Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 32
Við erum með húm- orinn í lagi í vinnunni og það léttir róðurinn … 36 » reykjavíkreykjavík Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „ÉG ER náttúrulega annálaður let- ingi, það er aðalástæðan,“ segir Guð- mundur Andri Thorsson mér um ástæður þess hve langt er á milli bóka, en Náðarkraftur kom út 2003. „En ég hef reyndar verið að vinna að tveimur öðrum skáldsögum um leið, sem hefur aðeins tafið mig, en verð- ur vonandi til þess að þetta verður aðeins þéttara,“ bætir hann við, en sagan sem kemur út nú í haust heitir Segðu mömmu að mér líði vel og er undirtitill bókarinnar „Ástarsögur“. „Þótt hún sé ekkert mjög löng þá er dálítið erfitt að lýsa henni. Það má segja að blærinn á henni og tónninn líkist helst fyrstu bókunum mínum tveimur [Mín káta angist og Íslenski draumurinn].“ Margs konar ástarsögur Um undirtitilinn segir Andri að þetta séu margar ástarsögur innan sömu sögu, ástarsögur aðalpersón- unnar sem og fólksins í kringum hann. „Þetta eru ýmsar myndir ást- arinnar, ást milli tveggja ein- staklinga, vinátta æskufélaga, ást milli foreldra og barna, meira að segja ást milli manns og hunds,“ segir höfundurinn og hugsar sig ögn um áður en hann bætir við dul- arfullur: „Það er kannski hægt að segja að þessi bók hafi að geyma ást- arsögur úr hljómsveitarbransanum. Það væri eiginlega alveg satt en samt ekki rétt lýsing.“ Ég spyr hvort aðalpersónan sé hugsanlega rokkstjarna en það er ekki svo einfalt. „Nei, hann er mjög órokklegur karlmaður á miðjum aldri sem býr með föður sínum í Vesturbænum.“ Þótt Andri lýsi yfir leti hefur hann haft nóg að gera við útvarps- þáttagerð, pistlagerð og ritstjórn bóka undanfarið, auk spilamennsku með Spöðum. Hann segir þó að Spaðar muni hafa hægt um sig á næstunni og að yfirlestri bóka sinni hann aðeins í lausamennsku núna, þannig að það er aldrei að vita nema að hann gefi sér tíma í að klára hinar bækurnar tvær fljótlega. Aftur til upprunans Morgunblaðið/Ásdís Með músík í eyrunum Ástir í hljómsveitarbransanum koma við sögu í nýrri bók Guðmundar Andra, Segðu mömmu að mér líði vel. Guðmundur Andri með fyrstu skáldsöguna í fimm ár  Eins og fram kemur í Morg- unblaðinu í dag hefur Sena keypt Einar Bárðar út úr viðburðafyr- irtækinu Concert sem rekið hefur verið sem sjálf- stæð eining innan Senu undanfarin tvö ár, nú síðast undir forystu Ís- leifs Þórhallssonar. Um er að ræða kaup á 40% hlut Einars í fyrirtæk- inu en Einar hélt því fram í Fréttablaðinu í gær að tilboðið hefði verið of gott til að hafna því. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hafði Sena leitað leiða til að koma Einari út úr fyrirtæk- inu í þónokkurn tíma enda hafi mönnum þar innanhúss enn sviðið undan kaupunum fyrir tveimur ár- um þegar Sena keypti 60% hlut í fyrirtækinu. Sýndist mörgum þá að Sena hefði fest kaup á dýrustu símanúmerabók Íslandssögunnar. Hið skrítna í málinu nú er hins vegar að Einar fær að ganga út með vörumerkið Concert sem Sena keypti á sínum tíma fyrir háar fjárhæðir. Og þá spyrja menn sig: Hvað er það eiginlega sem Sena fær fyrir hlut Einars, ef ekki við- skiptavild út á vörumerkið sjálft? Dýr yrði Einar Bárðarson allur  Þrátt fyrir að aðsókn á Innipúk- ann hafi verið töluvert minni en skipuleggjendur bjuggust við, svo ekki sé minnst á vonbrigði tónleikagesta þegar ekk- ert varð af tónleikum Megasar, fengu allir nóg fyrir sinn snúð þeg- ar Geir Ólafs steig á svið í Iðnó og hóf upp raust sína, eins og honum einum er lagið. Sjálfur var Geir allt að því hrærður yfir viðtökunum á Púkanum og lýsti sig viljugan til að endurtaka leikinn að ári. Þeir sem geta ekki beðið svo lengi ættu hins vegar að skella sér norður á Græna hattinn þar sem Geir kemur fram annað kvöld, 35 ára gamall og heilum tveimur dög- um betur. Geir á Græna hattinum Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA verður bara svona týpísk Ladda-plata,“ segir Þórhallur Sig- urðsson, Laddi, sem ætlar að senda frá sér nýja sólóplötu í haust. Á plöt- unni verða ný lög úr smiðju Ladda. „Þetta eru lög sem ég var að semja, og eru alveg sjóðheit. En svo verðum við líka með erlend lög sem eru meira svona grínlög sem ég ís- lenska bara,“ útskýrir hann, en bæt- ir því við að einnig verði um eitthvað leikið efni að ræða. „Það er alltaf spennandi að vera með það með, svona inn á milli. En það er í mót- un.“ Í viðtali sem Arnar Eggert Thor- oddsen tók við Ladda og birtist í Morgunblaðinu hinn 9. desember síðastliðinn lýsti Laddi áhuga sínum á að gera „alvarlega“ plötu. Er þetta hún? „Nei, ekki beint, þótt það hafi allt- af staðið til að gera þannig plötu, en þetta verður að vera í bland,“ segir hann. „En við erum annars að velja lögin, ég og Bjöggi Halldórs. Ég var að koma úr fríi og áður en ég fór út lét ég hann fá tíu lög eftir mig til að pæla í,“ segir Laddi, en Björgvin Halldórsson er upptökustjóri nýju plötunnar. En mun hann jafnvel taka nokkur lög með Ladda á plöt- unni? „Það veit maður aldrei, Bjöggi hefur stundum tekið bakraddir og svona, en það er aldrei að vita því það verður ýmislegt á þessari plötu sem má kannski ekki segja frá alveg strax, en mun örugglega koma á óvart,“ segir Laddi leyndardóms- fullur, en eins og margir eflaust muna voru Laddi, Björgvin og Halli bróðir Ladda í HLH flokknum forð- um daga. Laddi útilokar ekki að flokkurinn komi saman á nýju plöt- unni. „Maður þorir ekki að segja neitt, en við erum með ýmsar hug- myndir í gangi. Kannski verð ég með eitt lag með Halla og hver veit nema Bjöggi vilji vera með okkur í því. En það er ekkert búið að ákveða í þessu ennþá.“ Laddi 62 Aðspurður segir Laddi að nýja platan muni höfða til breiðs aldurs- hóps, líkt og fyrri plötur hans. „Þetta verður plata fyrir alla, alveg niður í litlu krakkana. Eiríkur Fjal- ar kemur til dæmis eitthvað inn í þetta og svona,“ segir hann, en áætl- að er að platan komi út í nóvember. Á síðasta ári sendi Laddi frá sér plötuna Hver er sinnar kæfu smið- ur, en á henni má finna safn bestu laga hans síðustu þrjá áratugina eða svo. Platan seldist gríðarlega vel og var til að mynda í efsta sæti tónlist- ans svo vikum skipti. Þá hefur verið fullt hús á sýningunni Laddi 6-tugur síðan hún var frumsýnd í febrúar í fyrra, en sýningin fer aftur á fjalir Borgarleikhússins í október. En þarf Laddi ekki að fara að breyta nafni sýningarinnar? „Það er sí- breytilegt, hún heitir eiginlega Laddi 61 plús núna af því að ég er orðinn 61 og hálfs núna. Svo verður það bara Laddi 62,“ segir hann í léttum dúr. Laddi er annars nýkominn heim úr sumarfríi á Spáni. Aðspurður segist hann lítið hafa „djammað og djúsað“ þar syðra, líkt og segir í lag- inu. „Við fórum bara saman stór- fjölskyldan og vorum að sóla okkur í rólegheitum. Svo fór ég aðeins í golf og svona,“ segir Laddi sem hélt áfram í golfinu þegar hann kom heim. „Já já, það fyrsta sem maður gerir daginn eftir að maður kemur er að skella sér á þriggja daga Ís- landsmót öldunga,“ segir hann og hlær. Endurkoma HLH?  Laddi sendir frá sér nýja plötu sem unnin er í samstarfi við Bjögga Halldórs  Útilokar ekki að Halli bróðir sinn muni einnig koma að plötunni Morgunblaðið/Sverrir Leyndardómsfullur „Kannski verð ég með eitt lag með Halla og hver veit nema Bjöggi vilji vera með okkur í því,“ segir Laddi m.a. um nýju plötuna. Deió - 1981 Allt í lagi með það - 1983 Einn voða vitlaus - 1985 Ertubúnaðverasvonalengi? - 1987 Of feit fyrir mig - 1990 Bestu vinir aðal - 1990 Jólaball með Dengsa og félögum - 1991 Hver er sinnar kæfu smiður - 2007 Jóla hvað? - 2007 Helstu plötur Ladda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.