Morgunblaðið - 15.08.2008, Side 25

Morgunblaðið - 15.08.2008, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 25 ✝ Björn SteinarGuðmundsson fæddist á Hvamms- tanga 26. ágúst 1941. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 8. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guð- mundur Jónas Þor- steinsson Baldvins- son, f. 10.1. 1898, d. 27.3. 1957, og Þórunn Agnars- dóttir, f. 11.8. 1909, d. 22.10. 1992. Systkini Björn Steinars eru Óskar Ingi, f. 11.8. 1928, d. 24.12. 2000, Gunn- ar Stefán, f. 13.6. 1931, d. 9.12. 1982, Hólmfríður Sigþóra, f. 15.4. 1938, d. 9.2. 1992, og Ingi- gerður Sigurósk, f. 6.5. 1948. Björn Steinar kvæntist 16.1. 1976 Önnu Stefaníu Þorvalds- dóttur, f. á Siglufirði 5. ágúst 1954. Hún er dóttir Þorvaldar Ingimundarsonar, f. á Ólafsfirði 15.1. 1918, d. 28.10. 1974, og Sig- urbjargar Stefánsdóttur, f. að Berghyl í Austur-Fljótum 20.1. 1922, d. 29.1. 2005. Björn og Anna hófu búskap á Þingeyri, fluttu þaðan til Ísafjarðar, bjuggu á Ólafsfirði 1975-1984, í Hafnarfirði 1984-1986, í Reykja- og Anna Lilja, f. 3.5. 1995. 3) Drengur, f. 16.12. 1966, d. 16.12. 1966. Björn Steinar ólst upp með foreldrum sínum, aðallega í Höfnum til 10 ára aldurs, þar til foreldrar hans skildu. Björn kaus að verða eftir hjá föður sín- um og fluttu þeir feðgar til Reykjavíkur. Björn var í sveit á unglingsárum. Hann var 15 ára þegar faðir hans lést og flutti hann þá aftur til Hafnar og bjó hjá Borgari og Jensey sem gengu honum í foreldrastað. Björn hóf störf hjá Varnarliðinu sem kranabílstjóri 15 ára gamall og vann þar í fjögur ár. Þá flutti hann til Reykjavíkur og kynntist fyrri konu sinni sem hann kvæntist 1961. Hann stundaði sjómennsku frá Reykjavík og síð- ar á Vestfjörðum eftir að fjöl- skyldan flutti til Ísafjarðar 1968. Björn kynntist eftirlifandi konu sinni á Vífilsstöðum 1973. Þau hófu búskap á Þingeyri. Björn stundaði sjómennsku á ýmsum bátum frá Reykjavík og Vest- fjörðum. Á Ólafsfirði var Björn sjómaður á Ólafi Bekk. Björn og Anna bjuggu eitt ár í Noregi, þar sem hann starfaði við fisk- flökun. Eftir að suður var komið starfaði Björn um tveggja ára skeið á skipum BÚR, tvö ár sem sendibílstjóri hjá Nýju-Sendibíla- stöðinni, sem fiskbúðareigandi um eins árs skeið og við fisk- flökun til æviloka. Útför Björns Steinars fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. vík, lengst af í Kríu- hólum 4, 1986-2005 og frá þeim tíma á Engjavöllum í Hafn- arfirði. Börn Björns Steinars og Önnu eru: 1) Guðmundur Ellert, f. 1.2. 1975. 2) Björn Stefán, f. 8.1. 1977, kvæntur Lindu Margréti Ja- fetsdóttur, f. 19.8. 1979. Sonur þeirra er Óðinn Freyr, f. 21.4. 2005. Börn Björns Steinars og Arnbjargar Ásgríms- dóttur eru: 1) Þórunn Anna, f. 28.4. 1962, sambýlismaður Frið- björn Marteinsson, f. 25.10. 1959. Börn Þórunnar og Kjartans Kjartanssonar eru Arnbjörg Anna, f. 16.1. 1982, og Björn Davíð, f. 9.2. 1985, sambýliskona Erla Björk Einarsdóttir, f. 27.5. 1987, dóttir þeirra er Eva Na- talía, f. 11.8. 2005. Börn Þór- unnar og Sigurjóns Gunnars Kristmundssonar: Helga Ósk, f. 23.2. 1989, Guðbjörn Sigurþór, f. 22.1. 1992, og Lára Sif, f. 2.5. 1994. 2) Sigurbjörg Árný, f. 10.12. 1963, sambýlismaður Vig- fús Davíðsson, f. 12.9. 1958. Börn þeirra eru Davíð Stefán, f. 12.10. 1985, Marteinn Þór, f. 9.10. 1989, Elsku Bjössi tengdapabbi. Nú ertu farinn frá okkur og það er erfitt að hugsa til þess að við fáum ekki að hitta þig aftur. Sökn- uðurinn er mikill en ég veit að þú ert kominn á betri stað núna. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Sofðu rótt og guð geymi þig elsku Bjössi og takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman Þín tengdadóttir Linda Margrét. Björn mágur minn eða Bjössi eins og hann var kallaður er dáinn. Laugardaginn 9. maí lauk bar- áttu hans við illvígan sjúkdóm. Allt til þessa dags svaraði Bjössi þegar hann var spurður, hvernig hefur þú það í dag, ég hef það fínt. Þannig er honum rétt lýst, aldrei kvartað. Það var á Vífilsstöðum sem þau kynntust. Björn þar vegna veik- inda, systir sem starfsstúlka. Eftir nokkurra ára dvöl sem sjómaður á Ísafirði fluttu þau til heimabæjar Önnu, Ólafsfjarðar. Björn hélt áfram á sjónum, lengst af á Ólafi Bekk. Eftir að fjölskyldan flutti suður reyndi Björn fyrir sér í sendibíla- akstri sem hann hafði áður haft starfa af. Hann hafði lengi haft augastað á því starfi en fljótt kom í ljós að hugur hans var við fisk- inn. Hann keypti og rak fiskbúð á Vitastíg í eitt ár en hóf svo störf við flökun og var strax eftirsóttur sem slíkur, enda með allt sem sóst var eftir: leikni, vandvirkni og hraða við meðhöndlun á viðfangs- efninu auk þess að vera léttur í lund. Björn var skarpgreindur og minnugur með afbrigðum. Hann kunni að miðla þekkingu og reynslu sinni á þann hátt að hlust- að var á. Ófá kvöldin sat ég hjá þeim hjónum og hlýddi á Björn segja frá uppvexti sínum, kynnum við mannlífið og einstaka mönnum sem rekið hafði á fjörur hans að ógleymdum bröndurum sem hann hafði mikið yndi af. Björn var ekki hár vexti, lengst af meira en í meðallagi gildur, kvikur og léttur í hreyfingum. Ávallt í góðu skapi, fastur fyrir ef á rétti hans eða annarra var brot- ið. Hann stóð með þeim sem minna máttu sín. Hann hafði nærveru góða sem jafnt börn sem fullorðnir sóttust í. Fyrstu augnablikin sem ég sá Björn eru mér fersk í minni. Ég 16 ára snót mjög spennt að sjá kær- asta systur minnar. En ég varð fyrir vonbrigðum, var hann svona gamall? Vonbrigðin stóðu ekki lengi, Björn var yngstur allra, hann bókstaflega eltist ekkert, var alltaf síungur. Anna og Bjössi höfðu yndi af ferðalögum og var farið í ófáar ferðir tengdar útilegum. Þar var Bjössi á heimavelli og ekki til sá hlutur sem hann hafði ekki með- ferðis. Allt frá lofttæmingartæki upp í risastóra hitara. Hann sat lengst allra, eða á meðan stólar héldu. Síðasta útilegan sem ég átti með þeim hjónum var á afmæli hans fyrir ári. Í sumarbústað við Flókalund, Björn var þá orðinn veikur. Yndisleg dvöl sem ég geymi nú með mér til minningar um mág minn Björn Steinar Guð- mundsson. Bjössi hafði gaman af að spjalla og hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, réttlætis- kennd hans var sterk. Nokkrum dögum fyrir andlátið sat ég hjá honum og vorum við að ræða um stöðu mála í þjóðfélaginu. Hann sagði fátt, en svaraði mér með ljóði eftir Stein Steinarr: Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það var vitlaust gefið. Góða ferð kæri mágur. Elsku Anna, Gummi, Bjössi, Tóta, Sirrý og fjölskyldur. Megi góðar minningar um ynd- islegan mann styrkja ykkur. Regína Þorvaldsdóttir og fjölskylda. Björn Steinar Guðmundsson  Fleiri minningargreinar um Björn Steinar Guðmunds- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ AðalheiðurGuðmunds- dóttir fæddist í Ytri-Hól í Vestur- Landeyjum 25. nóv- ember 1919. Hún lést á dvalarheim- ilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli 5. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðríður Erlends- dóttir og Guð- mundur Einarsson. Eftirlifandi systkini Aðalheiðar eru: Jón, Guðríður, Þórunn, Kristinn og Ragnar. Látin eru Helgi, Karl, Pálína, Guðrún, Sigurður, Ármann, Ingibjörg, Geir, Ólafía og Svava. Fárra vikna gömul kom Aðal- heiður að Eystri-Hól í Vestur- Landeyjum til fósturforeldra sinna, hjónanna Guðrúnar Ólafs- dóttur og Þórðar Tómassonar. Fóst- ursystkini hennar voru Sigríður, Helga, Jóhanna, Kristín og Þorkell. Hún var versl- unarmaður nánast allan sinn starfs- aldur. Starfaði hún m.a. í Mófelli, Kjöt- verslun Tómasar og Kjötbúri Péturs í Reykjavík. Síðastliðin 30 ár bjó hún að Baldursgötu 20 í Reykjavík en snemmsumars 2008 fluttist hún að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli, þar sem henni leið afar vel. Aðalheiður verður jarðsungin frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Í dag kveðjum við hana Öllu. Okk- ur langar að minnast hennar í fáein- um orðum. Við krakkarnir höfum þekkt hana alla ævina, hún hefur ver- ið viðloðandi allt okkar líf og komið að því á einn eða annan hátt. Minningarnar eru margar og eig- um við öll sögur að segja af henni Öllu. Hún var ríkur þáttur í uppvexti okkar. Við erum öll sammála um það að sterkasta minningin sé tilhlökkun okkar þegar Alla var að koma í heim- sókn eða við að fara á Staðarbakkann í heimsókn til ömmu og afa og við vissum af Öllu þar. Við gátum alltaf treyst á það að Alla ætti góðgæti í töskunni sinni. Beðið var með eftir- væntingu eftir boði um að sækja töskuna. Stundum var reyndar hvísl- að að henni hvort hún ætti eitthvert nammi og var Siggi sá sem var hug- aðastur í þeim efnum. Við hin biðum róleg eftir að Siggi kæmi þá með töskuna. Alla gat líka verið algjör „prakkari“. Hún átti t.d. könguló sem hægt var að pumpa í og þá stökk hún, það vakti mikla lukku þegar hún laumaði henni einhversstaðar. Líka eru hurðasprengjurnar eftirminni- legar. Kolaportsferðirnar eru líka ofar- lega í huga okkar, það var toppurinn á helginni að fara með Öllu í portið og fá lukkupakka og lakkrís. Þegar Sjó- mannadagurinn nálgaðist var líka ævintýri að fara í heimsókn heim til hennar og sjá allt dótið sem hún var búin að sanka að sér, varla var hægt að fóta sig í íbúðinni. Það var eins og að koma í ævintýraland, svo mikið af flottu dóti sem var á leiðinni í pakka sem átti að selja niðri á höfn. Ótrú- legt er að hugsa til þess nú hvaða dugnað hún sýndi við að safna þessu saman. Vinnan bakvið hvern einasta pakka sem hún útbjó hefur verið mikil. Hér sitjum við fimm og rifjum upp minningarnar, þær eru ljúfsárar og koma brosi á vör. Við söknum hennar mikið og minnumst hennar með miklu þakklæti. Helga, Sigurður, Auður, Jóhanna, Davíð. Heiðursfélagi okkar, Aðalheiður Guðmundsdóttir, er látin á áttugasta og níunda aldursári. Hún Alla okkar var ein af þessum félagskonum okkar sem vann verk sín hljóðlega og gerði lítið úr. Í happdrættinu á jólafundi gaf Alla árum saman aðalvinninginn sem var og er vegleg matarkarfa. Á sjómannadaginn fyrir tveimur árum var mikið spurt um konuna með lukkupakkana, en þá hafði Alla útbú- ið og selt í áraraðir og voru það drjúgar tekjur sem hún aflaði deild- inni með þeim. Þegar ég talaði við Öllu fyrir afmælisfundinn okkar í lok apríl síðastliðinn en á hann bjóðum við heiðursfélögum, sagði hún eins og oft áður: „Ég er nú svo óskaplega skepnuleg, en ef ég á góðan dag þá fæ ég hana Jóhönnu mína til að koma með mér“. Hún Alla kom á afmæl- isfundinn hress og jákvæð að vanda þó líkaminn væri að gefa sig. Þar sagði hún okkur að hún væri að flytj- ast á elliheimili á Hellu í júní, alla- vega tímabundið, og töluðum við um að við yrðum bara að sækja hana þangað í Þórsmerkurferðina. Því trúi ég að Alla hafi verið hvíld- inni fegin, en hennar verður sárt saknað í deildinni okkar. Við þökkum Öllu góð störf í þágu deildarinnar. Minningin um trausta félagskonu lifir. Við vottum ástvinum hennar okkar innilegustu samúð. F.h. Slysavarnadeildar kvenna í Reykjavík, Fríður Birna Stefánsdóttir formaður. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Gæðakonan Aðalheiður Guð- mundsdóttir er látin, hún Alla okkar eins og við vorum vanar að kalla hana okkar á milli, konurnar í Slysavarna- félagi kvenna í Reykjavík. Alla gekk í slysavarnadeildina árið 1982 og starfaði mikið fyrir deildina alla tíð og mætti á flesta fundi, og við- kvæðið okkar var ef hún kom ekki, hvar er Alla. Svo fórnfús og kær- leiksrík var hún og ég veit að fleiri hundruð þúsunda gaf hún deildinni með því að selja lukkupakkana á sjó- mannadaginn ár eftir ár. Og alla pakkana í jólahappdrættið á jóla- fundinum og stóru matarkörfurnar sem hún kom alltaf með og ætíð voru aðalvinningurinn. Ég man þegar ég var að bjóða hana velkomna í deild- ina, þá þakkaði hún fyrir að mega vera með okkur, mér fannst það svo sérstakt. Svo gjafmild og lítillát, það fór ekki mikið fyrir henni Öllu en hún skilaði sínu dagsverki vel og var holl sínum húsbændum og vinum. Ég veit að allir samferðamenn Öllu bera henni vel söguna enda ekki annað hægt. Slysavarnakonur sakna vinar í stað. Góður guð blessi minningu þessarar góðu, kærleiksríku og gjaf- mildu konu. Yndi er að eiga ást og fórnarblóð, þín margir sakna mega, er meta verkin góð. Þér ég þakkir færi, þín var kynning hlý. Vík nú vinur kæri, verksvið inn á ný. (G.K.) Hafðu hjartans þökk fyrir allt. Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir. Aðalheiður Guðmundsdóttir ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð miðvikudaginn 6. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Reynir Sveinsson, Guðlaug Leifsdóttir, Smári Sveinsson, Bergdís Sigurðardóttir, Kristinn Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.