Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 39 Heilsa og lífstíll Glæsilegt sérblað um heilsu og lífstíl fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 29. ágúst. Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 25. ágúst. Ásamt fullt af spennandi efni. Meðal efnis er: • Hreyfing og líkamsrækt. • Heildrænar heilsumeðferðir af ýmsu tagi. • Andleg iðkun. • Slökun og leiðir til þess að slaka á. • Ofnæmi og aðgerðir gegn því. • Heilsusamlegar uppskriftir. • Megrun - hver er skynsamlegasta leiðin. • Grænmetisfæði og annað fæði. • Mataræði barna - hvernig má bæta það. • Skaðsemi reykinga. • Góður svefn. • Fætur og skór. - kemur þér við Sérblað um mat fylgir blaðinu               !    " #$ %   # & ' (!% #  #$    ) !#' $ *  + $ #'   , - !# ', " ++ # ! " %   . "  !% '  /  +% %   ++# ' !# "% , %  0     ) $ '%   /  %   '    $ %  $ 1   # "   # $ $ +     ! "# $% &$' ( )* Afmælisgjöf Háskólans í Reykjavík Fleiri tilboð í kreppunni Handboltinn bjargaði mér segir Björgvin Páll Er Björk geimvera? Magnús R. Einarsson snýr aftur í útvarpið Allir með 10 í dönsku í Stykkishólmi Hvað ætlar þú að lesa í dag? HÁRFÍN og fögur er dýnamíkin á þessari dægilegu stuttskífu Ólafs Arnalds. Hljóðheimurinn er í anda sígildrar tónlist- ar, þar sem þrúg- andi hljóð- þjöppun- og þök dægurtónlistar eru víðsfjarri. Í hljóðstyrk eru hæðir og lægðir með náttúrulegum hætti og aldrei er ofhlaðið í hljóðmyndina. Ópusarnir á Variations of Static eru fimm og fara vel, hver á eftir öðrum.Tónsmíðar Ólafs eru í eðli sínu einfaldar og látlausar; hljómar eru fáir og laglínur fábrotnar en fagrar. Útsetningar draga einatt það besta fram úr smekklegum smíð- unum, þar sem angurværir strengir styðja vel við slaghörpuna sem oft- ast leiðir flutninginn. Það er Ólafur sjálfur sem slaghörpuna slær og vel. Strengjakvartettinn sem leikur með Ólafi gerir ótvírætt mest fyrir heillandi hljóðmyndina og andrúms- loftið sem ríkir. Þau Margrét, Una, Arndís og Þórður leika af ósviknu næmi, þar sem blæbrigðin eru hár- fín og viðkvæmnisleg. Á stundum er engu líkara en að tilfinningaþrungin strengjaleikurinn sé afspilaður aft- urábak; slík er seiðandi undiraldan. Og iðulega virðist ómstríða krauma undir sléttu og felldu yfirborði ein- faldra smíðanna. Á Variations of Static er geðræn- an allsráðandi, andhverfa hinnar hvimleiðu og á köflum vélrænu áhrifstónlistar sem stundum er kennd við slökun og nýöld. Hér er naumhyggjan í öndvegi og mús- íkalitetið mammoni æðri. Þetta er tónlist sem andar. Lifi naum- hyggjan Orri Harðarson TÓNLIST Geisladiskur Ólafur Arnalds – Variations of Staticbbbbn UNDARLEG staða er komin upp á milli rithöfundarins Chuck Pala- hniuk og hljómsveitarinnar Radio- head vegna tónlistarinnar við kvik- mynd sem byggir á skáldsögunni Choke eftir Palahniuk. Kvikmyndin Fight Club sem byggð er á skáld- sögu hans naut feikivinsælda fyrir nokkrum árum. Palahniuk sagði í viðtali á tónlist- arútvarpinu BBC 6 að hljómsveitin myndi semja tónlistina fyrir mynd- ina og lýsti því að á meðan hann sat við skriftir hafi hann hlustað á plöt- una Pablo Honey og þá sérstaklega lagið „Creep“ allan liðlangan daginn. Hann sagði leikstjórann Clark Gregg hafa beðið Radiohead um að fá að nota eitt lag þeirra í myndinni og að þeir hafi orðið svo hrifnir að þeir hafi samið tónlist við alla mynd- ina. Það skrýtna í málinu er að með- limir Radiohead kannast ekkert við þessa sögu og segjast aðeins hafa samþykkt að notað yrði eitt laga þeirra „Reckoner“ og það yrði loka- lag myndarinnar. Aðdáendur rithöf- undarins og hljómsveitarinnar fögn- uðu mjög þegar fréttirnar af samstarfinu bárust fyrst, en bíða þess nú að málið skýrist. Kannast ekki við Choke Scanpix Ruglingur Thom Yorke og félagar segjast ekki hafa samið tónlistina. AMY Winehouse hefur fengið boð um að dvelja í munkaklaustri. Heiligenkreuz- munkakórinn frá Austurríki er á mála hjá sama plötufyrirtæki og hún og hefur ný- lega slegið í gegn í heimalandinu með plötu þar sem hann syngur gregoríanska söngva. Kórinn fékk plötuna Back To Black með Winehouse að gjöf frá fyrirtæk- inu og leist í fyrstu vel á. „Mér fannst þetta góð plata í u.þ.b. tíu mínútur, en síðan las ég textana og þá fannst mér hún bara sorgleg,“ sagði bróðir Johannes Paul Chavanne. „Ég myndi vilja bjóða henni hingað, ég hef samúð með fólki eins og henni. Hún gæti dvalið hér í eina eða tvær vikur og hugleitt stóru spurningarnar í lífinu. Ef til vill er trúin svarið sem hún er að leita að.“ Boðið í munka- klaustur Amy Winehouse Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.