Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Nú líður aðaldar-afmæli skáldsins Steins Steinars, sem fæddist 13. októ- ber árið 1908. Mikilvægt er að honum verði sýndur sómi á þessum degi. Auðvitað á þjóðin að heiðra með veglegum hætti minningu eins af merkustu skáldum tuttugustu aldar. Það eru tíðindi að Forlagið hyggst gefa út „Dvalið hjá djúpu vatni“ á þessum tíma- mótum, en það var fyrsta at- renna Steins að ljóðabálknum Tímanum og vatninu. Ekki rýrir það gildi útgáfunnar að handritið er skreytt myndum eftir Þorvald Skúlason. Ítarleg grein um ritunar- sögu Tímans og vatnsins er skrifuð í vorhefti Skírnis af Kristínu Þórarinsdóttur, syst- urdóttur Ásthildar, ekkju Steins. Þar segir Kristín að ljóðabálkurinn hafi „þróast úr tilfinningaljóðum í miklu heimspekilegri ljóð“; heildin sé orðin úthugsaðri. Steinn var lengi að vinna að bálkinum, sem varð til smátt og smátt, og sagði vini sínum skáldinu Kristjáni Karlssyni að þegar hann hefði ort kvæð- ið hefði hann ekkert vitað hvað hann var að gera. „En það er nú módernismi að segja svo- leiðis,“ bætir Kristján við. Margt hefur verið rætt og ritað um Tímann og vatnið. Í eftirmála að útgáfu kvæðisins frá 1974 skrifar Kristján Karlsson: „Lengst í fjarska að baki alls flokksins hillir undir „Lýsingar“ Rimbauds. En miklu nær stendur allur sá rómantískur táknskáldskapur, þar sem vatnið kemur við sögu, ýmist sem tákn um forvitund vora og undirvitund eða frumheim lífs- ins og afturhvarf til hans. Og á stöku stað rís upp þversögnin sem höfuðskepna laus allra mála.“ Skáldskapur Steins Stein- ars hefur lengi opnað ungu fólki dyrnar að íslenskri ljóða- gerð. Kannski vegna þess að formið er lipurt, hann brýtur það upp án þess þó að skera á ræturnar, og tungutakið er al- þýðlegt – hann yrkir á manna- máli. Og Steinn er alltaf tímabær, fylgdist með tímanum og orti um hræringar í andlegu lífi þjóðarinnar, ekki síst þegar leið á ævina. Eins og þegar hann fór til Rússlands, orti um þá för og afneitaði með einu höggi bolsévismanum. Upp- reisnarhugur hans féll í kram- ið, mönnum fannst hann eiga erindi jafnvel þó að þeir tækju ekki endilega undir það sem hann sagði. Það var að skapast frjálslegra andrúmsloft í þjóð- félaginu þegar hann náði fullri eftirtekt. Og kannski má þakka honum það að hluta – að minnsta kosti í skáldskapnum. – Og pólitíkinni. Afneitaði með einu höggi bolsévismanum} Uppreisnarmaðurinn Steinn Ríkisstjórnirheims geta sameinast um að binda enda á kyn- bundið ofbeldi. Ef pólitískur vilji er fyrir hendi er hægt að bæta lagaumhverfi, styrkja lögreglu og dómstóla og fylgja refsingum eftir. Fyr- irbyggjandi aðgerðir, jafnt sem sterk viðbrögð við brot- um, eru á þeirra hendi. Nú stendur yfir undir- skriftaátakið Segjum nei við ofbeldi gegn konum, á vegum UNIFEM, Þróunarsjóðs Sam- einuðu þjóðanna í þágu kvenna. Átakið hefur staðið yfir frá því í nóvember í fyrra og því lýkur í nóvember næst- komandi. Nokkrar ríkis- stjórnir, þeirra á meðal sú ís- lenska, hafa skrifað undir átakið í heild sinni. Hvers vegna er þörf á slíku átaki til að hvetja ríkisstjórnir víða um heim til dáða? Regína Bjarnadóttir, stjórnarformað- ur UNIFEM, svaraði því á blaðamannafundi í gær: „Of- beldi gegn konum er málefni sem getur ekki beðið. Að minnsta kosti ein af hverj- um þremur konum er barin, þvinguð til kynlífs eða misnotuð á ann- an hátt einhvern tímann á lífs- leiðinni. Fimmta hver kona verður fórnarlamb nauðgunar eða tilraunar til nauðgunar. Mansal, kynferðisleg áreitni, limlesting á kynfærum kvenna, morð vegna heim- anmundar, heiðursmorð og út- burður stúlkubarna eru hluti af sama vandamáli, þetta er allt ofbeldi gegn konum. Ekk- ert land, engin menning, engin kona ung eða gömul, er ónæm fyrir þessari plágu. Alltof oft er komist upp með þessa glæpi án þess að refsað sé fyrir og ofbeldismennirnir ganga laus- ir.“ Þessar upplýsingar láta engan ósnortinn. Íslendingar eiga að sameinast um að skrá sig á undirskriftalistann á heimasíðu UNIFEM á Íslandi og styðja þannig konur, bæði hér og um heim allan. Styðjum átak UNI- FEM í þágu kvenna}Gegn kynbundnu ofbeldi É g er með skakkar tennur. Ég veit ekki almennilega af hverju þær voru aldrei réttar við, en þarna standa þær blessaðar eins og þær hafa alltaf staðið – óumdeil- anlega skakkar í þráðbeinum nútíma. Ég get lagt á hilluna drauminn um að verða opinbert andlit Ólympíuleika. Tildrög málsins eru þau að hin 7 ára Yang sem með rödd sinni vann til þess heiðurs að syngja til móðurjarðarinnar við opnun Ólymp- íuleikanna var með skömmum fyrirvara tjáð að því miður hefði hún ekki rétta andlitið. Tenn- urnar voru of skakkar og kinnarnar of bústnar. Hin 9 ára Lin var hins vegar nægilega sjón- varpsvæn og hún léði röddinni andlit sitt og lík- amsburði og hreyfði varirnar í þykjustusöng. Hún sjarmeraði upp úr skóm eins og henni var ætlað. Sagan um 7 ára kínverska stúlku sem syngur eins og engill en fær ekki að koma fram af því að hún er með skakkar tennur hefur farið sem eldur í sinu um heims- byggðina. Allir helstu fjölmiðlar heims hafa greint frá málinu og hneykslan er hávær. „Týpískir kommúnistar!“ segir hjá einum breskum, um leið og leiðtogar ríkjanna skála. Ég hef dálítið gaman að því þegar kínversk stjórnvöld eru kölluð kommúnistar. Kína dagsins í dag er ein skær- asta vonarstjarna heimskapítalismans. Og ætli það sé ekki einmitt þess vegna sem forframaðir vestrænir stjórnmála- foringjar þora ekki að gagnrýna einörðum rómi mannrétt- indabrot, skoðanakúgun, nauðungaflutninga og harðræði í Kína, að ekki sé talað um ofbeldið í Tíbet. Það hentar ekki alveg fyrir viðskiptahagsmuni. Sögunni um Yang og Lin ættum við þó að geta snúið aðeins upp á okkur sjálf. Erum við virkilega svo ókunnug áróðri, útlitsdýrkun og ímyndarherferðum? Hvernig varð Íraksstríðið til á öðru en fölskum forsendum „okkar hinna frjálsu“? Og þegar kemur að útliti: Hvar sjáum við feitari þulurnar í eldri kantinum í sjónvarpi, hvar sjáum við spyrlur með hrukkur sem hafa margra ára innsýn í íslensk samfélagsmál? Hversu margar ungar stúlkur fara í brjósta- stækkun og hversu margar í eilífa megrun, og hvernig er þeim umbunað? Og hve oft tala jafnvel fullorðnir stjórnmála- menn með rödd sem er ekki þeirra eigin – hve oft hreyfast varirnar án þess að segja nokkurn skapaðan hlut? Mistökin sem við gerum er að halda að falskar flugelda- sýningar séu undantekningin en ekki reglan í henni ver- öld, kommúnískri sem kapítalískri. Traust okkar er iðu- lega leiksoppur í valdabaráttu hagsmuna sem sýnast vera annað en þeir eru. Sannleikurinn hleypur gjarnan hratt úr sjónmáli, bakdyramegin eða niður brunastiga, og það sem blasir við í svo ótal mörgum málum er iðulega einhvers konar yfirborð, skakkara en 7 ára tennur. Okkar er að rýna betur. Að lokum: Góðgerðartónleikar til stuðnings Tíbet verða haldnir í Salnum í Kópavogi 24. ágúst kl. 20. Skakkir sem beinir tanngarðar og viðhengi þeirra eru hvött til að fjöl- menna. glg@althingi.is Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Pistill Sjónskekkjan okkar Þröngar heimildir aga kjörna fulltrúa FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is S veitastjórnarmenn þurfa að sýna þá ábyrgð að starfa að málefnum sveit- arfélagsins meðan á kjör- tímabili stendur,“ segir Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands [HÍ]. Þarf að breyta lögum til þess að fyrirbyggja pólitískar hrókeringar af því tagi sem kjósendur í Reykjavík hafa orðið vitni að undanfarið? „Fyr- irkomulagið eins og það er núna er gengið sér til húðar,“ segir Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. „Þögn sveitarstjórnarlaga um þetta [tíð meirihlutaskipti á kjör- tímabili] vekur spurningar um hvort lögin séu farin að vinna gegn tilgangi sínum með því að stuðla að óstöð- ugleika,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borg- arstjórn. „Þessi kreppa lýtur þó ekki síður að þeim vinnubrögðum sem hef- ur verið boðið upp á, en hugsanlegum vanköntum laganna,“ segir Dagur jafnframt. Kjósendur í Reykjavík fá núna fjórða meirihlutann á rúmum tveimur árum og sjötta borgarstjórann á sex árum. Samkvæmt íslenskum lögum er ekki hægt að rjúfa kjörtímabil hjá sveitarstjórn og kjósa að nýju. Það er bara í tveimur tilvikum sem slíkt er mögulegt. Ef upphafleg kosning er úrskurðuð eða dæmd ógild eða ef sveitarfélög sameinast á kjörtímabili. „Að öðru leyti er ekki gert ráð fyrir þeim möguleika að það sé kosið að nýju innan kjörtímabils,“ segir Trausti. „Við erum kosin til þess að stjórna borginni og það er sú ábyrgð sem við eigum að axla. Mér finnst at- burðarásin undanfarið algjörlega gefa tilefni til endurskoðunar sveit- arstjórnarlaga,“ segir Svandís. Störf og nefndir í uppnámi? Stöðugar hrókeringar starfa innan sveitarfélags ættu undir eðlilegum kringumstæðum ekki að hafa áhrif á þá þjónustu sem borgaranum er veitt, hins vegar segir það sig sjálft að störfin sem slík eru í uppnámi í óstöð- ugleika og það því tæpast farsælt fyr- ir stjórnsýsluna. „Sveitarstjórnir eru bara stjórnvöld. Þau eiga ekki í eðli sínu að vera undirorpin snöggum breytingum vegna pólitískra um- brota,“ segir Róbert Ragnar Spanó, prófessor við lagadeild HÍ. „Í Dan- mörku er ekki þessi sami möguleiki fyrir hendi líkt og á Íslandi að skipta stöðugt um embættin sem slík. Kos- inn er formaður sveitarstjórnar og í helstu nefndir og síðan stendur sú kosning það sem eftir lifir kjör- tímabils,“ segir Trausti. Að hans sögn eru kjörnir fulltrúar agaðir til með þessum hætti. „Það er mun ríkari hefð fyrir því þar að helstu nefndir séu skipaðar sveitarstjórnarmönn- unum sjálfum, en ekki utanaðkom- andi.“ Að sögn Trausta væri sú leið ef til vill til þess fallin að skapa enn meiri óvissu en núverandi fyrirkomulag, ef tiltæk væru úrræði til þess að boða til kosninga á miðju kjörtímabili sveit- arstjórnar. „Það hefur engin eiginleg umræða farið fram um þetta hér á landi, heldur hefur þessi regla verið tekin upp eftir hinum Norðurlönd- unum. Það hlýtur hins vegar að telj- ast óheppilegt fyrir stjórnsýslu sveit- arfélags að 4 meirihlutar starfi á einu og sama kjörtímabilinu,“ segir Trausti. Hann segir endurtekin stjórnarskipti innan sama kjör- tímabils sjaldgæf, en það þurfi líka að horfa til þess að í gegnum árin hafi ný meirihlutamyndun verið algeng í smærri sveitarfélögum, án þess að við það hafi skapast einhver sérstök umræða um stjórnsýsluna.  9 +     !! "#$ %$$ &$' &$ (  D' %' &' H' I' $' ' KL,L /, !+ / A C A);:/,  /, M /,  ,  B 0 ( +>. /0 N - - ,O 5  , I''H I''& I''% I''D I''E I''G „KOSTIRNIR við núverandi kerfi eru þeir að sveitarstjórnir eru þvingaðar til þess að vera með starf- hæfan meirihluta í hvert og eitt skipti. Gallarnir eru þeir að kerfið býður upp á tíð meirihlutaskipti. Það má samt alls ekki verða til þess að auka lausung í stjórnsýslunni,“ segir Kristján Möller samgöngu- ráðherra, en sveitarstjórnarmálefni heyra undir samgönguráðuneytið. „Það eru líka ókostir við það að menn gætu undir ákveðnum kring- umstæðum sprengt meirihluta og boðað til kosninga.“ Endurskoðun sveitarstjórnarlaga stendur yfir. Kristján segir sjálfsagt að skoða mögulegar breytingar á núverandi kerfi. „Ef að meirihlutaskipti í sveit- arfélögum eiga sér stað þá er rétt að endurnýja í nefndum um leið,“ segir Kristján spurður hvort til greina komi að breyta lögum þannig að nefndarmenn sitji út kjörtímabil í stærstu nefndunum, eins og tíðkast hjá sveitarfélögum í Danmörku. KOSTIR OG GALLAR ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.