Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ HjörtþórÁgústsson fæddist í Reykjavík 14 .febrúar 1921. Hann lést á Drop- laugarstöðum 7. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Rann- veig Einarsdóttir f. 8.4. 1895 á Strönd í Meðallandi d. 4.3. 1990 og Ágúst Jóns- son f. 19.12. 1868, d. 28.6. 1945. Systkini Hjörtþórs: Ágústa f. 29.10. 1914, d. 8.7. 2005. Jón f . 9.4. 1918, d. 17.12. 1995, Þórlaug, f. 6.8. 1919, d. 26.12. 1919, Sverrir f. 17.3. 1924, d. 25.12. 1982, Har- aldur, f. 25.9. 1926, d. 18.8. 1999, dóttur. Börn þeirra. Hjörtþór f. 21.6. 1978, Ingólfur Ágúst f. 27.10. 1984. Stjúpdóttir Hjörleifs. Hulda María Björnsdóttir f. 8.6. 1969. Sambýliskona Hjörleifs er Ásta Leifsd. 3) Rannveig f. 31.10. 1951 Var í sambúð með Jóni Stef- ánssyni. Synir Arnar Þór f. 7.7. 1974, kona Elísabet Björgvinsd. Þau eiga 2 börn, Jón Páll f. 12.12. 1976. Var giftur Fjalari Ólafssyni. Hjörtþór stundaði nám í Austur- bæjarskólanum og Iðnskólanum í Reykjavík. Lengst af starfaði hann hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur við eftirlitsstörf. Hann starfaði mikið fyrir SÍBS og Fél. raf- magnseftirlitsm. og átti sæti í stjórnum þeirra. Hann var list- fengur og málaði talsvert um æv- ina og fór um tíma í myndlist- arskóla. Útför Hjörtþórs fer fram frá Kirkju Óháða safnaðarins í dag og hefst athöfnin kl. 15. Einar f. 16.5. 1928, d. 5.2. 1932, Reynir f. 26.9. 1929, d. 2.10. 1929. Hálfsystur Hjörtþórs samfeðra voru Lára, Ágústa, Steinunn og Þórdís sem eru allar látnar. Hjörtþór var giftur Ólöfu Hjörleifsd. f. 16.1. 1927. Þau skildu. Börn þeirra eru 1) Arnar f. 14.6. 1948, d. 15.12. 1969. Kona Esther Guð- mundsd. Dætur Lilja Björk f. 22.3. 1967 á 5 börn. Helga Ólöf f. 28.4. 1968. Eiginmaður Jón Ingiþór Jóhannsson. Þau eiga 4 börn. 2) Hjörleifur Ágúst f. 26.11. 1949. Var giftur Maríu Ingólfs- Elsku pabbi minn. Nú þegar þú hefur lokið ævigöngu þinni, langar mig til að minnast þín og lífshlaupsins nokkrum orðum. Þú kveður nú síðastur systkina þinna 5 systra og 3 bræðra sem komust til fullorðinsára, en þrjú dóu í æsku. Lifað hefurðu langa ævi, lengur en margur hugði og ekki síst þú sjálfur. Ungur maður tókst þú á við hvíta dauða, berklana og hafðir betur í þeim bardaga, en varst vígmóður. En þú hélst áfram ótrauður, enda baráttumaður. Þið mamma komið bæði af Vífils- stöðum í kringum 1948 og stofnið síð- an fjölskyldu og eignist 4 börn. Eitt lést í bernsku en fyrir átti mamma einn son. Það voru erfiðir tímar á þessum árum, sérstaklega fyrir ungt fólk og fólk almennt að fá húsnæði. Margir urðu að sætta sig við bragga, eða jafnvel eitthvað verra og fengu ekki allir einu sinni það. Hópur fólks og mest barnafólk byrjar að byggja í holtinu inn við Suðurlands- braut, eða réttara sagt grjótinu sem nóg var af þar og ekki voru notaðar stórvinnuvélar til að grafa grunna. Lóðir fengust til bráðabirgða og hafðir þú eins og fólkið miklar vænt- ingar, að þar yrði skipulagt smá- íbúðahverfi seinna. Þú varst valinn til forustu hverfisfélags, sem varð nokkuð ágengt með góðum velvilja Gunnars Thoroddsen sem þá var borgarstjóri. En svo tóku aðrir við borginni og aðrir vindar og stefnur tóku að blása. Þér líkaði ekki það sem tók við og fannst þér flokkurinn ekki batna eftir það. Hverfið var síðan þurrkað út smásaman og sést nú ekk- ert lengur eftir af því. Það var þér mikið áfall að missa elsta son þinn frá konu og tveimur dætrum. Þú sættir þig ekki við hvern- ig það bar að og barðist við kerfið í mörg ár til að fá það upplýst. En þar var við ramman reip að draga. En það er ekki búið að setja punktinn aftan við það mál. Þið mamma skilduð og var það þér erfitt. En þið áttuð ykkar sólskinsstundir í lífinu og margar sól- arlandaferðirnar. Seinna eignaðistu góða vinkonu, hana Siggu, og held ég að þið hafið átt gott ævikvöld saman. En meira átt- irðu eftir að reyna. Þú missir alveg heyrnina í kringum sjötugt , en ekki lagðirðu árar í bát. Byrjar að læra táknmál, en gafst svo tækifæri til að fara í aðgerð í Noregi og fékkst svo- litla heyrn. Störf við rafmagn voru þitt ævi- starf og lengst af við rafmagnseftirlit hjá Reykjavíkurborg. Félagsmál áttu vel við þig, enda mannblendinn og hafðir gaman af samskiptum við fólk. Þú trúðir alltaf á samtakamátt fjöldans og starfaðir lengi með SÍBS og berklavörn í Reykjavík og félagi rafmagnseftirlitsmanna. Ég er þakk- látur fyrir að hafa gengið með þér æviveginn lengi og þakklátur fyrir alla hjálp og stuðning sem þú sýndir fjölskyldu þinni og öðrum. Þú stóðst alltaf eins og klettur í ólgusjó með okkur. Ástu seinni konu minni fannst þú höfðingi heim að sækja, og hafði mikið yndi af frásagnarlist þinni og var þakklát fyrir að hafa fengið nokk- ur ár með þér. Við kveðjum þig með söknuði og vonum að þú hafir fengið hvíldina sem þú þráðir. Hvíl í friði. Hjörleifur. Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Ben.) Mig langar að minnast þín, elsku Hjörtþór, og með þakklæti fyrir að fá að kynnast þér. Hvað þú tókst vel á móti mér og miðlaðir af ýmsum fróð- leik. Það var gott að heimsækja þig á Skúlagötuna. Ég mun sakna þín, kæri vinur. Ásta. Hjörtþór Ágústsson  Fleiri minningargreinar um Hjört- þór Ágústsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Fjóla VeronikaBjarnadóttir, hárgreiðslumeist- ari, fæddist á Akra- nesi 5. október 1944. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akra- ness 10. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Eggertsson og Þór- unn Friðriksdóttir. Þau eru bæði látin. Systkini Fjólu eru Friðrika Kristjana, Halldóra Erla og Bjarni Þór. Árið 1964 giftist Fjóla Hinrik Haraldssyni hárskera, f. 25.11. 1944. Þau eignuðust tvö börn, Harald Valtý, f. 9.10. 1968 og Bjarneyju Rann- veigu, f. 19.4. 1974. Haraldur er kvænt- ur Hrönn Hafliða- dóttur, f. 12.5. 1974. Barnabörn Fjólu eru: Alex Hinrik Haraldsson, f. 10.7. 1992; Hjörvar Val- týr Haraldsson, f. 9.3. 2002 og Húgó Valtýr Haraldsson, f. 2.2. 2004. Útför Fjólu fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elskuleg systir okkar, Fjóla Veronika, er látin eftir 8 ára baráttu við vágestinn mikla, krabbameinið. Við höfum horft upp á baráttu henn- ar öll þessi ár, og þvílík reisn yfir henni í öllu hennar mótlæti! Já, hún systir okkar var hetja. Aldrei var kvartað og alltaf horft fram á veg, þangað til að öll vörn var uppurin og hún kvaddi þennan heim, sátt við allt og alla. Hún var svo innilega þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert og viljum við systur þakka öllu því góða fólki sem allt var af vilja gert að aðstoða hana og stytta henni stundir. Það er ómetanlegt að eiga svona góða að. Hennar góðu vinkon- ur, frændfólk og öll hennar nánasta fjölskylda stóðu með henni í þessari baráttu. Já, systir okkar var einstök manneskja, góð og hlý og alltaf reiðubúin að hjálpa ef eitthvað bját- aði á. Hún blekkti líka svolítið, því henni leið alltaf vel þegar hún var spurð, alveg fram á síðustu stund. Okkar söknuður er mikill en mestur er missir eiginmanns, barna, tengdadóttur og barnabarna. Megi guð styðja þau og styrkja í þeirra miklu sorg. Halldóra og Friðrika (Dóra og Fedda). Hún yndislega Fjóla okkar er dá- in. Eftir situr mikill söknuður og góðar minningar um fallega og kær- leiksríka konu. Hún sá alltaf það góða og jákvæða í lífinu, var alltaf svo glöð og áhugasöm um fólkið sitt. Hún var mikill fagurkeri, elskaði falleg föt og flottar snyrtivörur og var alltaf svo fín. Heimili hennar ber þess merki hvað hún hafði næmt auga fyrir fallegum hlutum. Snilld- arkokkur, það var alveg sama hvað hún eldaði eða bakaði, alltaf var svo gott og líka svo fallegt, það var hennar stíll. Aldrei sáum við Fjólu fella tár eða bugast undan þeirri sáru kvöl sem fylgdu veikindunum, og alltaf var hún að hugsa um aðra en sjálfa sig. Það er alveg ótrúlegt miðað við þær raunir sem hún mátti þola, það fær mann til að hugsa um óréttlætið í okkar heimi. Hún sem hugsaði mest um heilsusamlegt líferni og barðist alveg fram á síðustu stund. Hún ætlaði ekki að gefast upp en enginn ræður við æðri máttarvöld og þar er ekki spurt um neina mis- kunnsemi. Bernskan var ljúf hjá mér sem yngsti bróðir, og var ég náttúrulega dekraður fram úr hófi af eldri systr- um mínum, Fjóla var næst yngst og man ég því mest eftir henni á mín- um bernskuárum. Aldrei bar neinn skugga á, það var samt einna helst að systur mínar og þar á meðal Fjóla píndu mig til að fara í dans- skóla, en það var eitt það versta sem ég gat hugsað mér að gera og ég bíð þess sennilega aldrei bætur en þetta var bara svona á þessum tíma þegar rokkið og tvistið var að byrja og systur mínar voru snillingar á því sviði, Fjóla og Hinni alltaf svo glæsilegt par. Það er ekki hægt að lýsa því hvað við söknum hennar Fjólu mikið, við trúum því ekki ennþá að hún sé horfin á braut. Það er aðdáunarvert að sjá hvað vinir og ættingjar stóðu þétt við bak hennar. Saumaklúbb- urinn og bekkjasystur voru einstak- lega duglegar að heimsækja hana og fylgjast með hvernig henni liði. Það var allt einhver sem hélt í hönd hennar til síðustu stundar. Starfs- fólkið á sjúkrahúsinu gerði allt til að lina þjáningar hennar og voru elskuleg og umhyggjusöm. Hinni minn, Halli og Baddý, við vottum ykkur samúð okkar. Bjarni Þór og Ásta. Elsku Fjóla mín, nú ertu farin og þitt erfiða stríð á enda. Þú varst og verður ávallt elskuð og virt af öllum þeim sem fengu þann heiður að kynnast þér og lifa með þér. Gleði og gæska voru aðalsmerki þín og ógleymanlegar eru þær stundir sem einkenndust af dillandi hlátri og jafnvel stundum bjagaðri ensku. Missir barna minna og þá sér- staklega sonar míns, ömmustráks- ins þíns, er mikill. Litla dóttir mín kallaði þig ávallt ömmu Fjólu og naut þess að fá að koma til þín og fá hjá þér alls kyns hollustudrykki og upplýsingar um ágæti grænmetis og ávaxta. Þú elskaðir Alex út í hið óendanlega og sagðir alltaf við hann; komdu með mömmu og pabba, mamma skal gera þetta og pabbi þinn segir, og varst þá að tala um þig og afa Hinna. Þú varst ekki bara amma Fjóla í huga Alex, þú varst mamma hans og það vil ég þakka þér, þú gafst honum þá bestu gjöf sem hægt er að gefa barni; ást, vináttu, virðingu, umhyggju og ör- yggi. Takk, Fjóla mín, fyrir að hafa ávallt verið mér og mínum innan handar, við gleymum þér aldrei og þú lifir ávallt í hjörtum okkar. Ég og stórfjölskylda mín vottum fjöl- skyldu þinni okkar dýpstu samúð. Við elskum þig, amma Fjóla. Hulda Gestsdóttir. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Elsku Fjóla. Margar hlýjar minn- ingar eigum við frá æskuárum okk- ar um þig. Við vorum eins og heimalningar hjá þér, bæði á hár- greiðslustofunni og heima hjá þér. Þú varst alltaf svo hlý og góð og ís- skápurinn þinn yfirleitt fullur af því besta og oftast leyndist eitthvað sem við fengum aldrei heima hjá okkur. Bestu brauð í heimi bakaðir þú og hafa þau verið ómissandi í öll- um veislum fjölskyldunnar. Þú varst svo glæsileg og vorum við montnar af því að eiga þig fyrir frænku. Alltaf varstu með okkur, hugsaðir til okkar og fylgdist vel með öllum í stórfjölskyldunni hvar sem við vor- um stödd í heiminum. Þú þurftir líka að fylgjast með öllu, t.d. hugs- aðir þú um að við byrjuðum nógu snemma að pakka ef ferðalag var fyrir höndum, tækjum inn vítamínin okkar, borðuðum hollan mat og þannig mætti lengi telja. Umhyggja þín og áhyggjur af þínum nánustu áttu sér engin takmörk og frásögur þínar voru stundum ansi yfirdrifnar og svoldið ýktar. Í dag er þetta orð- ið nokkurs konar orðatiltæki hjá okkur í fjölskyldunni ef einhver er að ýkja eða segja ótrúlega sögu: „Er ekki svolítil Fjóla í þessu hjá þér“ eða „Nú ertu alveg eins og Fjóla frænka.“ Öllum vildir þú vel, mottóið var alltaf að hamingjan er að gefa öðr- um. Elsku Hinni, Baddý, Halli, Hrönn, Alex, Hjörvar og Húgó. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Missir ykkar er mikill. Elsku Fjóla. Stórt skarð er skilið eftir í hjörtum okkar og eigum við eftir að sakna þín sárt. Minningin um elskulega frænku mun lifa með okkur. Guð geymi þig. Bjarney Jóhannesdóttir, Þuríður Einarsdóttir (Badda og Begga.) Blómin falla, fölskva slær á flestan ljóma. Aldrei hverfur angan sumra blóma. Þannig varstu vinur mér sem vorið bjarta. Það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar, anga lauf sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. (Sigurbjörn Einarsson.) Það haustaði snemma í lífi vin- konu okkar, hennar Fjólu. Lengi hafði hún barist við þann illvíga sjúkdóm krabbameinið og oft haft sigur. En svo kom kallið á fallegum síðsumarsmorgni sem var bjartur og fagur eins og hún sjálf. Hér sitj- um við vinkonurnar daprar en samt svo ósegjanlega þakklátar. Hún er skrýtin þessi tilfinning. Hún nístir en er bæði sár og góð. Sár vegna þess að hún er farin frá okkur en góð af því að við áttum hana að vini. Á stundum sem þessari verður manni ljóst hvað vináttan er mikils virði. Margt hefur verið rætt og rit- að um vináttuna og engir tveir lýsa henni eins. Maður finnur hana í hjartanu. Kannske er vináttan eins og hlýr sólríkur sumardagur, sem vekur, hvetur, gleður og fyllir lífið bjartsýni. Í orðabók Menningar- sjóðs er ekki að finna orð um hið séríslenska fyrirbæri saumaklúbb en orðið klúbbur merkir félag sem helgar sig einhverju áhugaefni skv. sömu bók. Þótt við kölluðum klúbb- inn okkar saumaklúbb þá merkti það ekki að við værum sífellt að hannyrða. Nei, við komum saman til þess að láta okkur líða vel og þróa vináttuna en fyrst og síðast til að hafa gaman af lífinu. Flestar höfum við þekkst allt okkar líf, sumar komu aðeins seinna en vináttan er söm. Það var oft gaman og mikið hlegið. Vestur á Arnarstapa, austur í Grímsnesi, norður í Fljótum, í hin- um rómuðu menningarferðum í Reykjavík, já og síðast en ekki síst á heimilum okkar allra. Þegar Fjóla fékk góðar fréttir hjá læknunum var fagnað af ákafa og stundum var far- ið til Eastbourne í íbúðina hennar Siggu en oft leyfði heilsufarið ekki meira en kaffisopa og spjall. Við þetta urðu vináttuböndin sterkari. Í öllum sínum veikindum heyrðist Fjóla aldrei kvarta. Hún hughreysti okkur og sýndi slíkan óbilandi kjark að undrun sætti. Minningarnar sækja á okkur. Við sjáum Fjólu dansa í Bíóhöllinni eins og lítið fallegt blóm. Við sjáum hana dansa út í lífið með Hinna sínum og skólabróður okkar, hún fór ekki langt til að sækja sér lífsförunaut. Við minnumst litla hreiðursins í Bæ á Skólabrautinni, fallega hússins á Esjubrautinni og litlu hallarinnar við Jaðarsbrautina. Alls staðar var jafn gott að koma. Alltaf voru allir velkomnir og öllum tekið sem höfð- ingjum. Og það er svo skrýtið að þó að veikindin hafi sett mark sitt á líf Fjólu síðustu árin var alltaf jafn gott að hitta hana. Sporin voru oft léttari frá henni en til. Hún var bara svoleiðis. Guð var örlátur þegar hann skapaði hana vinkonu okkar. Í grein sem þessari verður ekki um allt talað enda var það aldrei meiningin. Við viljum bara að það komi skýrt fram að betri vin en hana er hvergi að finna. Eftir að hún veiktist kom styrkur hennar vel í ljós. Á þessum árum kenndi hún okkur svo mikið um lífið og vinátt- una. Nú byrjar lífið án hennar en við eigum minningarnar bjartar og fal- legar og svolítið bleikar eins og hún. Við munum sakna hennar en vitum að hún verður með okkur, alltaf. Elsku Hinni og fjölskyldan öll. Við sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til ykkar allra um leið og við þökkum vinkonu okkar Fjólu fyrir allt sem hún gaf okkur. Megi hún hvíla í náðarfaðmi Guðs. Ásta, Brynhildur, Guðbjörg, Guðrún, Hlín, Ingileif, Kristrún, Lovísa, Sigríður og Sigurlaug. Fjóla Veronika Bjarnadóttir  Fleiri minningargreinar um Fjólu Veroniku Bjarnadóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.