Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 33 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is TALANDI TRÉ - flytjandi og höfundur Erna Ómarsdóttir (Söguloft) Sun 17/8 kl. 16:00 BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 23/8 kl. 15:00 Lau 23/8 kl. 20:00 Sun 24/8 kl. 16:00 Ö Fös 29/8 kl. 20:00 Lau 30/8 kl. 15:00 Lau 30/8 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 15:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Ö Sun 7/9 kl. 16:00 Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning) Fös 15/8 kl. 15:00 U Fös 15/8 kl. 20:00 U Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Fim 4/9 kl. 20:00 Fim 11/9 kl. 20:00 Fim 18/9 kl. 20:00 Lýstu eigin útliti. 56% hommi, 35% vöðvar og 9% hár og skegg. Hvaðan ertu? Úr Hafnarfirði. Ætlar þú að fylgjast mikið með Ólympíuleikunum og ef svo er hvaða íþrótt fylgist þú mest með? (spyr síðasti að- alsmaður, Örn Arnarson, sundkappi) Neuch! Ég fylgdist einmitt með honum og held því áfram! Tek á móti honum í Leifsstöð! Velkominn heim Örn! Komdu bara í sjósund með okkur Halla Jóns, Möggu Blöndal og Begga „Upp- erbody“! Það fær þig til að gleyma öllu ólympíuruglinu! Hver er uppáhaldsforsetinn þinn? President Bongo. Prodigy eða Chemical Brothers? Gluteus Maximus. Íslenskar konur í fimm orðum: Linda, Linda, Linda, Linda og Linda. Íslenskir karlmenn í fimm orðum: Sætir, kynæsandi, töff, brosmildir og fyndnir Styðurðu ríkisstjórnina? Pfiff, lýðræði er úrelt, virkar ekki. En borgarstjórn? Eru það þeir sem þrifu allt hátt og lágt, máluðu gráan (lýsandi fyrir ástandið) lit yfir allt og tóku niður öll plakötin sem ég var nýbúinn að hengja upp til að auglýsa tónleikana með Sebastien Tellier 28. ágúst? Nei takk. Út af lóðinni! NÚNA! Ég er búinn að horfa á svartan plast- poka og klósettpappír uppí tré á móti glugganum mínum á Laugavegi í allt sumar. Ekki tóku þeir hann niður! Og ég hringdi borgarstjórn í vor og harð- neitaði að horfa á þennan poka meðan sumarið væri að taka við sér. Þeir tóku klósettpappírinn (eftir 7 daga) en skildu pokann eftir. Hann var „of“ hátt uppi í trénu. Og er þar enn. Ég hef samt tröllatrú á JFM! Hann hlýtur að láta taka pokann niður þannig að haustið geti komið óáreitt inn í forseta- höllina! Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálf- an þig? Að ég get synt í sjónum án þess að fara að gráta. Svo söng ég líka „Ríðum, ríðum“ með Helga Björns í bílastæðapartíi. Vissi ekki að ég kynni það lag fyrr en ég fór í gang! Uppáhaldsbíómynd? Raising Arizona eftir Cohen bræður. Hún er einhvernveginn alltaf best … og svo líka Blazing Saddles. Get ekki valið … Hlustarðu á Sigur Rós? Nei, en endurhljóðblandaði þá með Gluteus Maximus og ég hlusta á þá endurhljóðblöndun. Ég er samt rosaskotinn í Kjartani … nei, Jónsa … hmm þeir eru allir sætir. Einar Örn er samt kóngurinn … Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? 100 kg. Hvaða plötu ertu mest að hlusta á þessa dagana? Er að gera plötu með GusGus og endurhljóðblanda Trentemöller með Gluteus Maximus. Það er það eina sem ég hlusta á þessa dagana … og svo Minilogue, Prosumer og nýju barnaplötuna (cdr) sem Kiddi í Hjálmum gaf mér um dag- inn … Þar eru Bó og Egill Ólafs að metast hver er besti pabbinn! Æðisleg plata! Hvaða bók lastu síðast? Traktor Scratch Manual … og fæ ekki einu sinni forritið í gang!! Helstu áhugamál? Linda … og Schnitzel. Hver myndi leika þig í ævisögulegri bíómynd? Michael Bolton áður en hann klippti sig. Er „David“ besta danslag Íslandssög- unnar? Biddu, leimmér að hugsa … Hverju mega menn eiga von á á NASA á laugardagskvöldið? Týna öllu sem þeir eiga þ.e.a.s. ef þeir ná sér í miða. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Ef stofnaður yrði Mútusjóður til að hjálpa „ákveðnum“ stjórnmálamönn- um að taka réttar ákvarðanir og hætta að tala með afturendanum, myndir þú leggja honum lið? 5.000 kall eða svo? PRESIDENT BONGO AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ER ANNAR AF TVEIMUR FORSPRÖKKUM HLJÓMSVEITARINNAR GUSGUS SEM HELDUR TÓNLEIKA Á NASA ANNAÐ KVÖLD. Bongo Segir að Michael Bolton gæti kannski leikið sig. Morgunblaðið/Ómar Fyrirsögnin á þessum pistlier fengin úr viðtali viðnokkra útskriftarnema Myndlistar- og handíðaskólans sem birtist í DV, að mig minnir, árið 1991. Einn útskriftarnemanna lét þá þessa setningu falla, sem blaða- maður greip á lofti og setti yfir greinina. Þótti mér við hæfi að endurnota hana í kjölfar umræðu um húsnæðismál Listaháskóla Ís- lands, en vinningstillaga +Arkí- tekta að húsakynnum skólans hef- ur valdið talsverðum usla. Hefur umræðan þó helst snúist um húsavernd, borgarmynd og hvort Laugavegur geti borið þetta mikla starfsemi. Hins vegar vekur áhuga minn í þessu máli hvað vinningstillagan segir okkur um stefnu skólans sem snýr að mynd- list.    Listaháskóli Íslands er aka-demía, tengd vissum skyldum menntakerfis og þurfa nemendur að skila af sér margskonar fræði- legum verkefnum. Það þóttu því tíðindi þegar Reykjavíkurborg gaf Listaháskólanum lóð í Vatnsmýr- inni í fyrra, en með byggingu þar ætti Listaháskólinn frekara sam- neyti með Háskóla Íslands og enn ríkari tengsl hefðu getað myndast á milli listgreina og fræðigreina, en það hentar allavega vel fyrir myndlistarnám. Hins vegar væri alltaf hætta á að LHÍ aðlagaðist sama kerfi og ríkismenntastofnanir lúta. En sjálfstæði skólans er lífsnauðsyn- legt sökum þess að myndlistarnám er á skjön við menntakerfið sem nú ríkir í landinu, þar sem mynd- listin sjálf hvetur nemandann til að afla sér þekkingar gegn um eigin skapandi ferli. Og hann býr í raun til sína eigin „kennslubók“. Hin listakademíska mótsögn felst þá í því að listmenntun skuli vera óháð menntakerfinu sem hún stólar á.    En myndlist er auðvitað baraein deild af mörgum innan LHÍ og í nýju húsnæði er markmið að allar deildir sameinist undir einu þaki. Listgreinar skerast í auknum mæli og renna jafnvel saman í einn skapandi graut. Margir hentu gaman að þessu markmiði sem var strax ljóst eftir stofnun skólans og kölluðu það „Fame drauminn“ í höfuðið á vin- sælli kvikmynd á níunda áratug síðustu aldar. Miðað við vinningstillöguna við Laugaveg má segja að „Fame- draumurinn“ hafi verið staðfestur því þarna eiga að vera uppákomur fyrir gesti og gangandi, opinn sýn- ingarsalur, tónleikasalur, leiks- alur, kaffihús og verslun. Við er- um því ekki bara að tala um menntastofnun heldur líka menn- ingarsamkomuhús, eða einhvers- konar listmenntakringlu við Laugaveg.    Þessi stefna stjórnar skólans ersvosem í ágætum takti við þróun myndlistar síðustu ára í átt til „artentainment“(„fagurlistir“ og „skemmtiefni“ sett saman í eitt orð). Nú er það popúlisminn sem blífur og augljóst að stjórnin vill feta þá leið. Skólinn skal vera þar sem fjörið er, ekki fræðin. Það hefur líka verið stefna stjórnarinnar að auka tengsl á milli listakademíunnar og almenn- ings og þjónar vinningstillagan þeim markmiðum út frá arkítek- tónísku sjónarhorni. Hins vegar þarf akademían að vera virk í garð almennings, skapa „gang- virkni“, til þess að þessi tengsl hafi eitthvað upp á sig. Og duga kaffihús og verslun þá ekki til. Virknin felst fyrst og fremst í framkvæmdum þeirra sem koma að akademíunni, þ.e. þeirra sem eru í forsvari fyrir hana, prófess- ora, lektora, jafnvel stundakenn- ara og ekki síst nemenda. Skiptir þá engu hvort skólinn er við Laugaveg, í Vatnsmýrinni eða annarsstaðar, því eins og áður seg- ir, þá er skóli ekki hús. ransu@mbl.is Skóli er ekki hús AF LISTUM Jón B.K. Ransu » Við erum því ekkibara að tala um menntastofnun heldur líka menningarsam- komuhús, eða einhvers- konar listmennta- kringlu við Laugaveg. Bitbeinið „Miðað við vinningstillöguna við Laugaveg má segja að „Fame-draumurinn“ hafi verið staðfestur.“ www.listvinafelag.is Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju MATTIAS WAGER frá Stokkhólmi leikur norræna orgeltónlist, verk eftir m.a. Walton, Guillou og Messiaen og spuna. Laugardaginn 16. ágúst kl. 12 Sunnudaginn 17. ágúst kl. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.