Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 21 Í stærri borgum er ekki óvana-legt að rölta inn í verksmiðju-húsnæði sem tekið hefur verið yfir til listrænna nota. Myndlist- armenn eru stétt í eilífri húsnæð- isleit. Bæði leita þeir sífellt að ódýr- um vinnustofum, en einnig að skapandi sýningarrými. Á und- anförnum áratugum hefur sýning- arrýmið orðið æ stærri hluti af sýn- ingum og listaverkum, sem taka mið af því bæði sjónrænt og hug- lægt, og oftar en ekki verður rýmið sjálft beinlínis innblástur lista- verka. Hin eilífa húsnæðisleit er því ekki neikvæð og vegna skorts, held- ur jákvæð og skapandi. Einn slíkur möguleiki opnaðist á Hjalteyri í sumar, fyrir tilstilli listamanna með augun opin. Þar hefur verið opnuð menningarmiðstöð undir nafninu Verksmiðjan, rétt eins og fræg listasmiðja Andy Warhol í New York á síðari hluta 20. aldar. Það er gamla síldarverksmiðjan á Hjalt- eyri, eitt sinn sú stærsta sinnar teg- undar í Evrópu, sem fengið hefur nýtt hlutverk. Feikistórt verk- smiðjuhúsið býður upp á mikla möguleika, hvort sem um er að ræða myndlistarsýningar eða aðrar uppákomur en hér hafa verið tón- leikar, listasmiðja og væntanleg er ljóðadagskrá. Níu listamenn í Arn- arneshreppi sem standa að þessu framtaki, auk nokkurra sem búsett- ir eru annaðhvort inni á Akureyri eða erlendis. Markmiðið er að skapa umhverfi og aðstöðu fyrir menningarviðburði í hreppnum, að- stöðu á staðnum sem um leið opnar dyr að umheiminum. Yfirstandandi sýning var opnuð í byrjun ágúst og listamennirnir sem sýna eru bæði innlendir og erlendir og tilheyra þremur kynslóðum. Kristján Guðmundsson sýnir teikn- ingu og eldra verk, olíumálverk sem fæstir myndu tengja verkum hans í dag. Bæði verkin öðlast nýja vídd í þessu umhverfi. Magnús Pálsson sýnir teikningar frá árinu 1965, forvitnilegar og lífrænar sem sýna einhvers konar samspil líkama og vélar, óbeint má ímynda sér það margbreytilega samspil líkama og véla sem verksmiðjan hefur hýst á sínum tíma. Listakonan og teikn- arinn Sigga Björg Sigurðardóttir sýnir teikningar og myndband við tónlist, innsetning sem verður hrárri í þessu umhverfi. Í dimmum sal innst í verksmiðjusalnum má sjá kvikmynd Nicolas Moulin þar sem saman koma maður, náttúra og byggingarlist á gotnesk-súrreal- ískan máta. Arna Valsdóttir fangar andrúmsloft verksmiðjunnar og lið- ins tíma í myndbandi sínu sem und- irstrikað er með söng og tekið upp í húsnæðinu sjálfu. Staðsett í rýminu miðju verður það eins og hjarta sýningarinnar sem slær í takt við umhverfið. Þá er ónefnt framlag sí- breytilegs samvinnuverks undir nafninu Boekie Woekie, mynd- verkabókabúð í Amsterdam sem birtist einnig í innsetningum sem þessum þar sem sýnd eru mynd- verk í bókaformi eftir m.a. Jan Voss. Utan dyra er síðan að finna listaverk eftir Alexander Steig, á blámáluðum dyrum er að finna skilti með nafninu Verksmiðjan og út um dyrnar berst stöðugur dynur danstónlistar, rétt eins og þarna sé að finna næturklúbb. Framhald verður á sýningarhaldi í Verksmiðjunni í september þegar Grasrótarsýningin árlega með verkum ungra listamanna sem hingað til hefur verið í Nýlistasafn- inu verður opnuð á sama tíma og Sjónlistaverðlaunin verða afhent á Listasafni Akureyrar. Ekki er víst um frekara framhald í vetur þar sem húsnæðið er óupphitað, en vænta má öflugs starfs næsta sum- ar. Verksmiðjan er flott og vel heppnað framtak, þar sem vel kem- ur fram hvernig skapa má ný tæki- færi á óvæntan hátt ef augun eru opin. Ef til vill er þetta lýsandi dæmi um breytingar í samfélaginu og aukið vægi menningar í atvinnu- og nýsköpun. ragnahoh@simnet.is Listin tekur við af síldinni Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Hjalteyri Ef til vill er þetta lýsandi dæmi um breytingar í samfélaginu og aukið vægi menningar …, segir Ragna. AF LISTUM Í HNOTSKURN » Síldarverksmiðjan áHjalteyri hefur staðið ónotuð um árabil, en var eitt sinn sú stærsta sinnar teg- undar í Evrópu. Húsnæðið sem nú er notað sem salur fyr- ir myndlistarsýningar, tónlist- arviðburði og aðrar uppá- komur er um 1.000 fermetrar að stærð. » Hópur listamanna hófundirbúning á síðasta ári, í samkomulagi við Arnarnes- hrepp en markmiðið er að efla menningarviðburði og ferða- þjónustu á svæðinu og stuðla þannig m.a. að auknum bú- setumöguleikum. Styrkir hafa fengist frá einkaaðilum, Menningarráði Eyþings og Impru, Nýsköpunarmiðstöð. Fjölbreyttir viðburðir hafa verið og verða á dagskrá, m.a. myndlistarsýningar, tón- leikar, listasmiðjur og ljóða- dagskrá. » Listamennirnir sem sýnanú eru Kristján Guð- mundsson, Magnús Pálsson, Arna Valsdóttir, Sigga Björg Sigurðardóttir, Alexander Steig, Nicolas Moulin og að- standendur Boekie Woekie- bókabúðarinnar í Amsterdam. Næsta sýning verður Grasrót- arsýningin í september. Upp- lýsingar um Verksmiðjuna er að finna á síðunni verksmidj- an.blogspot.com. Ragna Sigurðardóttir Listmálarinn Jónas Viðar heldur áfram myndröð sinni „Portrait of Iceland“ í Jónas Viðar Gallery á Ak- ureyri. Málverk Jónasar eru blanda hugmyndalistar og hefðbundinna landslagsmálverka. Fleiri málarar hafa nálgast landslagið á þennan hátt, tam. Húbert Nói, en nálgun hans og Jónasar eiga ýmislegt sam- eiginlegt. Titillinn „Portrait of Iceland“ gef- ur til kynna að listamaðurinn sé sér meðvitandi um hversu mjög íslenskt landslag hefur orðið ímynd og sölu- vara, bæði fyrr og nú og ekki síst innan myndlistarinnar. Myndir hans eru að hluta í anda nítjándu aldar rómantíkur, þar sem landslagið er ávallt ákaflega þokuslungið. Hér eru fjöll sveipuð hvítu mistri, eins og annars heims. Sú hugmynd að gera öllum fjöllunum sem hér eru máluð jafn hátt undir höfði og birta þau í sömu stærð tilheyrir aftur frekar tuttugustu öldinni og vísar til mark- aðssetningar og staðalímynda. Að- eins eitt málverkið er stærra og brýst þannig undan oki hug- myndalistarinnar. Jónas hefur um árabil þróað vinnuaðferð sína sem byggist á lag- skiptum verkum unnum með akryl- litum og lakki. Aðferðin skapar dýpt á myndfletinum sem er undirstrikuð af því dulúðuga mistri sem leikur um myndefnið. Jónas fetar þröngan stíg þar sem fátt má út af bregða og gryfjur kitsch og kunnugleika er að finna við hvert fótmál, en ég er ekki frá því listamaðurinn sé að verða öruggari á braut sinni. Þokuslungin ímynd landsins Annars heims „Fjöll sveipuð hvítu mistri …“ úr verki eftir Jónas Viðar. Ragna Sigurðardóttir MYNDLIST Jónas Viðar Gallery, Akureyri Til 24. ágúst. Opið 13–18 fös. og lau. Aðgangur ókeypis Málverk, Jónas Viðar bbbnn ÞAÐ var arkitektastofan Arkþing ehf. sem bar sigur úr býtum í sam- keppni um hönnun óperuhúss í Kópavogi, en niðurstaðan var til- kynnt í Salnum í gær. Um var að ræða framhaldskeppni á milli Ark- þings og Alarks ehf., en eftir upp- haflega samkeppni þótti engin til- lagnanna vera fullnægjandi. Þóttu þessar tvær stofur lofa bestu og kepptu því um að vinna sem best úr athugasemdum dómnefndar. Taldi dómnefnd að báðar tillögurnar hefðu verið þátttakendum til sóma. „Menningarþjóð verður að koma þaki yfir þessa listgrein svo að sómi sé að og næst á dagskrá er að koma óperuhúsinu í skipulagsferli,“ sagði Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og formaður dómnefndar, en í henni sátu auk hans Stefán Bald- ursson óperustjóri og arkítektarnir Ásdís Ingþórsdóttir, Ólafur Axels- son og Þorvaldur S. Þorvaldsson. Stefnt er að því að óperuhúsið verði framtíðarheimili Íslensku óp- erunnar og að þar verði fyrsta flokks aðstaða til óperu- eða söngleikja- flutnings, tónleika og annarra uppá- komna. Gunnar tekur þó fram að þetta sé aðeins eitt skref af mörgum í byggingu hússins. Ennþá á eftir að ganga frá fjármögnun hússins að fullu, en reiknað er með að það verði risið einhvern tímann á milli áranna 2010 og 2012. Áhugasamir geta séð fleiri myndir og meira ítarefni tengt húsinu á opera.is eða kopavogur.is. Frá brúnni Húsið eins og það mun birtast fólki þegar það kemur að Kópavogsbrú, eftir tvö til fjögur ár. Vinningstillaga að óperuhúsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.