Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Árni FriðjónVikarsson fædd- ist í Keflavík 20. september. 1948. Hann lést á gjör- gæsludeild LSH 6. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Árna voru Svanhvít Sig- urjónsdóttir, f. 3.10. 1917, d. 7.10. 1991 og Vikar Árnason, f. 5.3. 1921, d. 1.2. 1993. Bræður Árna eru Sigurjón R. Vik- arsson, f. 11.10. 1950 og Hólmbert V. Friðjónsson, f. 11.3. 1941. Árni kvæntist árið 1976 Ragn- heiði Ólafsdóttur, f. 15.2. 1955, 6.1. 1977, eiginmaður Elvar Már Kjartansson, f. 22.4. 1982. Árni ólst upp í Keflavík, kláraði þar gagnfræðanám og fór síðan í Sjómannaskólann í Reykjavík þar sem hann lauk prófi í stjórnun fiskiskipa, farskipa og lauk einnig námi við varðskipadeild. Hugur hans var allur við sjómennsku, hann stofnaði sína eigin útgerð og var á sjó til loka ársins 1996 en þá slasaðist hann alvarlega á auga og ákvað að fara í land. Starfaði hann við sölu veiðarfæra hjá Veiðafæra- sölunni Dimon ehf. fram til ársins 2006 en átti ætíð trillu til að halda tengslum við sjóinn og sjó- mennsku. Árið 2006 ákvað hann að láta drauminn sinn um frekara nám rætast og hóf nám við Há- skólann á Bifröst. Námið stundaði hann af miklum áhuga og kappi og hugðist ljúka þar námi í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði. Útför Árna Friðjóns fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13. þau skildu. Börn þeirra eru Oddlaug Sjöfn, f. 23.5. 1977, sambýlismaður Al- berto Capanna, þau eru búsett í Róm, og Svanhvít Thea, f. 4.9. 1979, dóttir hennar er Oddlaug Marín, f. 14. 6. 1999. Sonur Ragnheiðar er Ólaf- ur Elfar Stefánsson, f. 11.7. 1972. Árið 1985 kvæntist Árni Hrefnu Sigurð- ardóttur, f. 30.1. 1948. Dætur hennar og Sigurkarls Sigurbjörnssonar, f. 7.2. 1947 , d. 23.3. 1982, eru Karen Þóra, f. 16.11. 1972, og Hanna Christel, f. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Háa skilur hnetti himingeimur blað skilur bakka og egg en andar sem unnast fær aldreigi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson.) Þín Hrefna. Ég horfi yfir hafið um haust af auðri strönd, í skuggaskýjum grafið það skilur mikil lönd. Sú ströndin strjála og auða, er stari eg héðan af, er ströndin stríðs og nauða, er ströndin hafsins dauða, og hafið dauðans haf. En fyrir handan hafið þar hillir undir land, í gullnum geislum vafið það girðir skýjaband. Þar gróa í grænum hlíðum með gullslit blómin smá, í skógarbeltum blíðum í blómsturlundum fríðum má alls kyns aldin sjá. (Valdimar Briem.) Sárt er að kveðja tengdason okkar og vin, góða drenginn með stóra hjartað. Þóra og Sigurður. Í dag siglir hann Árni Friðjón Vik- arsson skipstjóri, ástkær bróðir minn, fleyi sínu í friðarhöfn. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 13. Þegar mér bárust þær fréttir að hann Árni hefði fengið hjartaáfall var mér að vísu bruggðið, en einhvern veginn hafði ég ekki miklar áhyggjur af því. Lífshlaup Árna hafði fært hon- um ýmsar þrautir í fang og á sinn máta sigraðist hann á þeim, einni af annarri. Mér fannst bara sjálfsagt að hann sigraðist á þessu sem öðru sem á vegi hans varð. Það má segja að Árni hafi stundað sjóinn frá blautu barns- beini. Það var ekki auðsótt fyrir Árna sem ungling að fá leyfi til að vera að- stoðarmaður hjá Hafsteini Jóhanns- syni kafara á björgunarskipinu Eld- ingu og þurfti hann að beita allri sinni staðfestu til að fá pabba til að sam- þykkja það. Þó oft banki ég í barómet- ið hef ég sjaldan séð dýpri lægð en þegar þeir tókust á um þetta og mætt- ust þar stálin stinn. Eins og svo oft, þá var það seigla Árna sem sigraði. Það má segja að mottó Árna í gegn- um lífið hafi verið: „Vilji er allt sem þarf“ og af honum hafði hann nóg. Pabbi vissi það vel að sjómennskan var ekkert grín, því hefur hann eflaust viljað að Árni væri viss í sinni sök ef hann sækti sjóinn. Þeir feðgarnir urðu síðan skipsfélagar á Lómi KE hjá Halldóri Brynjólfssyni og eflaust hefði oft verið gaman að vera fluga á því fleyinu er þeir félagarnir tókust á við að greiða þann gula úr netunum. Eplið og eikin, báðir jafn ákveðnir, já sumir myndu segja þrjóskir. Árni valdi sér þá leið í lífinu að vera ekki sporgöngumaður, fór sínar eigin leið- ir, þó grýttar væru og festur hér og þar, þannig markaði hann sín spor á samtíðina og samtíðarmenn. Árni var kannski ekki sá fengsæl- asti skipstjóri sem sótt hefur sjóinn hér við land en farsæll var hann, elsk- aður og virtur af öllum sem honum kynntust. Hann var greiðvikinn með afbrigðum og lagði oft lykkju á leið sína til að rétta hjálparhönd þegar aðra rak í raunir. Ef ég ætti að lýsa honum bróður mínum með einu orði, þá væri það orð „demantur“. Hann var harður af sér en samt með svo marga mjúka og sérstaka fleti. Árni var með afbrigðum ákveðinn og hafði alla tíð óbilandi trú á hinu góða í mönnum. Hann var aldrei feim- inn við að tjá hug sinn um allt á milli himins og hafs. Hann tamdi sér einnig að hlusta á aðra og virti skoðanir þeirra sem ekki sögðu amen við öllu sem hann sagði. Trúin hafði alltaf sterk ítök í lífi Árna og ég er sann- færður um að ef hann hefði lifað leng- ur hefði hann orðið gott ljóða-eða sálmaskáld. Eftir að hann fékk þá flugu í höfuðið að mennta sig meir og hóf nám á Bifröst, áttum við oft löng símtöl þar sem hann las fyrir mig ljóð og sálma sem hann hafði párað á blað og þar kristallaðist sterk trúarvitund hans og ást á lífinu. Árni var tvígiftur og votta ég og mín fjölskylda öllum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð vegna þessa ótímabæra fráfalls þessa dáða- drengs. Sigurjón Rúnar Vikarsson og fjölskylda. Það er á tíma þessara endalausu björtu sumarnátta og byrjunar á skammdeginu sem hann Árni mágur minn kveður okkur. Hann fer í sína síðustu ferð að fiska og með hjálp almættis hættir hjartað hans ekki að slá þegar hann er einn út á sjó, heldur þegar hann er kominn heim og hefur náð að eyða dásamlegu sumarkvöldi í garðinum með Hrefnu. Það er óhætt að segja að maður veit aldrei hvað nýr dagur ber í skauti sér. Árni kom inn í fjölskylduna fyrir um 25 árum. Eins og gefur að skilja skeður margt í stórum fjölskyldum og hefur hann staðið eins og klettur í gegnum allar breytingar. Alltaf hef ég heillast af hnífdjúpri hreinskilni og heiðarleika hans, hann sat ekki á skoðunum sínum, þar var jafnan skrautlega tekið til orða. Það kannast allir við sem þekktu Árna. Hann var tryggur vinur og var allt- af sami einlægi Árni þótt tími liði milli funda. Það var alltaf tekið hlýlega undir kveðjur, börnunum alltaf sýndur áhugi og ráð gefin. Alltaf var faðmlag og knús og svo góðlátlegt grín sem ekki var sparað. Árni hlífði sér hvergi, kvartaði aldr- ei, gekk til vinnu að sjómanns lagi, kunni að hafa gaman og kunni að elska. Það er sárt að horfa á eftir þessum dásamlega manni. Kristveig Sigurðardóttir, Valdimar, Kjartan Björn, og Helga Þóra Hæ, kapteinn, hvað segir þú gott? Þannig heilsaði ég Árna ef hann svar- aði í símann. Að hafa átt Árna fyrir mág hefur verið frábært. Alltaf hress og kátur, alltaf tilbúinn að rétta hjálp- arhönd. Hvað það var gaman að sjá hvað þið Hrefna voruð ólík en samt svo lík. Þið pössuðuð svo vel saman, virtuð hvort annað. Allar sjóferðirnar sem ég fékk að fara með ykkur, ég elskaði þær. Stundum fannst mér ég vera frek því ég vissi að fleiri vildu fá að fara með, en hásetann mátti ekki vanta! Í einni ferðinni þegar Hrefna, pabbi og ég vorum með var frábært veður. Þau veiddu og veiddu en ég ekki neitt. Árni hló og reyndi að skipta um lit á færinu en ekkert gekk. Þetta er ein af mörgum góðum stundum sem við átt- um saman. Elsku Árni minn, takk fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Elsku Hrefna ég dáist að krafti þín- um, þú huggar og knúsar alla. Hugur minn er hjá ykkur öllum. Björg (Bobba). Þegar þú ert sorgmæddur, skoða þá hug þinn og sjá að þú grætur vegna þess sem var hamingja þín. (Kahil Gibran.) Hann var heiðarlegur og tryggur, alvarlegur og glettinn í senn. Hann var sterkur karakter en umfram allt mjög kærleiksríkur maður. Nú hefur Árni Vikars kvatt þetta líf svo skyndi- lega og eftir sitjum við hljóð og skilj- um ekki að einmitt hann skuli vera farinn. Allt frá því að við Oddur fórum að búa ung að árum fyrir margt löngu hefur Árni verið heimilisvinur og vin- ur allra í fjölskyldunni. Margar minn- ingar ylja því nú og þær eru svo óend- anlega dýrmætar. Það fór aldrei á milli mála hver var kominn í heimsókn þegar Árni hringdi dyrabjöllunni á sinn sérstaka hátt. Þá hljóp hver um annan þveran til að opna fyrir Árna enda kominn aufúsugestur. Síðan var sest á spjall, e.t.v. um sjóinn, því sjór- inn átti sterk ítök í honum, eða lífið og tilveruna og var oft ansi djúpt kafað, einkum í seinni tíð. Já, Árni var heim- spekingur af Guðs náð og hafði stund- um aðra sýn á hlutina en margir og vildi skoða málin frá fleiri sjónarhorn- um. Hann hafði sínar skoðanir en dæmdi mjög sjaldan fólk. Ef slíkt gerðist felldi hann mjög væga dóma. Hann sá frekar hið góða í öllu fólki. Árni var oft á undan sinni samtíð og vildi fara ótroðnar slóðir. Ef svo bar undir að hlutirnir gengu ekki upp, gerði hann óspart grín að sjálfum sér fyrir þrjóskuna og þörfina fyrir að fara eigin leiðir. Þá hló hann og yppti öxlum eins og honum einum var lagið en lagði svo aftur til atlögu. Að gefast upp var ekki til í hans orðaforða og satt að segja trúðu vinir hans því að einnig núna fyndi hann leið til að sigr- ast á veikindum sínum. Svo varð því miður ekki, kannski var hans tími kominn. Við dáðumst að honum er hann settist á skólabekk í Háskólan- um að Bifröst og hækkaði að eigin sögn meðalaldurinn í bekknum um fjölmörg ár. En Árni féll allsstaðar inní, hann var hvorki ungur né gamall, hann var bara öðlingurinn hann Árni og reyndi aldrei að vera neitt annað en hann sjálfur. Í gegn um Árna kynntumst við líka í áranna rás tveim- ur mætum konum, henni Röggu fyrri konu hans og svo henni Hrefnu. Árna varð tíðrætt um fjölskyldu sína alla og ekki síst börnin, hvort sem það voru hans eigin börn eða fósturbörn. Þeim vildi hann allt það besta og Hrefnu sína dáði hann mjög mikið. Missir hans nánustu er þyngri en tárum taki við ótímabært fráfall hans. Okkur Heiðarhornsfjölskyldunni hefur Árni verið mjög kær allt frá byrjun. Hann hefur glaðst á góðum stundum með okkur en ekki síður verið til staðar ef erfiðleikar hafa steðjað að. Það er gott að hafa átt slíkan vin og minningarnar um hann lifa þó leiðir skilji um sinn. Fjölskyldu hans vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum Guð um að styrkja þau og hugga. Jónína Guðmundsdóttir. Árni djöfull. Engum hef ég enn kynnst sem blótaði jafnblíðlega og af jafnmikilli innlifun og helst við hvert tækifæri. Og enga viskírödd hef ég heyrt væmnari en hans kallandi á köttinn Skaldínúldurbaldí í rækjur og rjóma, nema ef talið barst að drottn- ingu Hrefnu. Maður mikilla and- stæðna en þó svo fullkomlega sam- ræmanlegra; hrjúfastur og ljúfastur. Kolbeinn kapteinn sjálfur, eitilharður dáðadrengur á hundrað tíma og þús- und rettna vakt, á fullu stími í land með öngul í auganu til að komast heim að elda ofan í drottninguna, prins- essurnar og hirðmeyjar. Og spá í ta- rot, eftir matinn og nokkra gé og té. Hann sá oft skýrar inn í hug og hjarta kokhraustra ungpía en þær sjálfar, líka með laskaða auganu. Árni hikaði ekki við að láta fólk heyra það sem honum fannst það eiga skilið. Þeim sem voru svo óheppnir að vera ósammála honum var ekki bölv- að blítt en við fengum oft að heyra að við værum flottastar og bestar og sætastar og klárastar og gætum allt. Á dánarbeðinum lét hann þau líka heyra það; hvað hann elskaði þau öll heitt og væri heppinn. Hjartað geymir myndir af ógleym- anlegum hvítvíns- og humarkvöldum á Kirkjugarðsstíg, sushi-ferðum um Sundin á sjóveikidollunni og mjúku blikinu í augum hörkutólsins þegar hann dáðist að Hrefnu sinni. Að eiga góða vini er ómetanlegt. Að eignast foreldra þeirra og systkini að vinum í kaupbæti er ekki síðra. Elsku Hrefnu, börnum, afastelpunni og öll- um hinum sem elskuðu Árna votta ég samúð mína. Árna vini mínum, og fósturföður bestu vinkonu minnar, er ég óendanlega þakklát fyrir kynnin. Tinna. Árni Friðjón Vikarsson  Fleiri minningargreinar um Árni Friðjón Vikarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær sambýlismaður minn og bróðir, SVANUR JÓNSSON, frá Höfnum, Njálsgötu 32B, Reykjavík, lést sunnudaginn 3. ágúst á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Pranom Mankamnert, Ragna (Lóa) Bjarnadóttir. ✝ Okkar ástkæra UNNUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Þingvöllum andaðist á sjúkrahúsi Stykkishólms mánudaginn 11. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Aðstandendur. ✝ Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, KRISTÍNAR GUÐLAUGSDÓTTUR, Safamýri 36, Reykjavík. Inga Anna Pétursdóttir, Þorleifur Björgvinsson, Guðlaug Helga Pétursdóttir, Pétur Þorleifsson, Jóhanna Benediktsdóttir, Ólína Þorleifsdóttir, Jón Páll Kristófersson, Kristín Þorleifsdóttir, Guðmundur Óskarsson, Halldór Dagur Benediktsson, Guðbjörg Ingunn Óskarsdóttir og barnabarnabörn, Ásta Jenný Guðlaugsdóttir, Guðríður Guðlaugsdóttir. ✝ Okkar kæra AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Baldursgötu 20, sem andaðist þriðjudaginn 5. ágúst verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, föstudaginn 15. ágúst, kl. 13:00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jóhanna Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.