Morgunblaðið - 15.08.2008, Page 30

Morgunblaðið - 15.08.2008, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er föstudagur 15. ágúst, 228. dag- ur ársins 2008 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Víkverja finnst vont þegar frétta-menn festast í algjörum auka- atriðum, þegar stór og mikil tíðindi gerast. Núna hefur enn verið skipt um meirihluta í borgarstjórn Reykjavík- ur. Sjálfstæðisflokkurinn sleit sam- starfi við Ólaf F. Magnússon og tók í þess stað upp samvinnu við Fram- sóknarflokkinn. Þessi tíðindi kalla á alls konar áhugaverðar spurningar og vanga- veltur. Í gær, þegar allt var að gerj- ast og það svo kröftuglega að nánast sást rjúka upp úr ráðhúsinu, virtust sumir fréttamenn uppteknastir af því hver hefði nú sagt satt á ein- hverjum tímapunkti aðdragandans. Borgarfulltrúi sagði engar viðræður í gangi, annar þrætti fyrir að hafa heyrt frá þeim þriðja í flokki and- stæðinganna, eða hugsanlegra sam- herja og svona sögðu menn ýmist ósatt eða missatt. Ekki ætlar Víkverji að bera í bætifláka fyrir stjórnmálamenn sem skrökva. Honum finnst hins vegar ekki aðalatriði þótt menn fari undan í flæmingi á viðkvæmum stundum, heldur hitt, að þeir segi satt og rétt frá öllum störfum sínum í þágu al- mennings. Og þar á aðhald fjöl- miðlanna að vera. Þegar allt er af- staðið er hálfhjákátlegt að vera enn að tosast á um hver forðaðist spurn- ingar á ákveðnum tímapunkti. x x x Svo var það spurningin um hvorteinhver hefði einhvern tímann farið niður brunastiga í ráðhúsinu til að forðast fréttamenn. Og þá er Vík- verji kominn að dauðasynd stjórn- málamanna, sem er enn alvarlegri en lygar bæði svartar og hvítar. Dauðasyndin er að hegða sér öðru- vísi en fjölmiðlum hentar. Í kvöld- fréttum í gær tók einhver fréttamað- urinn sem svo til orða, að reiknað hefði verið með yfirlýsingu um nýjan meirihluta um fjögurleytið. Sú til- kynning hefði ekki borist í tíma. Í tíma fyrir hvað? Fyrir fréttatím- ann, auðvitað. Því þar liggur við- miðið. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Akureyri Oddur Atli fæddist 8. júlí kl. 12.33. Hann vó 17,5 merkur og var 55 sm langur. Foreldrar hans eru Hrafn- hildur R. Vigfúsdóttir og Guðmundur Æ. Oddsson. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 haldin losta, 8 blettum, 9 sjá aumur á, 10 reið, 11 greftrun, 13 svarar,15 slota, 18 dreng, 21 sé, 22 dúr, 23 mikið að gera, 24 óslitinn. Lóðrétt | 2 leyfi, 3 fær af sér, 4 slátra, 5 hárlepps, 6 ódrukkinn, 7 at, 12 um- hyggja, 14 gagnleg, 15 gangur, 16 suði, 17 báran, 18 staut, 19 hlupu, 20 landabréf. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 negri, 4 bókum, 7 staga, 8 lofar, 9 núa, 11 atti, 13 fríð, 14 nafar, 15 senn,17 átel, 20 óma, 22 gátur, 23 loðin, 24 iðrar, 25 aumur. Lóðrétt: 1 níska, 2 graut, 3 iðan, 4 bíla, 5 kúfur, 6 mær- ið, 10 úlfum, 12 inn, 13 frá, 15 saggi, 16 notar, 18 tíðum, 19 lænur, 20 órór, 21 alfa. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 e6 2. c4 f5 3. g3 Rf6 4. Bg2 d5 5. Dc2 c6 6. Rh3 Bd6 7. Rd2 O–O 8. Rf3 De7 9. Rf4 Re4 10. O–O b6 11. Rd3 Bb7 12. Bf4 Rd7 13. Bxd6 Dxd6 14. b4 Hac8 15. c5 bxc5 16. bxc5 Dc7 17. Rfe5 Ba6 18. Rxd7 Dxd7 19. Hab1 Hb8 20. f3 Rf6 21. Hb3 Bb5 22. Db2 Dc7 23. Hb1 Rd7 24. Rf4 Hfe8 25. Dd2 e5 26. Rxd5 cxd5 27. Hxb5 Hxb5 28. Hxb5 Dc6 29. Ha5 exd4 30. Dxd4 Hxe2 31. Bf1 Hc2 32. Hxa7 Hxc5 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti Taflfélagsins Hellis og Fiskmarkaðar Íslands sem lauk fyrir skömmu í Reykjavík. Sigurvegari mótsins, franski stórmeistarinn Vladimar Lazarev (2482), hafði hvítt gegn Pól- verjanum Andrzej Misiuga (2180). 33. Hxd7! og svartur gafst upp enda mannstap óumflýjanlegt. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Hugmyndaríkur spilari. Norður ♠Á985 ♥G43 ♦102 ♣KD103 Vestur Austur ♠43 ♠7 ♥-- ♥KD10875 ♦ÁKD97653 ♦G ♣G94 ♣Á8765 Suður ♠KDG1062 ♥Á962 ♦84 ♣2 Suður spilar 5♠, doblaða. Á Evrópumóti fyrir margt löngu sat Hollendingurinn Bob Slavenburg (1917–1981) í sæti suðurs með Ítalina Avarelli og Pabis-Ticci í andstöðunni. Eftir harða sagnbaráttu keypti Slaven- burg samninginn í 5♠ dobluðum, sem fórn yfir 5♦. Útspilið var ♣4. Ein- hverjar hugmyndir? Slavenburg lét laufþristinn úr borð- inu! Avarelli drap á ásinn og spilaði laufi til baka í þeim tilgangi að gefa makker sínum stungu. Skiljanlega. Suður virtist eiga ♣G og þar með ætti ♣4 vesturs að vera einspil. Þessi hug- myndaríka spilamennska dugði Slav- enburg til að sleppa einn niður, en hann hefði getað gert enn betur og unnið 5♠. Vinningsleiðin byggist á því að enda- spila vestur. Henda fyrst tveimur tígl- um niður í lauf, trompa einn tígul, spila loks ♦10 og henda hjarta heima. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert í varnarstöðu og það er skilj- anlegt. Fólk kemur þér á óvart með skoð- unum út í bláinn. Þú ert opinn fyrir góðum ráðum en þau eru ekki á hverju strái. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú hefur hæfileika, en stundum er erfitt að vita hvernig maður á að nota þá . Einhver þyrfti að beina þér í réttu áttina. Sá aðili kemur í dag. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert svo upptekinn af tækni- legum atriðum að þú verður að passa þig að missa ekki sjónar af stóru myndinni. Minntu þig á tilganginn. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Til að minna sjálfan þig á að þú ert sterkur, verður þú að gera eitthvað fyrir fólk sem býr ekki yfir þessum kostum. Styrktu góðgerðastofnun. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert samúðarfyllri en vanalega þessa dagana. Þú þarft að gleyma sjálfum þér og upplifa tilfinningaheim einhvers annars – erfitt en gefandi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Undanfarið hefur líf þitt verið lang- ir vinnudagar, endalausir verkefnalistar og of mikið af áhyggjum. Þú er tilbúinn til að hvílast vel. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú þarfnast þess að tala út við ein- hvern sem skilur þig, og rétta aðilanum mun líða eins. Og þar sem þetta er galdra- dagur, færðu það sem þú óskar þér. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ástarleitin sem þú byrjaðir fyrir löngu síðan þróast mikið þessa dag- ana. Þú hélst að þú hefðir gefist upp á draumi, en hann hefur haldist við í hjarta þínu í mörg ár. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú reynir mikið að vera elsku- legur, en þá þarf auðvitað sú manneskja sem þú getur ekki verið góður við að mæta á svæðið. Þvílík leiðindaskjóða! (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú hefur félagslega vitund fyrir bæði þig og vin þinn, álfinn úr hólnum. Þegar hann gerir grín að einhverju ófyndnu eða gefur grænmetisætu kjöt, lagar þú allt. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú fylgir sérviskulegum hug- myndum þínum en leyfir þér einnig að fá hugmyndir úr umhverfinu. Vinir þínir dá þig og elska að vera með þér. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Hlutirnir breytast og fólk þroskast hvert í sína áttina. Samt rembist þú við að líkjast einhverjum sem er gjörólíkur þér. Treystu því að honum líki við þig eins og þú ert. Stjörnuspá Holiday Mathis 15. ágúst 1993 Íslenska landsliðið í hand- bolta, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, varð Norður- landameistari á móti í Noregi. 15. ágúst 1999 Kvikmyndin Star Wars sló að- sóknarmet þegar 6500 manns sáu hana sama daginn, en hún var sýnd í sex kvikmynda- húsum. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist þá… Margrét Guð- mundsdótttir á Vatnsskarðs- hólum í Mýrdal verður sextug mánudaginn 18. ágúst. Af því til- efni er öllum, sem langar að fagna með henni, boðið í léttan brunch í hlöðunni á Dyrhólum, sunnudaginn 17. ágúst á milli kl. 12 og 15. 60 ára Vinkonurnar Kara Mist Harðar- dóttir og Helga Kristín Valdimars- dóttir söfnuðu 756 krónum sem þær færðu Rauða krossinum. Hlutavelta Hún María Kanak færði Rauða kross- inum 5.252 krón- ur sem hún hafði safnað. VIGDÍS Grímsdóttir rithöfundur fagnar 55 ára af- mæli sínu í dag. Hún hefur hlotið ýmsar viður- kenningar fyrir verk sín, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1994 fyrir skáldsöguna Grandavegur 7. Hún er búsett í Reykjavík og á tvö börn; Þórdísi og Hólmar. „Ég ætla nú bara að taka mér bók í hönd og fara eitthvað upp í sveit og lesa hana. Þetta verður ekkert stórbrotið svo sem. Það er nýkominn út bók eftir Þórunni Valdimars- dóttur sem ég ætla mér að lesa,“ segir Vigdís, að- spurð hvernig hún muni eyða deginum. Hún segir jafnframt þrítugsafmælið vera sér minnisstætt. „Það var voðalega gaman. Ég og krakkarnir mínir eld- uðum hamborgara seint um nóttina og svindluðum á umferðarljósum saman. Svona héldum við upp á það – var rosalega skemmtilegt hjá okkur. Þessir afmælisdagar eru annars alltaf glæsilegir og gaman að bæta við sig tíma.“ Í sumar segist Vigdís hafa eytt tíma sínum í að lesa og skrifa hjá sér eitt og annað. „Svo er ég búinn að reyna að leika eins og ég get við barnabörnin – ná mér í æsku. Maður nær svo mikið í æsku með börn- um. Það er í raun það skemmtilegasta sem ég geri.“ Um áhugamál sín fyrir utan að lesa og skrifa segir Vigdís. „Ég er hálfgerður kvikmyndafíkill. Svo finnst mér einnig alltaf gaman að fara í gott leikhús.“ haa@mbl.is Vigdís Grímsdóttir rithöfundur er 55 ára í dag Æskan fæst með börnunum ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.