Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 23 MINNINGAR ✝ Gunnar Magn-ússon Sal- ómeson fæddist í Reykjavík 5. nóv- ember 1965. Hann lést á endurhæfing- ardeild Landspít- alans í Kópavogi, 17. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Þor- steinsson barna- læknir, f. í Reykja- vík 10. mars 1926, d. 22. júní 2001 og Guðrún Salóme Guðmundsdóttir húsmóðir, f. í Hafnarfirði 18. júlí 1929, d. 27. júlí 2007. Systkini Gunnars eru Þor- Michigan. Maki I: Robert Schott, f. 13. júlí 1947. Þau skildu. Börn: Abraham Teitur, f. 28. desember 1977; dóttir hans og Ericu Hodg- son, f. 30. júní 1977, er Alea Mic- helle, f. 19. júlí 1996; David Þór, f. 24. maí 1979, kvæntur Ericu Schott, f. 31. mars 1982, dóttir þeirra er Kiran Avery, f. 29. júní 2008 og Seth Eiríkur, f. 26. mars 1981. Maki II: Melvin Gordon McInnis, f. 12. maí 1956, sérfræð- ingur í geðlækningum og prófess- or við University of Michigan De- pression Center í Ann Arbor í Michigan. 3) Guðmundur, f. 17. apríl 1956, sagnfræðingur. Maki: Vaka Hrund Hjaltalín, f. 7. sept. 1956, móttökuritari. Börn: Sal- óme, viðskiptafræðingur, f. 21. okt. 1983, Sigrún, nemi f. 2. okt. 1987, Unnur, nemi, f. 25. júní 1990 og Katrín, f. 11. júní 1993. Útför Gunnars verður gerð frá Háteigskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. steinn, f. 8. des. 1952, Ph.D., stjórnmála- fræðingur, aðstoð- arskrifstofustjóri á skrifstofu Alþingis. Maki I: Helga Kristín Gunnarsdóttir bóka- vörður, f. 14. júní 1957. Þau skildu. Maki II: Halla Bach- mann Ólafsdóttir, f. 16. júní 1957, lög- fræðingur, for- stöðumaður í Trygg- ingastofnun. Börn: Katrín Sigríður, f. 15. júlí 1994 og Jórunn María, f. 25. okt. 1996. 2) Salóme Guðrún, f. 30. sept. 1954, búsett í Ann Arbor í Gunnar bróðir minn var margvís- legum hæfileikum gæddur, en honum auðnaðist ekki að virkja þá sjálfum sér til heilla. Frá unglingsaldri glímdi hann við þungbæran sjúkdóm, syk- ursýki á háu stigi, sem hann var í stöðugri afneitun gagnvart, og til við- bótar átti hann í sálarstríði sem enga úrlausn fékk. Þetta tvennt gerði hon- um lífið erfitt. Er sárgrætilegt til þess að hugsa hvernig örlögin leika stund- um efnilegt fólk. Sem krakki var Gunnar skýr strák- ur, glaðsinna og uppátækjasamur. Hann var ágætur námsmaður, eign- aðist góða vini í Hlíðunum, þar sem við bjuggum þegar hann óx úr grasi; í endurminningunni er hann stöðugt úti að spila við þá fótbolta. En eftir að í menntaskóla var komið var eins og hann vissi ekki hvað hann vildi og hvert skyldi stefna. Eitthvert eirðar- leysi hrjáði hann stöðugt. Hann dreymdi stóra drauma, en lánaðist ekki að rækta garðinn sinn svo áform- in gætu orðið að veruleika. Í stað þess að sinna nærtækum og auðleysanleg- um verkefnum fann hann alltaf eitt- hvað nógu flókið og fjarlægt til að fást við. Það var eins og hann þráði að sanna sig á einhvern hátt. Kannski vegna þess að hann var langyngstur okkar systkinanna, það voru næstum tíu ár á milli mín, sem er næstyngst- ur, og hans. Og vissulega kom hann okkur í fjölskyldunni oft á óvart með þekkingu sinni á ólíklegustu sviðum. Hann varði löngum stundum til að læra strembin tungumál eins og hebr- esku og ferðaðist einn um hættusvæði í Austurlöndum nær. Hann fékk mik- inn áhuga á flóknum fjármálagern- ingum og var í stöðugu netsambandi við sálufélaga á því sviði víða um heim. En ekki varð af þessu uppskera í samræmi við tíma og fyrirhöfn. Þannig liðu árin. Við Vaka minnumst margra góðra stunda sem við áttum með Gunnari. Og stelpurnar okkar sakna frænda sem sýndi þeim ávallt mikla væntum- þykju. Fyrir sjö árum, haustið 2001, varð Gunnar fyrir áfalli, þar sem hann dvaldi í erlendri borg, og leiddi það til alvarlegs heilaskaða. Upp frá því þurfti hann á sólarhringsumönnun að halda. Hennar fékk hann að njóta við bestu skilyrði sem íslenskt velferðar- þjóðfélag getur boðið, fyrst á Grens- ásdeild og síðan endurhæfingardeild Landspítalans í Kópavogi. Kann fjöl- skylda hans hjúkrunarfólki og öðrum starfsmönnum, sem honum sinntu þessi ár, kærar þakkir fyrir hjálpina sem var ómetanleg. Guðmundur Magnússon. Á sólbjörtum sumardegi á göngu eftir ströndum Tenerife hringdi sím- inn. Gunnar mágur minn var í lífs- hættu. Örfáum mínútum síðar var hann allur. Við Þorsteinn og stelpurn- ar höfðum kvatt hann nokkrum dög- um áður. Hann var aldrei þessu vant lasinn. Á meðan við stöldruðum við átti hann símtal við Sidda þar sem hann óskaði honum til hamingju með afmælið og átti síðan gott spjall við Eddu sem rifjaði upp þá gömlu góðu daga sem þeir áttu hann og Maggi heitinn sonur þeirra m.a. í fótbolta. Þau sómahjón Edda og Siddi náðu svo greinilega að vekja upp skemmti- legar endurminningar. Mágur minn var góðum gáfum gæddur, en því mið- ur hömluðu langvinn veikindi hans frá unglingsárum því að hæfileikar hans nýttust honum sem skildi. Hann stundaði nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og vantaði aðeins herslu- muninn til þess að hann lyki stúdents- prófi. Gunnar var hins vegar mjög öfl- ugur í alls kyns sjálfsnámi. Hann náði heilmikilli tölvufærni upp á eigin spýtur og nýtti sér vefinn til sam- skipta við fólk víða um heim. Tungu- mál voru Gunnari hugleikin og réðist hann ekki á garðinn þar sem hann var lægstur og lagði m.a. stund á arabísku og hebresku. Náminu fylgdi hann eft- ir með ferð til Ísraels og Egyptalands. Þá hafði hann mikinn áhuga á verð- bréfaviðskiptum. Gunnar fylgdist mjög vel með stjórnmálum og var vel heima í heimsmálunum. Gunnar ferð- aðist víða bæði með foreldrum sínum og síðar einn. Þótt heilaskaði sem hann varð fyrir á árinu 2001 hafi hamlað mjög hans andlega atgervi þá var ótrúlegt hvað hann gat með smá aðstoð rifjað upp hin ýmsu ferðalög. Bandaríkin voru honum hugleiknust enda átti hann afar góðar minningar um tíðar ferðir sínar þangað. Flórída var uppáhaldsstaðurinn, en þar hafði hann dvalið með foreldrum sínum í æsku og á unglingsárum. Eftir að Sulla systir hans fluttist til Bandaríkj- anna dvaldi hann hjá henni og fjöl- skyldu hennar um lengri eða skemmri tíma. Heilsa hans leyfði því miður ekki að hann kæmist út fyrir landsteinana hin síðari ár, en ekki blandaðist honum hugur um hvert hann vildi fara, „til Bandaríkjanna“ sagði hann og lagði þunga áherslu á orð sín. Nú hafa leiðir okkar Gunnars skilið um sinn, eftir 15 ára viðburðaríka samfylgd. Ég man vel okkar fyrsta fund, en þá heimsótti hann okkur Þor- stein og færði mér rósir, glaður en ör- lítið feimin. Missir Gunnars var mikill eins og okkar allra við fráfall tengda- móður minnar fyrir ári síðan. Hún var kletturinn í lífi hans og þau Magnús bæði meðan hann lifði. Heimsóknir hennar og símtöl vöktu einlæga gleði hans. Alla tíð voru tengdaforeldrar mínir vakin og sofin yfir velferð Gunnars. Nú eru þau þrjú sameinuð á ný. Öllu því frábæra starfsfólki sem annaðist Gunnar á deild 18 og 19 á LSH í Kópavogi færum við fjölskyld- an alúðarþakkir fyrir þá kærleiksríku umönnun sem honum var veitt þau ár sem hann dvaldi þar. Að leiðarlokum þakka ég mági mínum samfylgdina og kveð hann með þeim orðum sem urðu þau síðustu er ég kvaddi hann í hinsta sinn, Guð geymi þig, Gunnar minn. Halla Bachmann Ólafsdóttir. Ég var aðeins fimm ára þegar Gunnar veiktist en ég man að þegar við fórum í Hamrahlíðina til ömmu, afa og Gunnars þá tók Gunnar okkur alltaf í flugvél og gaf okkur gult smint. Það var um haust 2001 þegar Gunnar veiktist. Ég man þegar við fórum á spítalann og hann gat ekki einu sinni talað. En svo lærði hann að tala upp á nýtt og mamma kenndi honum nýlega að knúsa venjulega. Honum fannst svo gaman að tala í síma og maður sá mun eftir því hvern hann var að tala við. Hann skildi ensku þegar fólk tal- aði hana og gat líka sagt nokkur orð. Gunnar bjó á deild 18 og 19 á LSH í Kópavogi og var mjög ánægður þar. Við fengum ekki nógu mörg ár með Gunnari en ég er þakklát fyrir þau ár sem við fengum. Ég vil þakka öllu starfsfólkinu á deild 18 og 19 á LSH í Kópavogi sem sinnti Gunnari. Ég mun sakna þín, Gunnar, en ég veit að þú ert nú sameinaður ömmu og afa aftur, sem þú elskar svo mikið. Jórunn. Gunnar Magnússon Salómeson  Fleiri minningargreinar um Gunn- ar Magnússon Salómeson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Okkar ástkæra RÓSANNA HJARTARDÓTTIR, Selfossi, sem lést 6. ágúst verður jarðsungin frá Selfoss- kirkju laugardaginn 16. ágúst kl. 15.30. Jón A. Hjartarson, Guðríður Magnúsdóttir, Ástríður Hjartardóttir, Guðleifur Sigurjónsson, Steindór Hjartarson, Ágústa Halldórsdóttir, Jónína Hjartardóttir, Gísli Erlendsson, Steinþóra Níelsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓRUNN INGIMUNDARDÓTTIR, andaðist fimmtudaginn 24. júlí á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð. Útför hennar fór fram í kyrrþey. Ingveldur Dagbjartsdóttir, Guðrún Dagbjartsdóttir, Halldór Jónatansson, Sigríður Dagbjartsdóttir, Eggert Ásgeirsson, Steingrímur Dagbjartsson, Steinunn Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ TEITUR BENEDIKTSSON menntaskólakennari andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 5. ágúst síðastliðinn. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Sverrir Teitsson, Áslaug Þóra Halldórsdóttir, Vigdís Selma Sverrisdóttir, Ragna María Sverrisdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNAR VIGFÚSSON, síðast til heimilis að Miklubraut 1, Reykjavík, lést föstudaginn 8 ágúst. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 20. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður í Vopnafjarðarkirkjugarði fimmtudaginn 21. ágúst. Vigfús Már Ragnarsson, Margith Eysturtún, Sigþór Viðar Ragnarsson, Elsa Auður Sigfúsdóttir, Jóhannes Óli Ragnarsson, Lena Rögnvaldsdóttir, Ragnar Þór Ragnarsson, Andrias E. Vigfússon, Arndis E. Vigfúsdóttir, Alexander Máni Sigþórsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BJÖRG KARLSDÓTTIR frá Reyðarfirði, Heiðargerði 53, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ miðvikudaginn 13. ágúst. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA EIRÍKSDÓTTIR, Hæðargarði 33, áður Miðdal í Kjós, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 19. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á MS-félagið. Davíð Guðmundsson, Fanney Þ. Davíðsdóttir, Hulda Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Grímsson, Kristín Davíðsdóttir, Gunnar Rúnar Magnússon, Guðbjörg Davíðsdóttir, Katrín Davíðsdóttir, Sigurður Ingi Geirsson, Sigríður Davíðsdóttir, Gunnar Guðnason, Guðmundur H. Davíðsson, Svanborg A. Magnúsdóttir, Eiríkur Þ. Davíðsson, Solveig U. Eysteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HÖRÐUR ÞÓRHALLSSON húsasmiður, Brúnavegi 5, Reykjavík, lést á líknardeild Landakotsspítala þriðjudaginn 12. ágúst. Hann verður jarðsunginn föstudaginn 22. ágúst frá kirkju Óháðasafnaðarins kl. 15.00. Halldóra K. Guðjónsdóttir, Elín Birna Harðardóttir, Ársæll Gunnsteinsson, Katrín Úrsúla Harðardóttir, Guðni B. Guðnason, G. Svafa Harðardóttir, Þórhallur. G Harðarson, Brynja Björk Rögnvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.