Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Golli Óskar Oddviti framsóknarmanna og verðandi formaður borgarráðs. L A U G A R D A G U R 1 6. Á G Ú S T 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 222. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Fló á skinni >> 45 Komdu í leikhús Leikúsin í landinu ENSKI BOLTINN UMFJÖLLUN UM ENSKA BOLTANN Á 12 SÍÐUM REYKJAVÍKREYKJAVÍK Þórunn Antonía er lukkunnar pamfíll Að skynja heila veröld í einu sandkorni og himin í einu villtu blómi, halda á hinu óendanlega í lófa þínum og eilífðinni í einni klukkustund. (William Blake) LESBÓK Hús sniðið að tilfinningum Alan Sokal kemur vísindunum til varnar. Hann tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið eftir að hann setti fræðaheiminn á annan endann um miðjan síðasta áratug. Sokal krefst skýrrar hugsunar Sem rokkstjarna er hann er orðinn leikinn í listinni að bíða. Þó að hann sé ekki nema rétt liðlega tvítugur á Ólafur Arnalds þegar að baki lang- an feril í tónlistinni. Rokkstjörnur kunna að bíða Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is VONAST er til að þverpólitísk sátt náist um fram- tíð Reykjavík Energy Invest (REI) meðal borgar- fulltrúa. Stjórn fyrirtækisins hefur unnið að mótun nýrrar stefnu síðan í mars, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Stefnumótunarvinnan tók mið af REI-skýrsl- unni, sem unnin var af þverpólitískum stýrihópi undir forystu Svandísar Svavarsdóttur. Markmiðið var að ná einnig pólitískri sátt um framtíð REI í borgarstjórn, eins og tókst í stýrihópnum. Sú hugmynd varð ofan á að stofna opinn fjárfest- ingarsjóð um verkefnið REI, sem fjárfestum verði boðið að kaupa hlut í á jafnræðisgrundvelli. Sjóðn- um verði síðan ætlað að fjármagna verkefnið REI. Kosturinn við það er álitinn sá að ekki sé verið að taka meiri fjármuni út úr OR, en helsta gagnrýnin síðastliðið haust beindist að því að verið væri að taka áhættu með almannafé. Þá þykir jákvætt að útboðið verði opið öllum fjárfestum. Ekki verður gerður einkaréttarsamningur. En nafn og þekking OR verður áfram notuð í útrásinni og metin til fjár inn í sjóðinn. Ekki verður því tekin áhætta með fjármuni almennings, heldur þeirra áhættufjárfesta sem vilja leggja fjármuni sína í verkefnið. Miðað er við að greitt verði að fullu fyrir þá vinnu sem OR leggur af mörkum til einstakra verkefna. Þá verða ekki gerðir kaupréttarsamning- ar af neinu tagi, en slíkir samningar ollu miklu fjaðrafoki síðastliðið haust. Fleiri kostir til skoðunar Að þessari vinnu hafa verið kallaðir ýmsir sér- fræðingar og ráðgjafarfyrirtæki, auk starfsmanna OR og REI. Fleiri kostir hafa verið skoðaðir, þar á meðal að hvert verkefni yrði fjármagnað sérstak- lega. Sú leið hefur ekki verið útilokuð og gæti hún átt við í sumum tilvikum. Sjóðaleiðin þykir fýsileg- ust og áformað er að flest af núverandi verkefnum og hugmyndum REI renni inn í sjóðinn, jafnvel öll. Orkuveitan áfram í útrás  Opinn fjárfestingarsjóður stofnaður um verkefnið REI  OR leggur ekki af mörkum meira áhættufé  Þverpólitísk stefnumótun sem fengið hefur jákvæðar undirtektir hjá borgarfulltrúum Í HNOTSKURN »Kjartan Magnússon erstjórnarformaður REI. Í stjórn sitja Ásta Þorleifsdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir. »Undanfarnar vikur hefurstjórn REI kynnt niður- stöður stefnumótunarinnar fyrir borgarfulltrúum og hafa viðtökur verið jákvæðar. »Oddvitar D og B lista hafasagt að lausnin verði kynnt á fimmtudag í næstu viku á aukafundi borgarstjórnar. Morgunblaðið/ÞÖK Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Í UPPHAFI samstarfs Framsókn- ar, Vinstri grænna og Samfylkingar í borgarstjórn í byrjun ársins barst það í tal hvort flokkarnir ættu að mynda nýjan Reykjavíkurlista. „Samfylkingin hafnaði því,“ segir Óskar Bergsson. „Samfylkingin var hinsvegar með þær hugmyndir að flokkarnir gengju bundnir til kosn- inga, hver undir sínu merki. Fyrir Framsóknarflokkinn var það algjör- lega óaðgengileg hugmynd og síðan hafa þessar hugmyndir ekki verið viðraðar í minnihlutanum. Þannig að Samfylkingin hafnaði því að endur- vekja Reykjavíkurlistann.“ Færðist í aukana Þegar Ólafur F. Magnússon varð borgarstjóri segist Óskar hafa talið að besta leiðin til að fella meirihlut- ann væri að minnihlutaflokkarnir sýndu að þeir væru tilbúnir að taka við stjórn borgarinnar „þegar“ Ólaf- ur færi frá. „Þróunin hefur hinsveg- ar orðið sú að Ólafur hefur færst all- ur í aukana á þeim tíma sem liðinn er og því fjaraði út það markmið Tjarn- arkvartettsins að bíða eftir völdun- um,“ segir hann. Málefnaágreiningur „Einnig kom upp málefnaágrein- ingur á milli flokkanna í Bitrumál- inu, þar sem fulltrúar minnihlutans fögnuðu því að framkvæmd upp á einn milljarð var svo að segja kastað út um gluggann og tólf ára rann- sóknarstarfi starfsmanna Orkuveit- unnar þannig varpað fyrir róða. Ég fann mér engan stað í þessum fagn- aðarlátum og velti því fyrir mér hvernig ég hefði brugðist við ef ég hefði verið starfandi í meirihluta með þeim við sömu aðstæður. Það hefur því verið að brjótast í mér síð- an hvaða hlutverki ég ætti að gegna í meirihlutasamstarfi þessara flokka.“  Maður gleymir alltaf | 12 Samfylkingin hafnaði nýjum Reykjavíkurlista  Málefnaágreiningur varð í minnihlut- anum vegna Bitru  Efasemdir vökn- uðu hjá Óskari Bergssyni um samstarfið Í HNOTSKURN »Óskar segir Bitru skóla-bókardæmi um virkjunar- kost þar sem umræða um um- hverfis- og orkumál fer úr böndunum. »Á háhitasvæði landsins séumörg gríðarlega falleg og ósnortin svæði, sem eigi að nýta undir náttúruvernd og ferðaþjónustu. NASTIA Liukin frá Bandaríkjunum vann í gær fjölþraut kvenna í fim- leikum á Ólympíuleikunum í Peking. Fetaði hún þar með í fótspor föður síns, Valeri, sem vann til gullverðlauna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna fyrir 20 árum í Seoul. Valeri, sem er þjálfari dóttur sinnar, keppti fyrir Sovétríkin. Í öðru sæti í fjölþrautarkeppninni varð ein besta vinkona Nastiu, Shawn Johnson. Reuters Í fótspor föðurins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.