » Varð ég fyrir hroða-legri upplifun þarna sem hefur ekki látið mig í friði. Þetta áfall var heimsóknin að Gullfossi og Geysi. Arnþrúður Heimisdóttir Höfundur er bóndi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.