Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 24
Eftir Lilju Þorsteinsdóttur liljath@mbl.is Hártískan er í stöðugriþróun og nýverið laukheimsþingi samtakahárgreiðslufólks, Int- ercoiffure. Að þessu sinni var þingið haldið í Brasilíu og þar héldu Norð- urlandaþjóðirnar glæsilega hársýn- ingu og heilluðu heimafólk, sem og aðra, með miklum tilþrifum. Arnar Tómasson á Salon Reykjavík, list- ráðunautur Intercoiffure á Íslandi, sem var í Brasilíu ásamt félögum sínum, segir sýninguna hafa gengið mjög vel. „Sýningunni okkar var virkilega vel tekið og við fengum mjög góða gagnrýni,“ segir Arnar. „Norður- landasýningin hét „Snow on the tongue“ eða „Snjór á tungunni“ og var mjög norræn. Fléttur eru í tísku núna en við tókum þær lengra og settum í nútímalegt form. Hall- gerður langbrók var örugglega með fléttur, en sennilega ekki fléttur í líkingu við okkar,“ segir Arnar. „Við vorum búin að vinna mikla undirbúningsvinnu. Við vöknuðum Snjór á tungu í Brasilíu Frumlegt Ýmsar þjóðir sýndu nýjustu strauma í hártískunni á heimsþingi Intercoiffure. Í smíðum „Mesta vinnan liggur í blaðinu en einn hnífur tekur svona 15–20 tíma í vinnslu,“ segir Jóhann Vilhjálmsson, hnífa- og byssusmiður. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Hnífurinn er elsta verkfærimannsins,“ segir JóhannVihjálmsson um leið oghann flettir út efnis- stranga sem geymir handsmíðaða dýrgripina, hvern í sínu hólfi. „Til dæmis var hnífur hjá elsta mann- inum sem fundist hefur í heiminum. Maðurinn hafði legið í jökli í árþús- undir og var því vel varðveittur.“ Það þarf ekki mikla kunnáttu til að skynja að hnífarnir úr strang- anum hans Jóhanns eru öllu veglegri en verkfæri frummannsins í jökl- inum. Fagurlega löguð skeftin eru úr hornum og beinum ýmiss konar en hnífsblöðin draga ekki síður að sér athyglina. Þau eru úr ryðfríu stáli, smíðuð í höndunum og sum jafnvel útskorin eða hömruð eftir kúnstarinnar reglum. „Mesta vinnan liggur í blaðinu en einn hnífur tekur svona 15–20 tíma í vinnslu. Ég herði sjálfur stálið í blaðið og forma það en læt grafa í þau fyrir mig úti í Belgíu. Þegar maður er búinn að ná góðum tökum á því að smíða fallega hnífa verður maður mjög vandlátur á gröftinn í þá.“ Skildi ekki orð Hnífasmíðina lærði Jóhann í Belg- íu en þangað fór hann fyrir 15 árum í þeim tilgangi að nema byssusmíði. „Sem krakki var ég alltaf úti í Breiðafjarðareyjum og í Álftaveri austan við Mýrdalssand á sumrin og á báðum þessum stöðum var stund- aður veiðiskapur. Forfeður mínir voru líka veiðimenn og mikill áhugi á veiðiskap í fjölskyldunni.“ Áhuginn á veiðitólunum kom líka snemma og Jóhann rifjar upp að strax 16 ára hafi hann langað til að læra byssusmíði. „Ég fór hins vegar í vélvirkjun og tók svo vélskólann. Það var ekki fyrr en seinna sem ég fór út í byssusmíðina sem var þriggja ára nám. Þá lærði ég að hanna byssur, teikna þær upp og smíða. Ég ákvað að taka málmgröft og skeftissmíðina með í kvöldskóla og lauk tveimur brautskráningum þarna úti, í skeftissmíði og byssu- smíði.“ Hann segir það hafa verið hálfgert áfall að koma út í skólann í Belgíu. „Þar fór öll kennsla fram á frönsku og ég skildi ekki orð í tungumálinu svo mér var skapi næst að hætta eft- ir viku. Ég hékk á því að kenn- ararnir mínir sögðu að ég ætti að geta náð tökum á þessu.“ Jóhanni gekk framar vonum og hlaut ýmis verðlaun, bæði meðan á náminu stóð og síðar á sýningum erlendis. Þá er hann félagi í hinu virta félagi The Belgian Knife Society. Meðal gripanna sem vakið hafa at- hygli er Íslenski veiðihnífurinn, sem Jóhann hefur þróað undanfarin ár. „Hann er ekkert ósvipaður skandin- avíska hnífnum eins og hann er kall- aður, en þó öðruvísi og af hentugri stærð. Veiðimenn í Póllandi, Afríku og á Íslandi gera góðan róm að hon- um enda er hann fínn í að opna dýr, flaka fisk og gera að bráð og afla með honum.“ Hann bætir því við að kunningi hans, sem er þekktur þýsk- ur framleiðandi á veiðibúnaði að nafni Niggeloh, hafi óskað eftir því að hann þrói Íslenska veiðihnífinn og Morgunblaðið/Golli Verkfæra- smiður veiði- mannsins Hnífarnir hans Jóhanns Vilhjálmssonar eru sannkallaðir kjörgripir enda mikil vinna og alúð lögð í hvern og einn þeirra. Það eina sem ég hef veitt og ekki getað borðað með góðri lyst var svartbjörn sem ég veiddi í Kanada. |laugardagur|16. 8. 2008| mbl.is daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.